Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Áform stjórnvalda um aö veita einu fyrirtæki sérleyfi á gerö og starfrækslu gagna- grunns á heilbrigðissviði eru mjög umdeild. Ómar Friðriksson kynnti sér ólík sjónarmið gagnvart kostum og göllum sérleyfa frá hagfræðilegum sjónarhóli og greinir frá nýjum athugasemdum íslenskra hugbúnaðarframleiðenda. Nauð óeðli SÉRLEYFI og einkaleyfísvernd til handa einstökum fyrirtækjum hljóta eðli máls samkvæmt að vera umdeil- anleg í atvinnulífí sem þrífst og dafnar á samkeppnismarkaði. Einkaleyfi geta þó gegnt í mörgum tilvikum viðurkenndu og mikilvægu hlutverki í nútímahagkerfum, þar sem þau tryggja að einhver sjái sér hag í að leggja út í áhættusama fjár- festingu, t.d. við þróun á nýjum vör- um eða framleiðsluaðferðum, eins og Gylfi Magnússon hagfræðingur benti á á ráðstefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna um gagnagrunn á heilbrigðissviði í ágústmánuði sl. Hann sagði höfundarrétt gegna svipuðu hlutverki. Honum væri ætl- að að tryggja að arðurinn, sem feng- ist af sölu verks, rynni til þess, sem lagt hefur í kostnað við að skapa það. „Þetta er ekki mjög flókið, nán- ast hagfræði Litlu gulu hænunnar,“ sagði hann. „Valda í eðli sínu mismunun" Fyrirhugað sérleyfi til 12 ára til handa væntanlegum rekstrarleyfis- hafa gagnagrunnsins, Islenskri erfðagreiningu, hefur vakið upp harðar deilur í þjóðfélaginu. Fulltrú- ar í Vísindasiðanefnd benda á, í um- sögn sinni um gagnagrunnsfrum- varpið, að einkaleyfi valdi í eðli sínu mismunun og séu á hröðu undan- haldi á flestum sviðum viðskipta, „þó með þeirri undantekningu að veitt eru einkaleyfi á uppfinningum, t.d. nýjum lyfjum til að tryggja hvata til þróunar nýjunga á slíkum sviðum. Gagnagrunnur er ekki uppfinning í þessum skilningi. Ennfremur eru einungis veitt einkaleyfi til markað- setningar og notkunar lyfja, ekki til að finna upp sams konar lyf eða hlið- stæð,“ segir í umsögn nefndarinnar. Þörf á sérleyfi? Tekið er fram í frumvarpinu að væntanleg lög nái ekki til sjúkra- skrárkerfa einstakra stofnana sem byggð hafa verið upp, skráa sem stjómvöld halda, gagnasafna vegna vísindarannsókna eða skráningar slysa. Skrár Hjartavemdar og Krabbameinsfélagsins yrðu þannig undanþegnar lögunum. Ýmsir hafa haldið því fram að því hafi aldrei verið svarað til hlítar hvers vegna þörf sé á að veita sér- leyfi á gerð og starfrækslu eins mið- lægs gagnagrunns. Eins og fram kom í viðtali við Kára Stefánsson, forstjóra IE, hér í blaðinu sl. fóstu- dag hefur íyrirtækið þegar sótt um einkaleyfi á meingenum sem fyrir- tækið leitar að, tU einkaleyfisskrif- stofa í Eyrópu og Bandaríkjunum. Þá hefur ÍE í hyggju að sækja um einkaleyfi á ýmsum hugbúnaði sem hannaður hefur verið hjá fyrirtæk- inu. Fyrirtækið mun þannig vænt- anlega fá að njóta einkaleyfisvernd- ar vegna uppfinninga sinna og enn- fremur verður að teljast líklegt að íyrirtækið muni njóta einhvers kon- ar vemdunar á grundvelli höfundar- réttar af smíði gagnagrunnsins. Jón L. Arnalds hæstarétt- arlögmaður heldur því fram í nýlegri álitsgerðs sem sam- in var að ósk Islenskrar erfðagreiningar, að einka- leyfisvernd geti gegnt því . ^JB.4gÍ < ■ r g|||g|s£' SERLEYFI A GAGNAGRUNNI mikilvæga hlutverki að hún veiti einkaleyfishafa heimild til þess að hindra aðra á einkaleyfistímanum í að framleiða og markaðssetja sömu aðferð eða afurð. „Gerir einkaleyfið þannig uppfinningamanninum kleift að ná til baka kostn- aði þeim, sem hann hefur haft af þróun upp- finningarinnar og markaðssetningu hennar. Sérleyfi til gerðar og rekst- urs gagnagrunns á heilbrigðissviði gegnir sérstaklega þessu sama hlut- verki og er því fyllilega hliðstætt hefðbundnum einkaleyfum í þessum skilningi. Fjármögnun verksins byggist á hagnaðarvoninni. Verður að telja hæpið að kleift sé að afla fjár sem nemur milljörðum króna í verkefni sem þetta nema hagnaðar- vonin sé einhver. Ef margir aðilar eru um hituna minnkar hagnaðar- von og minni möguleiki verður á fjármagni," segir hann. Umdeild aógangsnefnd I frumvarpinu er tekið fram að starfræksla grunnsins hefti ekki aðgang annarra vísindamanna að upplýsingum hjá heilbrigðisstofn- unum. Verður vísindamönnum á þeim stofnunum sem leggja til upp- lýsingar í grunninn einnig heimil- aður aðgangur að gögnum í gagna- grunninum nema um sé að ræða rannsókn sem fyrirsjáanleg er að mati sérstakrar nefndar að skerði ISWl viðskiptahagsmuni rekstrarleyfis- hafa. Þessi ákvæði hafa sætt harðri gagnrýni að undanfömu. „Margir vísindamenn íslenskra háskóla og annarra stofnana sem ekki leggja gögn í gagnagrunninn munu því ekki hafa aðgang að honum. Hér er um alvarlegar takmarkanir aðgangs að ræða sem skapa ójafn- ræði meðal vísindamanna eftir því hvað þeir starfa," segir í umsögn Miðstöðvar í erfðafræði við Háskóla Islands. Umrædd nefnd verður skipuð þremur mönnum, einum fulltrúa læknadeildar HI, einum fulltrúa landlæknis og fulltrúa rekstrarleyf- ishafa grunnsins. Hefur þeirri skip- an einnig verið mótmælt með þeim rökum að óeðlilegt sé ______ að rekstrarleyfishafi fái aðstöðu til að meta um- sóknir annarra um upp- lýsingar úr grunninum. Rannsóknarráð Is- lands segir í sinni at- hugasemd við frum- varpið að vísindamenn geti verið í mun lakari stöðu til að útvega ; rannsóknarfé ef þeir geta ekki nýtt sér miðlæga grunninn vegna hagsmuna- árekstra við rekstrarleyfishafann. „Ekki eru nein ákvæði í frumvarp- inu eða skýringar á því hvemig leyf- ishafi skuli sanna viðskiptahagsmuni sína til að takmarka notkun annarra á gagnagrunninum í rannsókna- skyni. Virðist honum í sjálfsvald sett að skýra þá, t.d. með yfirlýsingu um áform varðandi rannsóknir á öllum áhugaverðustu sjúkdómum eða meingenum sem gagnagrunnurinn getur gefið upplýsingar um,“ segir í umsögn ráðsins. Frumkvöðulsrétturinn Á ráðstefnu SUS um gagna- grunna á heilbrigðissviði í ágúst sl. sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra einkaleyfi hvetja frumkvöðla til að taka áhættu. Davíð sagði að heimurinn væri til muna fátæklegri ef einkaleyfi væru ekki til. „Fjöl- mörg lyf, sem við notum gegn allra handa sjúkdómum, sum hver lífs- nauðsynleg, hefðu ekki orðið til nema vegna tímabundinna einka- leyfa. Ástæðan er einföld og augljós. Oftar en ekki háttar svo til að mikil óvissa ríkir um einstakar rannsókn- arniðurstöður. Vísindamenn geta engu að síður í skjóli tímabundinnar verndar varið miídu fé til þróunar og athugana án þess að eiga á hættu að aðrir hirði á augabragði allan af- raksturinn af þekkingarleitinni og þeir sjálfir sitji eftir með sárt ennið og fái ekki borið frumkvöðulskostn- aðinn. Dæmisagan um litlu gulu hænuna sem fann fræ segir okkur að hver og einn mun ekki leggja á sig mikið erfiði umfram aðra, ef allir geta notið til jafns þegar árangur erfiðisins skilar sér, líka þeir sem litlu eða engu hafa kostað til. í þeim tilfellum, þar sem veiting einkaleyfa á við, er slík skipan því ekki and- stæða hefðbundins samkeppnis- markaðar. Þvert á móti. Hún er for- senda þess að hvati sé fyrir frumkvöðla til að taka áhættu og skapa verðmæti, og í okkar til- felli fyrir vísindamenn til að skapa þekkingu og stuðla að bættu heilbrigði," sagði Davíð. GAGNAGRUNNSFRUMVARPIÐ nær ekki til einstakra sjúkra- skrárkerfa stofnana. Verða því skrár Hjartaverndar og Krabba- meinsfélagsins undanþegnar væntanlegum lögum og sér- leyfi rekstrarleyfishafa gagna- grunnsins. Myndin er frá rann- sóknastofu Krabbameinsfélags- ins í sameinda- og frumulíf- fræði. Nauðsyn þess að vemda fjárfestinguna Meginröksemdir Islenskrai erfðagreiningar fyrir því, að réttlæt- anlegt sé að veita sérleyfi til sam- setningar og markaðssetningar á miðlægum gagnagrunni eru þær að hugverkaiðnaður sé sá iðnaðargeiri sem í dag býr til hvað mest nýtt verðmæti á Vesturiöndum. Innan þessa geira séu greinar eins og líf- tækni, hugbúnaðargerð, lyfjaiðnað- ur og skemmtanaiðnaður. Hug- verkaiðnaðurinn byggi alfarið tilvist sína á tækjum eins og einkaleyfum, sérleyfum og höfundarrétti, sem séu nýtt til þess að vemda hugverk. ,Án þessara tækja gæti hugverkaiðnað- urinn ekki þrifist. Ef Islendingar ætla sér að ná í sinn hlut af því verð- mæti sem hugverkaiðnaðurinn skap- ar verða þeir að temja sér skynsam- lega notkun þessara tækja. Þetta ei það umhverfi sem gagnagrunnurinn verður að starfa í sem viðskiptatæki. En auk þessa eru sérstakar ástæður aðrar sem valda því að ekki verðui ráðist í að koma á fót miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði án þess að til komi einhvers konai vemd á borð við sérleyfi,“ segir í svörum sem Morgunblaðið fékk hjá stjómendum IE við spumingum um þetta álitaefni. Þessar sérstöku ástæður eru fjór- þættar að mati IE: 1) „Stofnkostnaður við miðlægan gagnagrann er mjög mikill og áhættan er einnig mikil vegna þess að svona gagnagrunnur hefur aldrei verið markaðssettur áður. Ekki ei óeðlilegt að við slíkar aðstæður ►
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.