Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Heimir Pálsson ritar sögu íslenskra bókmennta á 20. öld Mikilvægt að nálgast sam- tímann í bók- menntakennslu SÖGUR, ljóð og líf heitir bók sem komin er út hjá Vöku-Helgafelli. Fjallar hún um íslenskar bók- menntir á tuttugustu öld, storma- samt en um leið frjósamt skeið, sem ekki hefur verið fjallað um í einu riti áður. Höfundur er Heimir Pálsson og er bókin ætluð til kennslu í íslenskri bókmenntasögu í framhaldsskólum, auk þess sem áhugafólk um bókmenntir ætti að hafa gagn af henni. í bókinni er gerð grein fyrir stefnum og straumum í íslenskum bókmenntum, allt frá nýrómantfk til póstmódernisma, fjallað um íjölda verka einstakra höfunda og sjónum beint að þjóðfélagsþróun á öldinni og hvernig hún speglast í bókmenntum. Heimir segir Sögur, Ijóð og líf eiga sér langan aðdraganda. „Bók- in er afleiðing þess að fyrir mörg- um árum hellti ég mér af bjartsýni út í að skrifa námsbækur sem mér fannst sárlega vanta. Varð þá til ritið Straumar og stefnur í íslensk- um bókmenntum eftir 1550 sem kennt hefur verið í framhaldsskól- um um langt árabil. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, margt gerst og ég ef til vill lært eitt- hvað.“ Heimir skrifaði á sínum tíma nýtt handrit að Straumum og stefnum en ekki varð af útgáfu. „Að sumu leyti var það gott enda er þetta ekki það efni sem menn hafa verið að biðja mest um. Það hefur fyrst og fremst vantað efni varðandi 20. öldina. I framhalds- skólunum eru menn nefnilega enn þeirrar skoðunar að það sé afskap- lega mikilvægt að geta nálgast samtimann í bókmenntakennslu." Önnur ástæða fyrir því að Heim- ir réðst í verkið er sú að hann seg- ist hafa mikla ánægju af bók- menntum - svo hafi alltaf verið. „Ég hef verið svo gæfusamur að hafa fengið að koma að bókmennt- um úr ýmsum áttum, alla tíð, og er afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að gera þessa tilraun." Spurningar en ekki svör Heimir segir löngunina til að fræða blunda í öllum kennurum. Það hafi hann haft að leiðarljósi við skrifin. Samt sem áður langi hann, með Sögum, ljóðum og lífi, meira til að vekja spurningar og forvitni heldur en veita svör. „Til- gangur bókarinnar er að vekja at- hygli á mismunandi leiðum til að nálgast þetta efni. Mér þætti með öðrum orðum vænna um það ef hún skildi menn eftir með spurn- ingar sem þeir sæju ástæðu til að leita svara við, heldur en mér hefði tekist að gefa einhver svör sem háð eru tíma og rúmi og þar af leiðandi um- deilanleg. Það varðar mjög miklu að hafa lif- andi umfjöllun og um- ræðu um menningu í skólum og þess vegna vona ég að í bókinni sé einhver grundvöllur fyrir menn til að standa á svo þeir geti haldið áfram að tala saman. Látum hin endanlegu svör liggja milli hluta enda hef ég alltaf minni og minni trú á því að menn eigi eftir að sjá ljósið í þessu efni.“ Heimir segir mikið endurmat hafa átt sér stað á síðastliðnum áratug á viðhorfi okkar mannanna og söguskoðun. Eigi að síður stendur, í hans huga, upp úr að enginn maður hefur lesið allar bókmenntir 20. aldarinnar, ekki einu sinni allar íslenskar bók- menntir. „Það hefur enginn slíka yfirsýn. Stundum hefur tilviljun ráðið því hvað við höfum lesið og stundum höfum við reynt að fylla kerfis- bundið inn í eyðurnar. Þá er það aftur á móti undir kerfinu komið hversu vel okkur hefur tekist upp. Það hljóta því ævinlega að vera gloppur í þekkingu okkar.“ Þá kemur Heimir að „þessum ei- lífu matsatriðum". „Islenskir rit- höfundar á 20. öld eru fleiri en svo að þeim verði gerð skil í einni bók, sem þar að auki er gert ráð fyrir að nemendur geti haft gagn af á hálfu ári. Það væri líka að víkja sér undan vandanum að skrifa bara skáldatal - bók- menntasaga í stafrófs- röð er alltaf heldur lé- legt tæki til þess að búa sér til yfirsýn. Þess vegna verður svona rit að vera úrval - og það er einmitt erfiðast af öllu.“ I bókinni er fjallað á spássíum um svo sem 100 skáld og rithöf- unda. Segir Heimir það val kannski hafa verið viðkvæmast. „Þar fékk ég aðstoð margra til að gera þetta ekki alfarið per- sónulegt val. Þetta er ekki saga höfunda, heldur aðeins umíjöllun í símskeytastil." I bókinni ber mörg nöfn á góma - ekkert þó eins oft og Halldór Laxness. Segir Heimir það enga tilviljun. „Islenskar bókmenntir hafa átt einn risa á öldinni, Hall- dór Laxness. Ber hann höfuð og herðar yfír aðra höfunda. Ekki síst vegna þess að hann tekur þátt í öllum straumum og stefnum aldar- innar og er öðrum mönnum óhræddari við að skipta um skoð- un. Þetta gerir umfjöllun um 20. öldina ólíka umfjöllun um aðrar aldir. Jónas Hallgrímsson er reyndar stór í bókmenntaumfjöll- un 19. aldar - en ekki viðlíka stór og Halldór á þeirri 20.“ Höfundurinn beitti ýmsum að- ferðum til að velja umfjöllunar- efni. Spurði sig hvað væri líklegt til að virka. Hvað væri líklegt til að vekja áhuga. „Ég vel ekki endi- lega dæmi í svona verk, vegna þess að mér þykir efnið það besta sem verið hefur ort eða skrifað, heldur vegna þess að ég vona að það veki áhuga, löngun til að vita meira, bregðast við, vera ósam- mála. Síðastnefnda atriðið er einmitt best af öllu, því það hvetur nemendur til að leita að sínum eig- in rökum gegn staðhæfingum.“ Flokkspólitískar bókmenntir Heimir skoðar 20. öldina í ís- lenskum bókmenntum úr návígi. Að hans hyggju eiga menn, sem skoða þetta tímabil síðar, án efa eftir að taka sitthvað til endur- skoðunar. „Síðar meir, segjum um miðja næstu öld, gæti ég vel trúað að höfundar sem ekki eiga upp á pallborðið núna muni koma veru- lega á óvart. Þetta höfum við séð gerast. Ég veit aftur á móti ekki hvort menn eiga eftir að endur- meta hið undarlega samspil bók- mennta og stjórnmála á Islandi á 20. öldinni. Bókmenntir eru á öll- um öldum einhverskonar pólitík, flytja stefnu, en bókmenntir á ís- landi á þessari öld hafa verið flokkspólitískar. Það er sérstakt. Við verðum sennilega að komast langt frá öldinni til að geta lagt sæmilega hlutlaust mat á þetta.“ Sögur, ljóð og líf er fyrst og fremst námsbók. Eigi að síður seg- ir Heimir að auðvitað dreymi alla, sem skrifa bækur af því tagi, um að ná líka til hinnar lesandi alþýðu - eitthvað handa henni til að brýna gogginn á. Fjöldi námsbóka eigi líka skilið að vera lesinn langt út fyrir skólana - aðgengileg rit sem auðvelda fólki að nálgast efnið. „Ergelsi námsbókahöfunda felst hins vegar í því að það er eins og litið sé á verk okkar sem feimnis- mál. Það er sjaldan fjallað um námsbækur, til dæmis í blöðum. Það er ekki talið efni sem fólk hef- ur áhuga á. Samt eru þetta bæk- urnar sem flestir Iesa - bækurnar sem börnin okkar eru látin lesa og móta með tímanum viðhorf kyn- slóðanna. Ég skildi til dæmis ekki kynslóð foreldra minna fyrr en ég las Landafræði Karls Finnboga- sonar, bókina sem kenndi henni að horfa á heiminn.“ Þessi skortur á umræðu er, að dómi Heimis, farinn að bitna á námsbókunum. Alltof mikið sé um úrelt efni í skólum. „Það er til dæmis verið að kenna fímmtíu ára gamlar bækur í málfræði, rétt eins og ekkert hafi gerst í millitíðinni. Þetta þætti auðvitað ekki gott í líf- fræði en virðist í himnalagi í mál- fræði og stöðugt beðið um endur- útgáfu á þessum klassísku bókum. Þetta er fyrst og fremst vegna þess hve litlar samræður fara fram. Ur því þarf að bæta!“ Heimir Pálsson Meistara- söng’vararnir frá Nurnberg FYRSTA myndbandssýning vetrarins hjá Richard Wagner- félaginu í Norræna húsinu verður laugardaginn 17. októ- ber kl. 13. Sýndir verða Meistarasöngv- ararnir frá Niirnberg, upptaka af sýningu í Aströlsku óperunni í Sydney árið 1988 undir stjórn Charles Mackerras. Sýnt verð- ur af stórum skermi með ensk- um skjátexta. Leikstjóri er Michael Hampe, John Gunter gerði leikmynd, en búninga- hönnuður er Reinhard Hein- rich. Helstu hlutverk syngja Hel- ena Döse, Donald Mclntyre, Paul Frey, John Pringle, Christopher Doig, Donald Shanks, Rosemary Gunn og Robert Aitmann. Á undan sýningunni mun Reynir Axelsson fjalla um óp- eruna í stuttum fyrirlestri. Vegna lengdar óperunnar (ÚVá) mun fyrirlestur Reynis hefjast kl. 11.30 og standa yfir í u.þ.b. 45 mínútur. Mikilvægi íslenskra rita Félagið hóf fjórða starfsár sitt í lok september með sam- komu á Hótel Holti. Þar hélt m.a. dr. Árni Bjömsson þjóð- háttafræðingur erindi um rann- sóknir sínar á „Beinum og óbeinum áhiifum íslenskra forn- bókmennta á verk Richard Wagner, einkum Niflungahring- inn“. Ámi hefur fyrir tilstuðlan félagsins og með styrk frá menntamálaráðuneytinu unnið að þessum rannsóknum nú í ár, m.a. á Richard Wagner-safninu í Bayi’euth á liðnu sumri. Vonir standa til að skrif Árna verði birt almenningi innan tíðar, en rannsóknir Árna renna enn frekari stoðum undir mikilvægi hinna íslensku rita svo sem Eddukvæða, Snorra-Eddu og Völsungasögu íyrir tilurð og gerð Niflungahringsins. Á komandi vetri mun félagið einnig kynna Tristan og Isolde og sýna kvikmyndina „Wagner", þar sem Richard Burton fer með aðalhlutverkið. 8801 löð • G iJæiJsbJn68

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.