Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
„Fátæktin var
mín fylgikona“
AÐ undanfórnu hef-
ur Harpa Njáls félags-
fræðingur kynnt
skýrslu sína um fátækt
í velferðarsamfélagi, en
skýrslan er byggð á
BA-verkefni höfundar í
félagsfræði við Háskóla
íslands. Athyglisvert
er að skýrslan er ekki
samin að frumkvæði
verkalýðssamtaka eða
þeirra pólitísku sam-
taka sem kalla sig
félagshyggjuöfl. Harpa
segir um þetta:
„Fátækir undirmáls-
hópar eru oftast óvirkir
og taka hlutfallslega lit-
inn þátt í hinu pólitíska kerfí og
verkefnum þess,“ og í framhaldi af
þessu: „Jafnaðarmenn og vinstris-
innar, sem eiga að vera regnhlífar-
samtök fyrir hina fátæku, eru það
ekki heldur þjóna millistéttinni."
Harpa spyr reyndar hvers vegna
þeir ættu að höfða til þeirra áhuga-
lausu sem ekkert hafa aflögu! Hún
bendir á að stjórnmálamenn telji sig
gjarnan hafa meira upp úr því að
tala um fátækt en að ganga í að
útrýma henni. Fátæktin er þá talin
góð til atkvæðaveiða (enda enginn
kvóti á þeirri veiðislóð) og fátækt er
auðvelt að nota sem blóraböggul.
Oft er sagt að „ef fólk sé duglegt að
bjarga sér þá standi það sig betur.
Þetta styrkir bilið milli fátæki-a og
ríkra og tryggir stöðu þeirra sem
betur eru settir“. Þá er með ein-
staklingsskýiángum reynt að greina
hina óverðugu frá hinum verðugu.
Hér er ekki rúm til úttektar á
skýrslunni, en helsta niðurstaðan er
þessi: Hér á landi þarf jafnstór hluti
þjóðarinnar að leita sér opinberrar
fjárhagsaðstoðar núna og var um
síðustu aldamót og spyrja má, hvað
er þá orðið okkar starf? í saman-
burði við nálæg lönd sést mjög
skýrt þróunin hér á landi frá 1980.
Dæmi: Velferðarútgjöld á Norður-
löndum sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu árið 1993. Danmörk
32,9% - Noregur
30,8% - Svíþjóð 40,5%
- Finnland 35,4% - ís-
land 18,9%. Útgjöld
vegna ellilífeyrisþega
1993 sem hiutfall af
VLF: Danmörk 10,4%
- Noregur 11,1% -
Svíþjóð 13,8% - jFinn-
land 14,0% - ísland
5,5%. Þróunin er sú
sama varðandi aðra
þætti velferðar, t.d.
hváð varðar öryrkja og
barnafólk. Þó hafa vel-
ferðarútgjöld á Norð-
urlöndum verið skorin
niður frá 1984. Af ríkj-
um OECD er ísland
með þriðju lægstu útgjöldin til vel-
ferðarmála og jöfnunar (sem % af
VLF). Þá er tímakaup íslensks
verkafólks aðeins 57%-77% af kaupi
Hér á landi þarf jafn-
stór hluti þjóðarinnar
að leita sér opinberrar
fjárhagsaðstoðar núna,
segir Jón Kjartansson,
og var um síðustu
aldamót.
verkafólks annars staðar á Norður-
löndum.
I skýrslu Hörpu vantar þó að
mestu húsnæðisþáttinn, sem síst
hefði bætt hlut Islendinga. Einka-
eign á húsnæði er meiri hér en þar
og hér hafa stjómvöld lagt sérstaka
áherslu á að styðja einkaframtak
fólks á kostnað félagslegra úmæða.
Afleiðingin er sú að „hinir tekju-
hærri og þar af leiðandi áræðnari
einstaklingar hafa notið meiri
stuðnings hins opinbera en þeir sem
minna máttu sín vegna lægri tekna
og erfiðari aðstæðna og það eru þeir
sem ekki byggðu og fjárfestu í eigin
húsnæði. Sá hópur fékk ekki neitt“.
Jón Kjartansson frá
Pálmholti
Hinn 27. september sl. birti
Morgunblaðið viðtöl við íslendinga
sem flúið höfðu til Hanstholm í
Danmörku undan íslenskri fátækt.
Þar er m.a. viðtal við tvær fisk-
vinnslukonur, Hrafnhildi og Þuríði.
A íslandi fékk þuríður um 60 þús.
kr. eftir skatt á mánuði og bónus
meðtalinn. í Danmörku eru launin
96 þús. kr. á mánuði eftir skatt og
fyrir dagvinnu aðeins. Hún hafði
keypt hér íbúðir oftar en einu sinni
og misst þær. I Danmörku keypti
hún íbúð á 5 milljónir ísl. kr., út-
borgun 250 þús. ísl. kr. Bankinn sá
um viðskiptin, lánaði og jafnaði af-
borgunum niður á mánuðina. Engir
ábyrgðarmenn, engin uppáskrift,
engar áhyggjur. Hrafnhildur fékk
sér leiguíbúð, „nýja og stærri“ segir
hún. Leigan er 35 þús. kr. ísl. á
mánuði, skattfrjálsar húsaleigubæt-
ur 14. þús. ísl. kr. á mánuði. Nettó-
leigan því 21. þús. ísl. kr. á mánuði.
Kaupið er 80-90 þús. ísl. kr. á mán-
uði og að sjálfsögðu fyrir dagvinnu.
Ekkert í umræddri skýrslu kom
mér á óvart. Þarna er sett í fræði-
legan búning það sem ég hef verið
að segja undanfarinn áratug. En ís-
lensk pólitík er eins og Disneyland
þar sem ekkert breytist þótt flest
annað breytist. Málefnaleg umræða
er fágæt og vanþekking ráðamanna
og áhugaleysi hrópandi. Verstir eru
þeir sem ættu að leiða réttlætis-
baráttuna. Mannlegi þátturinn á fáa
málsvara.
Höfundur er formaður Leigjenda-
samtakanna.
ALVARA
TIL
GIAFA
FLISBUXUR
FLÍSPEYSUR
FLÍSVESTI
1980
OPIÐ MAN - FOS 10-20
FIM 10-21
LAU 10-18
MAB
Ath Sendum í póstkröfu.
Grænt númer S00-5730.
Simi 562-9730 Fax 562-9731
LAUGAVEGUR18
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 47?
-- ■
ótrúleg GSM tilboð!
Motorola d160 GSM simi
TAL12- TimaTA
'limLite GSM sími
TlmaTALs áskríft með greiðslukorti
!i'■ * . "v
;^v
vinsælasti GSM síminn!
Nokia 5110 GSM sími
TAL12 - TimaTALs áskríft með greiðslukorti
fullt verð: 27.800 kr.
niboðið gikSir eingöngu með 12 mánaða TfmaTALs áskrift og að mánaðargjaldið só greitt moð gr&ðslukorti.
Nánari upplýsingar hjá þjónustuveri TALs 570 6060