Morgunblaðið - 15.10.1998, Page 48
$48 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Byggðastefna - liugtak
í útrýmingarhættu
í NÝLEGUM hug-
myndum nefndar al-
þingis sem ætlað er að
breyta kosningalögum í
þá átt að draga úr
(óæskilegu?) vægi
landsbyggðar á alþingi
er því slegið fram sem
helstu rökum að jafna
- Jjurfl vægi atkvæða
landsmanna í þágu
réttlætisins. Allir
nefndarmenn nema
einn eru af höfuðborg-
arsvæðinu. Er það rétt-
lát skipting og koma
sjónarmið allra lands-
manna þannig fram?
Er einn framsóknar-
maður sú rödd sem talin er nægja?
Eg segi nei! Nú er mér nóg boðið!
Með ólíkindum er hvernig íbúar
höfuðborgarsvæðisins hafa talið
sjálfgefíð að þeim sé rétt allt það
sem af landsbyggðarfólki er tekið.
Það þarf ekki mörg dæmi til að
sýna í hvað stefnir. Hvað veldur
fólksflótta af landsbyggðinni? Er
ekki kominn tími til að þróuninni sé
snúið við? Það þarf ekki að skipa í
sérfræðinganefndir, staðsettar í
Reykjavík til þess, heldur þarf ein-
faldlega að koma í veg fyrir að þjón-
usta hins opinbera úti á landi sé
lögð niður og flytja stofnanir út á
land þess í stað.
Helstu röksemdir landsbyggðar-
fólks fyrir ástæðum þess að fólk
flytur úr dreifbýli er sú að fólk
menntar sig í burt. Skildi einhver
^Joetta? Það þýðir að áherslan sem
lögð er á menntun, sem vissulega er
af hinu góða, verður til þess að þeg-
ar ungt fólk utan af landi hefur lok-
ið við skóla, fær það ekki vinnu við
sitt hæfi þar og flyst þvi til höfuð-
borgarsvæðisins og um leið eykst
einhæfnin úti á landi. Er ekki kom-
inn tími til að staldra við og velta
fyrir sér hvar þjóðin væri stödd ef
allir kysu að setjast að á suðvestur-
hominu? Viljum við snúa þessari
þróun við? Ef svarið er já, þá skul-
um við einbeita okkur að því að
koma á dreifðari stjórnsýslu um
landið en nú er og síðan jafna at-
kvæðavægið á eftir. Oft er minnst á
að þegar horfir til breytinga skuli
líta til nágrannalandanna og skoða
'þróun þar. Hvað með t.d. Noreg,
Færeyjar, Danmörku? Mér dettur
satt að segja fyrst í hug að sam-
göngur á landi em í miklu betra
ástandi þar en hér! Einnig vekur at-
hygli að erlendis er lögð á það
áhersla að starfsemi ríkisstofnana
sé dreifð um landið. Þar þætti t.d.
beinlínis hlægilegt að staðsetja
norsku strandgæsluna í Osló í stað
þess að hún sé í Sortland og Ha-
akonsvem.
A meðan eru vegaáætlanir Is-
lendinga aðhlátursefni og stofnanir
eins og Landhelgisgæsla, Hafrann-
sóknastofnun, Fiski-
stofa, Húsnæðisstofn-
un, fasteignamat, Veð-
urstofa, Fangelsis-
málastofnun, Þjóð-
minjasafn, Biskups-
tofa, Tryggingastofn-
un, útlendingaeftirlit
og allar nefndir starf-
andi á vegum ríkisins
með aðalstarfsaðstöðu
sína í - Reykjavík!
Fáeinar stofnanir
sem hvað mest skömm
var að staðsetja á höf-
uðborgarsvæðinu, eins
og Skógrækt ríkisins
og veiðistjóraembætti
pluma sig þó úti á
landi. Landmælingar og Byggða-
stofnun eru vonandi að bætast í
hópinn.
Hvemig væri að hrista af sér
skömmina og staðsetja nýjar stofn-
anir úti á landi? Hvemig væri t.d.
að staðsetja íbúðalánasjóð á Siglu-
fírði í stað loftskeytastöðvar Land-
símans hf. sem áætlanir era uppi
um að leggja niður? Sem átti að
taka við hlutverki loftskeytastöðv-
/
Eg skora á ykkur að
vinna að því að
framfylgja
byggðastefnu sem
raunverulega miðar að
því að auka jöfnuð
segir Björn Davíðsson í
opnu bréfi til Alþingis
og ríkisstjórnar.
arinnar á ísafírði sem lögð var nið-
ur fyrir skemmstu. Tókuð þið eftir
ályktun bæjarráðs Siglufjarðar (og
Isfirðinga áður) þar sem fyrirhug-
aðri lokun var mótmælt? Er eðlilegt
að 5-6 störf leggist af á Siglufirði,
jafngildi 350 starfa í Reykjavík?
Sem bjóðast þó áfram, gegn því að
viðkomandi flytjist til Reykjavíkur?
Gerið þið ykkur virkilega grein fyr-
ir hvert stefnir?
Staðsetjum aðalstöðvar Land-
helgisgæslu og Siglingastofnunar á
Isafirði. A Isafirði á ríkissjóður
Norðurtangahúsið svokallaða sem
henta myndi prýðilega. A Isafjarð-
arflugvelli á ríkissjóður myndarlegt
flugskýli, þar er ágætis hafnarað-
staða og á Þingeyri er einnig flug-
braut sem hentar prýðilega sem
varabraut þar sem annað veðra-
svæði er og einungis um 50 km á
milli. Isafjörður er einnig nálægt
verðmætustu fiskimiðunum og
gætu sparast töluverðir fjármunir í
eftirliti varðskipa vegna þessa.
Öflugt eftirlit og stuðningur við
flugumferð fæst með radarstöð á
Bolafjalli sem á sínum tíma var rætt
um að gæti nýst til landhelgisgæslu
og Ratstjárstofnun væri ekki úr
vegi að flytja líka. Þama er öflugur
málmiðnaður og skipasmíðastöð og
ljóst að öll sú þjónusta sem gæslan
þarf á að halda er til staðar. Öll
minnkun á flugumferð á Reykjavík-
urflugvelli er víst einnig af hinu
góða.
Hvemig væri að staðsetja alla
frekari uppbyggingu Hafrann-
sóknastofnunar og Fiskistofu á
Akureyri, með það að markmiði að
flytja síðan alla starfsemi þangað?
Þar er háskóli sem stofnaður var
með sjávarútvegsfræði sem aðalá-
herslu. Eg er viss um að með sam-
starfi þessara aðila mætti efla veru-
lega alla starfsemi á þessu sviði og
að tækifærin til þess séu vissulega
fleiri á Akureyri en í Reykjavík!
Hvernig væri að flytja aðalstöðvar
Landssímans til Seyðisfjarðar? Eða
Vestmannaeyja þar sem útlanda-
samband er nú tekið í land? Ekki
væra samskipti til trafala eftir að
ljósleiðarinn margumtalaði kom.
Ljósleiðari sem gengur að miklu
leyti tómur.
Veðurstofu íslands er upplagt að
flytja til Selfoss eða Hveragerðis
þar sem nálægð við t.d. jarðskjálfta
og eldgos er meiri. Þjóðminjasafn
og fasteignamat eru prýðilega
komin t.d. í Búðardal og Borgar-
nesi en fasteignamatið var raunar
staðsett í Borgarnesi að hluta til
áður en það var flutt í Borgartúnið
í Reykjavík.
Athugið að þessar tillögur miða
rækilega að því að jafna atkvæða-
vægi þar sem stuðlað væri með
þessu að því að fólk flyttist til land-
svæða þar sem atkvæðavægi er
„óhæfilega mikið“ og það myndi
þannig jafnast af sjálfu sér! Einnig
myndi minnka húsnæðisskortur í
Reykjavík og deilur um hvar ný
byggð skuli rísa.
Nýja stofnun dómsmálaráðherra,
Persónuvernd, er sjálfsagt að starf-
rækja, t.d. á Homafirði eða Pat-
reksfirði.
Eg skora á ykkur að vinna að því
að framfylgja byggðastefnu sem
raunverulega miðar að því að auka
jöfnuð og láta ekki viðgangast að
hlutfall þess sem varið er til
byggðamála á Islandi sé einungis
um þriðjungur af því sem gerist
annars staðar. Eg gef smávísbend-
ingu hér sem felst í orðinu „sam-
göngur". Skammist ykkar bara, far-
ið að vinna fyrir kaupinu ykkar og
minnist þess hvar atkvæðin eru
núna! Eg er viss um að kjósendur
vilja gjama heyra í ykkur um þetta
efni og lýsi ég því hér með eftir
svöram.
Höfundur er kerfissljóri í Intemet-
þjónustu Snerpu á ísafirði.
Björn
Davíðsson
Tölvuþjálfun
Windows • Word
Internet • Excel
Það er aldrei of seint að byrja!
60 stunda námskeið þar sem þátttakendur
kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu
og fá hagnýta þjálfun.
Vönduð kennslubók innifalin í verði.
Innritun stendur yfir.
Fjárfestu í ffamtíðinni!
Tölvuskóli íslands
BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466
Stimpilklukkur og
tímaskráningarstöðvar
Otto B. Arnar ehf.
Ármiila 29» Reykjavík,
s/mi 588 4699, fax 588 4696
Landinu til
biargar
TIL AÐ halda uppi
öflugri atvinnu og
byggð í landinu þarf
góðar samgöngur og í
nútíma samfélagi er
krafist nægrar orku til
atvinnustarfsemi og
heimila. Viljum við eða
getum við verið án
þessa? Ekki ég.
Atti einhver von á
öðru en fólk lýsti sig
fylgjandi vatnsafls-
virkjunum þegar spurt
var í skoðanakönnun
hvort það væri þeim
fylgjandi? Auðvitað
vill enginn vera án
þess að geta með einni
snertingu lýst upp heimili sín,
kveikt á eldavél eða stungið í sam-
band heimilistækjum og öðra dóti.
Hvað er betra en innlend orka, sem
með sjálfbæram hætti er fengin án
þess að menga andrúmsloftið? Hið
s
I guðs bænum, ekki
lengra, segir Snorri
Sigurjónsson, takið
mark á virtum
vísindamönnum og fólki
sem er annt um landið
sitt.
sama má segja um gufuaflið sem
engum nýtist í iðrum jarðar, eða
hvað?
Hingað og ekki lengra
í mínum huga eru spurningar
dagsins þessar: Eigum við að
halda áfram að virkja, höfum við
virkjað nóg, eða höfum við gengið
of langt? Sannfæring mín er að við
höfum þegar gengið of langt og
beini því orðum mínum til stjórn-
málamanna allra flokka. „í Guðs
bænum hingað og ekki lengra.
Takið mark á virtum vísindamönn-
um og fólki sem er annt um landið
sitt. Hættið að trúa því, að í land-
inu verði hnignun ef við fórnum
ekki meiru af óviðjafnanlegri nátt-
úru og ruglum eða eyðum lífríki
með fleiri virkjunum. Við komumst
vel af án þessara fórna. Atvinna í
tengslum við virkjanaframkvæmd-
ir og byggingu stóriðju er skamm-
góður vermir miðað við þau auðæfi
sem liggja í ósnortinni náttúranni
og það er til fleira en stóriðja til að
koma í veg fyrir hnignun. Þið verð-
ið að skilja, að nú er komið að
tímamótum í þessum málum. Ég
leyfi mér að efast um að fólk geri
sér almennt grein fyrir því hversu
hátt hlutfall þjóðarskulda er vegna
virkjanaframkvæmda fyrir stór-
iðju. Það er ekki verjand að fram-
leiða meiri orku fyrir dýrt lánsfé
með allri þeirri eyðileggingu sem
slíku fylgir. sú skammsýni verður
aldrei bætt.“
Umgengni í landinu
Við þurfum að gera fleira upp
við okkur en taka afstöðu til virkj-
ana. I landinu eru þvílíkar nátt-
úraperlur að einskis má láta
ófreistað til að vernda þær og há-
lendið allt. Vissulega er freistandi
að opna hálendið þannig að sem
flestir geti notið, en til þess þarf að
byggja upp vegi, brúa ár og koma
upp gistiaðstöðu. Því miður er ekki
hægt að opna hálendið þannig og
það yrði reyndar dauðadómur yfir
töfrum þess.
Hvaða fjallamaður þekkir ekki
þá tilfinningu að lesa landið og
njóta, á göngu, ríðandi eða akandi
eftir fáförnum vegaslóða sem fylg-
ir landinu um fjöll, dali, ár og læki.
Þar sem vegir hafa
verið byggðir upp og
gerðir að „hraðbraut-
um“ er þessi upplifun
ekki lengur fyrir
hendi. Aðeins við það
að brúa Seyðisá á
Kjalvegi varð slík
aukning á umferð, að á
einum sólarhring hafa
verið taldir 600 bflar
um veginn. Þetta er
vísir að því sem verð-
ur, ef hálendið verður
of aðgengilegt. Kom-
um í veg fyrir að svo
verði.
Mín skoðun er sú að
þangað eigi ekki aðrir
erindi en þeir sem landið nytja og
og þeir sem vilja leggja eitthvað á
sig til að komast um það. Það er
þetta fólk sem ber virðingu fyrir
náttúrunni og kann að umgangast
hana. A þessu eru því miður und-
antekningar eins og fólk sem er í
bílaleik og vill aðeins reyna tæki
sín við erfiðar aðstæður og útlend-
ingar sem vegna ókunnugleika eða
tengslaleysis við landið ganga af
óvirðingu um það.
I sumar gekk ég ásamt fleirum á
Laka. Við nutum þess stórbrotna
sem þaðan gefur að líta, en á leið-
inni niður sáum við til ferðahóps,
sem hafði verið hleypt eftirlits-
laust úr bíl til að skoða mjög sér-
stakan gíg við rætur fjallsins.
Fólkið tók greinilega ekki mið af
aðstæðum og sást í galsa velta sér
um í viðkvæmum mosanum og
vaða um svæðið utan stíga. Sum-
um stígum hafði verið lokað með
snúrum og reynt að koma skipu-
lagi á hvar gengið er, en þetta fólk
virti þær lokanir ekki. Sennilega
veit þetta fólk ekki, eða aðrir sem
haga sér svona, að það tekur mos-
ann um 50 ár að jafna sig eftir
slæmar skemmdir.
Við getum rétt ímyndað okkur
hvernig viðlíka staðir koma til með
að líta út ef við tökum ekki á þess-
um málum af festu. Ef vel tekst til
verðum við virt af komandi kyn-
slóðum og þeim sem hingað koma
til að fræðast og njóta.
Tekjur
Merkir framanlýst að við getum
ekki haft tekjur af ferðaþjónustu
um hálendið? Alls ekki. Þvert á
móti eigum við að leggja okkur
fram við að þjóna útlendingum sem
vilja njóta íslenskrar náttúru og
selja þjónustuna dýrt. Dýrt þarf
ekki að vera ósanngjamt og víst er
að nógu margir era fúsir að greiða
fyrir slíkt. Stöðvum skipulagslausa
ferðahópa án íslenskrar leiðsagnar
og krefjumst menntunar af þeim
sem taka að sér leiðsögn, hvort
heldur er með íslenska eða útlenda
ferðamenn. Vonandi þarf aldrei að
koma til þess, vegna ágangs, að
loka þurfi landsvæðum fyrir þeim
sem vilja njóta landsins, en gjald
fyrir þjónustu er annað mál og
margt má gera í byggð og óbyggð-
um í sátt við umhverfið til að auka
tekjur.
Lokaorð
Ég tók aðeins dæmi af litlum
ferðahópi sem ekki var hugsað
nógu vel um. Hann olli skemmd-
um, en hugsið ykkur hvílík hryðju-
verk gegn náttúrunni Landsvirkj-
un hefur í hyggju, með fulltingi Al-
þingis og í okkar umboði. Við þurf-
um ekki á fleiri stórvirkjunum að
halda. Því skora ég á alla hugsandi
Islendinga að standa vörð um
landið okkar og berjast gegn þeim
voðalegu áformum.sem ráðamenn
hafa í huga.
Snorri
Sigurjónsson
Höfundur er lögreglufulltrúi.