Morgunblaðið - 15.10.1998, Page 49

Morgunblaðið - 15.10.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 SKAPTI Hallgríms- son virðist ekki að öllu sáttur við skrif mín um menningu tengda áfengisneyslu. Pó hrek- ur hann ekkert efnis- lega í grein minni „Menning - hvað er það“ sem birtist í Morg- unblaðinu 15. sept. sl. Skapti skrifar um áfengismálin af meiri ábyrgð en margur sem vill halda í það að geta drukkið vín með mat sínum eða neytt víns við sérstök tækifæri. Hann vill að þetta sé rætt við börn og unglinga og ekkert eigi að fela, það verði virk og góð forvöm án boða og banna. Fræðslan sé besta vömin og gegn ofneyslu eigi að vinna. Hrópað á hjálp Þar talar hann frá eigin brjósti en skoðar ekki allan þann fjölda rannsókna sem fram hafa farið og sýna það að fræðslan ein og sér skilar litlu. Það sem best skilar ár- angri er takmarkanir í einni eða annarri mynd um aðgengi að áfengi. Haltu mér slepptu mér kenningin dugir skammt. Ein fyrstu kynni mín af áfengisneyslu var þegar heimilisfaðir sem var að leggja heimili sitt í rúst sagði við mig ölvaður og niðurbrotinn takið þið áfengið frá mér ég get ekki stoppað ef ég hef tök á að ná í það. Þessi maður talaði af reynslu. Hann ætlaði aldrei að verða drykkjumaður. Hann sá suma aðra sem neyttu áfengis sleppa vel frá hlutunum. Þeir vom fyrirmyndin. Þeir vörðuðu hinn gullna veg „hóf- semdarinnar". Hann þekkti ekki sjálfan sig fyrr en of seint. Þannig mun vera um flesta sem lenda í erf- iðleikum út af áfeng- isneyslu. Hinn breiði vegnr Þeir sem leggja veg vínneyslunnar gera sér ekki grein fyrir því að á honum em slysagildrur sem mikill fjöldi fólks kann ekki að varast. Skiptir þá litlu máh þótt það viti um hættumar, hver og einn telur að honum sé óhætt. Fólk telur sig ganga vegin fímlegum og traustum fótum. En allt í einu er eins og það ráði ekki fór. Hver hættan af annarri togar í það. Því verður ekki Afengi er og verður hættulegt, segir Páll V. Daníelsson, bæði heilsu fólks og atferli. sjálfrátt, fíknin hefur tekið völdin. Og fólk skilur ekki raglið í sjálfu sér og viðurkennir það ekki fyir en of seint. Á lífsgöngu okkar eign- umst við stóran hóp samferða- manna. Vitandi eða óafvitandi verðum við fyrirmyndir hvert ann- ars. Við emm því öll að móta sam- félagið og verðum áhrifavaldar á umhverfi okkar. Sem fyrirmyndir höfum við í mörgum tilvikum miklu meiri áhrif en sem kennarar. Ekki síst ef við ætlum að kenna fólki að breyta öðmvísi en við gemm sjálf. Þetta hefur mikil áhrif varðandi neyslu áfengis og þá einkum gagn- vart unglingum. Hvers vegna mega þeir ekki njóta þeirrar eftirsóttu dýrðar að sötra úr rauðvínsglas- inu? Þeim finnst langur tími að bíða fullorðinsáranna í því efni. Þegar traustið bilar Flestir vilja njóta virðingar og tausts samborgaranna. En þá má ekki breyta sér í annan mann með vímuefnum. Við ölvun þótt lítil sé glatar fólk lögum samkvæmt trausti til að aka bifreið. Það glatar líka trausti í sambandi við að leysa ýmis verk af hendi. Því er ekki treyst til ákvarðanatöku fyrir fyr- irtæki sem það stjórnar. Ölvaður leiðsögumaður glatar trausti. Sé illa mætt til vinnu glatast traust. Og þegar efi er kominn í sambandi við traustið þá bíður virðingin hnekki. Þótt áfengi hafi fylgt fólk- inu um aldir er það ekki nauðsyn- leg neysluvara. Það hefur marg- þættar aukaverkanir sen skaða heilsu fólks. Og staðreyndin er sú að maðurinn hefur þrátt fyrir margra alda neyslu ekki getað að- lagast áfengi. Það heldur áfram að vera jafn skaðlegt og áður heilsu fólks og atferli. Allir sem lenda í vanda vegna áfengisneyslu koma úr hópi þeirra sem ætluðu að neyta víns í hófi. Það er mergurinn máls- ins. Höfum augun opin Við skulum fá sannleikann um- búðalaust upp á borðið. Þá getum við losað okkur við öfgar, fordóma og sjálfsblekkingu. Við skulum þora að horfast í augu við reynslu og rannsóknir sem skýra málið en hætta að halda eða álíta eitthvað óraunvemlegt. Og svo skulum við láta okkur þykja vænt um fólk og þá ýtum við rauðvínsglasinu til hliðar svo að fólk geti gengið veg- inn með okkur án þess að hljóta skaða af. Höfundur er viðskiptafræðingur. Virðing og traust Páll V. Daníelsson ÞEIR ERU A ALLRA VÖRUM! varalit- blýantarnir Talkers 12 girnilegir varalitblýantar sem teikna línu og lita varirnar. Varalitur sem varir. TOSHIBA myndbandstæki með Pro-Drum myndhaus: 40% færrí hlutir en í eldrí myndhausum, minni bilanatíðni og miklu betri myndgæði. Toshiba Pro-Drum myndbandsfæki nr. 1 á topp 10 lista WHAT VIDEO. V FJÖLKEHFA^ TOBHinA ÍWWiVllw PIÍOW'ÍJM ■'l, " ' .. o o o VPS s;""' ’ ' TOSHIBA V 727 - 6 hausa Pro-Drum - Nicam stereo - Long ploy (8 klst. á 4ra tíma spólu) - Hraðspólun (110 sek. E-180 spóla) - Fjölkerfa - Afrafmagnaður myndhaus - Audio Dub. Verð kr. 53.910 stgr*. .V' FJÖLKERFA^ TOOHIOA PRO • Shoa'Vuw |i ■ mu ’ yt" / 3C amsmsm 1 TOSHIBA V 705 - 6 hausa Pro-Drum - Nicam Stereo - Long play (8 klst. á 4ra tíma spólu) - Hraðspólun - Fjölkerfa. Verð kr. 46.710 stgr*. TOSHIBA V 427 - Pro-Drum mvndhausar - Long play - Hraðspólun - Afrafmagnaðir myndhausar. Verð kr. 38.610 stgr. TOSHIBA V 227 - Pro-Drum myndhausar - 2 SCART tengi - Long play - Hraðspólun - Afrafmagnaðir myndhausar. Verð kr. 25.830 stgr*. Aðrar gerðir myndbandstækja frá kr. 22.770,- stgr. ( *Staðgre i ðsIuaf s I á11ur er 10%) Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 & 562 2900 <!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.