Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 57 MINNINGAR FRÉTTIR JENNÝ DAGBJÖRT JÓRAMSDÓTTIR + Jenný Dagbjört Jóramsdótt- ir var fædd í Bergvík í Leiru 13. júní 1901. Hún Ióst á Garðvangi, vistheimili fyrir aldraða, í Garði 4. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 14. október Mig langar að minnast ömmu minnar, Jennýjar, í fáeinum orðum. A mínum yngri árum sótti ég mikið til ömmu og afa, Ragnars Jóns, en þau bjuggu þá á Háaleiti, þangað var gott að skokka. Vel var tekið á móti frískum dreng sem kom til að leggja á ráðin við hann afa um fót- boltann og aðrar íþróttir. Á meðan við afi spjölluðum saman var amma í eldhúsinu að taka saman kalda mjólk og nýsteiktar kleinur eða heitar pönnukökur, eða annað góð- gæti handa okkur strákunum sín- um. Amma mín var mjög jarðbundin og traust kona og ávallt gott að leita til ef um alvörumál þurfti að ræða. Alltaf gaf hún góð ráð sem nýttust mér vel. Mikil hlýja ríkti á heimili þeirra hjóna og sótti ég mikið þang- að. Átti ég mér sérstakan svefnstað hjá þeim með uppábúnu rúmi. 1978 veikist amma alvarlega og verður veikburða og lítilfjörleg frá þeim tíma. 11. desember 1979 lést afi minn, Ragnar Jón, og var það mikill miss- ir fyrir okkur öll, þó sérstaklega fyrir ömmu, hann var henni sem besti vinur, eiginmaður og hjálpar- hella. Síðustu ár hefur amma búið á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði. Þangað gat ég litið inn til hennar, en hefði getað farið oftar. Elsku amma mín, ég veit að hann afi tekur vel á móti þér. Með þessum fáu orðum kveð ég þig, elsku amma mín, hvíl í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeni tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristinn Skúlason. Birting afmælis- og minningargreina MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningargi'einum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Skilafrestur í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast íyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minn- ingargreina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, terigdamóður, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, NÖNNU SÖRLADÓTTUR, Sigtúni 47, Patreksfirði. Páll Guðfinnsson, Guðfinnur Páisson, Kolbrún Pálsdóttir, Bára Pálsdóttir, Einar Pálsson, Áslaug Pálsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Páll Pálsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Harpa Pálsdóttir, Nanna Pálsdóttir, Finnbogi Pálsson, Kristjana Pálsdóttir, barnabörn, barnabarnaböm Herdís Jóna Agnarsdóttir, Oddur Guðmundsson, Ólafur Magnússon, Arndís Harpa Einarsdóttir, Richard Wilson, Sveinbjörn Rúnar Helgason, Bára Einarsdóttir, Helgi Rúnar Auðunsson, Jóhann Valur Jóhannsson, Eggert Matthiasson, Nicola Pálsson, , systkini og tengdafóik. Alþýðubandalagið Vesturlandi Sameigin- legt fram- boð og nýtt málgagn AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi haldinn í Félagsheimilinu Rein á Akranesi sunnudaginn 13. septem- ber samþykkir að fela stjórn kjör- dæmisráðsins að hefja nú þegar við- ræður við væntanlega samstarfsað- ila um tilhögun sameiginlegs fram- boðs í komandi alþingiskosningum. Fundurinn leggur áherslu á að þessum viðræðum verði hraðað svo ákvarðanir um framboð geti legið fyrir eigi síðar en um áramót. Jafn- framt leggur fundurinn til að undir- búin verði útgáfa sameiginlegs mál- gagns. „I ályktun fundarins segir: „Brýnt er orðið að félagshyggjuöfl- in taki við stjórn landsins og setji félagsleg sjónarmið og hagsmuni heildarinnar í öndvegi í stað sér- hagsmuna gróða- og peningaafl- anna sem núverandi ríkisstjórn hampar. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við stjórn flokksins við þá vinnu sem framundan er í samningaviðræðum Alþýðubandalags, Alþýðufiokks og Kvennalista og ítrekar að þeirri vinnu verði flýtt. Fundurinn skorar á allt alþýðu- bandalagsfólk í kjördæminu að fylkja sér undir eitt merki með öðru félagshyggjufólki og stuðla þannig að öflugu róttæku vinstra framboði á Vesturlandi í næstu alþingiskosn- ingum.“ Lettland viðurkennir trúfélag Votta Jehóva STJÓRNVÖLD í Lettlandi veittu trúfélagi Votta Jehóva opinbera við- urkenningu síðastliðinn mánudag og er Lettland annað Evrópuríkið á innan við viku til þess. Búlgörsk yf- irvöld viðurkenndu trúfélagið opin- berlega 7. október sl. Vottai' Jehóva hafa starfað í Lett- landi frá 1926 og hlutu lagalega við- urkenningu árið 1933 en sú viður- kenning var dregin til baka fyrir síð- ari heimsstyrjöldina. Á valdatíma kommúnista var fjölda Votta Jehóva veitt lagaleg viðurkenning víðast hvar í Austur-Evrópu. Sótt var um lögskráningu í Lettlandi árið 1993. „Vottar Jehóva eru um 1.500 í Lettlandi og nálægt sex milljónum um heim allan. Rösklega 13 milljón- ir manna sækja samkomur þeiiTa í heiminum þegar flest er. Sem stendur eru þeir opinberlega viður- kenndir í rösklega 150 löndum,“ segir i frétt frá Vottum Jehóva. Handverks- markaður á Eiðistorgi HANDVERKSMARKAÐUR verð- ur á Eiðistorgi, Seltjamamesi, laug- ardaginn 17. október frá kl. 10-17. Fjölmargir aðilar verða með sölu- bása með fjölbreyttu handverki. Fyrirhugað er að hafa markaðinn annan hvern laugardag í haust. Kvenfélagið Seltjörn á Seltjarn- amesi sér um markaðinn og kaffi- sölu og rennur ágóðinn til líknar- mála. LEIÐRÉTT Hluti setningar féll niður HLUTI setningar í upphafi um- mæla Kára Stefánssonar, forstjóra Islenskrar erfðagreiningar, í blað- inu í gær um skoðanir breska ráð- gjafans Ross Andersons féll niður. Standa átti: „Ross Anderson dró ályktanir á grundvelli engi-a eða rangra forsendna", sagði Kári að- spurður um þau ummæli Andersons sem höfð voru eftir honum í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn f frétt á viðskiptasíðu í gær var rangt farið með föðurnafn Ágústs Grétarssonar, framkvæmdastjóra Sáms ehf. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rafrænn greiðslumiðill Morgunblaðið birtir í gær opið bréf til viðskiptai’áðherra frá Sigurði Lámssyni, kaupmanni. í bréfkalfa, sem hefur yfirskriftina Aðdragand- inn, stóð í handriti: „Á íslandi em engin sértæk lög til sem fjalla um greiðslukort eða aðrar rafrænar greiðslur". í birtum texta stendur: ,Á íslandi era engin sértæk lög til sam fjalla um greiðslukort eða ann- an rafrænan gjaldmiðil“. Höfundur æskir textan færðan til fyn-a horfs, þar eð hann sé að fjalla um greiðslu- miðil fremur en gjaldmiðil. Sögupersóna fékk höfundarnafn í umsögn, sem Morgunblaðið birti í gær um bókina Það sem enginn sér eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur var önnur aðalsögupersónan í tvígang nefnd nafni höfundarins. Beðizt er afsökunar á þessum mistökum. ■ n 1 n i) KOSABEíULM. MLtflti OG CjRAVÓJáOfW Þrír öflugir máttarstólpar sem saman byggja upp varnir líkamans, auka þol og stuðla að hreysti. Mætum vetri vel undirbúin! r||)L LJneilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri t?-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.