Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 64
64 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
í DAG
Samkeppni um
íslenskan jóla-
sveinabúning
ÞJOÐMINJASAFN Islands í
samvinnu við Reykjavík, menn-
ingarborg Evrópu árið 2000,
efnir til opinnar hugmyndasam-
keppni um búninga á gömlu ís-
lensku jólasveinana ásamt for-
eldrum þeirra, Grýlu og
Leppalúða.
I fréttatilkynningu segir:
„Fyrir tíu árum tóku þessir
gestir að heimsækja Þjóðminja-
safnið síðustu þrettán daga fyrir
jól við mikinn fögnuð ungra
safngesta. Allan þann tíma hef-
ur samt skort viðeigandi fatnað
og orðið að fá hverja flíkina úr
sinni áttinni að láni. Engar sam-
ræmdar lýsingar eru til á klæða-
burði þeirra í þjóðsögun en hann
er þó stundum sagður litríkur.
Listamenn hafa gert af þeim
mjög ólíkar myndir. Keppendur
ættu því að geta haft nokkuð
frjálsar hendur.
Öllum er heimilt að senda
Þjóðminjasafninu teikningar og
skissur fyiir 1. desember 1998.
Þær skulu merktar dulnefni en
nafn fylgja í lokuðu umslagi.
Æskilegt er að höfundar lýsi
einnig hugmyndum sínum um
efnið í búningunum.
Valið verður úr þeim hug-
myndum sem berast og ætlunin
er að hafa sýningu á þeim í Ráð-
húsi Reykjavíkur í desember um
leið og sveinarnir koma þangað í
heimsókn en veita viðurkenning-
ar á þrettándanum.
Verðlaun fyrir hugmyndir
verða: 1. 100 þús. kr., 2. 50 þús.
kr. og 3. 25 þús. kr. Þjóðminja-
safnið áskilur sér rétt til nánari
útfærslu hugmyndanna. Gert
er ráð fyrir að búningarnir
verði fullgerðir fyrir jólaföstu
1999.
Dómnefnd skipa: Þóra Krist-
jánsdóttir listfræðingur, Mar-
grét Gísladóttir textílforvörður
og Ami Björnsson þjóðhátta-
fræðingur.
Nánari reglur, upplýsingar og
leiðbeiningar um gögn um sam-
keppnina má fá á skrifstofu
Þjóðminjasafns Islands og
heimasíðu þess á Netinu. Slóðin
er www.natmus.is/nytt“
NILFIS
NewLine
ENN EIN NÝJUNGIN FRÁ NILFISK
MINNI 0G ÓDÝRARI RYKSUGA
SÖMU STERKU NILFISK GÆÐIN
Rétt verð kr. 17.900,-
NÚ AÐEINS KR. 15.900,-
• 1400W mótor
• Stillanlegt sogafl
• 4ra þrepa síun
• Inndregin snúra
• Sundurdregið
• Sogstykkjahólf
• Biðstöðufesting
fyrir rör og slöngu
NILFISK
New Line
/Fomx
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420
VELVAKAADI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Góður Rumm-
ungur hjá LA
FYRIR rúmri viku fór ég
ásamt 5 ára syni mínum á
sýningu hjá Leikfélagi
Akureyrar á barnaleikiit-
inu Rummungur ræningi.
Við mæðginin vorum ákaf-
lega ánægð með þessa
stund í leikhúsinu, leikritið
er litskrúðugt, fjörugt og
fangaði vel athygli okkar
beggja. Eins og í öllum góð-
um ævintýrum er í Rumm-
ungi hæfileg spenna, en hið
góða sigrar að lokum. Nú
eru sem sagt þó nokkrir
dagar liðnir frá leikhúsferð-
inni og oft hafa setningar
drengsins þessa daga byrj-
að á „Manstu þegar Rumm-
ungur...“ eða „Mamma,
manstu í leikhúsinu...“
Þetta eru hin bestu með-
mæli sem barnaleikrit get-
ur fengið, að börnin gleymi
ekki strax því sem þau sáu
heldur telji það þess virði
að velta því fyrir sér.
Takk fyrir, LA, svona
eiga barnaleikrit að vera.
Herdís
Glas fyrir svefninn
ÉG ER algjörlega ósam-
mála leikdómi Hávars Sig-
uijónssonar um stuttmynd-
ina Glas fyrir svefninn, sem
sýnd var í sjónvarpinu sl.
sunnudag. Stykkið var
mjög vei leikið, vel upp-
byggt og spennan mikil.
Mér finnst þetta einhver
langbesta stuttmynd sem
ég hef séð lengi og vil líka
taka fram að málfaiið og
samtölin voru eðlileg. Mér
finnst Hávai- mjög ósann-
gjarn í ritdómi sínum.
Ólöf Ólafsdóttir
fslenskar mjólkur-
afurðir verð-
launaðar
ÍSLENSKAR mjólkuraf-
urðir og mjólkurvörar eru
á heimsmælikvarða. Sjálf-
sagt þætti mörgum mat-
vælaframleiðanda þetta
góð einkunn. Hér er um að
ræða 66 tegundir af unn-
um mjólkurvörum sem
hlutu verðlaun í dönsku
landskeppninni um gæði
mjólkurafurða sem haldin
var í september sl. Verð-
launin voru ellefu gull, 33
silfur og 22 brons. Margir
leggja hér hönd á plóginn.
Þeim ber að þakka.
Ég tek ekki undir það
sem stendur í Morgun-
blaðinu 11. þ.m. að þennan
frábæra árangur beri að
þakka þeim sem gera kröf-
ur. Það er auðvelt að gera
kröfur þegar ekki þarf að
bera ábyrgð á afleiðingum.
En við skulum fyrst
byrja á upphafinu, fara inn
í fjós, gæta að því sem þar
er unnið og að því fólki
sem sér um að mjólka
kýrnar. Þar fara fram
fyrstu handtök og um leið
þau þýðingarmestu í þessu
ferli. Enginn verðlaunar
matvörar sem unnar era
úr spiiltu hráefni. Ört
fækkar því fólki sem fæst
til að vinna við framleiðslu-
störf, bæði til sjós og
lands. En það fólk sem enn
leggur sína starfskrafta til
þeirra starfa, það heíui-
geymt í sér neistann Is-
landi allt. Þein'a er heiður-
inn. Til hamingju.
Guðfinna Hannes-
dóttir, Bláskógum
13, Hveragerði.
Tapað/fundið
Kortaveski tapaðist
BRÚNT leður kortaveski,
fullt af kortum, tapaðist í
miðbæ Reykjavíkur aðfara-
nótt sl. sunnudags. Finn-
andi er vinsamlega beðinn
að hringja í síma 898 8224.
Ulpa tapaðist
á Amigos
DÖKKBLÁ úlpa af gerð-
inni Fjallráven í stærðinni
XL var tekin í misgripum
úr fatahengi á veitingahús-
inu Amigos í Tryggvagötu
sl. fóstudagskvöld. I vösum
úlpunnar voru m.a. bfllykl-
ar og ávísanahefti. Kannist
einhver við að vera með
þessa úlpu er hann vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band á Amigos hið fyrsta.
Bakpoki tapaðist
BLÁR bakpoki með teikni-
myndafígúrunni Tweety
tapaðist á leikvelli í Sörla-
skjóli 3.. október sl. Finn-
andi er vinsamlega beðinn
að hringja í síma 588 9250.
Móse er týndur
SVARTUR og hvítur
springer spaniel týndist
frá Selvatni sunnudaginn
11. október. Ef einhver
veit um hann, lífs eða lið-
inn, er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma
552 7813 í dag eða í síma
699 0617.
Perla er týnd
LJÓSGRÁ persablönduð
læða tapaðist frá Birki-
hvammi í Kópavogi sl.
fóstudag. Hafi einhver orð-
ið ferða hennar var er
hann beðinn að hringja í
síma 554 4312 eða hafa
samband upp i Kattholt.
Kettlingar
FJÓRIR yndislegir persa-
blandaðir kettlingar fást
gefins á gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 897 7510.
SKAK
Umsjón Margeir
l’étnissoii
STAÐAN kom upp í sögu-
legri viðureign Hollend-
inga og Búlgara í næstsíð-
ustu umferð
Ólympíuskák-
mótsins í Elista.
Veselin Topalov
(2.700) hafði hvítt,
en Jan Timman
(2.655) var með
svart og átti leik.
Topalov var að
enda við að leika
ótrúlegum afleik,
31. Rf3-d2?? I
jafnteflislegri
stöðu.
31. - Bxh4! 32.
Dd3 (Hvítur hefði
átt að sætta sig
við peðstap eftir
32. Dxh4 - Hxd6) 32. - Rf6
33. Be7 - Dc7+ og hvítur
gafst upp.
Hollendingar unnu yfir-
burðasigur SV2-V2 og allur
móður virtist úr Búlgör-
um, sem stóðu sig vel
framanaf, lögðu m.a.
Rússa að velli.
SVARTUR leikur og vinnur
HOGNI HREKKVISI
„þessi. stc&ur ek eJckl samurs/dan.
þessC Lúnussúúkvu uarsetb upphér."
Rail Road Worker
1
V
II
I
Litir: Svartir, grænir og rauðir Stærðir: 31-40
Tegund: Ro-588 Verð: kr. 4.995.
D0MUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINCLAN
Krlnglunnl 8-12 - Reykjavík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Víkverji skrifar...
HLAUPIÐ hefur aldeilis á snærið
hjá Strætisvögnum Reylqavíkur.
Danskt fyrirtæki hefur tekið að sér að
setja upp nýtízkuleg og falleg strætis-
vagnaskýli, 120 talsins, um alla borg-
ina. Skýlin eru í senn björt og vistleg
og þegar dimmir eru auglýsingamar á
þeim uppljómaðar í kvöldhúminu.
Þetta eru sams konar skýli og komið
hefur verið upp um alla Kaupmanna-
höfn. Danska fyrirtækið mun láta
auglýsingar greiða fyrir uppsetningu
skýlanna, enda virðist svo sem þau
séu góður auglýsingamiðill.
Víkverji átti leið um Bústaðaveg
nú í vikunni og eru þar nokkur skýli
við götuna. Eitt þeiira nýuppsett
hafði greinilega orðið fyrir barðinu á
einhverjum veggjakrotai-a, sem sá
sóma sinn í því að spreyja út allt
glerið í skýlinu. Þetta var einkar
ósmekklegt og sýnir að lögreglan
þarf nauðsynlega að hafa hendur í
hári slíkra veggjakrotskrakka, sem
engu virðast þyrma. Nú ættu líka að
vera hæg heimatökin, þai- sem sér-
stakur lögreglubíll verður nú staddur
í þessu hverfí, sem kennt er við Bú-
staði og Fossvog. Það verður gaman
að sjá hvort tilkoma lögreglunnar í
hverfinu geti ekki orðið til þess að
unglingar beri meiri virðingu fyrir
lögum og reglum en áður hefur verið.
xxx
EITT af aðalsmerkjum íslenzks
samfélags og það atriði, sem
gerir okkur dálítið sérstæð í saman-
burði við önnur þjóðfélög, er að al-
múgamaðurinn á Islandi getur flett
nöfnum forystumanna þjóðfélagsins
upp í símaskrá, fundið þar heima-
síma ráðherra eða annarra fyrir-
menna og hringt í þá. Þetta hefur á
stundum verið það dæmi, sem menn
hafa gripið til í því augnamiði að
sanna að engin stéttaskipting sé á
íslandi. Þar séu allir jafnir og allir í
símaskránni.
Og nú eru nýir tímar, upprunnin
sannkölluð tölvuöld. Þá skyldi maður
ætla að menn héldu áfram að halda
við þessum séreinkennum þjóðarinn-
ar, að unnt sé að ná í alla, jafnt háa
sem lága, sem eiga tölvu. En þá
bregður svo við, að tólf þingmenn
hafa ekki veffang, þ.e.a.s. það er ekki
hægt að senda þeim tölvupóst, þótt
Alþingi sjálft hafi sýnt mikla fram-
sýni og útvegað þingmönnum vef-
föng skipulega. Af þessum tólf þing-
mönnum eru sjö ráðherrar, þeir Da-
víð Oddsson, Finnur Ingólfsson,
Guðmundur Bjarnason, Halldór
Blöndal, Ingibjörg Pálmadóttir, Páll
Pétursson og Þorsteinn Pálsson.
Þingmennirnir sem ekki hafa vef-
fang eru Egill Jónsson, Friðrik
Sophusson, Guðmundur Hallvarðs-
son, Stefán Guðmundsson og Vil-
hjálmur Egilsson.
Aðeins þrír ráðherrar hafa veffang,
sem unnt er að hafa samband við þá í.
Það eru Geir H. Haarde, Halldór Ás-
grímsson og auðvitað og síðast en
ekki sízt Björn Bjarnason, sem haft
hefur forystu allra þingmanna í að
nota sér þau tækifæri sem Netið býð-
ur upp á. Hann hefur nánast verið
með eigin fjölmiðil á Netinu, sem vef-
síða hans er allt liðið kjörtímabil, og
er til fyrirmyndar í þessu efni.
Það er vonandi að þeir þingmenn,
sem enn hafa ekki fengið sér veffang,
geri það eins fljótt og auðið er, svo að
þeir komizt í eigi síðra samband við
kjósendur sína en aðrir þingmenn.