Morgunblaðið - 15.10.1998, Side 68
^58 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
EITTHVERT furðulegasta fyrú'-
brigði bandaríska skemmtanaiðnað-
arins er dósahláturinn svokallaði,
fólk sem hlær í bakgrunni gaman-
þáttanna í sjónvai'pinu og gefur
áhorfendum til kynna hvenær er við
hæfi að hlæja og hvenær ekki;
hvenær brandarinn er sæmilegur,
góður og frábær. Dósahláturinn,
eins ómerkilegur og hann annars
þykir, gegnir því mikilvæga hlut-
verki að stjórna viðbrögðum áhorf-
enda við bröndurunum og er fyrir
löngu orðinn að vísindagrein innan
sjónvai’psiðnaðarins. Það er ekki
nóg með að stjórnendur stóru sjón-
varpsstöðvanna í Bandaríkjunum
líti með velþóknun á dósahláturinn,
áhorfendur vita eiginlega ekki
hvernig þeir eiga að láta þegar hann
vantar. Það sýna kannanir.
Alvöruhlátur og dósahlátur
Áhorfendur eru svo vanir dósa-
hlátrinum að þegar nýir gaman-
þættir eru prófaðir án þess að dósa-
hláturinn sé til staðar, vegnar þeim
síður, er haft eftir framleiðanda
eins af skemmtiþáttunum í banda-
rísku sjónvarpi í nýlegu hefti
bandaríska skemmtanatímaritsins
Entertainment Weekly, er birti
fróðlega úttekt á dósahlátrinum,
sem hér er byggt á. Hins vegar
heyrast æ háværari gagnýnisraddir
sem segja burt með dósahláturinn
og svo gæti farið að þetta merkilega
'aðstoðartæki gamanþáttahöfunda
eigi eftir að verða lágværara í fram-
tíðinni. Hvort það þagni nokkurtíma
alveg þykir hins vegar ólíklegt.
Einstaka bjartsýnismenn reyna
að gera sína gamanþætti án þess að
notast við dósahlátur. Þeim finnst
áhorfendur nógu klókir til þess að
geta séð það út sjálfir hvað er fynd-
ið og hvað ekki. Þannig er um fram-
leiðendur Simpson-fjölskyldunnar
og spjallþáttar Larry Sanders og
þátta sem kallast „The Wonder Ye-
ars“. Það hefur jafnvei komið til
átaka vegna dósahlátursins og deil-
ur sprottið upp um hvort beri að
nota hann eða ekki. Nýir gaman-
þættir, sem heita „Sports Night“ og
sýndir eru á ABC-sjónvarpsstöðinni
og eru eflaust væntanlegir hingað á
skjáinn eins og flest annað banda-
rískt sjónvarpsefni, eru framleiddir
af Imagine-sjónvarpsfyrirtækinu í
samvinnu við sjónvarpsdeild Disn-
ey-fyrirtækisins. Þeir framleiðend-
ur vildu fyrir alla muni sleppa dósa-
hlátrinum en ABC-stöðin lagðist
mjög gegn því og hafði betur.
Dósahlátur er kannski ekki rétta
orðið yfir fyrirbærið nema að hluta.
Gamanþættirnir eru teknir upp í
ígjónvarpsverum og fólki er boðið að
vera viðstatt upptökurnar og hlæja
með þegar því sýnist svo. Dósahlát-
urinn er notaður til þess að stjórna
þeim hlátri, jafna hann út eða auka
hann allt eftir ákvörðun framleið-
endanna. Reyndar eru sjónvarps-
þættirnir M*A*S*H einir örfárra
þátta sem byggt hafa eingöngu á
dósahlátri. Framleiðendur „Sports
Nights“ vildu hvorki hafa áhorfend-
ur viðstadda í upptökuverinu né
notast við dósahlátur. Áhorfendur
heima í stofu voru þeir einu sem
áttu að hlæja. Annars litu framleið-
endurnir svo á að verið væri að
FÓLK í FRÉTTUM
„Sjónvarpsiðnaðurinn hefur gert
dósahlátur að vísindum og hann á
eftir að lifa lengi,“ er haft eftir for-
stjóra sjónvarpsdeildar Warner
Bros. kvikmyndaversins.
Notkun dósahlátursins er „sið-
ferðilega röng“ og hann „er ofnotað
fyrirbæri sem lætur svo líta út fýrir
að áhofendur hafi enga heilastarf-
semi,“ er haft eftir framleiðanda
gamanþáttanna „Evei-ybody
Loves Raymond", sem aðeins
notast við hlátur áhorfenda úr
upptökusalnum.
Dósahláturinn er eiginlega
jafngamall sjónvarpinu en mark-
miðið með honum í fyrstu var ekki
að auka hláturinn. Fyrsta dósa-
hlátursmaskínan var hönnuð af
verkfræðingnum Charlie Douglas
á sjötta áratugnum til þess að
dreifa hlátri áhorfenda í upptöku-
salnum og mýkja hann. Mennirnir
sem stjórnuðu hlátursmaskínunni
og voru aldrei kallaðir annað en
hlátunnennirnir, lækkuðu oft í
hlátrinum í áhorfendum i upptöku-
salnum svo áhorfendur heima í
stofu heyrðu brandarana.
Þeú dagar eru liðnir. Núna eru
hláturmennirnir eingöngu notaðh-
til þess að hamra á bröndurunum
svo ekki fari á milli mála hvað er
fyndið. „Ég spyr gjarnan framleið-
endurna hvers vegna hláturinn
þurfi að vera svona hár, hvers
vegna megi ekki lækka hann,“ er
haft eftir hláturmanni af gamla
skólanum. „Þeir segja alltaf að hlát-
urinn hjálpi atriðinu og af því það
eru þeir sem borga, þá geri ég eins
og þeir segja." Svo furðulegt sem
það nú er þá eru gamlir hlátrar fullt
eins brúklegir og þeir nýju. Hlátrar
frá gömlum gamanþáttum eru settir
í endui-vinnslu og notaðir á ný. Haft
er eftir einum framleiðandanum að
hláturinn sem Lucille Ball fram-
leiddi með Ég elska Lucy sé enn í
fullu gildi.
aði hvaða álit menn í sjónvarpsiðnað-
inum í Bandaríkjunum hafa á
dósahlátrinum góðkunna.
DOSAHLATURINN
LENGIR LÍFIÐ
Sumir vilja hækka í honum og eru sífellt
að því, aðrir vilja lækka og jafnvel losna
helst alveg við hann. Það er hlegið að hon-
um en hann er samt mjög mikilvægt tæki
gamanþáttahöfunda til þess að hafa áhrif
á áhorfendur. Arnaldur Indriðason skoð-
Ofnotaður
matreiða efnið ofan í áhorfendur. í
deilunum við sjónvarpsstöðina var
fundinn millivegur. Þættirnir eru
teknir upp með áhorfendum en
enginn dósahlátur er notaður til
þess að eiga við hinn raunverulega
hlátur.
Hlátursmennirnir
Framleiðandinn Aaron Sorkin,
sem gerir „Sports Nights", barðist
hvað harðast gegn dósahlátrinum
og öllum hlátri yfirleitt sem fór inn í
þættina. „Þegar þættir eru teknir
upp með áhorfendum í salnum kem-
ur ekki annað til greina en að nota
hláturinn frá þeim. Stundum er
talið að þurfi að bæta við hláturinn
eða eiga við hann á annan hátt.
Stundum þarf að auka áhrifin. Það
getur farið í taugarnar á mér.“
Löngum hefur verið litið niður á
Q EKKERT aðhláturs-
efni; leikararnir í
„Sports Nights".
ENGINN dósahlátur;
dr „The Wonder Years“.
ALVÖRUHLÁTUR;
úr skemmtiþætti
Larry Sanders.
A HLÁTUR dr sal;
dr „Everybody
Loves Raymond".
dósahláturinn og hann sjálfur orðið
efni í góða brandara. Minnisstætt er
atriðið í Annie Hall eftir Woody Al-
len þegar sjónvarpsþáttaframleið-
andi, sem Tony Roberts leikur, bið-
ur tæknimanninn sinn um „svona
miðlungs hlátur" á eftir sérstaklega
vondum brandara. Og þótt menn
séu margir á því að dagar dósahlát-
ursins ættu að vera taldir eru aðrir
á því að hann verði alltaf til staðar.
Ljóst þykir að dósahláturinn
verður lengi enn eitt af mikilvæg-
ustu tælgum gamanþáttahöfunda til
þess að hafa áhrif á áhorfendur en
það er mál manna að notkun hans
hafi farið úr böndunum. „Dósahlát-
urinn verður að nota með varúð og
af smekkvísi," er haft eftir háttsett-
um starfsmanni CBS sjónvarps-
stöðvarinnar. „Þættirnir verða ekki
eins fyndnir þegar áhorfendur
verða of mikið varir við dósahlátur-
inn.“
Oft eru það handritshöfundarnir
sjálfir sem treysta á að dósahlátur-
inn geri miðlungsbrandra fyndnari
segir einn af hláturmönnunum og
bæta í hann þegar þeir halda að það
hjálpi gríninu. Þeir handritshöfund-
ar sem treysta því að brandararnir
þeirra geti staðið einir og óstuddir
verða að lúta vilja sjónvarpsstöðv-
anna. Framleiðandinn Sorkin lofar
því að í „Sports Nights" verði ekki
bætt við hlátri þar sem áhorfendur í
upptökusalnum hafa ekki hlegið að
brandaranum og það verði ekki
reknar upp hláturrokurnar eftir
hvern einn og einasta brandara í
þáttunum. Hláturinn verði með því
eðlilegri partur af gamninu fremur
en tilbúningur tæknimanna.
v-
Stutt
Fjör á
æfingum
TENNISSTJARNAN André
■*Agassi og eiginkona hans
Brooke Shields hafa ekki í
hyggju að hlaða niður börnum
á næstunni. Agassi sagði í sam-
tali við tímaritið People þegar
hann kom fram á góðgerðar-
samkomu í Las Vegas að ekkert
slíkt væri í bígerð. Hann bætti
.svo við: „En við skemmtum
okkur ágætlega á æfingum.“
Elton John
tímabundinn
RÁÐGERT hafði verið að út-
nefna rokksöngvarann litríka
Elton John „friðarsendiherra“
Sameinuðu þjóðanna á fimmtu-
dag, en á mánudag afboðaði
Elton Jolin fundinn með Kofi
Annan, aðalritara Sameinuðu
þjóðanna.
„Eftir að hafa velt þessu vand-
Iega fyrir sér komst hann að
þeirri niðurstöðu að hann hefði
ekki tíma til þess að sinna verk-
efninu nógu vel. Hann er ekki
reiðubúinn að takast á við verk-
efnið núna,“ sagði talsmaður
Sameinuðu þjóðanna, Fred Eck-
hard.
Hann sagði að athöfnin ætti ef
til vill eftir að fara fram síðar.
Söngvarinn átti að vera í fylking-
arbrjósti baráttu Sameinuðu
þjóðanna gegn alnæmi með Ijár-
öflunarstarfsemi.