Morgunblaðið - 15.10.1998, Side 70

Morgunblaðið - 15.10.1998, Side 70
?0 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Alltaf uppselt CHANEL Láttu tælast af ALLURE ilminum og þér finnst þú einstök. Láttu freistast af nýju línunni fyrir líkamann og baðið og þú munt finna mýktina og hafa ánægju af að sveipa þig unaðslegum ilmi. ALLURE: Nautn fyrir líkama og sál. cíara Kringlan Ljósmynd/Ur kvikmyndinni Veggfóðri. STEINN Ármann í hlutverki Sveppa í Veggfóðri. Zrfsíor Haust ‘98 Nýlega var haldin hin árlega kvikmynda- hátíð í Varsjá þar sem lögð var áhersla á norrænar kvikmyndir. Þangað fóru Friðrik Þór og Júlíus Kemp. TVÆR eða þrjár kvikmyndir voru valdar frá hverju norrænu landi til sýningar á kvikmyndahátíðinni í Varsjá. Júlíus Kemp segir að fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, Stefan Laudin, hafi komið hingað til lands og valið myndirnar sjálfur sem sýndar voru íyrir hönd Islands. Pað voru tvær myndir eftir Júlíus, Veggfóður og Blossi, og ein eftir Friðrik Þór Friðriksson, A köldum klaka. Mikill áhugi „Öll ferðin gekk mjög vel, kvik- myndirnar vöktu mikla athygli og það var uppselt á allar sýningar á þeim,“ sagði Júlíus í samtali við Fólk í fréttum. „Við Friðrik Þór héldum kynningu á myndum á undan sýningunum, og sátum fyrir svörum eftir á og tók það fjörutíu miínútur! Pólverjarnir báru fram skemmtilegar spurningar og fóru út fyrir kvikmyndirnar þar sem Sykurmolarnir, Sjón og Kröflu- svæðið bar á góma. Eg hef aldrei orðið var við jafnmikinn áhuga nema helst í Suður-Ameríku, og finnst skrítið þegar svo nálæg þjóð sem Pólverjar hefur jafn gífurleg- an áhuga á okkar íslandi og kvik- myndunum sem við gerum.“ Skemmtilegast við ferðina fannst Júlíusi að vera í góðra vina hópi og nefndi þ.á m sænska leik- stjórann Kjell Sundvall, sem gerði kvikmyndina Jágama, sem Islend- ingum líkaði almennt vel. I Pól- landi var hann að kynna nýjustu mynd sína, sem er um morðið á Olof Palme. Þarna var líka Mika Kaurismáki, bróðir Aki, með nýja mynd með Johnny Depp. Júlíusi fannst sú mynd skemmtileg en sagði að hún hefði ekki fengið of góða dóma. Stíf dagskrá - En komust þið Friðrik Þór ekki í gott samband við pólska leikstjóra? „Jú, við kynnt- umst þeim. Eitt kvöldið fjöl- menntu pólskir leikstjórar á há- tíðina. Annars höfðum við ekki mikinn tíma til að sinna þeim, því það var mjög stíf dagskrá í þessari ferð. Þrjá morgna vorum við dregnir upp úr rúmunum klukkan sex að morgni og hent- PÁLL Banine og Júlíus við upptökur á Blossa. umst allan daginn um í rútum og lestum um allt Pólland, og fyrir okkur var haldið vöku langt fram á nótt með þjóðardrykknum ljúf- fenga. Það var eiginlega farið með okkur eins og fegurðardrottning- arnar í Ukraínu. Nei, kannski ekki alveg, en það voru náungar sem eltu okkur út um allt og fylgdu okkur að lokum út í vél og sáu til þess að við færum alveg örugglega heim.“ Júlíus vonast til að áhugi Pól- verja á kvikmyndunum geti orðið til að Blossi fari í dreifingu þar í landi. Annars er hann þegar farinn að huga að nýjum verkefnum, og er um þessar mundir að klára hljóð- setningu sjónvarpsmyndar eftir sig sjálfan sem heitir Sjálfvirkinn og er handritið eftir Börk Gunnars- son. Júlíus vonast til að myndin verði sýnd sem fyrst, en hún fjallar um „mann sem er með líf sitt í of föstum skorðum," eins og Júlíus orðaði það að lokum. Ljósmynd/Úr kvikmyndinni Á köldum klaka. MÁSATOSHI Nagase sem Hirata í Á köldum klaka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.