Morgunblaðið - 15.10.1998, Page 72
^2 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÍSSKÓLABÍO
*
HASKOLABIO
Hagatorgi, simi 530 1919
KVIKMYND EFTIR STEVEtóPlELBERG
saving private ryan
edward bums matt l.itr.on tom súemorc
björgun óbreytts ryans
Stærð skiptir EKKI máli
□
Læknirinn er kominn. Eddie Murphy fer á kostum í
einni stærstu mynd ársins í Bandaríkjunum.
Sýnd kl 5, 7, 9 og 11. HmuiGrrAi.
Frá icikstjóra Goldmo
og framleiðentlum
Men VnTtUck
-------------------------'’waanpi
T H E M A S K O F Z O K R O
Sýnd kl. 5, 7,9og 11. B.i. 12.
HEDtGÍTAt
Sýnd kl 4.45,6.50,9 og 11.10. n.u6. kddigital
ImEthaí* ZL
wvea poh ‘tT
Sýnd kl. 6.45, 9 og 11.15. B.i. 16.
gESgpae .
Sýndkl. 5. B.i. 10.
JrwSíraffli
Sýnd kl. 9.
Sýnd kl. 5.
www.samfilm.is
Stutt
Vinsælar
kræsingar
►GESTIR á „sushi“-krá í
Hannover borða af nöktum lík-
ama fyrirsætunnar Kim, sem er
24 ára. Veitingastaðurinn notar
naktar konur sem stóra „diska“
fyrir réttinn, sem kallast „Sushi
á Ia Jungfrau“.
' Eigendur staðarins segja að
rétturinn njóti mikilla vinsælda
og kosti á bilinu 400 til 800
mörk eða 17 til 35 þúsund krón-
ur. Veitingastaðurinn er full-
bókaður nokkrar vikur fram í
tímann.
Framreiðsla á ,jómfrúar-
sushi“ er ævaforn siður í Japan
þar sem naktar hreinar meyjar
voru notaðar sem bakki fyrir
veislukostinn.
Kona með
, kröfur
►JODIE Foster er í lokavið-
ræðum um hlutverk í kvik-
myndinni „Anna and the King“
fyrir Fox 2000
kvikmyndafyr-
irtækið. Sagt er
aðlaunakröfur
leikkonunnar
séu slíkar að ef
þær náist í
gegn muni hún
komast í félag
við stöllu sína
Julia Roberts sem önnur
tveggja hæstlaunuðu
leikkvenna Hollywood. Heyrst
hefur að Jodie setji markið á
15 milljónir fyrir að leika
bresku nítjándu aldar kennslu-
konuna Onnu Leonowens, og
cru allar líkur á að það gangi
eftir.
HLJÓMSVEITIN Ensími, frá vinstri Jón Örn Arnarson, Franz Gunn-
arsson, Kjartan Róbertsson, Hrafn Thoroddsen og Oddný Sturludóttir.
þegar von er á fyrstu breiðskífunni næsta
dag? Birna Anna Björnsdóttir drakk kaffí
með mjög svo óþreyjufullum meðlimum
hljómsveitarinnar Ensíma, en í dag kemur
út platan Kafbátamúsík sem flest áhuga-
fólk um nýja íslenska tónlist hefur beðið
með mikilli eftirvæntingu.
Hvernig er dagur í lífí rokkhljómsveitar
Kafbátamúsík
ENSIMI hannaði umslag
plötunnar.
IPORTI vestur í bæ rakst blaða-
maður á Jón Örn Amarson
trommuleikara og gekk með
honum inn um dyr og upp þröngan
stiga þar sem við fundum heimili
Oddnýjar Sturludóttur hljóm-
borðsleikara. Hún bauð okkur vel-
komin inn í huggulega risíbúð og
setti vatn í pott. „Má bjóða ykkur
kaffi?“ spurði hún og sagðist vera
búin að spæna upp minnst fjóra
stóra kaffipoka á síðustu dögum
því strákamir væra svo ótrúlegir
kaffisvelgir og þau hefðu hist mikið
þama undanfarið því að það væri
margt sem þyrfti að ræða nú þegar
platan er alveg að koma út.
Þegar inn í stofuna var komið
kom Jón Öm sér vel fyrir í hæg-
indastól og andvarpaði. Það kom í
ljós að allir hljómsveitarmeðlimim-
ir era í meira en fullri vinnu og
geta því eingöngu sinnt tónlistinni í
frítíma sínum. „Attu í alvömnni
þrjá taktmæla, Oddný?“ spurði Jón
Óm forviða en hann er mikill
áhugamaður um slíka hluti enda
starfsmaður í hljóðfæraverslun.
„Já, pabbi hefur gefið mér þá
alla þegar hann hefur komið heim
frá útlöndum. I hvert sinn þá
gleymir hann því að hann hafí
nokkumtímann gefið mér takt-
mæli.“
Upp úr þessu spannst svo um-
ræða um mismunandi gerðir takt-
mæla, taktmæla sem skraut, píanó-
stóla og fleira. „Oddný er nefnilega
tónlistarneminn í hópnum, hún er
að læra á píanó í Tónlistarskólan-
um í Reykjavík,“ segir Jón Öm
sem virðist stoltur af þessum vel
menntaða hljómborðsleikara.
Hvar eru strákarnir?
„Hvar eru strákarnir eiginlega?"
dæsti Oddný og í sömu svifum
hentust Franz Gunnarsson gítar-
leikari og Kjartan Róbertsson
bassaleikari upp stig-
ann. „Fyrirgefið hvað
við emm seinir, það er
bara svo brjálað að
gera.“
Við hvað vinnið þið eig-
inlega strákar?
„Kjartan keyrir ísbíl,‘
svaraði Franz að bragði.
„Nei, ég er sölumaður
hjá Emmess ísgerðinni,"
svarar Kjartan.
„Nei, nei það er kjaftæði
þú keyrir ísbíl,“ mótmælir
Franz hlæjandi.
„Nei, ég er sölumaður, ég
labba inn í búðimar, býð góð-
an dag og spyr fólkið hvað
megi bjóða því..."
„... já og svo sestu inn í ísbfl-
inn og keyrir af stað!“
En þú Franz?
„Ég vinn í plötubúð, sel mús-
ík og svo er ég líka tölvu-
leikjagúrú..."
..sem þýðir að hann er í tölvu-
leikjum allan daginn,“ skaut Kjart-
an inn í glottandi og nú hófust heit-
ar og líflegar umræður um það
hvað strákarnir gera í raun og vem
í vinnunni.
Það heyrðist tramp í stiganum
og Oddný stóð á fætur: „Kemur
sveitti hafnarverkamaðurinn.“
Hrafn Thoroddsen söngvari og gít-
arleikari gekk í bæinn en hann
vinnur myrkranna á milli sem
hafnarverkamaður á höfninni í
Hafnarfirði og þar að auki er öll
hljómsveitin sammála um það að
Hrafn sé í raun og vem bafnar-
verkamaður.
Það er greinilega mikið að ger-
ast þessa dagana hjá Ensíma því
um leið og Hrafn gekk inn í stofuna
þá byrjuðu strákarnir allir að tala í
einu. Þeir ræddu örir og áhuga-
samir hver ofan í annan um dreif-
ingu plötunnar, útgáfutónleikana,
frekara tónleikahald, nýja umboðs-
manninn og fleira. Á meðan út-
skýrir Oddný fyrir mér að svona sé
þetta alltaf, fullkomið jafnræði rík-
ir í hljómsveitinni og allir hafa sinn
atkvæðisrétt sem verður til þess að
allir viðra skoðanir sínar, öllum
stundum og hvar sem er.
„Hringdi umboðsmaðurinn
Franz?“ spurði Kjartan.
„Nei, en hann kom í plötubúðina
til að tala við mig, ég var að prófa
nýjan leik og hann slökkti bara á
tölvunni!" Allir í stofunni sprangu
úr hlátri og vora sammála um að
þetta væri alveg greinilega al-
mennilegur umboðsmaður.
Hljómsveitin númer eitt
En hvernig gengur ykkur, þessu
upptekna fólki, að vera í hljóm-
sveit?
„Við gefum okkur
tíma,“ svarar Franz án
nokkurrar umhugsun-
ar og þau hin taka
heils hugar undir það.
,Það er engin kvöð að
eyða öllum frístund-
um sínum í þetta því
músíkin gefur svo
mikið til baka. Þetta
er mikil vinna og
puð en bara svo
ótrúlega gaman“.
„Svo gengur
okkur líka vel að
vinna saman og
það er mjög já-
kvæður andi í
hópnum," bætir
Jón Örn við,
„annars myndi
þetta aldrei
ganga upp, því
við erum ein-
göngu að gera þetta áhugans
og ánægjunnar vegna. Þetta er
það sem við höfum gaman af og
það er frábært að fá tækifæri til að
gera það og við leggjum okkur líka
fram eins og við getum.“
Það er greinilegt að tónlistin á
hug þeirra allan og þau eyða mikl-
um tíma saman bæði við leik og
störf. Tónlistin sem þau spila er
rokktónlist og þau segja hana
hæfa betur tónleikum en böllum.
Tvö lög af plötunni, Gaur og At-
ari, voru send á útvarpsstöðvar í
sumar og voru mikið spiluð,
einnig kom Ensími fram á tónlist-
arhátíðinni Popp í Reykjavík í
sumar.
Kafbátamúsík var tekin upp í
Stúdíó Sýrlandi í vor og í sumar og
var Arnþór Örlygsson aðalupp-
tökustjóri. Það er útgáfufyrirtækið
Dennis sem gefur út. Þau ætla að
fylgja plötunni eftir með tónleika-
haldi bæði í Reykjavík og úti á
landi og verða útgáfutónleikarnir
haldnir í byrjun nóvember.