Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 76
X TVIMÆLALAUST ÞARFASTI_____ i ■■■■■■■■■■■ N TÞJÓNNINN WWW.NYHERII.IS ÍBlfi Netfínity |CQ> NÝHERJI Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPIN KERFIHF WKb1 hewlett míllÍÆ PACKARD MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samkomulag foreldra barna í 6. bekk Brekkuskóla Fylgjast náið með börnum sínum FORELDRAR barna í tveimur af þremur sjöttu bekkjum í Brekku- skóla á Akureyri hafa gert með sér samning sem m.a. kveður á um að þeir muni standa við lögboðinn úti- vistartíma bamanna og ekki leyfa eftirlitslaus partl á heimilum sínum. Samningurinn ber yfirskriftina Fyrirmyndarforeldrar og í honum kemur einnig fram að foreldramir muni leitast við að upplýsa aðra for- eldra verði þeir varir við að böm •M^eirra reyki eða drekki og óska eftir að verða látnir vita sjáist til þeirrá eigin barns við slíka iðju. Einnig munu foreldrarnir ekki leyfa ung- lingum að neyta áfengis eða ann- arra vímuefna á heimilum sínum og að lokum segir í samningnum að foreldrarnii' muni ekki kaupa áfengi fyrir unglinga. ■ Fyrirmyndarforeldrar/14 Hugbúnaðarframleiðendur fjalla um gagnagrunnsfrumvarpið Samkeppnis- staðan skert FULLTRÚAR í Samtökum ís- lenskra hugbúnaðarframleiðenda og starfsgreinahóps í upplýsinga- tækni innan Samtaka iðnaðarins hafa að undanfornu farið yfir frumvarp heilbrigðisráðherra um gagnagrann á heilbrigðissviði og gera við það ýmsar athugasemdir. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er það mat hópsins, sem fram kemur í umsögn um frumvarpið, að nokkur atriði þess gefi tilefni til að ætla að rekstrar- leyfishafa gagnagmnnsins verði úthlutað einkaleyfi á allri gerð og þróun upplýsingakerfa fyiTr heil- brigðisstofnanir. Ef sú verði raun- in muni það skerða samkeppnis- stöðu og hefta möguleika ís- lenski'a hugbúnaðarfyi'irtækja á þróun upplýsingakerfa fyrir heil- brigðiskerfið með ógnvænlegum afleiðingum fyrir uppbyggingu greinarinnar. Yfirtaka alla upplýsingavinnslu? Hugbúnaðarframleiðendur lýsa yfir sérstökum áhyggjum af því að með væntanlegum upplýsinga- kerfum, sem setja á upp á heil- brigðisstofnunum til skráningar í granninn á kostnað rekstrarleyfis- hafa, eigi að yfirtaka alla upplýs- ingavinnslu innan slíkra stofnana. Þannig verði aðgengi annarra fyr- ii-tækja að þróun og sölu kerfa fyrir heilbrigðiskei'fið útilokað. ■ Erfðir og/24-26 og 28 Morgunblaðið/Golli Talsverðar skemmdir KAFARI var sendur til að skoða kjöl japanska túnfiskveiðiskipsins Fukuyoshi Maru 68 í gærmorgun. Eimskip fer með umboð togarans hér á landi og sagði Jóhann Stein- arsson, starfsmaður fyrirtækisins, að erfitt væri að meta tjónið að fullu fyrr en hægt yrði að taka skipið upp. Hann sagði hins vegar að við skoðun kafarans hefði kom- ið í ljós að skipsskrokkurinn væri illa hruflaður og að rifa hefði komið á sjótanka hans. Jóhann sagðist ekki vita til þess að olía hefði lekið í sjóinn við strandið. Morgunblaðið/RAX íslensk viðskiptasendi- nefnd til Suðaustur- Asíu í janúar Sextán fyrirtæki sýna áhuga SEXTÁN íslensk fyrirtæki hafa í tvígang staðfest áhuga sinn á að taka þátt ^ í opinberri heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra til þriggja landa í Suð- austur-Asíu i byt'jun næsta árs. Megintilgangur ferðarinnar er að auka viðskipti milli Islands og Suð- austur-Asíu og koma íslenskum at- hafnamönnum í samband við er- lend fyrirtæki. Utanríkisráðherra hefur á und- anfömum ámm farið í opinberar heimsóknir ásamt viðskiptasendi- nefnd, skipaðri fulltrúum íslenskra fyrirtækja. Slík nefnd fór ásamt ráðherranum til Suður-Kóreu árið 1996 og til Argentínu og Chile í fyrra. Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur fyrh' heimsókn til þriggja landa í Suð- austur-Asíu, Tælands, Malasíu og Singapore. Vegna versnandi efna- hagsástands í álfunni hefur fórinni verið frestað en nú er ætlunin að farið verði í lok janúar á næsta ári. Ekkert hik þrátt fyrir efnahagserfiðleika Þorgeir Pálsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs, segir það hafa komið þægilega á óvart að fyrirtæki, sem lýst höfðu yfir áhuga á ferðinni á síðasta ári, hafi staðfest áhuga sinn nýlega þrátt fyrir versnandi efnahags- ástand í Asíu. „Heimsóknir sem þessar eiga í raun ekki síst rétt á sér á umbrotatímum eins og verið hafa á síðustu mánuðum. Við slíkar aðstæður kemur best í ljós hvaða áhuga, vilja og getu fyrirtæki í þessum löndum hafa raunverulega á viðskiptum við okkur Islend- inga.“ ■ Margir möguleikar/C4 Rússar lagðir - að velli ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu sigraði Rússa 1:0 í und- ankeppni Evrópumóts Iandsliða á Laugardalsvelli í gærkvöldi og gerði þar með vonir Rússa um að komast áfram í úrslita- keppnina að engu. Þetta var þriðji leikur íslenska liðsins 1 keppninni og er það enn án taps. Hér fagna íslensku leik- mennirnir sigurmarkinu, sem „^ar sjálfsmark Rússa og kom eftir fyrirgjöf Rúnars Kristins- sonar þegar aðeins þrjár mínút- ur voru til leiksloka. Islendingar eru í þriðja sæti í 4. riðli keppninnar með fimm stig. Ukraína er efst með níu stig og heimsmeistarar Frakka \.' öðru sæti með 7 stig. Halldór Asgrímsson hlynntur Eyjabakkalóni en andvfgur ákveðnum framkvæmdum Hvorki Þjórsárverum né Dettifossi fórnað HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði á opnum hádegisverðarfundi sem haldinn var á Hótel Borg í gær að ekki komi til greina að fórna Þjórsárverum eða flytja Jökulsá á Fjöllum og eyðileggja Dettifoss vegna virkjanafram- kvæmda. Þá sagði hann að ef Eyjabakkar verði ekki settir undir uppistöðulón vegna fyrirhug- aðrar Fljótsdalsvirkjunar þá verði sú virkjun ekki reist. Gæti þurft að greiða skaðabætur „Málið er svo einfalt og þá skulum við hætta að tala um álver á Austurlandi og við skulum hætta viðræðum við Norsk Hydro. Við skulum ekkert vera að þykjast í þessu. Það er mikil- vægt að segja hreint út hvað það er, sem við viljum, því þetta er aðalskaðinn, sem þarna verður,“ sagði Halldór. Halldór vék að því í máli sínu að nú væri ver- ið að gera nýtt umhverfismat á Fljótsdalsvirkj- un og þegar það yrði til stæðu menn frammi fyrir því hvort senda ætti það til úrskurðar skipulagsstjóra, sem ekki væri skylt vegna for- tíðarinnar, eða hvort ætti að senda það til úr- skurðar umhverfisráðherra. „Ef það er gert gæti það tekið langan tíma og staðið fram á mitt ár 2000. Ég er ekki að úti- loka að menn taki þessa ákvörðun, en það ligg- ur þá fyrir að menn verða að greiða skaðabæt- ur til þeirra, sem hafa öll þessi leyfi. Það er bú- ið að eyða í þessa virkjun þremur til fjórum milljörðum króna að fengnu samþykki," sagði Halldór. Hann sagði að þarna yrði röskun, en hún yrði að eiga sér stað til að koma fram öðrum mark- miðum á sviði byggðamála og atvinnumála. Það væri þjóðarnauðsyn að koma upp sterkum þétt- býliskjarna á Austurlandi. Hann benti á að framkvæmdir ættu sér stað í Svartsengi og á Nesjavöllum án þess að uppi væru kröfur um umhverfismat. Hann hefði nýlega rekist á mann, sem hefði sagt að byggðarök skiptu engu máli því að fólk vildi búa þar sem leikhúsin, bíó- in og skólarnir væru, en á slík sjónarmið gæti hann aldrei fallist. ■ Án virkjunar/4 ■ Þolinmæðin/ B-blað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.