Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
239. TBL. 86. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Cook hvet-
ur til friðar
í Kosovo
Belgrad, Sófíu, Vín. Reuters.
ROBIN Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, hvatti í gær Slobodan
Milosevic Júgóslavíuforseta og
leiðtoga aðskilnaðarsinna
Kosovo-Albana til að fara eftir
samkomulaginu, sem gert var í
síðustu viku um að endi verði
bundinn á átök í Kosovo-héraði.
Cook, sem er nú á ferðalagi um
Balkanskaga, ítrekaði að Vest-
urlönd væru ekki fylgjandi því
að héraðið fengi sjálfstæði frá
Júgóslavíu.
Wolfgang Schussel, utanríkis-
ráðherra Austurríkis, sagðist í
gær myndu leggja til að Evrópu-
sambandið verði sem svarar 3,5
milljörðum íslenskra króna til
að tryggja að flóttamenn í
Kosovo fengju klæði og húsa-
skjól, en Austurríki fer nú með
forystu í sambandinu. Á mynd-
inni sést fólk af albönskum upp-
runa á leið til flóttamannabúða í
bænum Kisna Reka í gær, eftir
að hafa orðið fyrir árásum
Serba nóttina áður.
■ Fólk flýr enn/20
Reuters
Fundur Arafats og Netanyahus
Alvara færist
í viðræðurnar
Washington, Wye Mills, Jerúsalem. Reuters.
BANDARÍSKIR embættismenn
sögðu í gær að líklegt væri að við-
ræður Benjamíns Netanyahus, for-
sætisráðherra ísraels, og Yassers
Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í
Maryland í Bandaríkjunum héldu
áfram í dag, sjöunda daginn í röð,
enda hefði nokkuð miðað í samkomu-
lagsátt.
James Rubin, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, sagði
að sífellt meiri alvara færðist í við-
ræðurnar. Ýmis ágreiningsmál hefðu
verið leyst, en þó bæri enn töluvert í
milli deiluaðila. Joe Lockhart, tals-
maður Bills Clintons Bandaríkjafor-
seta, sagði í gær að markmið við-
ræðnanna væri ennþá að komast að
bráðabirgðasamkomulagi, sem varð-
að gæti leiðina að varanlegum friðar-
samningum.
Hussein Jórdaníukonungur, sem
hefur undanfarið leitað sér lækninga
í Bandaríkjunum, flaug í gær til Wye
Mills og átti ásamt Clinton fund með
Arafat og Netanyahu. Embættis-
menn sögðu að Hussein myndi reyna
að miðla málum, en hann er í góðum
tengslum við Arafat og hefur átt
betri samskipti við Netanyahu en
nokkur annar arabaleiðtogi.
Netanyahu á venju samkvæmt að
vera viðstaddur setningu ísraelska
þingsins síðar í þessari viku. Þing-
menn urðu í gær ásáttir um að ávarp
hans gæti beðið fram á mánudag í
næstu viku og því þyrfti ekki að
binda enda á viðræðurnar við Arafat
vegna þingsetningarinnar.
Hamas lýsir yfír ábyrgð
Vopnaður armur Hamas, róttækr-
ar hreyfingar Palestínumanna, lýsti í
gær á hendur sér ábyrgð á hand-
sprengjuárásinni í Beersheba í ísra-
el á mánudag, þar sem yfir sextíu
manns særðust. I yfirlýsingu Hamas
segir að árásin hafí öðrum þræði
verið gerð til að hefna dráps á þrem-
ur meðlimum hreyfingarinnar fyrr á
þessu ári. Israelska lögreglan stað-
festi í gær að ungur Palestínumaður,
sem handtekinn var á vettvangi,
hefði játað aðild að árásinni.
Stjórnvöld á Spáni hyggjast ekki reyna að hindra framsal
Deiian um Pinochet gæti
orðið stjórn Chile að falli
Madrid, Santiago, London. Reuters.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Spán-
ar, Abel Matutes, sagði í gær að
spænska stjómin myndi beita sér
fyrir því að Bretar framseldu Augu-
sto Pinochet, fyrrverandi einræðis-
herra Chile, ef spænskir dómstólar
óska formlega eftir framsalinu.
Handtaka Pinoehets í London um
helgina hefur sameinað hægriflokk-
ana í Chile en valdið ágreiningi
meðal mið- og vinstriflokkanna, sem
eru við völd í landinu, og óttast er
að deilan verði til þess að stjórnin
falli.
Fréttaskýrendur á Spáni hafa
velt því fyrir sér síðustu daga hvort
stjórnin hyggist reyna að koma í
veg fyrir að Pinochet verði fram-
seldur þar sem hún óttast að málið
geti skaðað tengsl landsins við Chile
og viðskiptahagsmuni spænskra
fyrirtækja. Yfirlýsing utanríkisráð-
herrans í gær bendir þó til þess að
stjórnin ætli ekki að reyna að koma
í veg fýrir framsalið.
„Stjórnin bíður eftir því að dóm-
stólarnir ákveði endanlega hvort
farið verður fram á framsal áður en
hún sendir beiðnina til London,“
sagði Matutes.
Hægriflokkarnir sameinast
Hægriflokkamir tveir í Chile
hafa lengi eldað grátt silfur en hafa
nú lagt ágreiningsmálin til hliðar og
lýst yfir fullum stuðningi við kröfu
hersins og Eduardos Freis forseta
um að Bretar virði friðhelgi einræð-
isherrans íyrrverandi. Þar sem Pin-
ochet á sæti í öldungadeild þingsins
nýtur hann friðhelgi fýrir dómstól-
um í Chile og Frei segir að hann
njóti réttarstöðu stjómarerindreka.
Frei flýtti heimfór sinni frá Evr-
ópu eftir að hafa setið leiðtogafund
landa Íberíuskaga og Rómönsku
Ameríku og reynir nú að koma í veg
fyrir að mál Pinochets verði til þess
að stjórn mið- og vinstriflokkanna
falli.
„Pinochet hefur alltaf valdið klofn-
ingi í Chile,“ sagði lögfræðingurinn
Guillermo Caceres. „Handtaka hans
flækir stöðuna í stjómmálunum og
stjómin gæti fallið. Miðflokkamir
gætu gengið til samstarfs við hægri-
flokkana og sagt sldlið við vinstri-
flokkana."
Fidel Castro, forseti Kúbu, sem
var á Spáni, sagði að handtaka Pin-
ochets gæti gert hann að pólitískum
píslarvotti í Chile og orðið til þess að
hægriflokkamir kæmust til valda.
Alberto Espina, stjómmálamaður
frá Chile, sem heimsótti Pinochet á
sjúkrahúsið, sem hann liggur á í
London, sagði líklegt að hann yrði
þar í nokkra daga. „Hann er mjög,
mjög veikur," sagði hann.
■ Aðrir fyrrverandi/22
■ Ofmat Pinochet/23
Prímakov boðar
skattalækkun
Moskvu. Reuters.
JEVGENÍ Prímakov, forsætisráð-
herra Rússlands, boðaði í gær lækk-
un skatta til að lífga við iðnað í land-
inu. Hann sagði jafnframt að ríkið
hefði mikilvægu hlutverki að gegna
við stjóm efnahagsmála og bætti því
við að hinn frjálsi markaður væri alls
ekki sú töfralausn sem menn vildu
vera láta.
Boris Jeltsín Rússlandsforseti
ítrekaði í gær að hann hefði ekki í
hyggju að sækjast eftir endurkjöri
þegar kjörtímabili hans lýkur árið
2000. „Eg mun ekki fara fram. Hvers
vegna kveljið þið mig svona?“ spurði
Jeltsín fréttamenn einbeittur í fasi.
Reuters
Matvælaskort-
ur í Bangladesh
IBUI í þorpinu Khasdhalai í
norðurhluta Bangladesh leitaði
ásjár hjá fréttamönnum er áttu
leið hjá, þar eð flóðin sem gengu
yfir landið í haust hefðu lagt
heimili hans og ræktarland í rúst
og gert hann að öreiga.
Flóðin í ár, sem voru þau
verstu í sögu Bangladesh, urðu
yfír 1.500 manns að fjörtjóni og
sviptu milljónir manna hcimili
sínu og bjargráðum. Stór hluti
landsins fór undir vatn og mikill
skortur er nú á matvælum og
hjálpargögnum.
Hneyksli
vofir yfir
finnsku
stjórninni
Helsinki. Reuters.
MIÐFLOKKURINN í Finn-
landi, sem er meginaíl stjóm-
arandstöðunnar, fór í gær fram
á að ríkisstjóm Paavos
Lipponens skilaði þinginu
nýrri skýrslu um pólitískt
hneykslismál sem forsætisráð-
herrann er flæktur í, en þessi
krafa hefur í för með sér að
greiða verður atkvæði um
traustsyfirlýsingu á stjómina.
Tapani Katila, talsmaður
Miðflokksins, sagði í samtali
við Reuters-fréttastofuna í gær
að flokkurinn hefði ákveðið að
endurnýja kröfu sína um
skýrslu frá ríkisstjórninni til
þingsins. Ef stjórnin yrði ekki
við beiðninni fyrir daginn í dag,
miðvikudag, myndi flokkurinn
krefjast atkvæðagreiðslu um
vantraust.
Lipponen sagði í viðtali í
finnska ríkisútvarpinu í gær að
hann hefði verið tilbúinn að
gefa þinginu nýja yfirlýsingu
um málið, en svo virtist sem
Miðflokkurinn hefði pólitísk
markmið í sinni.
Stjórnarandstaðan sakar
Lipponen um að hafa logið að
þinginu í síðasta mánuði, þegar
hann fullyrti að hann hefði
ekkert haft með umdeilda
stjórnvaldsákvörðun að gera,
sem snerist um niðurfellingu
sektar sem Ulf Sundquist,
fyrrverandi formaður Jafnað-
armannaflokksins, hafði verið
dæmdur til að greiða.