Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LjósmyntVÁrni Eðvaldsson
AÐFARANÓTT þriðjudags náðu Qallgöngumennirnir tindi Ama Dablam 6856 m.y.s., í stilltu og léttskýjuðu veðri. Frá
vinstri í gulum jökkum: Ang Babu Sherpa, Valgarður Sæmundsson, Símon Halldórsson, Júlíus Gunnarsson og Örvar Atli
Þorgeirsson. I rauðum jökkum frá vinstri eru Tshering Dojee Sherpa og Nick Kekos leiðangursstjóri.
Ljósmynd/Ámi Eðvaldsson
AMA Dablam er tignarlegt á að líta. Leiðangur undir
stjóm Sir Edmunds Hillary kleif fjallið fyrst árið 1961. Þetta
er í íyrsta skipti sem íslendingar komast á tind fjallsins.
Stóðu á tindi Ama Dablam aðfaranótt þriðjudags
Geysilega spennandi
og tók á mannskapinn
ÍSLENSKU Qallgöngumennirnir
úr Fiskakletti í Hafnarfírði, sem
Iögðu til atlögu við tind Ama
Dablam í Himalajafjöllum á
mánudagskvöld, stóðu á tindi
fjallsins í 6856 metra hæð yfir
sjávarmáii um kl. 2 eftir mið-
nætti aðfaranótt þriðjudags.
Fjallgöngumennirnir heita
Árni Eðvaldsson, Júlíus Gunn-
arsson, Símon Halldórsson, Val-
garður Sæmundsson og Örvar
Atli Þorgeirsson. 1 grunnbúðum
héldu þeir Pálmi Másson og
Sveinn Þorsteinsson til og sendu
reglulega fréttir af gengi leið-
angursins.
AUir hressir í
léttskýjuðu veðri
„Allir voru hressir og réðu sér
varla fyrir kæti. Veðrið var eins
og best varð á kosið, léttskýjað
og lítill vindur. Strákamir vom
einir á tindinum í dag. Enginn
annar leiðangur lagði á fjallið,"
sagði í skeytinu sem kom frá
gmnnbúðum, skömmu eftir að
tindinum var náð. Að sögn Júlí-
usar Gunnarssonar gekk ferðin í
flesta staði mjög vel, enda era
fjallgöngumennirnir vanir að
starfa saman í björgunarsveit á
Islandi og sagði hann að menn
væra mjög sáttir við atiöguna að
tindinum. „Þetta var geysilega
spennandi og tók á mannskap-
inn,“ sagði Júlíus í símaviðtaii í
gær. „Þetta var gríðarlega fal-
leg leið og við voram ánægðir
með að allir skyldu geta staðið
samtímis á toppnum, en til þess
eru litlar líkur í ferð sem þess-
ari. Hálfs annars árs undirbún-
ingur hefur greinilega skilað sér
nyög vel og áætlunin gekk eftir
þótt alltaf séu einhveijir van-
kantar sem þarf að kfjást við í
fyrstu ferðinni til Himalaja.“
Erfíðast milli fyrstu
og þriðju búða
Erfiðasti hluti leiðarinnar var
frá fyrstu búðum upp í þriðju
búðir en þá leið klifu félagamir
á 10 tímum og vora lerkaðir að
því loknu. „Lengstu lóðréttu
klettaklifursspannirnar eru 25
metra langar og eru að erfið-
leikastigi um 5.8 til 5.9 gráður,
en þar sem klifrað er í ís er erf-
iðasti hlutinn 3. gráða klifur,"
sagði Júlíus. Frá þriðju búðum
upp á tindinn er 4-5 tíma gangur
upp snjóbrekku, sem er allhrika-
leg á að líta og þegar haft er í
huga að frjálst fall er nokkurra
kílómetra langt má ljóst vera að
leiðin leyfir engin mistök.
Ama Dablam er ekki meðal
hæstu fjalla í Himalaja, en Július
sagði að fjallið væri þeim mun
meira spennandi, ekki síst frá
tæknilegum sjónarhóli. Auk ís-
lendinganna fimm var leiðang-
urssljórinn Nick Kekos og
Nepalbúinn Ang Babu Sherpa,
sem í daglegu tali er kallaður
Babu. Attundi maðurinn sem
stóð á tindinum með fslending-
unum var annar Nepalbúi, Dojee
Sherpa að nafni. Niðurferðin
gekk vel og sögðu leiðangurs-
menn að takmarkinu væri ekki
náð nema að hálfu leyti fyrr en
komið væri niður aftur. Flest
slys í fjallgöngum eiga sér stað á
niðurleið og má rekja þau m.a.
til kæraleysis og þreytu. „Menn
era almennt mjög þreyttir en
ekki það þreyttir að hér sé ekki
skálað fyrir sigrinum.
Næstu daga munu menn hvílast
áður en haldið verður til Lukla,“
sagði í skeyti eftir að allir höfðu
skilað sér í grannbúðir. Leið-
angursmenn era væntanlegir til
íslands þann 10. nóvember, en
þeir hyggjast fara til Rómar á
heimleiðinni auk þess sem þeir
munu dvelja í Nepal í nokkra
daga.
Guðrúnar Katrínar gerð
Hallgrímskirkju í dag
ÚTFÖR Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt-
ur forsetafrúar fer fram frá Hallgríms-
kirkju í dag kl. 11 f.h. Hr. Karl Sigur-
björnsson biskup fslands jarðsyngur. Um
500 gestir eru boðnir sérstaklega til að
vera viðstaddir útforina. Þjóðhöfðingjar
allra Norðurlandanna koma til landsins og
fylgja forsetafrúnni til grafar. Flestar opin-
berar stofnanir, þar á meðal skólar, verða
lokaðar til kl. 13 í dag.
Lögreglan í Reykjavík verður með mik-
inn viðbúnað vegna útfararinnar. Um 100
lögreglumenn verða að störfum við umferð-
arstjóm, gæslu og öryggisgæslu vegna
komu norrænu þjóðhöfðingjanna til lands-
ins. Nokkrum götum við kirkjuna verður
lokað frá kl. 9:00. Umferð um Eiríksgötu
verður bönnuð kl. 10-12:30. Aðrar götur
sem verða lokaðar eru Þórsgata austan
Baldursgötu, Lokastígur austan Baldurs-
götu, Skólavörðustígur austan Kárastígs,
Frakkastígur sunnan Bergþórugötu,
Njarðargata norðan Freyjugötu og Mímis-
vegur norðan Freyjugötu. Bílastæði næst
kirkjunni eru ætluð fyrir gesti, en almenn-
ingi er bent á bílastæði við Iðnskólann
norðan- og Vitastígsmegin, við Austurbæj-
arskóla Bergþórugötu- og Barónstígsmeg-
in, við Vörðuskóla Barónstígsmegin og
bílastæðahús við Bergstaðastræti og Lind-
argötu.
Meðal gesta sem verða viðstaddir útfór-
ina eru þjóðhöfðingjar Norðurlandanna,
Margrét II Danadrottning, Henrik prins,
Karl XVI Gústaf Svíakonungur, Hai-aldur
V Noregskonungur, Martti Ahtisaari, for-
seti Finnlands, og kona hans, frú Eeva
Ahtisaari. Þar verða einnig frú Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti ís-
lands, frú Halldóra Eldjárn, fyrrverandi
forsetafrú, ríkisstjórn, alþingismenn, emb-
ættismenn og biskupar.
Hallgrímskirkja opnuð
almenningi klukkan 10
Kista Guðrúnar Katrínar verður flutt úr
Bessastaðakirkju snemma í dag. Hall-
grímskirkja verður opnuð almenningi kl. 10
og verða rúmlega 400 sæti laus fyrir hann,
rúmlega 200 sæti í kirkjuskipinu og um 170
í hliðarsal.
Kórarnir Vox Feminae og Schola cantor-
um syngja undir stjórn Margrétar J.
Pálmadóttur og Harðar Askelssonar. Sig-
rún Hjálmtýsdóttir og Kristinn Sigmunds-
son syngja einsöng. Organisti er Hörður
Áskelsson.
Tónlistin sem flutt verður við athöfnina
er „Heyr, himna smiður“ eftir Kolbein
Tumason við lag Þorkels Sigurbjömssonar,
„Maístjaman“ eftir Halldór Kiljan Laxness
við lag Jóns Asgeirssonar, „Þó þú langför-
ull legðir" eftir Stephan G. Stephansson við
lag Sigvalda Kaldalóns, „Víst ertu, Jesú,
kóngur klár“ eftir- Hallgrím Pétursson við
lag Páls ísólfssonar, „Sjá, dagar koma, ár
og aldir líða“ eftir Davíð Stefánsson við lag
Sigurðar Þórðarsonar, „Vertu, Guð faðir,
faðir minn“ eftir Hallgrím Pétursson við
lag Jakobs Tryggvasonar, „Allt eins og
blómstrið eina“ eftir Hallgrím Pétursson
við þýskt lag og að lokum verður þjóðsöng-
urinn sunginn. Fyrir athöfnina verður
fluttur orgelforleikur eftir Jón Nordal og
eftirspil er úr orgelverki eftir Jónas Tóm-
asson.
Ráðherrar í ríkisstjórn Islands bera
kistu Guðrúnar Katrínar úr kirkju. Lík-
fylgdin mun aka í lögreglufylgd að Foss-
vogskapellu. Biskup íslands verður þar
með stutta athöfn fyrir forsetann, fjöl-
skyldu hans og nánustu ættingja.
Þjóðhöfðingjum Norðurlandanna verður
ekið til Bessastaða að útförinni lokinni þar
sem þeim verður boðið til hádegisverðar.
Ríkisstjórn, biskup og æðstu embættis-
menn landsins verða þar ásamt forseta Is-
lands. Sendiheirum erlendra ríkja verður
boðið til móttöku í Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu.
Sjónvarpað verður frá útfórinni á Ríkis-
sjónvarpinu og Stöð tvö og hefst útsending
um kl. 10:20.
HALLGRÍMSKIRKJA.