Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heilbrigðisráðherra heiðrar
blaðamenn Morgunblaðsins
Tólf umsóknir
um stöðu flug-
vallarstjóra
INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra,
heiðraði í gær þá blaðamenn
Morgunblaðsins, sem unnu að
gerð greinaflokksins um Erfðir
og upplýsingar, sem birtist hér í
blaðinu frá 4. október til 16. októ-
ber sl. Sagði ráðherrann af þessu
tilefni, að Morgnnblaðið hefði
fjailað á einstakan hátt. um gagna-
grunnsmálið og náð til almenn-
ings með fræðslu og upplýsingar.
Heilbrigðisráðherra aflienti
blaðamönnum Morgunblaðsins
viðurkenningarskjal fyrir „vand-
aða umfjöllun", þar sem fram
kemur að í greinum þeirra hafi
„farið saman virðing við lesend-
ur og skyldan til að fræða.“
Blaðamennirnir, sem unnu að
greinaflokknum og hlutu þessa
viðurkenningu eru: Ragnhildur
Sverrisdóttir, Ómar Friðriksson,
Gunnar Hersveinn, Kristinn
Garðarsson, sem vann skýringar-
myndir með greinaflokknum,
Karl Blöndal og Páll Þórhallsson.
Tveir hinir síðastnefndu voru
fjarstaddir.
Beið eftir blaðinu
á hverjum morgni
í stuttu ávarpi við þetta tilefni
sagði Ingibjörg Pálmadóttir, að
Morgunblaðið hefði fjallað á ein-
stakan hátt um gagnagrunnsmál-
ið og náð til almennings með
fræðslu og upplýsingar. Eftir að
birting var hafln á greinaflokkn-
um sagði heilbrigðisráðherra, að
fólk hefði beðið eftir Morgnn-
blaðinu á hveijum morgni. „Eg
hef beðið eftir blaðinu á hverjum
morgni“, sagði ráðherrann og
kvaðst ekki alltaf hafa verið sam-
mála því, sem fram hefði komið
en bætti því við, að þetta væri
einstök umfjöilun.
Ingibjörg Pálmadóttir sagði
við biaðamenn Morgunblaðsins,
að þeir væru heppnir að vinna
hjá sterkum fjölmiðli og það væri
ekkert sjálfgefið, að lítil þjóð
ætti svo sterkan fjölmiðil, sem
Morgunblaðið. Blaðið væri í eigu
einkafyrirtækis, sem ætti í harðri
samkeppni við ríkisljölmiðla.
Ritstjórar Morgunblaðsins,
Matthías Johannessen og Styrmir
Gunnarsson voru viðstaddir at-
höfnina, og afhenti heilbrigðis-
ráðherra Matthíasi einnig viður-
kenningu ráðuneytisins til blaðs-
ins vegna greinaflokksins. Matth-
ías þakkaði ráðherranum þann
sóma, sem blaðamönnum blaðs-
ins og Morgunblaðinu væri sýnd-
ur og sagði, að það hefði þurft
dirfsku til hjá Ingibjörgu Pálma-
dóttur að veita blaðamönnum
Morgunblaðsins og blaðinu slíka
viðurkenningu.
TÓLF umsóknir bárust um stöðu
flugvallarstjóra á Keflavíkurflug-
velli en umsóknarfrestur rann út 12.
október síðastliðinn. Hjá varnar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins fengust þær upplýsingar að von-
ast væri til þess að tekin yrðu viðtöl
við umsækjendur í þessari viku en
ákvörðun um ráðningu lægi vart
fyrir fyrr en í næstu viku.
Umsækjendurnir eru: Björn
Ingi Knútsson, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Sofrona Unilines á
Nýja-Sjálandi, Friðjón Einarsson,
framkvæmdastjóri Markaðs- og at-
vinnumálaskrifstofu Reykjanes-
bæjar, Gunnar Rafn Einarsson,
viðskiptafræðingur og löggiltur
endurskoðandi, Halldór Þórólfs-
son, stöðvarverkfræðingur hjá
Samskiptastofnun varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, Ingólfur Odd-
geir Georgsson rafmagnsverkfræð-
ingur, Jóhannes S. Ársælsson,
starfsmaður varnarliðsins, Jónas
Hvannberg, Ólafur Ragnars, deild-
arstjóri hjá Flugmálastjórn á
Keflavíkurflugvelli, Pétur Einars-
son lögmaður, fyrrverandi flug-
málastjóri, Sigurður Karlsson við-
skiptafræðingur, Þórður Örn Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri hjá al-
þjóðamáladeild Flugmálastjórnar
og Þorleifur Björnsson, yfirflug-
umferðarstjóri á Keflavíkurflug-
velli.
.. Morgunblaðið/Golli
INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra afhenti blaðamönnum Morgunblaðsins viðurkenningu f gær fyrir greinaflokkinn Erfð-
ir og upplýsingar. Frá vinstri: Helgi Már Arthursson, upplýsingafulltrúi heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, Ragnhildur Sverrisdóttir, blaðamaður,
Gunnar Hersveinn blaðamaður, Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri, Ingibjörg Pálmadóttir, ráðherra, Davíð Gunnarsson, ráðuneytisstjóri,
Ómar Friðriksson, blaðamaður, Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður ráðherra, Kristinn Garðarsson, blaðamaður. Fjarstaddir voru blaðamennirnir
Karl Blöndal og Páll Þórhallsson.
^Utför
Astu Br.
Porsteins-
dóttur
ÚTFÖR Ástu Br. Þorsteinsdóttur al-
þingismanns var gerð frá Hall-
grímskirkju í gær. Séra Bragi
Skúlason, sjúkrahúsprestur á Land-
spítala, jarðsöng, Kór Hallgríms-
kirkju söng og Signý Sæmundsdótt-
ir söng einsöng. Organisti var Hörð-
ur Áskelsson. Einnig flutti Laufey
Sigurðardóttir fiðluleikari tónverk-
ið Kveðja til móður eftir son Ástu,
Arnar Ástráðsson. Líkmenn voru
úr hópi vina og samstarfsmanna
Ástu heitinnar: Vigdís Magnúsdótt-
ir, forstjóri Ríkisspitalanna, Rann-
veig Guðmundsdóttir alþingismað-
ur, Lára Björnsdóttir félagsmála-
stjóri í Reykjavík, Bryndís Krist-
jánsdóttir, formaður Sambands al-
þýðuflokkskvenna, Friðrik Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Þroska-
hjálpar, Sighvatur Björgvinsson,
formaður Álþýðuflokksins og lækn-
amir Einar Sindrason og Tómas
Zoéga.
Morgunblaðið/Kristinn
14-18 leita óskráðra
sjónvarpstækja
Allt að
4.000 tæki
fínnast
árlega
Á HVERJU ári finnast á bilinu
1.500 til 4.000 óskráð sjónvarpstæki
sem engin afnotagjöld eru greidd af
til Ríkisútvarpsins, og að sögn Pét-
urs Matthíassonar, yfírmanns inn-
heimtudeildar RUV, hafa starfað
8-10 manns í Reykjavík við leit að
tækjum og 6-8 manns á lands-
byggðinni.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær hefur komið í ljós að
dæmi eru um að fólk sem ieitar
óskráðra sjónvarpstækja hefur villt
á sér heimildir við leitina. Pétur
sagðist telja að þessi háttsemi varð-
aði við lög. Sagði hann aðferðir við
leit að óskráðum tækjum nú vera til
endurskoðunar, en svona atburður
ætti ekki að geta endurtekið sig.
Hann sagði að fólk sem starfað
hefði við leit að tækjum fengi fyrir
það verktakagi’eiðslur sem miðuð-
ust við hve mörg tæki skiluðu sér til
skráningar.
Gripið til tækjabúnaðar á ný?
Pétur sagði að meðal þess sem nú
væri til athugunar væri að nota
tækjabúnað til að leita að óskráðum
sjónvarpstækjum, en Ríkisútvarpið
notaði á sínum tíma sérstakan bún-
að sem gat fundið sjónvarpstæki í
gangi og það útsendingarmerki sem
sjónvarpstækið væri að taka við.
Sagði Pétur að þessi tækjabúnaður
hefði skilað tilgangi sínum en hann
hefði ekki verið notaður upp á
síðkastið við leit að óskráðum tækj-
um. Hins vegar kæmi til greina að
beita þessari aðferð í framtíðinni.
----------------
Staða losnar
á fréttastofu
sjónvarps
AUGLÝST var laust starf frétta-
manns á fréttastofu Ríkissjónvarps-
ins í Morgunblaðinu í gær. Um er
að ræða afleysingastarf í innlendum
fréttum í eitt ár.
Að sögn Helga H. Jónssonar
fréttastjóra er um að ræða stöðu
sem Jóhannes Bjarni Guðmundsson
var nýlega ráðinn í. Jóhannes hverf-
ur nú til annarra starfa og því er sú
afleysingastaða sem hann var ráð-
inn í auglýst aftur.