Morgunblaðið - 21.10.1998, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
íþróttafélagið Leiftur í Ólafsfírði
Dæmt til að greiða knatt-
spyrnumanni bætur
IÞROTTAFELAGIÐ Leiftur í
Ólafsfirði hefur í Héraðsdómi
Norðurlands eystra, verið dæmt til
greiða knattspyrnumanninum Ha-
jrudin Cardaklija, tæpar 440.000
krónur í bætur og 170.000 krónur í
málskostnað, vegna ólögmætrar
uppsagnar á samningi. Cardaklija
gerði kröfu um að Leiftur yrði
dæmt til að greiða sér tæpar 3,6
milljónir króna og greiðslu máls-
kostnaðar.
I dómi Héraðsdóms kemur fram
að Leiftur og Cardaklija hafi undir-
ritað samning hinn 1. nóvember
1996 um að Cardaklija léki knatt-
spyrnu með Leiftri næstu þrjú
keppnistímabil 1997-1999. í samn-
ingnum var ekkert uppsagnará-
kvæði. Með bréfi í janúar 1998
sagði Leiftur upp samningi þessum
við Cardakilja en í bréfinu eru ekki
tilgreindar neinar ástæður fyrir
uppsögninni.
Þrátt fyrir þessa uppsögn var því
haldið fram af Leiftri að samning-
urinn hefði í raun fallið niður hinn
22. ágúst 1997 er Cardaklija fékk
leikheimild í Noregi. I gögnum
málsins er ekkert að fmna sem
bendir til þess að litið hafi verið svo
á að Cardaklija væri ekki lengur
samningsbundinn Leiftri. Fram
kemur að Leiftur hafi gert láns-
samning þar sem félagið hafi lánað
Cardaklija sem leikmann með
Raufoss í Noregi og þáði Leiftur
greiðslu fyrir-en greiddi Cardaklija
laun.
Ekki haldbær
uppsagnarástæða
Ekki er fallist á þá staðhæfingu
Leifturs í dómnum og við það mið-
að að samningurinn hafi verið í
gildi til dagsetningar uppsagnar-
bréfsins í janúar 1998 en þá hafi
hann fallið niður. Cardaklija taldi
Leiftur hafa vanefnt samninginn
fram að uppsögn hans og var hluti
kröfu hans á því reistur. I giæinar-
gerð Leifturs er ekki að finna sér-
stök andmæli gegn vanefndarkröf-
unum önnur en þau að samningur-
inn hafi verið fallinn niður.
Cardaklija taldi að uppsögn
samningsins hefði verið ólögmæt
gagnvart sér og bótaskyld. I grein-
argerð og undir rekstri málsins var
ýmislegt tínt til af hálfu Leifturs til
réttlætingar uppsögninni. Félagið
hafði að mati dómsins ekki sýnt
fram á haldbæra uppsagnarástæðu,
enda er eins og áður er getið engi'-
ar uppsagnarástæðu getið í upp-
sagnabréfinu. I dómnum er því á
það fallist að uppsögn samningsins
hafi verið ólögmæt.
Þá kemur fram í dómnum að fyr-
ir liggi að Cardaklija réð sig til
starfa hjá knattspyrnufélagi Sindra
á Hornafirði hinn 20. mars 1998.
Ómótmælt er að Cardaklija hafi
verið án atvinnutekna frá uppsagn-
ardegi samningsins til þess dags og
beri Leiftri að bæta honum það
tjón.
*
Hitaveituframkvæmdir á Arskógsströnd samkvæmt áætlun
Vatn á
kerfið í
næsta
mánuði
FRAMKVÆMDIR við lagningu
hitaveitu á Árskógsströnd ganga
samkvæmt áætlun og að sögn
Sveinbjörns Steingrímssonar, bæj-
artæknifræðings Dalvíkurbyggð-
ar, er stefnt að því að hleypa vatni
á dreifikerfið seinni partinn í
næsta mánuði.
í þessum áfanga er unnið að því
að tengja þéttbýliskjarnana þrjá,
Hauganes, Árskógssand og Ár-
skóg. Heildarkostnaður við fram-
kvæmdina er nálægt 90 milljónum
króna, sem er um 10 milljónum
króna undir upphaflegri kostnað-
aráætlun. Um 100 hús tengjast
veitunni í þessum fyrsta áfanga og
er talið að ársnotkunin verði um
120 þúsund tonn. Áætlað er að
húshitunarkostnaður lækki um
40% með tilkomu hitaveitunnar.
Morgunblaðið/Kristján
STARFSMENN Árvirkis ehf. á Blönduósi, Hilmar Frímannsson t.h. og
Þorbjörn Kristján Ámundason, voru að vinna við stofnlögn hita-
veitunnar á Árskógssandi.
„Verkið fór lieldur seinna af
stað en við ætluðum en það er búið
að leggja í öll hús á Hauganesi og
við Árskógsskóla og aðeins eftir að
leggja í þéttbýlið á Árskógssandi.
Þá er einnig unnið við smíði á
miðlunartanki," sagði Sveinbjörn.
Heimataugagjaldið lækkað
Þar sem kostnaður við fram-
kvæmdina verður minni en kostn-
Verslun Kjöt- og
mjólkuriönaður
Akureyrardeild KEA
Aðalfundurinn verður haldinn
mánudaginn 2. nóvember 1998, kl. 20.00
á Fosshótel KEA.
Kaupfélagsstjóri, Eiríkur S. Jóhannsson,
hefurframgöngu um málefni KEA.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt
í umræðum um framtíðarskipulag KEA.
Peir félagsmenn, sem ætla að mæta á aðalfund
Akureyrardeildar og hafa áhuga á að verða fulltrúar
Akureyrardeildar á aðalfundi KEA 1999, hafi samband
við skiptiborð KEA, sími 460 3000.
Deildarstjóri Akureyrardeildar KEA,
Gunnar Hallsson.
Heimasími 462 5410.
lönaður
Sjávarútvegur
aðaráætlun gerði ráð fyrir, var
samþykkt í bæjarstjórn Dalvíkur-
byggðar að lækka heimtaugagjald-
ið frá því sem upphaflega var
ákveðið. Gjaldið er það sama og á
Dalvík og einnig verður orkuverð-
ið það sama á báðum stöðum.
Stofnkerfið í þessa þijá þéttbýl-
iskjarna er tæpir 7 km og dreifi-
kerfið og minni lagnir um 4 km til
viðbótar. Fyrir réttu ári fannst
heitt vatn á svokölluðum Brimnes-
borgum, milli þéttbýlisstaðanna í
hreppnum og er hægt að dæla
með góðu móti um 18 sekúndulítr-
um af 74 gráða heitu vatni úr hol-
unni.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Tvö tilfelli heila-
himnubólgu á árinu
TVÖ tilfelli af heilahimnubólgu af
völdum baktería hafa komið upp á
Norðurlandi á þessu ári, þar af
annað nýlega. Að sögn Magnúsar
Stefánssonar, yfirlæknis við
Barnadeild FSÁ, getur heila-
himnubólga orsakast af nokkrum
tegundum baktería. „Við einni
þeitra er til gott bóluefni, sem
byrjað var að nota hér á landi í
ársbyrjun 1989 og síðan virðist sú
tegund heilahimnubólgu hafa
horfið en í raun var þetta sú teg-
und sem algengust var.“
Magnús sagði að verr gengi að
framleiða bóluefni gegn hinum
tegundunum. Til eru margir
stofnar af sumum bakteríum sem
þessum sjúkdómi valda og bólu-
efni til við sumum en öðrum ekki.
„Sú tegund sem menn óttast mest
í dag og kölluð er meningococcar
greinist í þrjá meginstofna. Bólu-
efni er til við tveimur þeirra en
það hefur ekki góða endingu. Það
er þó hægt að nota til að stöðva
faraldra sem sannanlega er valdið
af öðrum hvorum þeim stofni sem
bóluefnið virkar gegn.“
Magnús sagði ekki enn vitað
hvaða tegund bakteríu olli því til-
felli sem upp kom nú um helgina.
„Sjúklingurinn er nokkuð langt að
kominn og hafði fengið, svo sem
rétt er að gera, stóra skammta af
fúkkalyfjum áður en hann fór að
heiman og ljóst var orðið hvaða
sjúkdómur var þar á ferð. Slíkt
eykur öryggi sjúklings en getur
skapað vanda við orsakagrein-
ingu.“
Reiknum með 2-3
tilfellum á ári
Meningococcar geta einnig
valdið öðrum sjúkdómsmyndum
en heilahimnubólgu að sögn
Magnúsar og er þeim öllum haldið
til haga sem meningococca-sjúk-
dómum. „Tíðni þessara tilfella
allra eru um 5-7 á hverja 100.000
íbúa á landinu á ári hverju. Þai' af
er aðeins lítill hluti hér norðan-
lands. Á bai-nadeildinni reiknum
við með að sjá um 2-3 tilfelli á ári.
Þó koma alltaf af og til staðbundn-
ir smáfaraldrar og þá er stundum
hægt að giípa til bólusetninga.
Slíkt var gert í fyrra í einu héraði
hér norðanlnds.
Síðasti landsfaraldur af men-
ingococca-sjúkdómi gekk hér á
landi 1976 og 1977. Þá reis tíðni
hans upp í 40-45 sjúklinga á
hverja 100.000 íbúa hvort árið og
beitt var bólusetningu hér fyrir
norðan um tíma. Inn á milli sveifl-
ast tíðnin nokkuð en er sem fyrr
segii' yfirleitt vel undir 10.
Þegai' ekki eru faraldrar eru
þessi tilfelli hvert af sínum stofn-
inum, dreifð um landið og ekki
hægt að beita bóluefni. Fyrir um
þremur ámm var þó hér á landi
svokölluð hástaða á tíðninni og
menn vom alvarlega famir að
velta fyrir sér bólusetningu þegar
tíðnin lækkaði aftur.“
Fólki í nánustu sambandi
einnig gefin lyf
Magnús sagði að við men-
ingococca-sjúkdóm og raunar eina
tegund aðra af bakteríuheila-
himnubólgu væri hægt að viðhafa
vamðarráðstafanh' til að hefta síð-
komin tilfelli. „Þau era svo kölluð
þar sem langlíklegast er að þau til-
felli hafi smitast við sama tilfelli og
sjúklingur eða jafnvel af honum
sjálfum. Þá eru þeim gefín lyf, sem
reynslan hefm' sýnt að em í mestri
hættu að smitast. Það eru einfald-
lega þeii' sem em og hafa verið í
nánustu sambandi við sjúklinginn
áður en hann veiktist. I sumum til-
fellum era ef til vill fleimrn gefin
þessi lyf en reynslan hefur sýnt að
þörf sé á, en það er þá í góðu lagi,“
sagði Magnús Stefánsson.
Bæjarstjórn Akureyrar
Guðrúnar Katrínar minnst
manns síns, Ólafs Ragnars Grímsson-
ar forseta íslands.
„Hún ávann sér virðingu og hlý-
hug þjóðarinnar og vakti aðdáun
hvar sem hún kom. Islenska þjóðin á
ljúfa og samhljóma minningu um
Guðránu Kiatrínu sem mun lifa
áfram í vitund okkar allra. I baráttu
sinni við illvígan sjúkdóm sýndi hún
ótrálegt æðraleysi og mikinn vilja-
styrk. Bæjarstjórn Akureyrar vottar
forsetanum og dætrum hennar
dýpstu samúð.“ Bæjarfulltrúar
minntust Guðrúnar Katrínar með
því að rísa úr sætum.
GUÐRÚNAR Katrínai' Þorbergs-
dóttur forsetafrúar var minnst við
upphaf fundar bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær.
Sigurður J. Sigurðsson forseti bæj-
arstjómar minntist Guðrúnar Katrín-
ar og sagði að frá upphafi kosninga-
baráttu Ólafs Ragnai's Grímssonar
forseta hefði sterkur pei'sónuleiki og
fáguð framkoma hennar vakið athygli
þjóðarinnar. Rúm tvö ár væm liðin
írá því hún tók við hinu ábyrgðar-
mikla hlutverki húsmóður á forseta-
setrinu á Bessastöðum og því hlut-
verki sem henni var fengið við hlið
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Maður dæmdur fyrir kyn-
ferðisbrot gagnvart dóttur
RÚMLEGA fertugur karlmaður
hefur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra verið dæmdur í 10 mánaða
fangelsi, þar af 7 mánuði skilorðs-
bundið, fyrir kynferðisbrot gagnvart
dóttur sinni. Þá var ákærði dæmdur
til að greiða allan sakarkostnað, m.a.
40.000 krónur í málsvarnarlaun skip-
aðs verjanda síns.
Maðurinn var ákærður fyrir kyn-
ferðisbrot, með því að hafa í tjald-
vagni á ættarmóti í júlímánuði 1996,
strokið læri og ytri kynfæri 12 ára
dóttur sinnar og á vormánuðum og
fram eftir sumri 1997 farið nokkrum
sinnum inn í herbergi hennar á
heimili þein-a og strokið stúlkunni
um læri og ytri kynfæri.
í niðurstöðu Héraðsdóms kemur
fram að við ákvörðun refsingar var
litið til þess að brot ákærða eru al-
varlegs eðlis og beindust gegn dótt-
ur hans, sem er á viðkvæmum aldri.
Ljóst er að brot ákærða geta haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér
fyrir brotaþola. Akærði misnotaði
endurtekið aðstöðu sína og trúnað-
artraust barnsins, sem tengt er
ákærða tilfinningaböndum og hon-
um undirgefin en hann mátti gera
sér grein fyrir að háttsemin var til
þess fallin að valda barninu varan-
legu tjóni.
I niðui'stöðu Héraðsdóms er jafn-
framt litið til þess að ákærði játaði
brot sín greiðlega og af hreinskilni.
Þá hefur hann undanfarna mánuði af
sjálfsdáðum leitað sér faglegrar
hjálpar í því skyni að ráða bót á til-
hneigingum sínum. Skaðabóta var
ekki krafist í málinu.
Dóminn kvað upp Ólafur Ólafsson
héraðsdómari.
AKSJÓN
22. október, fimmtudagur
12.00Þ-Skjáfréttir
18.15Þ-Fréttaþátturí samvinnu við
Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15,
19.45, 20.15 og 20.45.
21.00Þ-Áttatíu og eitthvað. Sígild
tónlistarmyndbönd.