Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 22

Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Handtaka Aujafustos Pinochets er undantekning frá reglunni Aðrir fyrrverandi einræðis- herrar lifa í vellystingum Handtaka Augustos Pinochets í Bretlandi er mikill sigur fyrir mannréttindamálstað- inn en aðrir fyrrverandi einræðisherrar og undirsátar þeirra fara enn frjálsir ferða sinna og lifa í vellystingum í heimalöndum sínum eða erlendis. Reuters CHILE-BÚAR hrópa vígorð gegn Augusto Pinochet á mótmælafundi við sendiráð Chile í Madrid. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að hand- taka Augustos Pinochets, fyrrver- andi einræðisherra Chile, sýni að al- þjóðlegir mannréttindasamningar hafi öðlast réttmæta viðurkenningu. Handtakan bendi til þess að menn, sem eru sakaðir um alvarlega glæpi, séu „ekki lengur hafnir yfir lögin eða að líklegt sé að þeir neyðist til að halda sig í heimalöndum sínum og geti ekki ferðast vegna hættunnar á handtöku." Þótt handtaka Pinochets bendi til þess að öruggum athvörfum fyrrver- andi einræðisherra og undirsáta þeirra hafi fækkað eru margir þeiiTa enn óhultir í löndum Rómönsku Am- eríku og öðrum ríkjum eins og Bandaríkjunum og Frakklandi. Argentínumennirnir framseldir? Pinochet vai- handtekinn í London um helgina að beiðni spænsks dóm- ara, Baltasars Garzons, sem vill að einræðisherrann fyrrverandi verði framseldur til Spánar. Dómarinn rannsakar morð og pyntingar á 94 mönnum af ýmsu þjóðemi í Chile á 17 ára valdatíma Pinochets. Hann held- ur því fram að samkvæmt spænskum lögum og þjóðarétti sé hægt að reka mál, sem varða mannréttindabrot, hvar sem er í heiminum. Garzon hefur einnig rannsakað morð og pyntingar á spænskum borgurum í Argentínu þegar herfor- ingjastjórn var þar við völd á árunum 1976-83. Hundruð Spánverja voru á meðal þúsunda manna sem „hurfu“ í Argentínu á þessum tíma. Garzon hefur birt lista yfir 142 Ar- gentínumenn, sem sakaðir eru um kúgun, og þeirra á meðal er Leopaldo Galtieri, fyrrverandi for- seti, og Emilio Massera, fyrrverandi aðmíráll, en þeir búa báðir í Argent- ínu. Á meðal annarra sem eru líklegir til að verða handteknh-, taki þeir þá áhættu að ferðast, er Alfredo Astiz, fyrrverandi höfuðsmaður í argent- ínska hernum. Astiz hefui- verið kall- aður „ljóshærði engillinn“, stjórnaði illræmdum dauðasveitum í Árgent- ínu og er eftirlýstur í Frakklandi og Svíþjóð vegna morða á frönskum og sænskum borgurum. Hann var á meðal 1.000 herforingja sem voru sóttir til saka í Argentínu en fengu síðan sakaruppgjöf fyrir áratug. „Þöifin á því að refsa þeim sem brjóta mannréttindalög hefur engin landamæri,“ sagði Carlos Corach, innanríkisráðherra Argentínu, á mánudag. Hann bætti hins vegar við að önnur ríki gætu ekki handtekið fyrrverandi herforingja, sem hafa verið saksóttir í Argentínu, og öllum beiðnum um framsal þeirra yrði hafnað. Stroessner og Duvalier í útlegð Alfredo Stroessner hershöfðingi, sem stjómaði Paragvæ með harðri hendi í 35 ár þar til honum var steypt árið 1989, býr nú í Brasilíu. Hann hefur verið sakaður um ýmis mannréttindabrot, m.a. morð og pyntingar, og lifir áhyggjulausu lífi á höfðingjasetri nálægt höfuðborginni. Hann er orðinn áttræður og lætur lítið á sér bera. Jean-Claude Duvalier var einráður á Haítí frá 1971 og þar til honum var steypt árið 1986 í uppreisn sem leiddi til þess að Jean-Bertrand Aristide vai' kjörinn forseti í fyrstu lýðræðis- legu forsetakosningunum í landinu. Hafa yfirvöld sakað Duvalier um fjárdrátt og ýmsa glæpi. Duvalier flúði til Rívíerunnar í Frakklandi og bjó þar í fyrstu í vellystingum með konu sinni og fjöl- skyldu á sveitasetri nálægt Cannes. Hann neyddist hins vegar til að fara þaðan eftir að eiginkonan yfirgaf hann og tók með sér börn þeirra og megnið af peningum fjölskyldunnar. Hermt er að einræðisherrann fyrr- verandi sé nú í París og búi þar hjá útlægum löndum sínum. Óskað eftir framsali Cedras Yfirvöld á Haítí hafa óskað eftir því að Panama framselji Raoul Cedras, sem stjórnaði landinu með harðri hendi í þrjú ár til 1994. Sam- kvæmt samkomulagi, sem náðist fyr- ir milligöngu Jimmys Carters, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna, var Cedras fluttur með bandarískri her- flugvél til Panama þegar þúsundir bandaríski-a hermanna voru sendai’ til Haítí í því skyni að koma Aristide aftur til valda. Yfirvöld á Haítí hafa gefið út tilskipun um handtöku Cedras vegna ásakana um morð, pyntingar og ólöglegar handtökur. Cedras hefur búið í lúxusíbúð í Panama og talið er að hann lifi á ágóðanum af vopna- og eiturlyfjasölu og öðrum viðskiptum sem hann hagnaðist á þegar hann var við völd. Yfirvöld í Panama hafa neitað að framselja hann til Haítí. Bandarikjastjóra gagnrýnd Mannréttindasamtök hafa sakað B an daríkj astj órn um að hafa neitað að afhenda stjórn Haítí 160.000 síðna skjöl um grimmdarverk hersins á Haítí vegna þess að þau sanni að Bandaríkjamenn séu samsekir um glæpina. Bandaríski herinn lagði hald á skjölin þegar hann réðst inn í landið. Samtökin hafa einnig gagnrýnt Bandaríkjastjórn fyrir að seinka framsali meints foringja dauðasveita á Haítí, Emmanuels Constants, sem er sagður hafa verið á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Constant býr í New York og yfirvöld á Haíti vilja sækja hann til saka fyrir mannréttindabrot. Hugo Banzer stjórnaði Bólivíu í sjö ár eftir að hann braust til valda í blóðugu valdaráni árið 1971. Bólivíu- menn komu honum aftui’ til valda í fyrra þegar hann var kjörinn forseti landsins þótt hann hefði látið hand- taka, pynta eða myrða þúsundir manna á valdatíma sínum sem ein- ræðisherra. Deilt um uppgjöf saka Handtaka Pinoehets hefur einnig beint athyglinni að efasemdum um hvort rétt hafi verið af stjórnmála- mönnum í Rómönsku Ameríku að veita einræðisherrum sakaruppgjöf í því skyni að binda enda á borgara- stríð eða að fá þá til að afsala sér völdum. Meðal þeiira ríkja sem veittu ein- hvers konar sakaruppgjöf vegna mannréttindabrota á síðasta ái’atug og í byrjun þessa áratugar eru Ar- gentína, Brasilía, Chile, E1 Salvador, Níkaragva og Gvatemala. Morðin, sem sakaruppgjafirnar ná til, eru talin skipta hundruðum þúsunda. „Fyrirgefum einræðisherrunum til að koma á lýðræði var máltæki þessa tíma,“ sagði Ramon Borges Mendez, sérfræðingur í málefnum Rómönsku Ameríku. Fljótlega eftir að lýðræðið tók að festa sig í sessi í löndum Rómönsku Ameríku fjölgaði þeim sem telja að einræðishen’ai’nir fyrrverandi hafi sloppið of auðveldlega. í skoðana- könnun í Chile ái’ið 1993 sögðust 53% aðspurðra vilja að þeim, sem bæru ábyrgð á mannréttindabrotum, yrði refsað. Tveir þarlendir dómarar hafa einnig hafnað lögum, er hindra saksókn fyrir mannréttindabrot sem ft-amin voru fyrir 1978, vegna þess að þau gangi í berhögg við alþjóðleg- an mannréttindasáttmála sem Chile undiiritaði árið 1951. MFA SÍMI533 1818 • FAX 533 1819 Tveggja vikna skóli fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga MENNTUN FYRIR ALLA • Algjörlega ryk- og vatnsþéttir. • Engin móða við -40°C til 80°C og við allt að 95% raka. • Með eöa án innbyggðs áttavita. • Lífstíðareign meö allt aö 30 ára ábyrgð. • Einstaklega bjartir og skarpir („auto focus") Brimrúnhf Hólmaslóð 4 Sími 561 0160 Nálarstungulækningar lrklega eldri en talið var Kunnar í Evrópu fyrir meira en 5.000 árum Vín. Reuters. HÚÐFLÚR, sem fannst á líkama manns, sem varðveittist í ísbreið- um Alpanna í meira en 5.000 ár, sýna, að Evrópumenn stunduðu nálarstungulækningar 2.000 árum áður en Kínverjar fóru að leggja þær fyrir sig. Var skýi-t frá þessu í Vín í fyrradag. Vísindamenn segja, að ljóst sé, að húðflúrið á Ötza eins og hann hefur verið kallaður, nýsteinald- armaðurinn, sem fannst í Týrólsku Ölpunum, hafi ekki ver- ið ætlað að ganga í augun á kven- fólkinu, lieldur sé um að ræða ævafornt nálarstungukort og miklu eldra en það, sem þekkist í Austur-Asíu. Bakveiki og gikt Dr. Frank Bahr, forseti þýsku nálarstunguakademíunnar, segir, að svo virðist sem nálarstunguað- ferðin eigi upphaf sitt í Mið-Evr- ópu en húðflúrið er á 15 stöðum á baki og fótleggjum Ötza, nokkur einföld tákn á hveijum stað. Svar- ar það til 80% af þeim stöðum, sem nú eru notaðir við nál- arstungulækningar. Meðal annars Reuters VÍSINDAMENN við rannsóknir á Ötzi í fornmmjasafninu í Bolzano á Ítalíu. var línulaga flúr á fimm stöðum meðfram hryggnum og er talið, að þar hafi verið fengist við bak- verki. Nálarstungulæknirinn á ný- steinöld, sem hafði Ötza til með- ferðar, virðist hafa kunnað ýmis- legt fyrir sér því á ökkla Ötza er flúraður kross og annar á „lykil- stað“ í baki. Segir dr. Bahr, að bestu nálarstungulæknar nú á dögum myndu einmitt velja þessa staði þegar um gikt væri að ræða. Talið er, að Ötzi hafi örmagnast á ísnum fyrir 5.200 árum, þá 45 ára að aldri og mjög giktveikur. Til að auðvelda rétt nudd? Farið var að stunda nál- arstungulækningar í Kína um 1000 f.Kr. en þá var Ötzi búinn að liggja í ísnum í 2.200 ár. Telja vís- indamenn hugsanlegt, að húðflúr- ið hafi ekki verið fyrir lækninn, sem hafi að sjálfsögðu þekkt réttu staðina, heldur fyrir ættingja Ötza og ástvini til að þeir gætu nuddað hann réttilega og linað þannig þjáningar hans. Ötzi fannst 1991 og sfðan hafa Austurríkismenn og Italir átt í forræðisdeilu um hann, sem hefur þó verið til lykta leidd. Er hann nú geymdur í sérstökum kæli með glugga á í fornminjasafninu í Bolzano, höfuðstað ítalska Alpa- héraðsins Alto Adige

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.