Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 23
Mörgum þykir furðu sæta að Augusto Pinochet skyldi fara til Bretlands
Ofmat Pinochet
gestrisni Breta?
AUGUSTO Pinochet tókst með
kænsku og vélabrögðum að halda
velli sem einræðisherra í Chile í
hartnær tvo áratugi og mörgum
þykir furðu sæta að svo slyngur
maður skyldi hafa hlaupið á sig
með því að fara til Bretlands og
bjóða heim hættunni á handtöku
og framsali til Spánar.
Þetta glappaskot er einkum
rakið til vinsamlegra tengsla ríkj-
anna eftir að Chile aðstoðaði
Breta í Falklandseyjastríðinu ár-
ið 1982. Pinochet var einnig mjög
hrifinn af London og sagði eitt
sinn í viðtali við tímaritið New
Yorker að breska höfuðborgin
væri „fullkominn dvalarstaður"
vegna háttvísi Breta og virðingar
þeirra fyrir lögum og reglu.
Chile vai- eitt af fáum ríkjum
Rómönsku Ameríku sem studdu
Breta í stríðinu við Argentínu.
Breska dagblaðið The Guardian
hafði eftir fyrrverandi foringja í
breska hemum að sérsveitir
Breta hefðu fengið að nota flug-
velli í Chile til njósnaferða yfir
Ai'gentínu.
Chile keypti einnig mikið af
breskum vopnum á valdatíma
Pinochets og einræðisherrann
fyrrverandi dvaldi eitt sinn í viku
í London í boði breska fyrirtækis-
ins British Aerospace.
Þegar Pinochet fór til borgar-
innar var hann vanur að senda
Margaret Thatcher, fjrrverandi
forsætisráðherra Bretlands,
konfekt og blóm og þau hittust
stundum á heimili hennar og
drukku te saman þegar færi
gafst. Skrifstofa Thatcher stað-
festi í gær að þau hefðu jafnvel
hist áður en Pinochet fór á
sjúkrahúsið í London.
Vanmat bresku
stjómina
Pinochet dvaldi oft á lúxushót-
eli við Park Lane og þótti hegða
sér eins og dæmigerður ferða-
maður í álnum. Hann var einkum
hrifinn af vaxmyndasafni
Madame Tussaud og var tíður
gestur í safni breska hersins.
Hermt er að hann hafi jafnvel
beðið í röð með eiginkonu sinni til
að kaupa aðgöngumiða að
Windsor-kastala.
Ekki voru þó allir hrifnir af
þessum umdeilda gesti frá Chile.
Veitingahúsið Riverside Cafe
neitaði t.a.m. í fyrstu að þiggja
peninga hans en ákvað síðan að
taka við þeim og gefa þá Amnesty
Intemational.
Margt bendir til þess að Pin-
ochet hafí ofmetið breska gest-
risni og vanmetið stefnubreyt-
ingu bresku stjórnarinnar, sem
hefur lofað að taka harðar á
mannréttindabrotum í utanríkis-
stefnu sinni. Ennfremur er líklegt
að Pinochet sjái eftir því að hafa
ekki athugað betur flóknar reglur
Evrópusambandsins um framsal
meintra glæpamanna eða feril
nýju ráðherranna í Bretlandi áð-
ur en Verkamannaflokkurinn
komst til valda.
„Það sem hann áttaði sig ekki á
er að nú eru komnir til valda
menn sem hötuðu einræðisherra
eins og Pinochet á pólitískum
mótunarárum sínum,“ sagði dag-
blaðið The Independent.
Hvers vegna fór hann ekki
á sjúkrahús í Chile?
Því er þó enn ósvarað hvers
vegna Pinochet ákvað að fara tO
London í því skyni að gangast
undir smávægilega skurðaðgerð á
baki fremur en að leita lækninga í
heimalandi sínu. „Hann hefði get-
að leitað til lækna í Chile eða
fengið breskan skurðlækni til að
fara þangað,“ sagði fréttaskýr-
andinn Ricardo Israel.
Hægt er að gangast undir
miklu flóknari aðgerðir á sjúkra-
húsum í Chile og þar er orðrómur
á kreiki um að Pinochet hafi ekki
gengist undir aðgerð á baki en
verið skorinn upp vegna alvar-
legri veikinda. Til þess er tekið í
Chile að upplýsingar um heilsufar
forsetans hafa ekki enn verið
gerðar opinberar.
STERKAR
GEGNHEBLAR
FLÍSAR
á góðu verði.
Tilvalið á bilskúra og
atvinnuhúsnæði.
2 litir, stærð 30 x 30 cm
kr.1250m2
f AtFABORG ?
Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755
Bjóðum mjög hentuga fataskápa.
Aðeins vönduð vara úr gæðastáli.
Mjöggott verö!
Þjónusta ■ Þekking ■ ráðgjöf ■ Áratuga reynsla
- gæði fýrir gott verð
. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
>ms~iur&hf
SUNDABORG 1 • SlMI S68-3300
Fyrrverandi skæru-
liðar snúa við blaðinu
Guatemala. Reuters.
FYRRVERANDI félagar skæru-
liðasamtaka vinstrimanna í Guat-
emala skráðu samtökin formlega
sem stjómmálaflokk á mánudag og
eru þar með komnir í þann flokk
fyrrverandi skæruliðasveita í Mið-
Ameríku sem ákveðið hafa að snúa
við blaðinu og hefja þátttöku í
landsmálapólitík. Sögðu fulltrúar
samtakanna Þjóðfrelsissveit Gu-
atemala, URNG, að þeir gerðu ráð
fyrir því að það tæki yfirvöld kosn-
ingamála í Guatemala tvær vikur að
samþykkja skráninguna.
„Nú skrifum við ekki einungis
undir friðarsamninga heldur eigum
aðild að þeim sem stjómmálaflokk-
ur,“ sagði Rodrigo Asturias, sem
áður var leiðtogi uppreisnarmanna.
URNG og stjómvöld í Guatemala
skrifuðu undir friðarsamninga í des-
ember 1996 og bundu þannig enda á
36 ára borgarastríð.
Næstu forsetakosningar í Gu-
atemala eiga að fara fram í ágúst
1999 en Asturias sagði samtökin
ekki hafa í hyggju að standa að
framboði í þeim. Francisco Lopez,
fulltrúi URNG, sagði hins vegar að
samtökin myndu taka þátt í þing-
og sveitarstjómarkosningum á
næstunni.
Floll
KAINGLUKAST
í UIPAGRVO
Stelpubolur kr. 3.990, Kringlukast kr. 2.500.
Buxur kr. 3.990, Kringlukasf kr. 2.900.
Kaiilapeysa kr. 3.990,
Kringlukast kr. 2.500. (Bómull)
Ragazzi-gallabuxur kr. 3.990,
Kringlukast kr. 2.900.
Strókabolir meá kraga kr. 4.350,
Kringlukast kr. 2.500.
Miðvikudagstilboð, sið svört pils með vasa kr. 2.990, Kringlukost kr. 1.990.
Fimmtudagslilboð, rúllukragabolir, 5 litir, kr. 1.990, Kringlukast kr. 1.400.
Föstudagstilboð A, slelpuúlpa kr. 7.990, Kringlukast kr. 6.500.
Föstudogstilboð B, strókaúlpa kr. 7.990, Kringlukast kr. 5.900.
Lnugardagstilboð A, rúskinnsjakkor, stærðir 128-176,
líka ú mömmuna kr. 16.900, Kringlukast kr. 13.900.
Lougardagstilboð B, ungbornasmckkbuxur kr. 3.990, Kringlukast kr. 2.200.
Ungbarnabolir kr. 2.400, Kringlukasl kr. 1.800.