Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNB LAÐIÐ
Morgunblaðið/Silli
VIÐAR Breiðfjörð við eitt verka sinna.
Þriðja málverkasýning
Viðars Breiðfjörð
Húsavík. Morgunblaðið.
UNGUR listamaður, Viðar Breið-
fjörð, hélt sína þriðju málverka-
sýningu á Húsavík í byrjun sept-
ember og sýndi 36 listaverk.
Hann hefur auk þess tekið þátt í
nokkrum samsýningum í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri en á
þeim stöðum hefúr hann stundað
myndlistarnám.
Myndir hans eru náttúrulegar
og margar þeirra gerðar undir
áhrifum lausavísna Óskar Þor-
kelsdöttur.
Viðar er fæddur á Húsavík og
ölst þar upp, en fluttist til Vest-
mannaeyja fyrir fimmtán árum og
hefur dvalið þar siðan.
Sýningin var vel sött en hana til-
einkaði Viðar foreldrum sínum,
sem sinn búskap bjuggu á Húsavík.
BDaDflg® y/ Negro
Skólavörðustíg 21 a • 101 Reykjavík
Sími/Fax: 552 1220
Netfang: blanco@itn.is
Veffang: www.blanco.ehf.is
Sýningum
lýkur
Hafnarborg
SÝNINGU grafíklistamannsins
Teije Risberg lýkur þriðjudag-
inn 27. október.
Sýningin er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 12-18.
Gerðarsafn
Nemendasýningu Myndlista-
skóla Kópavogs lýkur nú á
sunnudag.
Gerðarsafn er opið alla daga,
nema mánudaga, frá kl. 12-18.
Gallerí Geysir
Sýningu á graffítí hjá Hinu
Reykvíska úðarafélagi lýkur
sunnudaginn 25. október.
Sýningin er opin virka daga
kl. 8-23, fostudaga til kl. 19 og
um helgar kl. 12-18.
Listasafn íslands
Sýningunni „Draumurinn um
hreint form“ - Islensk abstrakt-
list 1950-60 lýkur sunnudaginn
25. október.
Leiðsögn verður um sýning-
una kl. 15 á laugardag.
Efni og tæki fyrir Hiiee
járngormainnbindingu
J. ASTVfllDSSON HF.
SWpholti 33.105 fiei/hjavíh, slml 533 3535
www.mb l.is
Nýbýlavegi 30,
(Dalbrekkumegin),
sími 554 6300.
www.mira.is
Svartur hestur
BÆKUR
Ljóðaþýðingar
GÍTARINN OG FLEIRI LJÓÐ
eftir Federico García Lorca í
þýðingu Hallbergs Hallmundssonar,
Brú. 1998 - 32 bls.
FÁ erlend skáld hafa notið jafn-
mikillar hylli ljóðaþýðenda og les-
enda hér á landi og Federico García
Lorca. Fjöldi ljóðaþýðinga er til á
íslensku að ógleymdum leikritum
hans sem oft eru býsna ljóðræn.
Þýðendur á borð við Magnús Ás-
geirsson, Jóhann Hjálmarsson, Geir
Kristjánsson, Berglind Gunnars-
dóttir og Þorgeir Þorgeirsson sem
gerði atlögu að Tataraþulu hafa
spreytt sig á þessu þekkilega skáldi
og raunar einnig fleiri. Nú hefur
einn ljóðaþýðandinn bæst í þennan
hóp, Hallberg Hallmundsson með
bók sína Gítarinn og fleiri ljóð.
Það vekur athygli að Hallberg
hefur þýtt mörg hin sömu kvæði og
framangreindir þýðendur þótt aðr-
ar séu fyrstu þýðingar kvæða. Það
er vitaskuld ekkert gagnrýnisefni.
Hver þýðing á góðu kvæði eykur á
fjölbreytnina og sýnir okkur nýja
hlið á frumtextanum ef vel tekst til.
Á hinn bóginn fer varla hjá því að
menn beri slíkar þýðingar saman
við fyrri þýðingar.
Þrennt einkennir kvæðaheim
Lorca umfram annað. Þótt kvæði
hans beri keim af stefnum og
straumum í samtímalist, ekki síst
impressionisma og súrrealisma
hljómar alþýðlegur og þjóðlegur,
spænskur tónn hærra en allir aðrir.
Sum kvæði hans fóru um Spán eins
og logi yfir akur og það jafnvel áður
en þau voru gefin út enda féllu þau
vel að munnlegri kvæðahefð Spán-
verja. Jafnframt er Lorca upptek-
inn af hugmyndum um ást og
dauða. Kvæði eftir kvæði fjallar um
dauðann. Það er myrk-
ur og ógn í þeim mörg-
um. Hnífsstungan er
yfirvofandi.
Hnífurinn
ristir hjartað
eins og plógjám
ófijóa auðn.
Nei.
Stingdu mig ekki.
Nei.
En umfram allt er
Lorca merkastur
myndsmiða. Hann
sameinar tæra og
hreina ljóðsýn frum-
leika og dirfsku. Það þarf meistara
til að yrkja svona:
Akur
ólífutijánna
opnastoglokast
eins og blævængur.
Hallberg
Hallmundsson
Jóhann Hjálmarsson
þýddi sama ljóð og
birti það í Af greinum
trjánna (1960). Hann
nefnir það Saungur
riddarans. í þýðingu
hans er textinn svona:
Yfir sléttuna gegnum storminn
svartur hestur rautt tungl.
Dauðinn starir á mig
úr tumum Kordó\m.
Orðin stormur, rautt
tungl og stara dýpka
textann og undir-
byggja hinn myrka
andblæ.
Vandvirkni og ná-
kvæmni Hallbergs gera það á hinn
bóginn að verkum að þýðing hans á
hinu fræga kvæði Opið er sú besta
sem ég hef séð.
Opið fer sporbaug
frá fjalli
tílfjalls.
Þýðingar Hallbergs eru flestar á
góðu máli. Hann er fremur ná-
kvæmur þýðandi enda þótt mér
finnist á stöku stað dálítið skorta á
að andblær ljóðheimsins náist fram.
Þetta er erfitt gagnrýnisefni og
vandasamt að koma orðum að því
hvað átt er við. Kannski næst and-
blær Ijóðs einungis fram hjá þýð-
endum sem eru óhræddir við að
taka sér skáldaleyfi og magna
stemmningu með djúphugsuðu
orðavali. I Reiðmannaljóði er meðal
annars þetta erindi:
Frá ólífutrjánum
sýnist það svartur regnbogi
á heiðblárri nóttinm.
Æ!
Eins og lágfiðlubogi
hefur ópið fengið langa
strengi vindsins til að óma.
Æ!
(Hellisbúamir
setja út oh'ulampana sína.)
Æ!
Yfir sléttuna, gegnum vindinn
svartur hestur, fullt tungl.
Dauðinn fylgist með mér
úr tumunum í Kordóvu.
Hér er allt slétt og fellt og í sam-
ræmi við frumtextann en hins vegar
fátt sem kallar augað að textanum.
Margt bitastætt er í þessu þýð-
ingarkveri að finna þótt sá sígildi
vandi ljóðaþýðenda að koma andblæ
texta til skila sé ekki alltaf leystur í
því. Hér er unnið af vandvirkni og
trúmennsku við frumtextann.
Skafti Þ. Halldórsson.
Niðjatal úr Eyjafírði
BÆKUR
TEttfræði
KROSSAÆTT
Eftir Björn Pétursson. Niðjar Gunn-
laugs Þorvaldssonar og Þóru Jóns-
dóttur á Hellu á Árskógsströnd. Mál
og mynd, 1998, 2 bindi, 1.114 bls.
KROSSAÆTT, kennd við bæinn
Krossa á Árskógsströnd í Eyjafirði,
en þaðan var ættmóðirin, tekur til
niðja þeirra Gunnlaugs Þorvalds-
sonar frá Ingvörum í Svarfaðardal
og Þóru Jónsdóttur konu hans.
Gunnlaugur var fæddur 1772 og lést
1831. Þóra fæddist 1780 og andaðist
1862. Átta voru börn þeirra og eign-
uðust sjö þeirra afkomendur.
í efnisyfirliti í upphafi fyrra bind-
is er listi yfir þrjá fyrstu ættliðina
og gefur það góða yfirsýn. Þá eru
niðjar bamanna sjö afmarkaðir
hver frá öðrum með sérstöku titil-
blaði.
Höfundur þessa mikla rits,
Bjöm Pétursson kennari, er fimmti
maður frá ættforeldrum. Hann rit-
ar að sjálfsögðu formála að verkinu
og gerir þar skilmerkilega grein
fyrir tildrögum þess og ýmsu öðru
er það varðar. Að ósekju hefði
kannski formálinn mátt vera
svolitlu lengri.
Sjálft er niðjatalið með hefð-
bundu sniði og vandlega staðlað og
skortir hvergi á dagsetningar, ártöl,
fæðingarstað og búsetu. Ánægju-
legt er að sjá, að böm eru hér ávallt
talin í réttri aldursröð hvort sem
þau em fædd í hjónabandi eða utan
þess. Er sú leiða venja að telja
hjónabandsböm á undan vonandi
niður kveðin. Geysimikill fjöldi
mynda er í ritinu, bæði af niðjum og
mökum þeirra, svo og af gömlum
bæjum og stöðum. Segir mér svo
hugur, að sumar þeirra séu fáséðar.
Enda þótt niðjatalið
sjálft sé mjög staðlað
og því þurrt aflestrar
mörgum vegur vel á
móti mikill fjöldi inn-
felldra greina og
smákafla úr prentuðum
bókum. Er það fróðleg-
ur og gagnlegur lestur.
Fyrir þá sem ætt-
fræðisýsl er hugleikið
er þetta niðjatal góður
fengur. Niðjatöl úr
Eyjafirði em sárafá og
fyllir þetta því í skarð-
ið. Elstu ættliðirnir
hafa mikið haldið sig út
með firði að vestan, í
Svarfaðardal, Dalvík,
Olafsfirði, Árskógsströnd og þar í
grennd. Drjúgur hluti ættarinnar
heldur sig enn þar nyrðra, þó að
auðvitað hafi yngri kynslóðir dreifst
vítt og breitt um landið, og raunar
lengra. Hér gefur að líta miklar
fylkingar fólks í Vesturheimi og er
þar þó ekki öllu til skila haldið, sem
varla er von.
Jafnan hef ég gaman af að skoða
hvaða mannanöfn sérkenna ættir.
Þessi ætt er engin undantekning
þar á. Af karlmannsnöfnum ber
talsvert á nöfnunum: Þorvaldur,
Gunnlaugur, Baldvin, Loftur og
Anton. Þá má til gamans geta þess
að fjórtán bera nafnið Kristján Eld-
jám. Af kvenmannsnöfnum staldr-
ar maður helst við Snjólaugarnafn-
ið og þegar kemur að Laxamýrar-
grein ættarinnar bætist við nafnið
Líney. Skiptast þau einatt á og
sumar konur heita raunar báðum
nöfnum.
Þetta er mikið niðjatal. Hvort
tveggja er að bamafjöldi er oft mik-
iU í hverri fjölskyldu og niðjar eru
nú komnir í níunda lið frá ættfor-
eldrum þar sem lengst er fram
gengið.
Svo er að sjá sem
Krossaættin sé á
marga lund mikil fyrir-
myndarætt. Þar er
margt gildra bænda,
harðduglegra sjósókn-
ara og útgerðarmanna
og margir era þar, sem
hafa látið að sér kveða
í þjóðlífinu. Af mynd-
um að dæma er fríð-
leikur algeng ættar-
fylgja.
Mér varð hugsað til
þess, er ég fletti blöð-
um þessa mikla rits,
að oft er látið í veðri
vaka, að íslendingar
séu einstaklega eins-
leit þjóð, lítt blönduð öðrum þjóð-
um. Hafa þeir, sem slíku halda
fram, aldrei skoðað niðjatöl? í
þessu niðjatali, eins og flestum öðr-
um, hafa margir af ættinni gifst út-
lendingum, svo að óneitanlega er
blöndunin orðin nokkur og fer
áreiðanlega vaxandi. Enda væri
annað óeðlilegt og bæri vott um
undarlega einangrun á tímum sí-
aukinna samskipta við aðrar þjóðir.
Þetta niðjatal er hið vandaðasta
og myndarlegasta að öllu leyti.
Brotið er stórt, svo að myndir njóta
sín vel. Texti er í þremur dálkum á
blaðslðu og þar sem hann er mikið
brotinn af myndum hefur umbrot
líklega verið nokkuð vandasamt og
hætt við að texti geti fallið niður.
Sýnist mér það hafa orðið einu
sinni. Eg gat að sjálfsögðu ekki at-
hugað hvort villur eru í ártölum, en
að öðru leyti sá ég sárafáar prent-
villur og engar sem ekki má auð-
veldlega lesa úr.
í lok niðjatalsins era raktar
nokkrar framættir og ritinu lýkur á
geysimikilli nafnaskrá.
Sigurjón Björnsson
Björn
Pétursson