Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 27
„EN það sem er“, olía og blönduð tækni, eftir Evu G. Sigurðardóttur.
Málverk
og froskar
MYM)LIST
Gallerf liornið
MÁLVERK
EVA G. SIGURÐARDÓTTIR
Opið 10-24. Sýningin stendur til 22.
október.
EVA G. Sigurðardóttir lærði
myndlist í Myndlistar- og handíða-
skóla Islands og í Listaskólanum í
Lyon í Frakklandi, en ekki hefur
borið mikið á sýningarhaldi hennar
þau ár sem liðin eru síðan hún lauk
skóla. Hún hefur kosið að sýna í
smærri galleríum, auk þess sem
hún hefur tekið þátt í samsýning-
um. Sýning hennar nú í Gallerí
Hornið afhjúpar því meira af því
sem Eva er að fást við en við höfum
áður mátt sjá.
Málverk Evu eru unnin í olíu og
með blandaðri tækni og birtast á
sýningunni ýmist stök eða í sam-
fellum þar sem margar myndir eru
notaðar saman til að vinna úr einni
hugmynd. Myndirnar sameina
vandaða og írísklega útvinnslu
myndefnis við sterka tilfinningu
fyrir þrívídd og hlutveruleika mál-
verksins. Eva dregur þessa þætti
fram af öryggi með einföldum en
hnitmiðuðum lausnum, eins og til
dæmis í verkunum Efni þar sem
tölur eru saumaðar með raunveru-
legum tvinna á efni sem aftur er
málað með olíulitum. Með þessu
einfalda bragði dregur hún við-
fangsefni málverksins fram í raun-
verulegt rými og leiðir huga áhorf-
andans að sambandinu milli þess
sem myndin er af og myndarinnar
sjálfrar, veruleika og eftirmyndun-
ar, tákns og táknunar. Aðferð
hennar við þetta er svo einföld en
jafnframt svo árangursrík að heild-
arhrifin verða allt að því húmorísk,
eða laða að minnsta kosti fram bros
hjá áhorfandanum.
í mörgum myndanna á sýning-
unni birtast litlir froskar sem
þannig verða eins konar leiðarstef
sýningarinnar, stundum eins og
tákn um nærveru listamannsins
sjálfs - til dæmis í myndröðinni Til-
veran og ég - en stundum sem víð-
ara tákn um tilveruna sjálfa og ver-
öldina. Valið á frosknum litla er í
senn húmorísk og markviss leið til
að vekja áhorfandann til umhugs-
unar. Þetta litla umkomulausa dýr
öðlast vissa reisn í myndum Evu og
það er ekki laust við að það vakni
með manni sterk samkennd þegar
maður virðir fyrir sér myndirnar:
Líkt og froskurinn berjumst við öll
við að marka persónu okkar og
hlutverk í veröld sem lætur sér fátt
um finnast, líkt og hann reynum við
að bera höfuðið hátt þótt við getum
líklega með engu móti réttlætt til-
veru okkar í stærra samhengi
heildarinnar.
Sýning Evu er í senn skemmtileg
og vandlega ígrunduð. Hugmyndir
hennar komast strax að kjarna
málsins og eru útfærðar af kunn-
áttu og öryggi svo mann hlýtur að
undra að hún hafi ekki haft sig
meira í frammi á undanförnum ár-
um. Vonandi boðar sýningin í Gall-
erí Horninu einhverja breytingu
þar á.
Jón Proppé.
Djassað í
Hafnarborg
GILDISSKÁTAR í Hafnarfirði
efna til tónleikahalds í Hafnar-
borg fimmtudaginn 22. október
kl. 21. Yfirskrift tónleikanna er
Djass fyrir alla. Fram kemur
kvartett Árna Scheving ví-
brafónleikara. Með honum leika
þeir Þórir Baldursson á píanó,
Gunnar Hrafnsson á kontra-
bassa og Alfreð Alfreðsson á
trommur. Sérstakur gestur tón-
leikanna verður ungur
flautuleikari, Rosemary Kajioka.
Kynnir á tónleikunum verður
Jónatan Garðarsson. Hluti tón-
leikanna er tileinkaður Billy
Strayhorn - manninum í skugga
Ellingtons.
Billy Strayhom fæddist í
Dayton í Ohio 25. nóvember 1915
og var skýrður William Thomas.
Hann lést 31. maí 1967. Billy
lærði á píanó og stundaði að auki
nám í útsetningum og hljóm-
sveitarstjórn. Árið 1938 komst
hann í kynni við hljómsveitar-
stjórann Duke Ellington og réð
sig til starfa sem textasmiður
hans. Billy Strayhorn samdi um
200 djasslög annaðhvort einn
eða í samstarfi við Ellington,
segir í fréttatilkynningu.
LISTIR
Laugarvatnsætt
BÆKUR
Ættfræði
LAUGARVATNSHJÓNIN BÖÐVAR
MAGNUSSON OGINGUNN
EYJÓLFSDÓTTIR
Afkomendaskrá og annar fróðleikur.
Bergljót Magnadóttir tók saman.
Reykjavík 1997, 132 bls.
BÖÐVAR Magnússon á Laugar-
vatni (f.1878, d. 1966) var kunnur
maður, sveitarhöfðingi mikill og rit-
fær ágætlega. Þó að ég þekki ekki
annað til hans en ævisögu hans
Undir Tindum, Dýrasögurnar og af-
réttarlýsingu í Göngum og réttum,
er mér maðurinn minnisstæðari
mörgum öðrum. Sér í lagi er mér
ofarlega í huga hversu mikill dýra-
vinur hann var. Kona Böðvars var
Ingunn Eyjólfsdóttir (f. 1874, d.
1969), uppeldissystir hans. En Ing-
unn var frá Laugarvatni og höfðu
ættmenn hennar búið þar mann
fram af manni. Heimili þeirra
Böðvars og Ingunnar var annálað
rausnar- og myndarheimili.
Þrettán urðu böm þeirra hjóna,
tólf dætur og einn sonur. Ein dóttir-
in dó vikugömul. Hin systkinin náðu
öll fullorðinsaldri og eignuðust af-
komendur. Niðjar Laugarvatns-
hjóna eru nú orðnir 347 (þegar bók
var lokið), 2. ættliður taldi 50
manns, sá þriðji 146, fjórði 136 og sá
fimmti er rétt að hefja göngu sína.
Þetta er því ekki langt niðjatal,
en margt er þar fleira að finna, því
að í rauninni er þetta eins konar
„ættarbók", ef svo má segja, ein-
staklega hugljúf og borin uppi af ást
og virðingu fyrir ættforeldrunum.
Er svo að sjá sem ættin sé óvenju-
lega samheldin og leggi rækt við
samfundi.
Afkomendur Böðvars og Ingunn-
ar hafa haft nokkuð sérstæðan hátt
á ættrækni sinni og samskiptum. Á
meðan Böðvar lifði og að frumkvæði
hans var efnt til ættarráðs, sem í
sitja tólf manns, einn frá hverri ætt-
grein. Ættarráðið kýs sér síðan
þriggja manna framkvæmdanefnd.
Eru þetta bæði e.k. hagsmunasam-
tök og ættræknisamtök. Skv. samn-
ingi skyldu niðjar Böðvars og Ing-
unnar sitja fyrir ábúð á Laugar-
vatni að Héraðsskólanum frágengn-
um. Mörg verkefni hefur ættaiTáðið
haft með höndum: samkomur,
ferðalög, skógi'ækt o.fl. Einn niðji
hefur jafnan séð um skráningu
niðja.
Rit það sem hér birtist er tekið
saman af einum niðjanna, Bergljótu
Magnadóttur, en margir aðrir hafa
þar einnig lagt hönd á plóg.
Fremst í bók er æviágrip
Böðvars og Ingunnar. Síðan er sam-
antekt um ættir þeirra hjóna og
nánasta frændgarð. Þá kemur af-
komendaskráin sjálf sem tekur yfir
62 bls. Hún er mjög með hefð-
bundnum hætti, eins og handhæg-
ast er, vel stöðluð og skipuleg. Upp-
setning er öll þannig að gott er að
átta sig á. Greinilegt er hversu
minning ættforeldranna er í heiðri
höfð. Sést það af því að 19 niðjar
bera Böðvarsnafnið og er það al-
gengasta nafnið í ættinni. Þá eru 14
Ingunnir og 4 Ingur og 12 karlmenn
bera nafnið Ingi sem annað nafn.
Á eftir niðjaskránni kemur stutt
frásögn af ættarráðinu. IV. kafli
nefnist Ýmsar tækifærisræður. Eru
þær þrjár. Sú fyrsta er flutt af dótt-
urdóttur þeirra hjóna, Ólöfu Páls-
dóttur, er afhjúpaður var minnis-
varði um þau 1973. Þá er ræða á
ættarskemmtun 1977 flutt af Arn-
heiði Böðvarsdóttur. Þriðja ræðan
var flutt á sömu ættarskemmtun af
Hlíf Böðvarsdóttur. V. kafli nefnist
Endurminningaþættir. Sá fyrsti er
eftir Böðvar Magnússon, „Jólin
1888 bernskuminning" ritaður 1944.
„Minningar frá fyiri tíð“ er þáttur
eftir Ragnheiði Böðvarsdóttur,
„Frá bökkum Laugarvatns“, eftir
Ai-nheiði Böðvarsdóttur, „Æskuárin
- minningar", eftir Láru Böðvars-
dóttur og „Minningar frá Laugar-
vatni eftir Svanlaugu Böðvarsdótt-
ur. VI. kafli ber titilinn Fróðleikur
frá Laugai’vatni. Eru þar fyrst tvær
ritgerðir eftir Böðvar Magnússon:
„Ættargi-ipurinn - gamla kistan“
(1954) og „Laugarvatnshellarnir og
saga þeirra“ (1955). Þriðja ritgerðin
er eftir Bergljótu Magnadóttur,
„Gamli bærinn á Laugarvatni".
Öll eru þessi erindi og ritgerðir
piýðilega rituð og ánægjulegur og
fróðlegur lestur.
VII. kafli flytur sex ljóð tengd
Laugarvatni. I VIII. kafla birtast
tvö lög eftir Pálmar Eyjólfsson við
ljóð eftir Einar E. Sæmundsen. En
þess má geta að Böðvar og Einar
voru miklir vinir.
Næst fer á eftir ritaskrá Böðvars
Magnússonar. Telur hún þrjár bæk-
ur, sex bókarkafla og 35 greinar í
blöðum og tímaritum. Tekið er fram
að Jíklega sé skráin ekki tæmandi.
í bókarlok er tvöfóld niðjaskrá.
Fyrst er raðað eftir ættliðum með
sömu merkingum og í aðalskránni.
Síðan er raðað eftir aldri og hver
ættgrein tekin fyinr sig.
Geysimikill fjöldi mynda er í rit-
inu og hafa þær prentast vel, enda
er pappír góður.
Einkar vel er frá þessu riti geng-
ið á alla lund og þeim til sóma sem
að standa.
Sigurjón Björnsson.
Ert þú að tapa réttindum?
Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum
yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1998:
Lífeyrissjóður Austurlands
Lífeyrissjóðurinn Framsýn
Lífeyrissjóður Norðurlands
Lífeyrissjóður sjómanna
Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík
Lífeyrissjóður Vesturlands
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Lífeyrissjóður Rangœinga
Lífeyrissjóður Suðurnesja
Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
FÁIR ÞÚ EKKI YFIRLIT
en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum,
eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi
lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en I. nóvember nk.
Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð
er hætta á að dýrmæt réttindi tapist.
Þar á meðal má nefna:
ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI
Gættu réttar þins
í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota,
skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil
vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi
innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem
er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi
lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því
marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um
iðgjaldakröfuna.