Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
GAMLI höfðinginn Fifi, sem færði Karly frægð á sínum tíma þegar
þeir stóðu efstir í forkeppni í fimmgangi á heimsmeistaramótinu í
Roderath 1983 en voru dæmdir úr leik, er enn á lífi rétt um þrítugt og
í miklu uppáhaldi hjá eigandanum. Hann er löngu hættur að fylja
hryssur en fær að eyða ævikvöldinu á Forstwald.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
KARLY og Rúna með frumburðinn, Önnu Bryndísi, í bakgarðinum. Þar blasir við nýi völlurinn þar sem þau
hyggjast halda vegleg mót í fyllingu tímans.
Gæðin um:
fram magnið
DÖKKVI heitir hann, bjartasta vonin á Forstwald þessa stundina. Rúna, sem hér virðir fyrir sér þennan
stólpagrip undan Orra frá Þúfu og Dimmu frá Gunnarsholti, er þó mjög jarðbundin í vonum sínum um hann.
Gæðingadómarar á ráðstefnu
Leggja til að tekin verði
upp einkunnagjöf í úrslitum
DÓMARAFÉLAG Landssam-
bands hestamannafélaga mun
leggja til á ársþingi LH að tekin
verði upp einkunnagjöf í úrslitum
gæðingakeppninnar í stað röðunar
og að aðeins verði átta hestar í úr-
slitum á landsmótum eins og
tíðkast á fjórðungsmótum. Þetta
var samþykkt á Landsdómararáð-
stefnu sem haldin var um helgina í
Iþróttamiðstöð ISI þar sem rædd
voru ýmL mál er víkja að gæðinga-
dómum. I tillögunni er gert ráð
fyrir einkunnagjöf fyrir hverja
gangtegund fyrir sig og í lokin
verði gefin einkunn fyrir vilja og
fegurð í reið.
Töldu dómararnir að með þessu
móti gætti meiri sanngirni í mati
hvers dómara og einnig skapaðist
svigrúm til að hvíla hrossin á feti
milli atriða. Ráðstefnan var sett á
föstudagskvöld og tillögur stjórnar
kynntar og skipað í nefndir. A
laugardag hófst dagskrá með er-
indi Jónasar Vigfússonar verk-
fræðings um hringvöllinn og voru
umræður um gerð hringvalla að
framsögu lokinni. Voru ílestir
fundarmanna sammála um að hinn
svokallaði Þ-völlur, þar sem opið er
milli skeiðbrautar og annarrar
langhliðar hringvallarins en ekki
farið út úr hringvelli inn á sam-
liggjandi skeiðbraut, væri óheppi-
legur. Var meðal annars borið við
að mikill tími færi í tilfærslu hesta
á milli og þetta sliti sýningar í
sundur. Menn voru almennt sam-
mála um að setja þyrfti ákveðnari
ramma um hvernig keppnisvellir
skuli úr garði gerðir.
Eftir hádegi fór fram umræða
undir yfirskriftinni „Ómur brekk-
unnar“ þar sem eitt og annað tengt
dómstörfum ársins og þá sérstak-
lega landsmótinu var rætt. Var kom-
ið allvíða við í þeirri umræðu án þess
þó að um væri að ræða neinar álykt-
anir eða samþykktir.
Gengið var frá einum tíu tillögum
sem bornar verða upp í nafni félags-
ins á ársþingi LH. Skipaðar voru
tvær nefndir til að vinna að aðskild-
um málum fram að næstu ráðstefnu.
Annarsvegar laga- og reglunefnd,
sem fjalla mun um þær breytingar
sem hafa orðið á umhverfi gæðinga-
keppninnar og gera tillögur um
nauðsynlegar breytingar að mati
nefndarmanna. Þá var skipuð
fræðslunefnd sem ætlað er að safna
efni fyrir endurhæfingarnámskeið
sem haldin verða á vori komandi og
vinni að gerð prófverkefna og þar á
meðal alþjóðlegs gæðingadómara-
prófs. Fram kom á fundinum að
áhugi fyrir gæðingakeppni fer ört
vaxandi erlendis og brýnt að koma á
fræðslu þar áður en aðilar erlendis
fari að þróa sína eigin gæðinga-
keppni.
Ný stjórn var kosin á fundinum til
tveggja ára en hana skipa Gísli Har-
aldsson fonnaður, Ragnar Ingólfs-
son og Einar Örn Grant, en allir eru
þeir búsettir á Norðurlandi eystra.
Sú hefð hefur skapast að kjósa alla
stjórnarmenn úr sama lands-
fjórðungi en síðasta stjórn var af
suðvesturhorninu. Áður hafa stjórnir
verið af Vestm-landi og Norðurlandi
vestra þar áður. Fráfarandi formað-
ur, Þormar Ingimarsson, og nýkjör-
inn formaður voru sammála um að
vel hefði tekist til með ráðstefnuna
nú. Mörg mikilvæg mál hefðu fengið
umfjöllun og Ijóst að umræðan í röð-
um gæðingadómara væri mjög frjó
og spennandi að sjá hvaða viðtökur
tillögurnai' fái á þinginu síðar í þess-
um mánuði.
Valdimar Kristinsson
HESTAR
Forstwal d
í Éifelhéraði
HESTABÚSKAPUR RÚNU
OG KARLY ZINGSHEIM
FORSTWALD heitir hestabú-
garðurinn sem hjónin Rúna Einars-
dóttir og Karly Zingsheim hafa ver-
ið að byggja upp síðastliðin tvö ár af
miklum myndarskap og hafa þau nú
komið sér upp sérlega glæsilegri
aðstöðu. Þau keyptu búgarðinn eftir
að hluti útihúsanna hafði brunnið og
hafa þau endurbyggt það sem
brann og um þessar mundir eru þau
að hefjast handa um byggingu
reiðhallar sem verður sambyggð
hesthúsunum. Umsjónarmaður
Hesta tók hús hjá þeim hjónum á
ferð sinni um Þýskaland nýlega og
skoðaði þennan athyglisverða bú-
garð og fræddist um starfsemina
hjá þeim.
Með 600 manns í vinnu
Þau Karly og Rúna reka um-
fangsmikið hreingerningafyrirtæki
sem sérhæfir sig í hótelþrifum og
eru með um 600 manns í vinnu.
Hrossabúskapurinn er meira auka-
búgrein og áhugamál þeirra hjóna,
enda bæði í fremstu röð reiðmanna
á íslenskum hestum í heiminum.
Starfsemin hefur mest snúist um að
taka hross til tamningar eða þjálf-
unar. Rúna sér að mestu leyti um
það sem snýr að hrossunum, því
vinnudagurinn er oft langur hjá
Karly og oft lítill tími fyrir hesta-
mennskuna. Þau taka þó þátt í flest-
um þáttum búrekstrarins á
álagstímum, eins og til dæmis í hey-
skapnum, sem er þó mun minna mál
en heima á íslandi. Þá er oft mikið
um að vera um helgar þegar við-
skiptavinir eru ýmist að koma með
hross eða sækja úr þjálfun og svo
sumir að leita sér að hrossum til
kaups.
Uppáhaldshrossin í sérhúsi
Hrossin eru hýst í tveimur álm-
um. I annarri þeirra eru betri
hrossin, sem Rúna og Karly sjá að
mestu um þjálfun á, keppnishross
og nokkur uppáhaldshross. Má þar
nefna stóðhestinn Fána frá Haf-
steinsstöðum, sem þau keyptu 1995;
aðalkeppnishross Rúnu, Snerpu frá
Dalsmynni, sem er glæsileg íjór-
gangshryssa; Feyki frá Rinkscheid,
sem Karly varð heimsmeistari á í
Seljord í Noregi; og skeiðsnillinginn
Fák frá Holti.
Hvert hross er að sjálfsögðu í
sérboxi, sem eru mjög vegleg. Allt
er flísalagt í hólf og gólf í hesthús-
unum, góð baðaðstaða og að
sjálfsögðu sólarlampar til að þurrka
feldinn og mýkja vöðva. I hinum
enda álmunnar, sem er á tveimur
hæðum, er Karly með skrifstofur
hreingemingafyrirtækisins og lager
en á efri hæðinni em vistarverur
starfsfólksins, þ.e. tamningamanna,
sem þau hafa gjarnan fengið frá Is-
landi. I hinni álmunni era svo tamn-
ingahrossin, þar sem íburður er ívið
minni en eigi að síður úrvalsaðstaða
fyrir bæði menn og skepnur. I hin-
um enda álmunnar er verkfæra-
geymsla, járningaaðstaða og sam-
byggt er bílaskýli sem tengir saman
skemmuna og íbúðarhúsið, þar sem
Rúna og Karly búa ásamt nýfæddri
dóttur sinni, Önnu Bryndísi. Ofan
og til hliðar við hesthúsálmumar er
fóðurgeymsla þar sem geymt er hey
og hálmur og einnig hluti heyvinnu-
tækja. Á Forstwald var rekið naut-
gripabú áður en Karly og Rúna
keyptu jörðina og fylgdu öll tæki
með í kaupunum.
Á milli hesthúsálmanna era loft-
unargerði til að viðra hrossin í og
milli þein-a er lítið hringtaums-
gerði. Þarna á milli hesthúsanna
sést best snyrtimennskan sem
þarna ræður ríkjum. Allt tað í
gerðunum er hreinsað jafnharðan
og hestamir láta það frá sér.
Tveir íslenskir starfsmenn vora í
vinnu hjá þeim þegar blaðamann
bar að garði, en oft hafa verið fjórir
starfsmenn í hesthúsinu þegai' mest
hefur verið umleikis. Sagði Rúna oft
erfitt að fá gott fólk til starfa þrátt
fyrir að þau byðu upp á góða
aðstöðu, bæði hvað vinnuna varðaði
og eins híbýlin. Er hiklaust hægt að
taka undir það, því starfs-
mannaíbúðin er sérlega skemmtileg.
Mót á næsta ári
„Starfsfólkið sér sjálft um öll
matarinnkaup, matseld, þvotta og
þrifnað en á sunnudagskvöldum
koma þau yfir til okkar og borða
með okkur. Er þá farið yfir gang
mála síðustu viku og komandi vika
skipulögð,“ segir Rúna og bætir við
að þau hafi verið mjög heppin með
starfsfólk og gilti þar einu hvort um
Þjóðverja væri að ræða eða íslend-
inga. Launakjör tamningafólksins
færu svo eftir getu og hæfileikum.