Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 36
J]6 MIBVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Veröldin er vond Hér er hrópað á harðari rejsingar dóm- stóla og harðneskjulegri löggœslu. Ott- inn elur afsér minna umburðarlyndi gagnvart náunganum, aukna tortryggni og leiðir til grimmara samfélags. VIÐ sitjum uppi með endalausan straum af upplýsingum í máli og myndum, endalausar hug- myndir annarra um veröldina streyma að okkur, frásagnir annarra, skynjun annarra, upp- lifun annarra umlykur okkur í upplýsingavænu samfélagi nú- tímans. Það er nánast sama hvar borið er niður. Veröldin umhverfís okkur er stanslaust túlkuð og skilgreind; nærri læt- ur að hið eina sem einstakling- urinn geti fullkomlega treyst að sé raunveruleg persónuleg skynjun og VIÐHORF eftir Hávar Sigurjónsson ekki „mat- reiddur" veru- leiki sé það sem heym hans og sjón, snerting, bragðskyn og þeffæri skynja á því andartaki. Mikil- vægi persónulegrar skynjunar er kjarni þeirrar staðhæfingar að óspillt náttúra sé einhvers virði. Við þráum snertingu við hið raunverulega, þörfnumst þess að upplifa okkur sem hluta af gangverkinu mikla, fínna smæð okkar gagnvart náttúr- unni, anda að okkur ilmi gróð- urs og moldar, fínna næðinginn bíta okkm' í kinnar og fleiri ámóta klisjur. Vandi nútímamannsins er ekki bara að finna ósnortinn blett þar sem hann getur upplif- að ferskleikann hráan; heldur þarf hann að koma sér úr hinum fyrirskipuðu, klisjukenndu upp- lifunarstellingum, afmá úr hugs- un sinni að „nú sé upplifun í gangi“ svo hann geti upplifað beint án þess að meðvitund hans sé þrungin þeirri vissu að nú sé verið að upplifa. Vera bara í náttúrunni án þess að leika hlutverk náttúruunnand- ans. Standast svo þá freistingu að taka mynd af sér með upp- lifunina í baksýn. A tímum myndrænnar miðlunar hvers konar er sú upplifun lítils virði sem ekki hefur verið staðfest með ljósmynd. „Sjáðu mig. Þama var ég.“ „Geymdu minn- ingarnar, taktu mynd.“ Skynjun okkar á eigin fortíð og umfangi sögulegrar fortíðar takmarkast sífellt meir af „myndrænni geymd" af ýmsu tagi. Gleymum ekki að ljósmynd eða kvikmynd er ávallt bundin skynjun og túlkun þess er tók/tekur mynd- ina. Hinn hlutlægi veruleiki sem myndavélin skráir er þannig í raun huglægur og eru það víst ekki ný sannindi. Sýnt hefur verið fram á að hugmyndir fjölda fólks um sögulega fortíð og mögulega framtíð byggjast að miklu leyti á fortíðar- og framtíðarsýn leik- inna kvikmynda. Fortíðin birtist sem ofbeldiskenndari en nútím- inn og framtíðin er ofbeldis- kenndari en bæði fortíð og nútíð til samans. Þannig togast á feg- inleiki yfír að hafa sloppið við ofbeldið í fortíðinni og kvíði fyr- ir þeirri ógnaröld sem ríkja mun í framtíðinni. Ekki síður eru hugmyndir fólks um nútímann, sitt eigið samfélag sem og önnur meira framandi, byggðar á efni í sjón- varpi og kvikmyndum. Ein- strengingslegt efnisval í dag- skrá sjónvarps getur til lengri tíma haft veruleg áhrif á skynj- un fólks á umhverfi sitt og um- heiminn. Bandaríski fjölmiðla- fræðingurinn Georg Gerbner hefur bent á að innrætingará- hrif sjónvarpsins í þessa veru séu mun hættulegri en meint tengsl á milh ofbeldis í sjón- varpi og ofbeldis í samfélaginu. Hann dregur ekki úr þeim tengslum, þau eru raunveruleg en eru hverfandi lítil í hinu stærra samhengi þjóðfélags- gerðarinnar. Gerbner bendir á að alvarlegustu áhrif sjónvarps- ins séu fólgin í innrætingu ranghugmynda um hversu mik- ið ofbeldi raunverulega við- gengst í samfélaginu. „Hinn al- menni borgari er nánast lamað- ur af ótta,“ segir Gerbner og kallar þetta „veröldin-er-vond- einkennið". Þeir sem byggja heimsmynd sína á sjónvarps- efni og þjást af „veraldar- vonskueinkenninu" eru líklegir til að ofmeta hversu mikið of- beldi viðgengst í veröldinni og samfélaginu í kringum þá. Þeir eru jafnframt líklegri til að trúa því að glæpatíðni fari vaxandi hvort sem það er raunverulega rétt eða ekki. Þeir eru ennfrem- ur líklegri til að telja það hættulegt að ganga um göturn- ar í borginni sinni og að þeir gætu orðið fómarlömb ofbeldis ef þeir létu slíkt eftir sér. Þeir sem haldnir eru slíkum ótta við umhverfið eru öðrum líklegri til að búast til varnar, s.s. með því að kaupa sér skotvopn og ganga jafnvel með það á sér. Eingöngu í varnarskyni að sjálfsögðu. Þannig geta rang- hugmyndir um ofbeldi í samfé- laginu orðið til þess að auka á raunverulegt ofbeldi þegar hin- ir hræddu og skelfdu byrja að skjóta mann og annan fyrir að ganga sömu megin á götunni, fyrir að fara inn á lóðina þeirra, fyrir að vera svartur en ekki hvítur, fyrir ekkert annað en að vera á röngum stað á röngum tíma. I okkar íslenska samhengi birtist þessi oft á tíðum tilbúni ótti í annarri mynd. Hér er hrópað á harðari refsingar dómstóla og harðneskjulegri löggæslu. Ottinn elur af sér minna umburðarlyndi gagnvart náunganum, aukna tortryggni og leiðir til grimmara samfé- lags. í kjölfarið fylgir aukið raunvenilegt ofbeldi sem verð- ur kannski best lýst sem skelfi- legu samspili ímyndunar og veruleika sem nærist a.m.k. að hluta til á ofbeldiskenndum til- búningi afþreyingariðnaðarins og ofuráherslu fréttamiðla á of- beldisverk af öllu tagi. Persónu- leg upplifun okkar flestra kem- ur engan veginn heim og saman við þessa mynd af samfélaginu en við treystum frekar á túlk- unina heldur en eigin skynjun. „Veröldin ER vond.“ Um notkun hug- taksins einkaleyfis í ÞESSARI grein eru dregnar saman ýmsar upplýsingar til að varpa ljósi á það hvað felst í hugtakinu einkaleyfi samkvæmt einkaleyfalögum. Nefnd eru nokkur dæmi um notkun hug- taksins í öðrum lögum, hvemig sú notkun eykur líkur á ruglingi og hvað kynni að vera til ráða til að forðast hann. Þetta er gert í þeirri trú að umfjöll- unin geti auðveldað mönnum að glöggva sig á sérstöðu einka- leyfa og því hvað helst skilur á milli þeirra og leyfa sem ýmist eru nefnd sérleyfi, starfsleyfi eða rekstrar- leyfi. I umræðu um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði hefur notk- un hugtaksins einkaleyfís ruglað fjölda fólks í ríminu, sem vænta má. Sem betur fer vita margir, ekki síst tæknimenntað fólk, lögfræðingar, vísindamenn og fleiri, að hugtakið á fyrst og fremst við um „patent“, þ.e. einkaréttindi eða leyfisveiting- ar tæknilegra uppfinninga sam- kvæmt einkaleyfalögum. Þessi hóp- ur veit mætavel að umræddur gagnagrunnur er ekki tæknileg uppfinning og að hér er á ferðinni misskilningur eða hugtakarugling- ur. - En þeir era líka margir sem halda að orðið rekstrarleyfi sé bara annað nafn á einkaleyfi, og lái þeim enginn þvi að hér er ekki allt sem sýnist. Ekki við höfunda frumvarpsins að sakast Höfundar frumvarps um miðlæg- an gagnagrunn verða ekki sakaðir um að eiga þátt í þessum i'uglingi því hugtakið einkaleyfi er þar hvergi notað heldur er ýmist talað um starfsleyfi eða rekstrarleyfi. Hins vegar gildir ekki það sama um alla lagasmiði fýrr og síðar. Víða í lögum má nefnilega sjá hugtakið einkaleyfi notað um leyfi af allt öðr- um toga. Þetta hefur brenglað skilning almennings á því hvaða hugtaka- notkun sé rétt eða skynsamleg eins og síðar verður að vikið. Frá því að umræða um gagnagrunnsfrum- varpið hófst hafa all- margir vakið máls á þessum ruglingi en betur virðist mega ef duga skal. Varla líður sá dagur að hugtakið einkaleyfi sé ekki not- að í ræðu og riti í um- fjöllun um gagna- gi'unnsframvarpið. - Niðurstaða undirritaðs er sú að menn þurfi að taka höndum saman um að útrýma smátt og smátt notkun hugtaksins einkaleyfis í annarri merkingu en Víða í lögum má sjá hugtakið einkaleyfi not- að um leyfi af allt öðr- um toga, segir Gunnar Guttormsson, í fyrri grein sinni í tilefni um- fjöllunar um miðlægan gagnagrunn. þeirri sem það fékk í fyrstu lögum sem hér voru sett um einkaleyfi ár- ið 1923. Lög um einkaleyfi - alþjóðlegt samhengi - umfang leyfísveitinga Einkaleyfalög flestra ríkja heims styðjast við alþjóðlega samþykkt um vernd hugverkaréttinda, svo- nefnda Parísarsamþykkt um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar, sem að stofni til er frá árinu 1883. Nú- gildandi einkaleyfalög okkar tóku gildi 1. janúar 1992. Þau eru í öllum meginatriðum hliðstæð norrænum og evrópskum lögum um þessi efni. - Til fróðleiks má geta þess að hér á landi voru í árslok 1997 í gildi um 260 einkaleyfi. Gildistími einkaleyfa er allt að 20 árum samkvæmt nú- gildandi lögum. - Gera má ráð fyrir að á þessu ári sæki yfir 200 aðilar, innlendir og erlendir, um einkaleyfi hér á landi. Ætla má að um fimmti hluti umsóknanna komi frá íslensk- um aðilum. - Einkaleyfastofan, rík- isstofnun er heyi'ir undir iðnaðar- ráðherra, fjallar um umsóknirnar og veitir (eða hafnar) einkaleyfi hér á landi að undangenginni ítarlegri rannsókn á formi þeirra og efni. Stofnunin leitar samstarfs við er- lendar einkaleyfastofnanir um tæknilega rannsókn á þeim upp- finningum sem sótt er um einka- leyfi íýrir. Helstu einkenni einkaleyfísum- sókna og einkaleyfa Líta má svo á að með veitingu einkaleyfis sé samfélagið að veita hlutaðeigandi uppfinningamanni eins konar umbun fyrir framlag hans til nýsköpunar. Hlutaðeigandi stjórnvöld veita uppfinningamanni tímabundinn einkarétt á uppfinn- ingunni gegn því að hann veiti al- menningi aðgang að henni. Þetta gerist með birtingu einkaleyfis um- sóknar í opinberu riti; hér á landi í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastof- an gefur út. Með umsókninni verður að fylgja svo greinargóð lýsing á uppfinning- unni að fagmaður geti útfært hana. Til þess að umsókn sé metin giid verður uppfinningin sem hún lýsir að fela í sér eitthvað sem talist get- ur nýjung miðað við þekkta tækni og hafa einhvern lágmarksfrum- leika til að bera. Ennfremur verður að vera unnt að hagnýta uppfinn- inguna í atvinnulífi. Meðferð einkaleyfisumsókna lýt- ur samræmdum, alþjóðlegum meg- inreglum allt frá því að umsókn er lögð inn og þar til úr því fæst skor- ið, með nýnæmisrannsókn og rann- sókn á einkaleyfishæfi, hvort efni þykir til að veita einkaleyfi. Ný- næmisrannsókn felst í því að kann- að er hvort sams konar eða svipuð tækni (uppfinning) hafi verið opin- berað áður en umsækjandi lagði inn umsókn sína. Ekki er nóg að kanna Gunnar Guttormsson Vaxandi sátt um sj ávarútveginn ÞAÐ VIRÐIST sem vaxandi sátt sé að skapast um fiskveiði- stjórnunina í landinu. Andrúm umræðunnar er allt annað og betra nú, en fyrir einu til tveimur árum og á því eru vafalítið margar skýringar. Tíminn hef- ur unnið með kvóta- kerfinu; það skilar efnahagslegum ár- angri og virðist öflugt verkfæri í þágu fisk- verndar. Hugmynd um sértækan auð- Bjarni Hafþór lindaskatt á sjávarút- Helgason veg á sífellt erfiðara uppdráttar. I samfylkingu félags- hyggjuflokkanna er alvarlegur ágreiningur um veiðigjald á sjáv- arútveg og þingmenn sem bendl- aðir eru við nýstofnaðan vinstri- flokk, úthrópa hugmyndina. Sér- stök auðlindanefnd hefur verið sett á laggirnar sem er ætlað að gera úttekt á öllum okkar auðlind- um og áhrifum skattlagningar á nýtingu þeirra. Verkefni nefndar- innar er viðamikið og flókið. Margir benda á að það eigi ekki að skattleggja atvinnu- starfsemi fyrirfram, hvort sem hún nýtir auðlindir í sameign eða einhverjar aðrar auðlindir. Skatturinn skilar sér ef arður er af starfseminni. Þeir sem vilja rukka fyrir- fram, hafa mikið álit á ríkissjóði. Miklar breytingar og nýlegar Sjávarútvegurinn hefur upplifað miklar breytingar á umhverfi sínu á skömmum tíma. Framsal hefur verið skert umtalsvert. Ný lög takmarka aflahlutdeild einstakra fyrirtækja. Kvótaþingi og Verð- lagsstofu hefur verið komið á laggirnar. Frá síðustu áramótum er bannað að afskrifa aflaheimild- ir. Þessar breytingar og margar fleiri hafa átt sér stað á örfáum mánuðum. Þeim fer fækkandi sem viðhalda áróðri gegn gi-eininni en sumir munu þó gera það áfram, á hverju sem gengur. Það sem er að skapa almenna sátt um greinina nú, er að kvótakerfið er að skila áþreifanlegum árangri sem eng- inn vill fórna, án þess að vita ná- kvæmlega hvað eigi að koma í staðinn. Einnig eru menn að átta sig á því að nýir auðlindaskattar era ekki það stórkostlega réttlæt- Flestir þakka stjórn- kerfi fiskveiðanna hve vel hefur tekizt í sjávarútvegi okkar, segir Bjarni Hafþór Helgason, og þeim fækkar sem sjá ástæðu til að skattyrðast sér- staklega út í íslenzkan sjávarútveg. ismál sem margir hafa haldið fram. Ríkissjóður er ekki enda- stöð réttlætisins. Eignadreifing í sjávarútvegi Forsætisráðherra hefur sett fram nýja hugmynd um eigna- dreifingu í sjávarútvegi þar sem almenningi yrði gefinn sérstakur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.