Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 39* um málum. Efni þessara blaða og bóka var afar fjölbreytt. T.d. fylgd- ist hann vel með skráningu verð- bréfa á kauphöllum erlendis og vissi margt um þau mál. Eg tel mig muna það rétt, að ég hafí séð hjá honum bækur á ensku um austur- landaheimspeki, sem voru undir- strikaðar eins og menn undirstrika námsbækur sínar. Hann hafði mikl- ar mætur á dönskum spekingi að nafni Martínus. Lárus las árum saman fram eftir öllum nóttum, en reis seint úr rekkju á morgnana. Þegar Lárus hafði lokið störfum sínum í Hæstarétti og hrundið af sér aðfór með dómi hóf hann að semja af miklum krafti ættfræðirit, þá nær sjötugur að aldri. Þessi rit eru: Blöndalsættin og Thoraren- sensættin, sem er í sex bindum (tvö ókomin) í glæsilegri útgáfu og með myndum. Þorsteinn Jónsson, ætt- fræðingur, sá um útgáfu síðara rits- ins og ber að þakka honum, hve vel tókst til um útgáfuna. Lárus sótti starf þetta af slíkum krafti, að hann var oft að koma heim af Lands- bókasafninu um það leyti, sem ég var að fara af skrifstofu minni, þ.e. um kl. 7 síðdegis. Þetta skeði viku eftir viku. Lárus má vel við una. Þarna reisti hann sér óbrotgjarnan minnisvarða um aldir, á meðan við flestar skrifstofublækumar gleym- umst á nokkrum áram eða á nokkrum áratugum í besta falli. Lárusar Jóhannessonar verður ekki réttilega minnst, þótt í stuttri grein sé, að ekki sé getið eiginkonu hans og barna. Það var hinn 21. júní 1924, sem Lárus gekk að eiga eigin- konu sína, frú Stefaníu Guðjóns- dóttur. Þann dag var vissulega strengt heit, sem báðir aðilar ætl- uðu sér að standa við, og stóðu dyggilega við í rúm 53 ár. Eg held, að valið hefði varla getað tekist bet- ur. Þau hjón voru svo gersamlega eitt. Þótt Lárus væri fullkominn var hann þó ekki alfullkominn fremur en aðrir dauðlegir menn. Mér fannst hennar sterka hlið oft vera, þar sem hans veika hlið þarfnaðist mest. Utkoman varð því sterk heild. Lárus ræddi oft fjölskyldumál sín við undirritaðan af hreinskilni, eins og honum var lagið. Mér var því vel kunnugt um umhyggju þeirra hjóna hvors fyrir öðru. Lárus lét þá ósk í ljós, að hann fengi að fara héðan af jörðinni á undan konu sinni. Ef til vill hefur það verið á rökum reist. Honum fannst hann háður henni. Hann hlaut bænheyrslu um þetta. Þau hjónin eignuðust þrjú mann- vænleg börn. Þau voru: Jóhannes, hrl., sem andaðist fyrir aldur fram árið 1970, Guðjón, læknir, og Jós- efína Lára, kaupkona og húsfrá. Lárus var umhyggjusamur heimil- isfaðir. Heimilið var glæsilegt, prýtt mörgum fallegum málverkum. Þau settu bæði svip sinn á heimilið. I raun og veru varð Lárus aldrei gamall maður, þótt hann væri næstum 79 ára að aldri, þegar hann ílutti héðan af jörðinni. Hann hafði ágæta heilsu fram að kvöldi síðasta dagsins, sem hann lifði hér. Hann hélt andlegum kröftum fram á síð- asta kvöld, eins og framast mátti búast við miðað við aldur. Ég tel mig vita, að ævikvöldið hafi ekki orðið honum langt. Hann átti áhugamál fram á síðustu stund og margt til að lifa fyrir. En jafnframt var hann tilbúinn til að flytja héðan úr heimi. Hann var sáttur við allt og alla. Þegar á allt er litið tel ég að Lárus hafí verið gæfumaður. Hann varð að vísu fyrir sorg og ýmsu mótlæti. En hver fær allt? Honum hlotnaðist vissulega margt, bæði í vöggugjöf og síðar. Hann komst létt frá því að flytja héðan af jörð- inni miðað við fjölmarga aðra. Það er stór hluti af gæfunni. Það er sagt, að Jón biskup Ög- mundsson hafí eitt sinn sagt um fósturföður sinn, Isleif biskup Gizurarson, er rætt var um mann- kosti: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið, hann reyndi ég svo að öllum hlutum." Ég er að vísu ekki fóstursonur Lárus- ar, en ég get yfirfært orð Jóns Ög- mundssonar um Isleif Gizurarson yfir á Lárus Jóhannesson. Árni Stefánsson. MARIA STEFÁNSDÓTTIR + Marfa J. Stef- ánsdóttir fædd- ist á Sauðárkróki 17. aprfl 1907. Hún lést á Droplaugar- stöðum laugardag- inn 3. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Hannesson húsvörður á Sauð- árkróki og fyrri kona hans Sigur- laug Jóhannsdóttir. María var eina barn þeirra hjóna. Hinn 19. apríl 1933 giftist María Árna Ásbjarn- arsyni, búfræðingi, f. 6. júlí 1905, d. 29. maí 1985, frá Hvassafelli, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, síðar framkvæmda- stjóra Heilsuhælis N.L.F.Í. í Hveragerði. Einkabarn þeirra hjóna er Stefán Sigurður, bóndi á Þórustöðum, Eyjafjarðarsveit, f. 16. júlí 1933, kvæntur Ólöfu Björgu Ágústsdóttur og eru börn þeirra: 1) María. 2) Ágúst Árai. 3) Sigurlaug. 4) Stefán. 5) Helga Kristín. Bamabörn þeirra eru 12 og bamabamabörn 2. Þau hjónin ólu upp tvær fóstur- dætur, þær Ástu Gísladóttur, handavinnukennara, f. 30. aprfl 1943, gift Val Helgasyni flugum- sjónarmanni, og era böm þeirra: 1) Helgi, 2) María og 3) Ómar, bamabarn þeirra er 1, og Hrafnhildi Garðars- dóttur, f. 19. janúar 1949, gift Gunnari A. Svemissyni, verk- fræðingi, og em börn þeirra: 1) Mar- ía Árdís , 2) Sverrir, 3) Gunnar Hrafn og 4) Helga Hrönn, barnaböm þeirra em 3. Eiimig ólst bróðir Ástu, Kristinn Gfslason, upp hjá þeim hjónum frá fermingaraldri. María og Ami störfúðu við bú- skap á Sigluflrði fram til ársins 1947, siðan að Kaupangi, Eyja- tjarðarsveit, frá 1947 - 1959. Þá fluttu þau hjónin að Bauganesi 38, Reykjavík, þegar Ámi gerð- ist framkvæmdastjóri Heilsu- hælis N.L.F.f. í Hveragerði. María bjó að Bauganesi 38 til ársins 1996 að hún fluttist að hjúkmnarheimilinu Droplaug- arstöðum í Reykjavfk. Útför Maríu fór fram í kyrr- þey hinn 9. október s.l. að ósk hinnar Iátnu. Elskuleg tengdamóðir mín er látin 91 árs að aldri. Kynni okkar og samskipti stóðu í rám 31 ár og bar þar aldrei skugga á. Þvert á móti bar María iðulega birtu inn í líf okkar hjóna og barna okkar sem var mjög kært til ömmu sinnar í Bauganesi. María markaði sterk spor í upp- eldi barna minna með því að segja þeim margar ógleymanlegar sögur úr sveitinni og kenna þeim í frum- bernsku fallegar bænir. María var alla tíð mikil húsfreyja og henni lét vel að annast um matseld og allt heimilishald. í bú- skapartíð þeirra Ama Ásbjamar- sonar hélt hún honum mikið rausn- arheimili þar sem gestkvæmt var, enda stóð heimili þeirra ávallt opið vinum og vandamönnum, ekki síst eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur. Ég tel mig mikinn gæfumann að hafa fengið að kynnast mannkost- um Maju, tengdamóður minnar og fyrir það og alla hennar hand- leiðslu bæði hjá yngri sem eldri fjölskyldumeðlimum vil ég þakka á skilnaðarstundu. Ég veit að nú hefur María flust til nýrra heimkynna þar sem eigin- maður og margir vinir hafa tekið á móti henni og undir handleiðslu Guðs mun hún fylgjast með okkur hér á jörðu niðri. I hugann kemur sálmur sem Maríu þótti vænt um: Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt er áttu í vonum, það allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fúndið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, ogvemdarefaiaust. Hann mun þig miskunn krýna. M mæðist litla hríð. Mr innan skamms mun skína úr skýjum sólin bh'ð. (Þýð. Bjöm Halldórsson.) Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka minni elskulegu tengdamóður fyrir þá hjartahlýju sem hún auðsýndi mér í rúm 30 ár. STEFAN LÚÐVÍKSSON + Stefán Lúðvíksson fæddist 23. mars 1980. Hann lést 4. október síðastiiðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 9. október. Elsku Stefán. Þetta er alveg óskiljanlegt að þú skulir vera dá- inn, við sem eftir erum eigum erfítt með að skilja og trúa því að þú eig- ir ekki eftir að koma hlaupandi inn úr dyrunum á fullri ferð og kalla; „Hvar er Svenni eða er Þurý ekki heima?“ Alltaf jafn hress. Það verður tómlegt í næsta jólaboði, enginn Stefán og reyndar ekki heldur mamma þín og Halldór því þau eru flutt suður svo allt er mjög tómlegt núna. Þú sem alltaf gast gert að gamni þínu og varst duglegur við að stríða fólki og þá ekki síst mér, en aldrei tók ég því illa þvi að ég vissi að það var ekki illa meint. Það verður erfitt fyrir litlu systkini þín að skilja að þú komir ekki, ekki síst fyrir hana Sigurrós sem þú alltaf varst svo góður við. Litli drengurinn þinn sem er lif- andi eftirmynd þín mun aldrei fá að kynnast þér en ég veit að þú verð- ur hjá honum og okkur öllum. Stebbi frændi á líka eftir að sakna þín, það veit ég þar sem þú ert fyrsta barnabarnið hans og nafni. Én að lokum munum við þó komast yfír sorgina. Eg og fjölskylda mín viljum þakka þér fyrir þessi ár sem við átt- um saman. Elsku Denna, Halldór, Jói, Guð- rán, Stebbi, Birkir, Hulda og aðrir aðstandendur, megi góður guð styrkja ykkur í trúnni og halda verndarhendi yfir ykkur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta, ég geymi, sé það og Uka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Hallgr.Pét.) Ragnheiður, Sigurður, Sveinn, Þuríður og Kristinn, Hólmavík Vertu ávallt Guði falin. Minning þín er ljós í lífi okkar. Gunnar. Elsku amma okkar er dáin. Það eru margar minningar sem rifjast upp á þessari kveðjustund. Jóhn í Bauganesinu, hver skyldi nú fá möndluna þetta árið, pakkarnir sótt- ir upp á háaloft, árin liðu og pakka- hrágan stækkar eftir að bamaböm- unum fjölgar. Jólatréð sést orðið varla fyrir pökkum. Við Majumar uppi á háalofti í dúkkuleik. Já, það var nú margt brallað í Bauganesinu hjá henni ömmu okkar og margir fjársjóðirnir sem leyndust uppi á háalofti. A góðviðrisdögum var svo setið úti á palli og drukkið kaffi. Þau era mörg minningarbrotin sem leita upp í hugann, minningar sem ylja um hjartarætur. Því elsku amma mun ávallt eiga sérstakan stað í hjörtum okkar. Að lokum langar okkur að kveðja þig, amma, með ljóði eftir hann Steingrím. Lof og dýrð og eilíf þökk sé þér þér, sem stöðugt vakir yfir mér Þitt er gullið. Brenndu sorann braut, breyt í sigurgleði hverri þraut. Góði faðir, gef þú anda mínum guðdómsneista af alkærleika þínum. (Steingrímur Arason.) Guð geymi þig, elsku amma. María, Helgi og Ómar. Elsku amma, nú þegar komið er að kveðjustund langar mig að minnast þín með nokkrum orðum. Þú varst mér góður vinur og ætíð var gott að koma til þín, mót- tökurnar alltaf hlýjar og innilegar. Það vora ófáar stundimar sem við áttum tvær saman við eldhús- borðið þitt og ræddum um allt og ekkert. Þú hlustaðir ávallt með eftirtekt á allt sem mér bjó í brjósti, sama hvort ég var tíu' ára eða tuttugu og áhugamál mín breyttust. Það voru margar skemmtilegar sögumar sem þú sagðir mér, þó sérstaklega frá þín- um yngri áram. Þessar samveru- stundir okkar gáfu mér mikið og ekki síður nú þegar ég lít til baka, þá sé ég hvað við áttum vel saman. Ég gleymi ekki gleðinni sem skein úr augum þínum þegar ég birtist óvænt. >u; Það er margt sem kemur upp í huga mér er ég hugsa til þín, t.d. öll jólin í Bauganesinu þar sem öll fjölskyldan var saman komin. Mig langar til að kveðja þig með bæninni sem við sögðum saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Minninguna um þig mun ég geyma í hjarta mínu um alla fram-^ tíð. Ástarþakkir fyrir allt. Þín María Árdís. Okkur langar til að minnast ágætrar konu sem dó hinn 3. okt. sl. Hún hét María Stefánsdóttir og bjó á Droplaugarstöðum. Það var ljúft að koma í heim- sókn til hennar, þau árin sem hún var inni í Skerjafirði. Ætíð kom María til dyranna þar, eins og hún var klædd. Þar voru notalegheitin í fyrirrámi og þar gat verið glens og gaman hjá þessari dugnaðar- konu á heimilinu því og það var fallegt heimili. Það var ákveðin r' kona sem alltaf var að. Snyrti- mennskan var í sérflokki. Fjóla, konan mín, kynntist henni fyrir 19 áram þegar við giftum okkur og líkaði þeim vel hvorri við aðra. Hund einn eigum við hjónin sem hændist að henni er hún kom í heimsókn með öðram. Hver þekkir hinn leynda tilgang hinar órannsakanlegu leiðir sköpunarinn- ar? .. Við rýnum í rúnir hennar eins og h'til fávís böm sem hafa ekki enn iært að stafa. (Gunnar Dal.) Við vottum syni hennar og tengdadóttur samúð okkar. Kristinn og Fjóla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Smiðjugötu 13, (safirði, lést á Sjúkrahúsi (safjarðar mánudaginn 19. október. _______ Útförin fer fram frá (safjarðarkirkju laugardaginn 24. október kl. 16.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kvenfélag (safjarðarkirkju. Sveinn Árni Guðbjartsson, Benedikt Einar Guðbjartsson, Jón Kristinn Guðbjartsson, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanleg eiginkona mín og móðir okkar, JÓNÍNA ÞÓREY BJÖRNSDÓTTIR, Álfheimum 60, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Halldór Sigurgeirsson, Björn Halidórsson, Sigurgeir Halldórsson, Áslaug Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.