Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 4 f* es Jóhannesson, og fækkar nú enn þar sem við riú kveðjum Jóhannes í hinsta sinn. í list sinni var Jóhannes fastheldinn á fornar dyggðir og eng- an hef ég vitað gleggri á málaralist miðalda, en hann hafði lítinn áhuga á persónusögu að hætti listfræðinga. Mest dáði hann Feneyjamálarana, einkum þá Titsian og Tintoretto. Einkenni þessara málara er safi og næstum glóð í litnum, djörfung og frjálsræði meir en áður hafði þekkst, tónninn titrandi eins og leik- ið sé á G-streng en engin orð fá líst þessu svo gagn sé að. Þessir menn lögðu reyndar grunninn að því mál- verki sem iðkað er á hinum betri bæjum. Segja má með sanni að jafn ólíkir málarar og Kristján og Jó- hannes séu Feneyingar að lang- feðgatali, síbreytileiki af sömu rót, vestræn menningarþróun. Jóhannes fékk góðan skóla í Bar- nes Foundation í Fíladelfíu. Hann var góður kennari að upplagi og hefði getað orðið ungum og efnileg- um málurum að miklu liði, en þessi hæfileiki hans lá að mestu ónotaður. Sú saga er sögð af Mozart ungum að það hafi liðið yfir hann við að heyra falskan tón. Hortitlur í málverki leyndust aldrei fyrir Jóhannesi. Þegar við vorum í Flórens, Valtýr Pétursson var sá þriðji, var það hann sem vígði okkur Valtý inn í launhelgar Feneyjamálaranna. Hann gat verið þver, hleypidóma- fullur og beinlínis leiðinlegur. Hann þoldi ekki flórentísku málarana og fannst þeir stirðir, kuldalegir og lit- lausir. Við Valtýr héldum fram tær- um einfaldleika, nánast sakleysi þessara málara og deilan varð stundum áköf. En þvermóðsku sína bætti Jóhannes upp. Maðurinn var ljónskarpur og skyggn á fleira en myndlist, launfyndni hans var við- brugðið, háðfugl var hann án mein- fýsni, smekkmaður á tónlist og bók- menntir og í alla staði góður félagi. Fyrir margt löngu reis upp flóð- bylgja í San Francisco eða þar um slóðir, og lagði yfir löndin með mikl- um boðafóllum. I bylgjunni svöml- uðu mestmegnis miðstéttar ungling- ar, sem saklausir vildu bæta heim- inn. En fljótlega mengaðist þessi sjór og þarf ekki að orðlengja þar um. Um síðir var ekki eftir annað en fúlir pyttir fullir af dópi og ranghug- myndum. Þetta voru hipparnir. Slagorðin enduðu í síbylju: Niður með kerfíð! og þeir lærðu að gera kröfur, vel að merkja til allra nema sjálfra sín. Myndlistin stóð vel til höggsins og féll einna fyrst, síðan hrundu veggir skólakerfisins eins og múrar Jeríkó forðum. En hverjir leituðu um síðir í það kerfi sem þeir ætluðu að kollvarpa og sitja þar rasssárir og límdir við skrifborðs- stóla og engum er verr við breyting- ar en gömlum hippum sem halda enn að þeir séu hið nýjasta nýtt. Sjálfur var ég við kennslu þegar þessi ósköð dundu yfir og senn var kennslan óbærileg. Þó var það nokk- ur léttir þegar gargararnir einn af öðrum hættu að nenna að teikna og mála og sneru sér að ready-made og minimal. Maður var þó alténd laus við þá, en þeir sem enn vildu teikna vildu nú hafa sem minnst fyrir því. Nú fór kjaftavaðall um myndlist að skipta jafn miklu eða meiru en verk- ið sjálft, og kannast víst einhverjir við það. Jóhannes tók niðurlægingu mynd- listarinnar næm sér. Hann lagði hm-ð að stöfum og bjó að sínu. Það hefur orðið uppvíst að í listaskóla þjóðarinnar kannast enginn lengur við nafn hans, hvað þá verkin. Sér- fræðingur, líklega BA, lét eitt sinn þau orð falla að Jóhannes gerði ekk- ert annað en mála skeifur. Þetta var nú myndsýn hans. Sú hirð sem nú hefur náð völdum í heimi myndlist- ar, myndi ekki fínna haus eða sporð á verki eftir hann þótt þau ólíkindi gerðust að það yrði á vegi þeirra. Sem betur fer átti Jóhannes alla tíð kjarngóðan hóp aðdáenda, sem fylgdust með honum og eignaðist myndir hans. Flestir þeir sem glöggir eru á myndlist eru brot af listamanni sjálfír. Þegar það sem ungt er deyr, er sorgin nær óbærileg. Þegar við sem erum við aldur deyjum víkur sorgin smásaman fyrir söknuði og söknuð- ur fyrir góðum minningum. Stóll Jó- hannesar er auður, það tekur enginn sæti hans. Nafn hans og verk hans munu lifa meðan menning er uppi á íslandi. Kjartan Guðjónsson. Jóhannes Jóhannesson listmálari er látinn í Reykjavík nú að áliðnu hausti. Hann hafði lært silfursmíði áður en hann fór í málaranám og hafði af því atvinnu síðar. Jóhannes stundaði nám m.a. við Barnes Foundation í Philadelphiu. Barnes, stofnandinn, var þá enn á dögum. Hann var auðmaður slíkur að hann keypti Matisse í metravís og annað var eftir því. Myndum ákvað hann sjálfur stað, ekki mátti við þeim róta, þarna skyldu þær hanga til ei- lffðarnóns. Ekíd mátti heldur lána út myndir og gestir voru litnir hom- auga, jafnvel beðnir um að koma sem sjaldnast. Tók áratugi að greiða úr öllum þessum flækjum sem bundnar voru í erfðaskrá. Því er þetta rifjað upp að Jóhannes setti síðar upp ótal sýningar bæði heima og erlendis, og má hafa verið lær- dómsríkt að kynnast svo sérstæðum viðhorfum. Vestan við Alþingishúsið var Listamannaskálinn og í þeirra eigu. Fjallajeppar þingmanna bíða þar nú. Jóhannes sýndi þarna á septem- bersýningunni 1947 og var einn þeirra abstraktmálara sem lengi sýndu saman. Verk hans báru rik höfundareinkenni, sterk og karl- mannleg. Nú eiga listamenn engan skála. Samt verður Reykjavík ein menningarborga Evrópu um alda- mót. Og vinnur vísast 5-0. Jóhannes var stór maður vexti, stæðilegur, foldgnár, hæglátur og með yfirskegg. Svo var pípan sjald- an langt undan. Skýjabólstrar svifu yfir höfðum okkar hinna og myndir rötuðu upp á vegg með léttum leik, þótt einhugur legði ekki málarana beinlínis í einelti á samsýningum. í mars hengdi hann upp sýningu mína og var það auðsótt. Álfheiður, kona hans, var þá skömmu látin. Var sem helft hans væri hoi’fin, þótt lítið væri rætt. Genginn er gegn málari, sem vel vann sínum félögum. Ég þakka góð kynni og sendi fólki hans samúðar- kveðjur. Einar Þorláksson. Ég kynntist Jóhannesi Jóhann- essyni þegar ég hóf sumarstarf á Listasafni íslands árið 1978. Þá grunaði mig ekki, ung og óreynd, að kynni okkar ættu eftir að verða svo náin sem síðar varð. Jóhannes sá um uppsetningar á flestum sýningum safnsins og þar kom fram hans óvenju næma og glögga auga fyrir myndlist og ekki síður hönnun. Er ég lít yfir þau nær tuttugu ár sem síðan eru liðin tel ég það hafa verið mér ómetanlegt veganesti síð- ar í starfi mínu að hafa einmitt kynnst Jóhannesi á þessum tíma. Ég lærði stöðugt af því að vinna með honum, að heyra hann tala um myndlist og fræðast um mjmdlistar- menn, sem hann þekkti eða hafði kynnst á lífsleiðinni. Hann var haf- sjór af fróðleik og óspar á að miðla honum. Jóhannes hafði mjög af- dráttarlausar skoðanir á myndlist sem mörgum líkaði afar illa. Við vor- um auðvitað alls ekki alltaf sammála en þrátt fyrir það bar aldrei skugga á vináttu okkar. Jóhannes trúði á köllun sína og vissi hve máttur myndlistarinnar er mikill. Hann var sjálfur sterkur og vandaður listamaður sem náði langt á sinni braut. En hann var lítt fyrir að trana sér fram og í raun held ég að fáir hafi þekkt hann vel. Hann var afar hlýr maður, tryggur með afbrigðum en fastur fyrir. Hann var vel lesinn og honum var annt um allt sem snerti velferð okkar sem þjóð- ar, því að hann var mannvinur og mikill íslendingur. En ekki síst var hann hrókur alls fagnaðar á góðum stundum og það var unun að heyra hann segja frá. Það var Jóhannesj mikill harmur er eiginkona hans, Álfheiður Kjart- ansdóttir, féll frá á síðasta ári. Það var ætíð einstakt að hitta þau og finna þann mikla kærleik sem þau báru hvort til annars, og upplifa þá virðingu og vináttu sem ríkti milli þeirra. Ég hef misst góðan vin sem mér þótti afar vænt um og mat mikils ekki einungis sem listamann heldur sem einstakling. Hann var vinur sem ætíð reyndist mér ráðhollur og góðm-. En það eru böm hans sem hafa misst mest því að Jóhannes var ekki síst einstakur faðir sem bar hag þeirra og velferð stöðugt fyrir brjósti. Bera Nordal. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LISE HEIÐARSSON, Hlíðarlundi 2, Akureyri, lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn aðfaranótt 20. október sl. Stefán Jón Heíðarsson, Lóa Stefánsdóttir, Leó Sigurðsson, Kim Stefánsson, Líf Sigurðardóttir, Sigurður Þengilsson, Sigurður Sigurðsson. t Móðir mín og amma okkar, HALLDÓRA ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR netagerðarmaður, Flókagötu 3, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morg- un, fimmtudaginn 22. október kl. 15.00. Guðrún Jóna Jónmundsdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson, Sigrún Hringsdóttir, Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir, Torfi Aðalsteinsson, Þórólfur Aðalsteinsson, Jónmundur Aðalsteinsson, Trausti Aðalsteinsson, Dóra Aðalsteinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson. Lokað Vegna útfararfrú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR, forsetafrúar, verður skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lánasjóðs sveitarfélaga og Bjargráðasjóðs lokuð í dag, miðviku- daginn 21. október, til kl. 13.00. Samband íslenskra sveitarfélaga, Lánasjóður sveitarfélaga, Bjargráðasjóður. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi ODDUR ODDSSON, Tangagötu 15a, ísafirði, lést sunnudaginn 18. október. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Árnadóttir Árný H. Oddsdóttir, Kristján Friðbjörnsson, Sigurður Oddsson, Hrefna H. Hagalín, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLGRÍMS V. H. KRISTMUNDSSONAR, Hólabraut 14, Skagaströnd. Jóhanna Hallgrímsdóttir, Jakob Skúlason, Sævar Hallgrimsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Axel Hallgrímsson, Herborg Þorláksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hjálp við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVERRIS BREIÐFJÖRÐS GUÐMUNDSSONAR, Brunnum 25, Patreksfirði. Einnig sérstakar þakkir til allra þeirra, sem veittu honum styrk í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Ásta S. Gisladóttir, Guðmundur Lúther Sverrisson, Sigurborg Sverrisdóttir, Ragnar Már Pétursson, Heiður Þ. Sverrisdóttir, Gísli Hafsteinsson, Gísli Einar Sverrisson, Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir og barnabörn. Þeim sem vildu minnast hans er bent á jjjjjjj[ Hjartavernd. Svanlaug Jóhannsdóttir, Elfa Eyþórsdóttir, Jóhann Loftsson, Þórey Eyþórsdóttir, Gunnar V. Jónsson, Bryndís Elfa, Eva Björg, Hildur, Svanlaug, Birkir og Harpa. Lokað Vegna útfarar forsetafrúarinnar, GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞOR- BERGSDÓTTUR, verða stofnanir samgönguráðuneytisins lokaðar í dag, miðvikudaginn 21. október til kl. 13.00 sem hér segir: Aðalskrifstofa Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli, Skrifstofur Ferðamálaráðs í Reykjavík og á Akureyri, Skrifstofur Vegagerðarinnar, Póst- og fjarskiptastofnun, Aðalskrifstofa Siglingastofnunar fslands og umdæmisskrifstofur. >4 Lokað Skrifstofan verður lokuð í dag frá kl. 9.00—14.00 vegna útfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR. Óðal fasteignasala, Suðurlandsbraut 46. !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.