Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 42

Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 42
1*42 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, MARÍU STEFÁNSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Bauganesi 38, Reykjavík. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til hjúkrunarfólks á 3. hæð Droplaugarstaða. Stefán Árnason, Ólöf Ágústsdóttir, Ásta Gísladóttir, Valur Helgason, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Gunnar A. Sverrisson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Við þökkum auðsýndan hlýhug og samúð vegna andláts ÞORGRÍMS STARRA BJÖRGVINSSONAR bónda í Garði, Mývatnssveit. Börn, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JENNÝJAR DAGBJARTAR JÓRAMSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Garðvangi fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Ragnarsdóttir, Skúli Eyjólfsson, Guðný S. Ragnarsdóttir, Þorbjörn Kjærbo, Geirmundur Kristinsson, Stefanía Vallý Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna útfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR verða eftirtaldar stofnanir umhverfisráðuneytisins lokaðar til kl. 13.00 ídag: Brunamálastofnun ríkisins, Hollustuvernd ríkisins, Landmælingar íslands, Náttúrufræðistofnun íslands, Náttúruvemd ríkisins, Skipulagsstofnun, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Veðurstofa Islands, Veiðistjóraembættið. Umhverfisráðuneytið. Lokað Skrifstofur Lögreglustjóraembættisins í Reykjavík verða lokaðar fyrir hádegi og til kl. 13.00 í dag, miðvikudaginn 21. október, vegna útfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Georg Kr. Lárusson, settur. Lokað Vegna jarðarfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGS- DÓTTUR verður skrifstofa Almannavarna ríkisins lokuð í dag til kl. 13.00. Varðandi áríðandi tilkynninga er bent á vaktsíma 551 1150. Aimannavarnir ríkisins. Lokað Skrifstofa Félags fasteignasala og fasteignasölur í félaginu eru lokaðar til kl. 13.00 í dag vegna útfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR forsetafrúar. Félag fasteignasala. EIRÍKUR HALLDÓR EIRÍKSSON + Eiríkur Halldór Eiríksson fæddist í Reykjavík 9. september 1932. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 12. október 1998. Foreldrar hans voru Eiríkur K. Jónsson málari, f. 1.2. 1900, d. 20.8. 1985, og Jenný P. Friðriksdóttir, f. 9.6. 1906, d. 6.9. 1971. Systkini Hall- dórs eru: 1) Ingi- björg, f. 14.9.1925. 2) Helga, f. 17.9. 1926. 3) Jón, f. 28.8. 1927. 4) Halldór, f. 13.5. 1929, d. 9.5 1933. 5) Magdalena, f. 9.1. 1934. 6) Jenný Mar- ía, f. 14.9. 1941, d. 5.3. 1990. 7) Val- gerður, f. 28.9. 1943. Halldór var mál- ari að mennt og starfaði lengst af á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Borgarspít- alanum. Útfór Halldórs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hún var stutt, lokabaráttan hjá honum Dóra okkar. Að vissu leyti þakkarvert, en samt voru svo mörg ósögð orð um væntumþykju, hlýhug og þakklæti okkai- til þessa manns sem var okkur svo góður vinur og frændi. Þó honum hafi ekki orðið barna auðið „átti“ hann okkur frændsystk- inin. Þegar þau eldri uxu úr grasi tók við ný kynslóð og eru börnin ófá sem slitu barnsskónum í fanginu á Dóra frænda, eða hönd í hönd á könnunarleiðöngrum um gróðurinn í garðinum á Gnoðó. Það var farið niður á tjörn, út á flugvöli, niður á höfn, upp að Elliðavatni og ekki síst í kirkjugarðana að hlúa að, eða bara heimsækja leiði ástvinanna sem þeir bræðurnir Dóri og Nonni hlúðu svo vel að af natni og alúð og þurfti ekki hátíðar til. Hann virti þá látnu sem og þá er lifa og minningarperlur frá lífinu á Gnoðarvogi 52 þar sem sam- hent fjölskyldan, bræður og systur, býr á öllum fjórum hæðum hússins í vináttu og samlyndi, eru ekki síst frá jólaundirbúningnum. Dóri keypti ætíð fangið fullt af fallegu skrauti og greni og hann og frænkurnar sam- einuðust um að skreyta greinar og kransa sem bræðurnir Nonni og Dóri útbjuggu með lugtum og fóru árrisulir með á leiði ástvinanna, síð- an var farið tvisvar á dag yfir hátíð- arnar og gætt að því að ljósin log- uðu. Litlu jólunum hjá Dóra gleymir enginn, þar fengu börnin að njóta sín. Viku fyrir jól þegar biðin eftir jólunum var hve erfiðust hóaði Dóri í barnahópinn tilbúinn með tré og skraut og fengu litlu hendurnar frelsi og sköpunargleðin að njóta sín um alla stofuna. Þá var sungið og leikið og allir fengu gjafir. Afmælið hans Dóra var einnig barnanna, þau voru aðalgestirnir og voru leyst út með afmælispökkum. Það var með þá eins og jólapakkana frá Dóra, hann hafði þetta einstaka lag á að sjá inn í barnssálina og vita ná- kvæmlega hver óskin var hverju sinni. Hann var jólakarl og barna- karl, glettinn og hlýr, og það var auðvelt að þykja vænt um hann. Hann var heimakær og hógvær, naut sín best við iðn sína og áhuga- mál, að mála. Hann var mjög list- rænn og listaverkin hans eru mál- verk, listmálaðir veggir, húsgögn, rósamálaðir kistlar og aðrir fallegir munir. Það var aðdáunarvert að sjá natnina, traustið og þolinmæðina, sem hann sýndi börnunum sem Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 fengu að sitja hjá og „vera með“ við listsköpunina og njóta sín við at- hyglina sem hann gaf þeim. Það verður tómlegt í Gnoðarvogi 52 án Dóra og mikill missir Nonna bróður hans sem missir þama ævi- langan vin og félaga. Þeir unnu sam- an alla tíð, bjuggu í sama húsi og fóru árrisulir í bíltúr saman og sátu saman heimakærir á síðkvöldunum við kertaljós og súkkulaði í desert eftir að hafa eldað saman. Við hugs- um til Dóra með kærleika og hlýhug, þakklát fyrir samveruna og fyrir það sem hann kenndi okkur. Við vitum að hann er umvafinn ástvinum og kærleika í Guðsljósinu. Blessuð sé minnig þessa ástkæra frænda okkar. Fyrir hönd barnanna, sem þótti svo vænt um hann, þín frænka, Kristín (Kiddý). Jæja Tanja mín, nú er hann Dóri stóri dáinn og kominn til Guðs, nú er honum hvergi illt, nú er sko gaman hjá litlu börnunum hjá Guði. Með þessum orðum á eins lifandi máta og ég gat reyndi ég að tilkynna 6 ára barni að uppáhalds frændinn hennar væri látinn. Svarið var einlægt; ,já, nú er sko gaman hjá þeim, hann gefur þeim nammi og þau eru að teikna með honum og svoleiðis. Er hann orðinn að engli?“ En kvöldinu áður hafði hún tekið út grátinn þegar hún vissi hvað framundan var. Nú er hún búin að teikna mynd af þér þar sem þú liggur sofandi í rúmi, síðan koma örvar upp þar sem hún teiknar þig standandi brosandi. Að lokum kemur ör sem vísar á þig orðinn að brosandi engli með vængi og geislabaug. Hún var svo oft uppi hjá þér og fékk að teikna og nota vatnslitina þína. Mig langar að minnast á nokkur atriði sem lýsa þér svo vel, Dóri minn, og munu lifa áfram í minningu minni og barnanna um þig. Glettni, hæglæti, ótæmandi þolinmæði, gagnvart stórum sem smáum í fjölskyldunni. Hversu vel þú hugsaðir um þá sem látnir eru í fjölskyldunni með umönnun leiðanna í kirkjugarðinum. Þeir eru sjálfsagt ekki margir sem aldrei hafa eignast börn en eiga þau samt fleiri en margur annar og það á aldrinum 5 ára til 48. Því þú áttir okkur öll systkinabörnin og systkinabarnabörnin. Þau sem voru farin að tala spurðu: má ég fara upp til Dóra stóra? um leið og komið var inn í húsið, önnur bentu og vildu fara upp stigann. En ég átti því láni að Sérfræðingar í blómaskreytingum við (»11 tækifæri 1 blómaverkstæði 1 | HlNNA 1 Skólavörðustíg 12. á horni Bergstaílastrætis. sími 551 9090 fagna að alast upp í því sérstaka fjölskylduhúsi sem Gnoðarvogur 52 er, innan um þig og allt það fólk sem þar bjó og býr þótt fækkað hafi í hópnum með árunum. Þar lærði ég hvað samheldni og góð fjölskyldubönd eru. Hversu oft var það ekki sem ég vildi geta gert þér einhvern greiða, eins reiðubúinn til hjálpar og þú varst ef eitthvað þurfti að gera. Um jólin varstu vanur að halda litlu jólin, þar sem nokkrum dögum fyrir jól kallaðir þú saman minnstu börnin í fjölskyldunni og þau hjálpuðu þér við að skreyta. Það voru jólaseríur í öllum gluggum, allt skreytt hátt og lágt og jólatréð yfirskreytt á mismunandi stöðum eftir stærð barnanna hverju sinni og þú tókst allt upp á myndbandstökuvélina þína. Jólasveinn kom með pakka og nammi var í öllum skálum. Alltaf var mest spennandi að taka upp jólagjöfina frá Dóra frænda og var vissara að hafa keypt auka rafhlöðm- því iðulega var í pakkanum eitthvað sem annaðhvort hreyfðist eða heyrðist í. Alltaf var stutt í glettnina og gleymi ég aldrei þegar ég og Keli frændi vorum með indíána- og kúrekaæðið sem böm og þú sagðir á þá leið að Jenný amma hefði lent í indíánum og þeir tekið af henni höfuðleðrið. Svo tókstu í nokkur hár á kollunni á ömmu og hún lyftist aðeins frá! Þú varst svo duglegur að hugsa um garðinn og blómin. Ekki grunaði mig þegar við voram að dútla í garðinum í sumar að það yrði síðasta sumarið þitt þar, tveim mánuðum síðai- varstu allur, en ég veit að þú verður þar með okkur í anda áfram. Ég gekk út í garð um daginn með Tönju, haustlaufin að falla, litir blómanna horfnir og fylltist tómleikatilfinningu. Alltaf skal garðurinn minna mig á þig og næsta sumar þegar lífið verður komið í hann aftur, skal ég vera dugleg að hjálpa Unni og pabba að hugsa um hann. Þú áttir einungis ár eftir í að komast á eftirlaunin og við höfðum verið að hugsa hvað það væri margt sem þú gætir þá verið að dunda við. Þú varst alltaf að mála, þessar yndislegu vatnslitamyndir, ásamt svo mörgu öðru og hvað það væri gott að þið pabbi hefðuð félagsskap hvort annars. Það eru sjálfsagt fáir bræður sem alla tíð hafa unnið saman, búið undir sama þaki og verið bestu vinir eins og þið pabbi. Nú síðustu árin og eftir að pabbi fór á eftirlaun var hann alltaf tilbúinn með matinn þegar þú komst heim, þið sátuð saman fram á kvöld þar til þú fórst upp tO þín að sofa. En hvað okkur systkinunum þótti vænt um að vita af nærveru þinni þar. Þið voruð svo góðir við hvor annan á ykkar lokaða en einlæga máta. En kærleikann sá ég í allri sinni mynd þegar ég var með pabba uppá spítala en hann fór til þín tvisvar á dag eins veikur og hann er í fótunum, að hughreysta þig, væta varirnar þínar og strjúka svitann af kollinum þínum. Sjúki-ahúslega þín var stutt, aðeins rúmur mánuður og áttum við ekki von á öðru en að þú kæmir heim aftur. Síðan var ljóst hversu alvarleg veikindi þín voru og við látin vita. Við reyndum að láta á engu bera og hvöttum þig til bata og um tíma var von á að þú fengir að koma heim þó svo að við vissum að það yrði ekki í langan tíma. En það fór á annan veg og viku seinna varstu látinn. Ég er Guði þakklát fyrir að hafa náð að vera hjá þér, Dóri minn, á stundinni miklu, það skipti mig svo miklu máli. Ég bið algóðan Guð að gefa pabba mínum styrk, systrunum, Unni, okkur öllum hinum börnunum og Skúla besta vini þínum. Nonni og Tanja senda þér saknaðarkveðjur. Takk fyrir allt, besti frændi. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér. vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Þín frænka, Sigurdís (Dísa). Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Elsku besti frændi minn, nú ert þú farinn frá mér, þú sem varst mér svo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.