Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 46

Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLYSINGA Nvtækí&erí -nýstöcf! -SffiRESFÓLK Ó5KAST- Vegna fjölgunar verslana og aukinna umsvifa, viljum við gjarnan ráða fleiri starfsmenn. Um er að ræða margvísleg störf við áfyllingar og önnur tilfallandi verslunarstörf, sem kalla á ábyrgð, ótvíræðan dugnað, jákvætt viðmót og reglusemi. Vaktavinna, dagvinna, kvöldvinna. Við leitum að: Duglegu, reyklausu og lífsglöðu fólki á aldrinum 18-26 ára. Við bjóðum: Góðan og kraftmikinn starfsanda og góð laun fyrir gott fólk. Þeir sem áhuga hafa, eru vinsamlega beðnir að koma til viðtals í dag, miðvikudag, kl. 16-18 og á morgun, fimmtudag kl. 14-15, á skrifstofur 10-11, að Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin). Athugið, fyrirspurnum er ekki svarað í síma, en þeim gjarnan svarað í ofangreindum viðtölum. Farið verður með allar upplýsingar sem algjört trúnaðarmál. 10-11 er ungt og framsækið fyrirtæki í örum vexti. Það rekur nú 11 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og mun þeim fjölga enn á næstunni. Velgengni sína þakkar fyrirtækið m.a. starfsfólki sínu. Áhersla er því ætíð lögð á, að gott fólk veljist til starfa. Laus staða héraðsdýralæknis Staða héraðsdýralæknis í Austur-Húnaþings- umdæmi ertímabundið laustil umsóknarfrá 1. nóvember nk. til 31. október 1999. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, fyrir 1. nóvem- ber 1998. Landbúnaðarráðuneytið, 20. október 1998. Skrifstofustarf Vanur skrifstofumaður óskast. Þekking á bók- haldi nauðsynleg. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir þriðjudaginn 27. okt., merktar: „Bókhald á hreinu - 2525". Veiðarfæragerð Starfsfólk óskast á netaverkstæði Hampiðjunn- ar hf. við Grandagarð 16. Unnið er á tvískiptum vöktum virka daga vikunnar ásamt tilfallandi yfirvinnu. Nánari upplýsingar veittar á staðnum. Hampiðjan hf. Rakarastofa Gríms Grímsbæ óskar eftir hársnyrti til starfa. Um er að ræða 50-100% starf. Upplýsingar veitir Grímur í símum vs. 553 1222 og hs. 568 9127. Lektor í bókasafns- og upplýsingafræði Við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar starf lektors í bókasafns- og upp- lýsingafræði. Meðal þeirra greina sem gert er ráð fyrir að lektornum verði falið að kenna eru skráning og flokkun, auk annarra greina í samræmi við fyrirhugaða endurskoðun á námi í bókasafns- og upplýsingafræði. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, ritsmíðarog rann- sóknir, svo og vottorð um námsferil og störf. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísinda- legum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rann- sóknum sem lýst er í ritverkunum. Ef um er að ræða mikinn fjölda ritverka er æskilegt að innsending af hálfu umsækjanda og mat dóm- nefndartakmarkist við 5—10 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið. Enn- fremur er óskað eftir greinargerð um þær rann- sóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið. Loks er ætl- ast til þess að umsækjandi láti fylgja með um- sagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá og með 1. janúar 1999 enda verði störfum dóm- nefndar þá lokið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra og raðast starf lektors í launaramma B samkvæmtfor- sendum röðunar starfa í samkomulagi aðlög- unarnefndar. Umsóknarfresturertil 18. nóv- ember nk. og skal skriflegum umsóknum skilað í þríriti til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Um veitingu starfsins gilda ákvæði 1,—4. mgr. 11.gr. laga um Háskóla íslands en nánar er fjallað um meðferð máls í reglum nr. 366/1997 um veitingu starfa háskólakennara. Öllum um- sóknum verður svarað og umsækjendum síðan greintfrá því hvernig starfinu hafi verið ráð- stafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Nánari upplýsingar gefa Ágústa Pálsdóttir, skorarformaður í bókasafns- og upplýsinga- fræði, sími 525 4507, tölvupóstfang agustap@- hi.is, og Sigrún Valgarðsdóttir, deildarstjóri á starfsmannasviði, sími 525 4577, tölvupóst- fang sigvalg@hi.is. ^ Krabbameinsfélagið Forritari Leitarstöð Krabbameinsfélagsins leitar eftir forritara til starfa. Leitarstöðin notar Adabas-gagnagrunn og öll forritun er í Natural. Unnið er í UNIX-umhverfi. Dagleg vinna felst í viðhaldi á núverandi kerf- um, greiningu á þörfum fyrir ný kerfi og smíði þeirra. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun eða reynslu af gagnagrunnsforritun en önnur forritunarreynsla kann að vera nægjanleg. Starfið getur verið 75 til 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf strax. Góð laun í boði. Skriflegar umsóknir, merktar: „Forritari", send- ist til Krabbameinsfélags íslands, pósthólf 5420, 125 Reykjavík. Upplýsingar um starfið veitir Rakel Kristjáns- dóttir í síma 562 1414.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.