Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 53
I DAG
Árnað heilla
STJÖRJVUSI'Á
O A ÁRA afmæli. í dag,
OU miðvikudaginn 21.
október, verðui- áttræður
Þórhallur Halldórsson frá
Arngerðareyri, Espigerði
4, Reykjavík. Hann og eig-
inkona hans, Sigrún Sturlu-
dóttir, taka á móti ættingj-
um og vinum laugardaginn
24. október kl. 15-18 í húsi
IOGT, Stangarhyl 4.
BRIDS
Uinsjón Ciii0iiiiiniliii'
l'áll Arnarsun
MAGNÚS Eiður Magnússon
varð Islandsmeistari í ein-
menningi um síðustu helgi,
og er það í þriðja sinn sem
hann hampar titlinum frá því
að keppni hófst aftur í þess-
ari grein árið 1992. Hver er
galdurinn? gætu menn spurt.
Auðvitað kemur margt til, en
það er einkennandi fyrir
Magnús að hann reynir ekki
að hafa vit fyrir makker sín-
um með þvi að taka ótíma-
bærar ákvarðanir í sögnum.
Hér er gott dæmi um það frá
lokaspretti mótsins nú um
helgina:
Norður gefur; enginn á
hættu.
Vestur
♦ Á10862
VD93
♦ 1082
*D8
Norður
* KG943
V 8
* KG3
* K1092
Austur
* D7
V K10654
* D964
* 53
Suður
45
VÁG72
* Á75
* ÁG764
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði Pass 2 lauf
Pass 3 ]auf Pass 3 tígiai*
Pass 4tíglar Pass 61auf
Pass Pass Pass
Magnús var í suður, en fé-
lagi hans í norður var KrisL
inn Kristinsson. I andstöð-
unni í sæti vesturs var Erla
Sigurjónsdóttir, sem var í
fyrsta sæti á þessum tíma-
punkti, en Magnús í öðru.
Hér var þvi um mikiivæga
setu að ræða.
Þeir spilarar eru til sem
hefðu stökkið í þrjú grönd
strax við opnun makkers á
spaða. Og flestir hefðu ekki
staðist mátið að segja gröndin
þrjú eftir hækkun makkers á
tveimur laufum í þrjú. En
Magnús hélt áfram að kanna
spilið með þremur tiglum og
þá varð slemma ekki umflúin.
En opnun norðurs er veik
Og slemman í lélegri kantin-
um, þvi bæði vantar ás og
drottninguna fjórðu í trompi,
auk þess sem eitt og annað
þarf að gera. En ef „nefið“ er
gott, þarf ekki að hafa
áhyggjur af sh'kum smáatrið-
um. Erla kom út með hjarta.
Magnús drap kóng austurs og
spilaði sti-ax spaða. Ef Erla
hefði lokað augunum og látið
lítinn spaða fumlaust, er
aldrei að vita hvemig spilið
hefði farið, en hún drap skilj-
anlega á ásinn og spilaði aftur
spaða í þeirri von að makker
gæti trompað. Magnús lét níu
blinds og trompaði drottning-
una. Síðan tók hann laufás og
spilaði meira iaufi að blindum.
Þegar drottningin kom, var
hægt að leggja upp.
n/A ÁRA afmæli. í dag,
I U miðvikudaginn 21.
október, verður sjötugur
Viggó Einarsson, fyrrver-
andi deildarsljóri hjá Flug-
leiðum, Hvassaleiti 14,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Sigurbjörg Hjálmars-
dóttir. Þau hjón munu
gleðjast með fjölskyldu
sinni í tilefni dagsins.
ÁRA afmæli. í dag,
miðvikudaginn 21.
október, verður sjötugur
Kristinn Breiðfjörð Eiríks-
son, kaupmaður og pípu-
lagningamaður, Fremri-
stekk 11, Reykjavík. Hann
býður, ásamt eiginkonu
sinni, Sigurlaugu Sigur-
finnsdóttur, til afmælis-
veislu í Safnaðai’heimili
Breiðholtskirkju, laugardag-
inn 24. október kl. 16-19. Þau
vonast til að sjá sem flesta.
Ljósm.st. Mynd, Hafnarfírði.
BRÚÐKAUP Gefin voni
saman 29. ágúst í Grindavík-
urkirkju af sr. Pálma Matth-
íassyni Þorbjörg Eðvarðs-
dóttir og Jakob G. Jakobs-
son. Heimili þeirra er að
Sólvöllum 2, Grindavík.
f7 A ÁRA afmæli. í dag,
I U miðvikudaginn 21.
október, verður sjötug Guð-
rún Halldórsdóttir, Há-
bergi 14, Reykjavík. Eigin-
maður hennar var Steinþór
Carl Ólafsson, fyrrv. stöðv-
arstjóri Pósts og síma á
Skagaströnd og starfsmað-
ur Pósts og síma í Reykja-
vfk. Hann lést í september
1985. Guðrún verður að
heiman á afmælisdaginn.
pf A ÁRA afmæli. í dag,
t) U miðvikudaginn 21.
október, verður fimmtugur
Guðmundur Sigurjónsson
málarameistari, Sjávar-
grund 13b, Garðabæ. Eig-
inkona hans er Ragnhildur
Jóhannsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur.
K A ÁRA afmæli. í dag,
Ovl miðvikudaginn 21.
október, verður fímmtugur
Sigurður Pálsson pípulagn-
ingameistari, Fannafold 20,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Hanna M. Baldvinsdótt-
ir. Þau hjónin taka á móti
gestum laugardaginn 24.
október í Brautarholti 20,
(Norðurljós) milli kl. 15-18.
Með morgunkaffinu
HAFRAGRAUTS-vanilluís?
Gengurðu nú ekki aðeins of
langt í að hafa trefjaríkan
mat?
eftir Franees Drake
YOG
Afmælisbai-n dagsins: Þú
ert nákvæmur og vandvirk-
ur í öllu sem þú tekur þér
fyrir hendur. Efastu ekki
um eigið ágæti.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Leiðindamál leysist af sjálfu
sér þegar nýjar staðreyndii'
koma fram í dagsljósið. Þá
muntu sjá að betra er að
menn vinni saman en eigi í
átökum.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Þér hefur vegnað vel og
horfir nú horfir björtum
augum fram á veginn.
Gleymdu þó ekki að vera til
staðar og aðstoða vini þína
sem á því þurfa að halda.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 'A A
Þú hefur ástæðu til að fylgj-
ast vel með einhverjum sem
er tortrygginn í þinn garð.
Mundu að litlum neista get-
ur fylgt mikið bál.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Taktu þátt í því sem er að
gerast í kringum þig og
reyndu að njóta útiveru af
íremsta megni. Þú mátt vera
stoltur af verkum þínum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) iNW
Þú ert að uppgötva eitthvað
sem gefur þér heilmikið
andlega séð. Þú þarft að
uppræta þær venjur sem
hindra þig í að ná árangri.
><&
Meyja
(23. ágúst - 22. september) I
Þú vilt gera lítilsháttar
breytingar heima fyinr en
skalt ekki hefja þær fyrr en
þú hefur tekið allt inn í
dæmið. Þetta er flóknara en
þú áttir von á.
Vog rrx
(23. sept. - 22. október) líi'A)
Þú vilt hafa hlutina í röð og
reglu en skalt varast það að
ganga of langt í þeim efnum.
Taktu því rólega og komdu
jafnvægi á sjálfan þig.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Vertu ekki niðurdreginn þótt
þú sjáii' eftii' orðum þínum.
Fólk er fljótt að fyrirgefa ef
það er beðið afsökunar.
Dragðu það ekki á langinn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Þú sérð ekki fram úr augum
vegna anna og þarft að kom-
ast frá í smátíma. Einn dag-
ur úti í náttúrunni gæti ver-
ið nóg til að byggja þig upp.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Ástvinir þínir eru ávallt til-
búnir til að styðja þig. Leit-
aðu til þeirra nú og þú munt
fá aðra og betri sýn á lífið og
tilveruna.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Taktu málin í þínar hendur
og rannsakaðu þau ofan í
kjölinn. Notaðu svo eigin
dómgreind og íylgdu þínu
hjarta er taka þarf ákvörðun.
Fiskar
•»*<
(19. febrúar - 20. mai's)
Gættu þess að lofa engu
nema þú ætlir þér að standa
við það. Þú býrð yfir þolin-
mæði og þrautseigju sem
kemur sér vel núna.
Stjörnuspána & að lesa sem
dægradvöl. Spárafþessu tagi eru
ekld byggðar á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
Sævar sigrar
á haustmóti TR
SKAK
Taflfélag Reykjavfk-
ur, 27.9. til 21.10.
HAUSTMÓT TAFLFÉLAGS
REYKJAVÍKUR
Sævar Bjarnason liefur tryggt sór
sigur fyrir síðustu umferðina á
Haustmóti TR.
NÚ ER ein umferð eftir á Haust-
móti Taflfélags Reykjavíkur. Keppt
er í fjórum riðlum, en keppnin er
það jöfn að í öll-
um riðlum, nema
þeim efsta, geta
úrslitin ráðist í
síðustu umferð-
inni í kvöld.
Reyndar hefur
Sævar Bjarna-
son þegar tryggt
sér efsta sætið í
A-riðli með jafn-
Bjarnason tgflj við Einar
Hjalta Jensson í frestaðri skák
þeirra. Sævar er aldursforsetinn á
mótinu og sigraði fyi'st á haustmót-
inu fyrir 20 árum. Það er ljóst að
ungir og efnilegir kepppinautar
hans geta enn lært heilmikið af
honum. Djúpur stöðuskilningur er
sterkasta hlið Sævars, á því sviði
stendur hann mörgum stórmeistur-
um framar. Honum eru aftur á móti
stundum mislagðar hendur við
tæknilega úrvinnslu og útreikn-
inga.
I tíundu og næstsíðustu umferð
urðu úrslit þessi í A-riðli:
Stefán Kristjánss. - Sævar Bjarnas. 0-1
Kristján Eðvarðss. - Bergst. Einarss. V2-V2
Björn Þorfinnss. - Bragi Þorfinnss. V2-V2
Einar H. Jenss. - Sigurbj. Björnss. 1-0
Jón Á. Halldórss. - Arnar Gunnarss. 1-0
Þorvarður Olafss. - Heimir Ásgeirss. V2-V2
Staðan í A-riðli fyrir síðustu um-
ferðirnar er þannig:
1. Sævar Bjarnason 7Vá+fr.
2. Bergsteinn Einarsson 6V2 v.
3. -4. Bragi Þorfinnsson 6 v.
3.-4. Sigurbjörn Björnsson 6 v.
5. Stefán Kristjánsson 5Ví v.
6. Björn Þorfinnsson 5 v.
7. Einar H. Jensson 4V4+fr.
8. Kristján Eðvarðsson 4 v.
9. -12. Jón Á. Halldórsson 3V4
9.-12. Þorvarður F. Ólafsson SV2
9.-12. Heimir Ásgeirsson SV2
9.-12. Arnar E. Gunnarsson 3‘/2
Keppt er um meistaratitil Taflfé-
lags Reykjavíkur í A-riðli. Sævar er
ekki í TR, en af félagsmönnum TR
eiga einungis Bergsteinn og Stefán
möguleika á að tryggja sér titilinn. í
síðustu umferð tefla saman: <
Sævar Bjarnason - Björn Þorflnnss.
Bergsteinn Einarss. - Einar H. Jenss.
Bragi Þorfinnss. - Kristján Eðvarðss.
Sigurbjöm Björnss. - Jón Á. Halldórss.
Heimir Ásgeirss. - Stefán Kristjánss.
Arnar Gunnarss. - Þorvarður Ólafss.
í B-riðli hefur Guðjón Heiðar
Valgarðsson hálfs vinnings forystu
fyrir síðustu umferð. Efstir í riðlin-
um eru:
1. Guðjón H. Valgarðsson 8 v.
2. Árni H. Kristjánsson 7Í4 v.
3. Amgi'ímur Gunnhallsson 7 v.
4. Sigurður P. Steindórsson 6 v.
5. Bjarni Magnússon 5 v.
6. Jóhann H. Ragnarsson 414 v.
í síðustu umferð teflir Guðjón við
Jóhann H. Ragnarsson og Árni Kri-
stjánsson teflir við Sigurð Pál.
I C-riðli eru þessir efstir:
1. Dagur Arngrímsson 7 v.
2. -3. Hjörtur Þór Daðason 6!4 v.
2.-3. Andri H. Kristinsson 6!4 v.
4.-6. Ólafur Kjartansson 6 v.
4.-6. Guðni Stefán Pétursson 6 v.
4.-6. Sveinn Þór Wilhelmsson 6 v.
Dagur teflir við Svein Þór í síð-
ustu umferðinni.
í D-flokki, opna flokknum, tefla
34 skákmenn og þar eru Guðmund-
ur Kjartansson og Rafn Jónsson
efstir fyrir síðustu umferðina með
8Va vinning. Víðir Petersen og
Magnús G. Jóhannsson eru í 3.-4.
sæti með 7 vinninga. Baráttan um
efsta sætið verður því milli þeirra'
Guðmundar og Rafns.
Ellefta og síðast umferð verður
tefld í kvöld miðvikudaginn 21.
október og hefst kl. 19:30. Mótið er
haldið í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur, Faxafeni 12. Áhorf-
endur eru velkomnir, en eins og sjá
má af stöðunni í riðlunum verður
síðast. umferðin æsispennandi.
Líflegt skákstarf framundan
Það verður nóg um að vera hjá
skákmönnum á næstunni. Þótt ekki
sé litið lengi'a fram í tímann en eina
viku, þá verða ýmsir stórviðburðir í
gangi og einnig mót sem hinn al-
menni skákmaður ætti að hafa
áhuga á að taka þátt í:
Haustmót T.K.: 23.-25.10.
Evrópukeppni taflfél.: 23.-25.10.
Heimsmeistaramót unglinga: 24.10.-7.11.
Atkvöld Hellis: Mánudaginn 26.10
Skákþ. íslands, landsliðsfl.: 27.10.-8.11.
Skákþ. íslands, kvennafl.: 28.10.-11.11.
Meistaramót Hellis: 28.10.-11.11.
Nánari gi-ein verður gerð fyrir
þessum skákviðburðum á næstunni.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
Krínglukast
Blússur frá Steilmann
verð kr. 3.900
áður kr.JMKH)
Buxur frá Steilmann
verð kr. 4.400
áður kr. SJHJfl
Pils frá Lindon
verð kr. 3.900
áður kr. SíflOÖ
Skyrtur frá Lindon
verð kr. 4.900
áður kr. fl<80fl
íþróttagallar frá lceblue
25% afsláttur
verð frá kr. 6.900
Tfskuverslun»Kringlunni 8-12 • Sími 553 3300