Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ármannsfell hf. hefur samið um kauprétt á landi Blikastaða í Mosfellsbæ
Uppbygging á tíu árum
ÁRMANNSFELL hf. hefur gert
samning við eigendur Blikastaða í
Mosfellsbæ um kauprétt á landi
þeirra og auk þess óskað eftir sam-
starfi við Mosfellsbæ um skipulagn-
ingu svæðisins fyrir íbúðarbyggð
og atvinnuhúsnæði. Kaupréttar-
samningurinn er háður þeim fyrir-
vörum af hálfu kaupenda að samn-
ingar takist m.a. við Mosfellsbæ um
þau atriði sem nauðsynleg eru til að
byggð geti risið á landinu.
Miðað er við að svæðið verði
byggt upp í afmörkuðum áfóngum
og er gert ráð fyrir að síðasta
áfanganum verði lokið innan tíu
ára. Umsamið kaupverð fæst ekki
gefið upp.
Eigendur Blikastaða eru hjónin
Helga Magnúsdóttir og Sigsteinn
Pálsson og er stærð íyrirhugaðs
byggingarlands um 150 hektarar
neðan Vesturlandsvegar og liggur
það frá Korpu að byggð í Mosfells-
bæ. Magnús Sigsteinsson, talsmað-
ur eigendanna, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að viðræður væru í
gangi um kaup Armannsfells á
Blikastöðum en hann sagði málið
hins vegar engan veginn vera frá-
gengið og kaupverðið sem rætt hefði
verið um vera algjört trúnaðarmál.
Árið 1991 gerði Reykjavíkurborg
244,9 milljóna króna tilboð í land
Blikastaða, en það var gert með
fyrirvara um að Mosfellsbær félli
frá forkaupsrétti sínum og að
samningar tækjust milli sveitarfé-
laganna um breytt lögsögumörk.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar sam-
þykkti þá að falla frá forkaupsrétt-
inum en hafnaði beiðni Reykjavík-
urborgar um breytingar á lögsögu-
mörkum sveitarfélaganna og því
varð ekkert úr kaupum borgarinn-
ar á landinu.
Innlendir og erlendir
samstarfsaðilar
Af hálfu Armannsfells hefur ver-
ið skipuð sérstök verkefnisstjórn
um Blikastaði og er Eyjólfur
Sveinsson formaður hennar. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að
uppbygging Blikastaðalandsins
yrði á hendi sérstaks félags og auk
Armannsfells og aðstandenda þess
myndu koma að félaginu fleiri aðil-
ar, innlendir og erlendir, bæði á
sviði verktöku og fjármögnunar.
Eyjólfur vildi ekki gefa upp
hvert umsamið kaupverð Blika-
staða væri. Hann sagði að kaup-
réttarsamningurinn sem gerður
hefur verið væri háður fyrirvörum
af hálfu kaupenda en hann væri
bindandi af hálfu seljenda.
„Fyrirvararnir snúast um það að
þeim aðilum sem að málinu koma,
og þar er bæjarfélagið augljós aðili
svo dæmi sé nefnt, lítist vel á verk-
efnið og að við náum samningum
við þá aðila um þau atriði sem
nauðsynleg eru til að þarna geti
orðið blómleg byggð,“ sagði hann.
„Ég á von á því að þeir óvissuþætt-
ir sem þarf að ráða til lykta verði
úr myndinni innan nokkurra
vikna.“
Jóhann Sigurjónsson, bæjar-
stjóri Mosfellsbæjar, sagði að í síð-
ustu viku hefðu stjómendur Ár-
mannsfells kynnt hugmyndir sínar
fyrir forsvarsmönnum bæjarfélags-
ins og málið síðan verið tekið fyrh- á
bæjarráðsfundi síðastliðinn
fimmtudag í framhaldi af erindi frá
félaginu. Þar hefði verið tekið já-
kvætt í að skoða málið og bæjar-
stjóra falinn undirbúningur þess.
Gæta þarf að því að jafnvægi
í bænum raskist ekki
Jóhann sagði að á aðalskipulagi
Mosfellsbæjar væri ráðgerð eitt
þúsund íbúða byggð á Blikastaða-
landinu og auk þess opnum svæðum.
„Eins og málið snýr að okkur er
það þeirra mál að kynna okkur þær
fyrirætlanir sem þeir hafa. Síðan er
það okkar að fara yfir það hvaða
væntingar þeir hafa um uppbygg-
ingu og uppbyggingarhraða og
skoða hvort við getum mætt þeim
kröfum um þjónustu sem við viljum
gera til okkar, þannig að við getum
veitt þeim íbúum þá þjónustu sem
þeir þurfa á að halda og án þess að
það komi þá niður á þjónustu við þá
íbúa sem fyrir eru í bænum. Þetta
er stórmál fyrir okkur og við verð-
um að passa það að þetta raski ekki
jafnvæginu hér í bænum,“ sagði Jó-
hann.
Mosfellsbær hefur forkaupsrétt
að landi Blikastaða en Jóhann
sagði að hann yrði ekki tekinn fyr-
ir hjá bæjarstjórninni fyn- en
gengið hefði verið frá kaupunum á
landinu.
Lyfjaverslun
fslands
Delta kaupir
framleiðslu-
og þróunar-
einingu
KAUP lyfjafyrirtækisins Delta
hf. á framleiðslu- og þróunar-
einingu Lyfjaverslunar íslands
hf. eru á lokastigi. Samkvæmt
fyrirhuguðum samningi tekur
Delta við framleiðslu- og þró-
unareiningu Lyfjaverslunar
um næstu áramót. I staðinn
fær Lyfjaverslunin hlut í
Delta. Hafa samningar verið
undirritaðh- með fyrirvara,
meðal annars samþykki hlut-
hafafunda beggja félaga.
Þór Sigþórsson, fram-
kvæmdastjóri Lyfjaverslunar
íslands, segir að verulegum
fjármunum hafi verið varið til
þróunar á lyfjum til útflutnings
og sé áætlað að tekjur vegna
þess skili sér á árinu 2000 og
síðar. Segir hann að í tengslum
við samninginn sé verið að inn-
leysa fyrirfram áætlaðan hagn-
að og því muni rekstrarafkoma
félagsins á þessu ári batna til
muna frá rekstraráætlun.
------------------
Er á batavegi
NIU ára drengurinn, sem slas-
aðist alvarlega þegar ekið var á
hann á Miklubraut í föstudags-
kvöld, er á batavegi, að sögn
svæfingalæknis á gjörgæslu-
deild Borgarspítalans.
Drengurinn hlaut slæma
höfuðáverka og er haldið sof-
andi í öndunarvél, en líklegt er
að hann losni úr henni bráð-
lega, að sögn læknis.
Forystumenn A-flokkanna
Ekki hægt að
uppfylla skil-
yrði Kvennalista
Óvíst um prófkjör hjá samfylkingunm
Rætt um ákveðna
peningaupphæð
í auglýsingar
FORYSTUMENN Alþýðubanda-
lagsins og Alþýðuflokksins greindu
fulltrúum Kvennalista frá því á
fundi stýrinefndar sl. sunnudag,
vegna undirbúnings að sameigin-
legu framboði, að ekki væri hægt að
uppfylla skilyrði Kvennalistans um
að fá eitt af þremur efstu sætum í
öllum kjördæmum.
Margrét Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalagsins, segir að
ekki hafi verið tekin samræmd
ákvörðun um allt land um að hafna
þessum skilyrðum Kvennalistans.
Samtöl formanna A-flokkanna við
fulltrúa úr öllum kjördæmum um
málið hefðu hins vegar leitt í ljós að
í a.m.k. einu kjördæmi var þetta
skilyrði talið óframkvæmanlegt.
„Þar með er ekki hægt að uppfylla
skilyrðið um þriðja sætið í öllum
kjördæmum. Við höfum alltaf lagt
áherslu á að um samstarf væri að
ræða. A-flokkarnir hafa ekki sett
ófrávíkjanleg skilyrði varðandi sæti
á framboðslistum, heldur litið svo á
að það væri samkomulagsatriði inn-
an kjördæmanna. Við verðum bara
að sjá hvað út úr þessu kemur,“
sagði Margrét.
Kvennalistakonur funda í dag
Skv. upplýsingum Morgunblaðs-
ins munu forystukonur Kvennalist-
ans vera ósáttar við hvernig for-
ystumenn A-flokkanna túlka af-
greiðslu kjördæmanna á samþykkt
Kvennalistans um framboðsmálin.
Ætla forystumenn Kvennalistans að
funda um málið í dag.
Rúnar Bárður
Ólafsson
Lést við
köfun
UNGUR maður lést við köfun í
höfninni í Garði á laugardag. Hann
hét Rúnar Bárður Olafsson, fæddur
15. mars 1962, til heimilis í Hólm-
garði 2b í Keflavík. Rúnar Bárður
var ókvæntur og barnlaus.
Hann var að kafa ásamt köfunar-
kennara og öðrum nemanda er slys-
ið varð, en ekki er ljóst hvað olli því.
Rannsóknarlögreglan í Keflavík
hefur málið til rannsóknar.
ÖSSUR Skarphéðinsson alþingis-
maður segir ekki vera einingu um
það milli A-flokkanna í Reykjavík
hvort halda eigi prófkjör. Þó sé rætt
um að prófkjörsleiðin verði líklega
valin í Reykjavík og hugsanlega
þremur öðrum kjördæmum.
„Það var ekki fyrr en í síðustu
viku sem mönnum þótti verulega
keyra úr hófi varðandi kostnað í
prófkjöri sjálfstæðismanna á
Reykjanesi. Eftir því sem ég best
veit eru menn að ræða um að halda
prófkjör í Reykjavík og að minnsta
kosti á þremur öðrum stöðum á
landinu. Það er hins vegar alveg
ljóst að við hvorki viljum né getum
farið í prófkjör með viðlíka fjárhæð-
ir og notaðar voru í prófkjöri sjálf-
stæðismanna. Við höfum ekki per-
sónulega burði til þess og þótt við
þykjumst sumir eiga ágæta stuðn-
ingsmenn getum við ekki óskað eft-
ir því að þeir reiði svona fé af hönd-
um. Við höfum aukinheldur ekki
inngöngu í fyrirtæki til þess að slá
sem þessu nemur. Ég tel það heldur
ekki æskilegt," sagði Össur.
Hann sagði að það væri í umræð-
unni að ef ákveðið yrði að halda
prófkjör myndu frambjóðendur
sameinast um að ákveða visst há-
mark fyrir kynningar- og auglýs-
ingakostnað. „Þetta hafa menn rætt
við mig bæði í Reykjaneskjördæmi
og Reykjavík. Nefnt var t.d. að það
mætti ekki kosta meira en 500 þús-
und kr. sem er upphæð sem þing-
menn ættu að geta staðið undir,“
sagði Össur.
KA-menn skutu Aftureldingu af
toppnum í handboltanum/C5
Keflvíkingar ósigraðir í Fyrir-
tækjabikarnum í körfunni/C9
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Sérblöð í dag
A ÞRIÐJUDÖGUM
I rW k w
m.
■ B