Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 13 FRÉTTIR Svæðaskipting atkvæða í prófkjöri D-listans árið 1994 og 1998 Seitjarnanes 7QgV' ] +86,5% aukning Mosfellsbær/ j 1503 1 Kjós/Kjalarnes ■■■ 614 J +22>1 /o Bessastaðahr. El1®® J +48,1% Reykjanesbær ^ ^ ] +38,0% Grindavík CIÁIJ520 ] -8,3% Kópavogur 31j Hafnarfjörður 2 645 ]+61 ’1 % Garðabær 1 376 ] +128>6% Vogar ^1 ] +34,2% noo Samtals talin atkvæði Sandgerði ^ I +146,6% áriði994 6.364 “ árið 1998 11.427 Garður -4,6% Aukning atkvæða 79,6% Bi J 781 atkvæðivoruutankjörfundar1998 kinn að of mikil áhersla verður á þetta.“ Sigríður Anna kvaðst vilja benda á að Reykjaneskjördæmi væri eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins og markmiðið með prófkjörinu væri að setja saman vinningslið. Það hefði tekist og sjötta sætið væri tví- mælalaust baráttusætið. Hún kvaðst fyi-st og fremst rekja fylgi sitt til þess að hún hefði verið metin af verkum sínum. Hún hefði 20 ára reynslu af stjórnmálum, bæði í sveitarstjórnarmálum og á þingi þar sem hún væri nú formaður þing- flokks sjálfstæðismanna og mennta- málanefndar og það hefði ráðið ferð- inni þegar fólk var að ákveða sig. Hún sagði að það mark hefði verið sett í upphafi að eyða ekki meiru en 1,5 milljónum króna í kosningabar- áttuna og það hefði tekist. „Eg gagmýndi hins vegar áður en prófkjörið fór fram að kostnaður væri farinn úr öllum böndum," sagði hún. „Við frambjóðendur ráðum hins vegar ferðinni og í hita leiksins má ekki láta hafa áhrif á sig þótt einhver fari yfir mörkin eins og gerðist núna. Mér finnst að menn verði að hafa dómgreind og ístöðu til að láta ekki hrekja sig út í það.“ Þorgerður K. Gunnarsdóttir Fjórða sætið framar björt- ustu vonum ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir, yfirmaður samfélags- og dægur- máladeildar Ríkisútvarpsins, kvaðst í gær mjög ánægð með að hafa náð fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi á laugardag. „Þetta kom mjög þægilega á óvart," sagði hún. „Fyrirfram fannst mér raunhæfur möguleiki að ná sjötta sætinu. Innst inni gerði ég mér vonir um að ná fímmta sætinu. En að ná því fjórða var framar björtustu vonum, sérstaklega vegna þess hvað það var öruggt.“ Hún kvaðst telja að það hefði skipt sköpum um árangur sinn í prófkjörinu að fólk hefði viljað sjá ákveðnar breytingar á listanum og stokka aðeins upp. „En ég vil einnig nefna málefna- baráttu mína, sem byggðist mikið á fjölskyldumálum," sagði hún. „Það brennur á fólki í dag að meiri áhersla verði lögð á málefni fjöl- skyldunnar í heild.“ Þorgerður sagði að sér litist vel á lista flokksins í kjördæminu: „Þetta er dugmikið og kraftmikið fólk og ég held að með þessum lista eigum við mjög góðan möguleika á að ná inn sjötta manninum.“ Hún kvaðst líta svo á að það væri baráttusætið og Ái-ni Ragnar Árna- son væri mjög sterkur frambjóðandi í því sæti. Þorgerður hefur starfað með Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði, en hún sagði að fylgi sitt kæmi ekki aðeins þaðan. „Rúmlega 2.700 manns kusu þar, en ég fékk rúmlega 8.000 atkvæði og á greinilega gott fylgi alls staðar,“ sagði hún. „Bæði í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Suðurnesjunum, þar sem var gott að vinna.“ Hún sagði að það hefði verið mikil stemmning fyrir prófkjörinu og hún hefði fundið fyi-ir meðbyr. Þetta prófkjör væri sigur fyrir flokkinn og nú væri það verkefni frambjóðend- anna að fá þá, sem tóku þátt í því, á kjörstað í vor. Þorgerður sagði að í áætlunum hefði hún gert ráð fyrir að kosninga- baráttan í prófkjörinu kostaði 1,2 milljónir ki-óna, en kostnaðurinn gæti hafa farið upp í 1,4 milljónir. „Það má taka undir að þetta sé mikill kostnaður, en þetta eru leik- reglurnar," sagði hún. „Eg held að það séu bæði kostir og lestir við þetta fyrirkomulag. Mín fjármál fóru ekki úr böndum, það er ljóst. Eg gerði mér fyllilega gi-ein fyrir því hvað ég væri að fara út í áður en ég tók þessa ákvörðun. Kostirnir við prófkjör eru að fólk eins og ég - nýtt, ungt og frekar óþekkt fólk - kemst inn. I síðasta prófkjöri var það Kristján Pálsson, þar áður Árni Mathiesen, þannig að allir þeir, sem nú eru í framlínu flokksins, hafa not- ið þess að prófkjörin voru opin.“ Kristján Pálsson Agætis varn- arsigur KRISTJÁN Pálsson hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi og kvaðst í gær sáttur við þau úrslit. „Eg held að þetta sé ágætis varn- arsigur," sagði hann. „Þegar litið er á kjörsókn og þær blokkeringar, sem eiga sér stað þegar svona smöl- un á sér stað í kjördæminu, eiga minni sveitarfélög í vök að verjast. Það er smalað undir þeim formerkj- um að styrkja menn úr bæjarfélag- inu og þá er stærð bæjarfélagsins allt sem máli skiptir. Þess vegna er ég mjög sáttur við að hafa fengið þetta mikla fylgi og náð að halda mínu. Þar að auki fæ ég langflest at- kvæðin í annað sætið, sem mér finnst góður sigur fyrir mig þótt ég hafi ekki náð því sæti.“ Kristján fékk 3.045 atkvæði í ann- að sætið, en næstur honum kom Markús Möller með 1.786 atkvæði. Samanlögð atkvæði í fyrsta og ann- að sæti réðu hins vegar úrslitum um það hver fengi annað sætið og þar varð Gunnar I. Birgisson hlut- skai'pastur með 3.993 atkvæði alls, þótt hann fengi aðeins 559 atkvæði í sjálft sætið (sjá töflu). Kristján sagði að ýmislegt annað hefði haft áhrif á úrslitin í kjördæm- inu, meðal annars sú sterka hreyf- ing að fjölga ætti konum í fimm efstu sætum framboðslistans til næstu alþingiskosninga. „Það komu margar frambærileg- ar konur inn í þessu prófkjöri og er ánægjulegt til þess að vita,“ sagði hann. „Þegar blokkeringarnar eru svona miklar njóta þær góðs af og það kemur niður á karlmönnunum að einhverju leyti, en auðvitað njóta þeir að sjálfsögðu eitthvað verka sinna og eftir niðurstöðu þessara kosninga tel ég að þau verk, sem ég hef unnið, hafi skilað sér til kjós- enda.“ Hann sagði að kosningabaráttan hefði ekki verið óheiðarleg, en hörð. „Ég held að allir hafí lagt mjög mik- ið á sig, alveg frá fyi-sta sæti niður í það ellefta," sagði hann. „Menn aug- lýstu mikið, kynntu sig mikið og fóru víða um kjördæmið." Kristján kvaðst telja að fylgi hans mætti meðal annars rekja til þáttar hans í lýsingu Reykjanesbrautar. Hann hefði unnið mikið fyrir sjó- mannastéttina, enda fyri-verandi sjómaður, lagt áherslu á að bæta kjör námsmanna, skapað sér sér- stöðu í umhverfismálum og ítrekað að bæta þyrfti stöðu öryrkja og aldraðra þannig að hún skertist ekki vegna launa maka. Hann kvaðst ekki hafa tekið sam- an kostnað af kosningabaráttunni, en hann hefði sennilega verið milli 1,3 og 1,4 milljónir króna. Það væri heldur meira en lagt hefði veri upp með, en munaði ekki miklu. Árni Ragnar Árnason Niðurstaðan vonbrigði ÁRNI Ragnar Árnason þingmaður hafnaði í sjötta sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, en hann var í fjórða sæti framboðslista flokksins í síðustu þingkosningum. Hann sagði í gær að þessi niðurstaða væri vonbrigði. „Mér finnst árangur minn ekki nægilpga góður,“ sagði Árni Ragn- ar. „Ég hef orðið fyrir miklum von- brigðum." Sjálfstæðisflokkui-inn er nú með fimm þingmenn af Reykjanesi, en haft hefur verið á orði að sjötta sæt- ið verði baráttusætið í næstu kosn- ingum. „Það kann vel að vera,“ sagði Árni Ragnar um þær vangaveltur. „Ég hef ekki lagt neitt mat á það.“ Hann kvaðst ekki vilja ræða það hvaða skýringai' væni að baki því hvernig prófkjörið fór. Hins vegar hefði hann orðið var við að smalað hefði verið til prófkjörsins í öllum stjórnmálaflokkum. „Mér fannst það mjög merkilegt, en ég hef ekkert meira um það að segja,“ sagði Árni Ragnar. „Ég hef góðar heimildir fyrir því [að fram- bjóðendur hafi notað kosningakerfi annarra flokka til að smala], en vissulega væri það ánægjulegt ef all- ir þeir, sem kusu í prófkjörinu, reyndust síðan kjósa flokkinn í næstu kosningum. Én ég hef ástæðu til að ætla að svo verði ekki.“ Hann kvaðst ekki vilja fara nánar út í þetta mál, en bætti við: „Þetta er mál þeirra einstaklinga, sem gera þetta. Það er boðið upp á opið próf- kjör, öllum er heimilt að koma og öllum er heimilt að gera það, sem þeir vilja, þannig að fólk hefur fullan rétt á að gera þetta.“ Hann sagði að kosningabaráttan hefði verið óvenju hörð, en það hefði ekki komið sér á óvart. „Ég átti von á hörðum slag þegar ég sá hvert menn stefndu í yfirlýs- ingum,“ sagði hann. „Þrír stefndu á fyrsta sæti og þrír á annað sæti og það er svolítið óvenjulegt í sjálfu sér. En mér kom svolítið á óvart hvernig var unnið af hálfu sumra frambjóðendanna." Árni Ragnar sagði að kosninga- baráttan hefði kostað um 1,5 millj- ónir króna og það hefði verið í sam- ræmi við þá áætlun, sem lagt var af stað með í upphafi. Henni hefði ekk- ert verið breytt. - annað öryggi ® TOYOTA Tákn um gceði ... og þessi bíll! Komdu á Nýbýlaveginn, á www.toyota.is eða hringdu í síma 563 4400 mynd 6æði Öryggi Frábært endursöluverð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.