Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ * * Norðurlandsdeild SAA fagnar 10 ára afmæli Öflugt félagslíf NORÐURLANDSDEILD SÁÁ fagnaði tíu ára afmæli sínu með móttöku í húsakynnum sínum að Glerárgötu 20 á Akureyri fyrir helgi. Fjölmenni sótti félaga í deild- inni heim af þessu tilefni, boðið var upp á veitingar og starfsemin kynnt. Þorgerður Þorgilsdóttir, formað- ur deildarinnar, rakti söguna, en deildin fyrir norðan var stofnuð 1. október 1988 af dugmiklu hugsjóna- fólki á Akureyri sem fannst bráð- vanta þjónustu fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra í landshlutan- um. Davíð Kristjánsson var fyrsti formaður deildarinnar. Göngudeild fyrir Norðurland var formlega opnuð í byrjun janúar 1989 og veitti Ingjaldur Ai-nþórsson áfengisráðgjafí henni forstöðu. Var göngudeildin fjármögnuð með seldri þjónustu og styrk frá Akur- eyrarbæ og heilbrigðisráðuneyti. Heildarsamtök SÁÁ tóku við rekstri göngudeildarinnar árið 1993, en þá var svo komið að deildin fyi-ir norðan réð ekki lengur við reksturinn. Núverandi deildarstjóri göngudeildar er Stefán Daði Ing- ólfsson. Akureyrarbær styrkir rekstur göngudeildar með einnar milljónar króna framlagi í ár. Áfangaheimilið Fjólan Áfangaheimilið Fjólan var tekin í notkun í júní 1991, en það er við Hrafnagilsstræti 38. Þetta er áfangaheimili fyrir karlmenn sem eru að koma úr vímuefnameðferð og er ætlað sem stuðningur fyrstu mánuði eftir meðferð. SÁÁ á húsið, en Norðurlandsdeildin hefur það til afnota án þess að greiða leigu, en borgai- af því rekstrargjöld. Rekst- urinn er fjánnagnaður með leigu- gjöldum og styrk frá heilbrigðis- AKUREYRI _ Morgunblaðið/Kiistján SÁA á Norðurlandi hélt upp á tíu ára afmæli á dögunum, gestum var boðið upp á veitingar og starfsemin síðasta áratug rifjuð upp. Frá vinstri á myndinni eru Sigmundur Sigfússon geðlæknir, Þorgerður Þorgils- dóttir, formaður Norðurlandsdeildarinnar, Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, Auður Hansen og Garðar Lárusson, en þau eru í framkvæmdastjórn ásamt Þorgerði. ráðuneyti. Þá styrkir Akureyrar- bær Fjóluna um 500 þúsund krónur á ári, en það fé er notað til viðhalds. Ráðuneytið styrkti heimilið um 700 þúsund krónur í ár. Norðurlandsdeildin hefur staðið fyrir öflugu félagslífi frá upphafí, fyrir félagsmenn sína og þá sem vilja skemmta sér án áfengis. Árs- hátíðir eru haldnar, jónsmessugleði, farið er í Kjarnaskóg að grilla og leika sér yfir sumarið og þá er efnt til útihátíðarinnar Funa helgina fyr- ir verslunarmannahelgi. Öll þriðju- dagskvöld er spilað í Húsi aldraðra. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson SVEINN Sigmundsson hugar að jólahangikjötinu. Heima- reykta hangikjötið EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. TIL SVEITA lifir sá siður enn góðu lífi að reykja kjöt. Hangi- kjötið fær töluvert öðru vísi keim ef það er heimareykt eins og kallað er. Það stafar senni- lega af því að reykt er í stærra rými og reykurinn verður því ekki eins megn og þegar reykt er í ofnum. Hitinn verður líka hærri og þar er reykt samfellt í fjóra sólarhringa. Mörgum finnst meiri „sjarmi“ yfir því að borða heimareykt hangikjöt og er því nokkuð um að fólk sem býr í bæjum en þekkir til í sveitinni komi þangað einu og einu læri til reykingar. Á Vatnsenda í Eyjafjarðar- sveit er þetta engin undantekn- ing. Sveinn Sigmundsson bóndi þar reisti sér hús gagngert í þeim tilgangi að reykja kjöt. Hann sagðist taka töluvert í reyk fyrir bræður sína og systur sem búa á Akureyri. Hangikjötið er enn sem fyrr hefðbundinn jóla- matur á íslandi og meðlætið er oftast kartöflur í jafningi, græn- ar baunir, laufabrauð og smjör og blanda af malti og appelsíni drukkið með. Samkvæmi fór úr böndunum Stunginn með hnífi í bakið KARLMAÐUR var stunginn í bak- ið í samkvæmi snemma á sunnu- dagsmorgun í húsi norðan Akureyr- ar. Daníel Snorrason lögreglufull- trúi hjá rannsóknardeild lögregl- unnai' á Akureyri sagði að betur hefði farið en áhorfðist. Tilkynnt var um atburðinn til lög- reglu um kl. 7 á sunnudagsmorgun. Þegar komið var á vettvang stóð yfir samkvæmi í húsinu, sem er skammt norðan við Akureyii og voru þátttak- endur sjö karlmenn. Ósætti hafði komið upp milli tveggja manna sem lyktaði með áflogum. Þar sem þeir lágu í átökum á gólfinu bar þriðja mann að og lagði hann með Ímífi í bak þess sem undir lá. Af hlaust þriggja til fjögurra sentímetra lang- ur skurður. Gekk hnífurinn ekki það langt inn að hann ylli skaða á líffær- um mannsins. Hann var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ákureyri þar sem gert var að sárinu. Allir þátttakendur í gleðskapnum voru færðir á lögi-eglustöð til skýrslutöku og er rannsókn málsins nú lokið, en sá er beitti hnífnum hefur viðurkennt verknað sinn. Neyttu fíkniefna á veitingastað TVEIR menn voru handteknir á veitingastað á Akureyin á laugar- dagskvöld, en þeir höfðu orðið upp- vísir að amfetamínneyslu á staðn- um. Dyraverðir urðu áskynja um athæfi mannanna og höfðu samband við lögi'eglu sem kom á staðinn og handtók þá. Þeir voru færðir í fangahús og við yfirheyrslu viður- kenndu þeir að hafa neytt fíkniefna. Óverulegt magn fannst í fórum þeirra. Prófkjör framsóknarmanna Fjórir frambjóðendur tilkynnt þátttöku FJÓRIR frambjóðendur höfðu nú um helgina tilkynnt þátttöku í próf- kjöri Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra fyrir al- þingiskosningarnar næsta vor. Upphaflega var framboðsfrestur vegna prófkjörsins til 15. nóvember sl. en Valdimar Bragason sem sæti á í prófkjörsnefnd sagði ekki útilok- að að fleiri gætu tilkynnt þátttöku í þessari viku. Þau sem hafa tilkynnt þátttöku eru Valgerður Sverrisdóttir, alþing- ismaður, Jakob Bjöi-nsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Akureyri, Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Akoplast og Kexsmiðjunnar Akur- eyri, og Elsa B. Friðfinnsdóttir, lektor’ við Háskólann á Akureyri. Valgerður og Jakob gefa kost á sér í 1. sæti listans en Daníel og Elsa sækjast eftir öðru sætinu. Bætum samfélags- þjónustuna STEFÁN Ólafsson prófessor kynnir skýrslu Félagsvísindastofn- unar Háskóla íslands um viðhorf íslendinga til velferðarríkisins á opnum fundi á vegum Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar í Deigl- unni Kaupvangsstræti í dag, þriðjudag 17. nóvember, kl. 16.30. Þetta er fyrsti fundurinn á vegum BSRB undir kjörorðinu „Bætum samfélagsþjónustuna" en fundir verða haldnir um allt land á næst- unni. Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Sambandsstjórn Alþýðusambands Norðurlands Varar við hnigmin atvinnu- lífs á landsbyggðinni SAMBANDSSTJÓRNARFUNDU R Alþýðusambands Norðurlands sem haldinn var á Blönduósi um helgina varar við þeirri hnignun sem á sér stað í atvinnumálum víða á landsbyggðinni, með tilheyrandi fólksflótta. „Þeir sem muna ástandið sem var á landsbyggðinni í lok sjöunda ára- tugarins hljóta að þekkja einkennin. Þá tókst með samstilltu átaki stjórnvalda og verkalýðshreyfingar að snúa vörn í sókn og skuttogara- væðingin hófst. Straumur fólks til suðvesturhornsins á sér vafalaust allt aðrar og flóknari ástæður nú en þá, en afleiðingin verður sú sama og áður,“ segir í ályktun sambands- stjórnarfundarins um atvinnu- og byggðastefnu. Rétt eins og þá verður að finna leiðir til að spyrna við fótum, segir í ályktuninni og til þess eru sömu aðilar færastir nú sem fyrr, en finna þarf ný bjargráð og fleiri þyrftu að koma til. Skorar sam- bandsstjórnin á ríki og sveitarfélög á Norðurlandi að koma til við- ræðna við verkalýðshreyfinguna á svæðinu og kalla til þá sem hugs- anlega búa yfir hugmyndum og áræði til að ráðast gegn þeirri vá sem felst í stigmögnun vonleysis og atgei’visflótta sem óbreytt ástand kallar á. Bæta þarf samgöngur Telur sambandsstjórnarfundur- inn að gera þurfi landsbyggðina að fýsilegum kosti fyrir ungt fólk til búsetu, auka þurfi fjölbrejdni í at- vinnulífi, hlúa að þeim sem vilja skapa ný störf á landsbyggðinni, efla almenna og opinbera þjónustu og að stjórnvöid eigi að standa við gefin loforð um að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu í landinu með aukinni þátttöku í ferða- og dvalar- kostnaði sjúklinga af landsbyggð- inni. Einnig þarf að bæta samgöng- ur milli landshluta, og efla menntun og menningu á öllum landssvæðum og stöðva fólksflóttann af lands- byggðinni. Stolið úr sjoppunni BROTIST var inn í Mennta- skólann á Akureyri aðfaranótt laugardags. Sá eða þeir sem þar voru á ferð brutu upp glugga á húsi Möðruvalla og héldu sem leið lá að verslun nemenda. Höfðu þeir á brott með sér um 15 þúsund krónur. Óverulegar skemmdir voru unnar við innbrotið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.