Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 26

Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Viðræðum hafnað JEAN-Charles Okoto, utanrík- isráðherra Lýðveldisins Kongó, hafnaði í gær alfarið tOlögu Suður-Afríkumanna um að teknar verði upp viðræður við uppreisnarmenn í Kongó. Sagði hann „hina svokölluðu upp- reisn“ vera hreinræktaða inn- rás Rúanda- og Úgandamanna í Kongó. Uppreisnarmenn segj- ast hafa um þriðjung Kongós á sínu valdi og fara fram á beinar viðræður við Laurent KabOa, forseta landins. Lewinsky segir frá MONICA Lewinsky er sögð hafa náð samkomulagi um út- gáfu á sögu sinni sem talin er tryggja henni að minnsta kosti eina mOljón bandaríkjadala. Mun Andrew Morton skrá frá- sögn hennar af sambandinu við Bill Clinton Bandaríkjaforseta en Morton hefur áður ritað ævisögu Díönu prinsessu, sem náði metsölu árið 1992. Mun Lewinsky jafnframt veita Bar- böru Walters hjá NBC-sjón- varpsstöðinni bandarísku einkaviðtal, sem sjónvarpað yrði um það leyti sem bók Mortons kemur út. Prófanir á dýrum bannaðar Dýraverndarsamtök hrósuðu í gær breskum stjórnvöldum fyrir að banna að prófa snyrti- vörur og efni sem í þeim eru á dýrum. Fagnaði Anita Rodd- ick, stofnandi Body Shop-versl- anna, þessum tíðindum sem „sögulegum sigri“. Turner í Hvíta húsið? FJÖLMIÐLAKÓNGURINN Ted Turner er nú sagður hafa mikinn áhuga á starfí Banda- ríkjaforseta, að því er fram kemur í nýjasta hefti tímarits- ins New Yorker. Mun Tumer alvarlega vera að spá í að bjóða sig fram í næstu forsetakosn- ingum, en eiginkona hans, leik- konan Jane Fonda, er hins veg- ar sögð mótfallin fyrirætlun bónda síns. Carlos í hung- urverkfall HINN víðfrægi hryðjuverka- maður víðfrægi Carlos „sjakali" er nú í hungurverk- falli en hann segist ekki sáttur við aðbúnað þann sem hann býr við í fangelsi í Frakklandi. Hvatti Carlos í síðustu viku palestínska skæruiiða til að myrða einn Bandaríkjamann eða „Zíonista" fyrir hvern þann dag sem hann hefur setið í fangelsi sem „píslarvottur". Haas fær fimm ár MONIKA Haas var í gær dæmd í fímm ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað palestínska skæruliða við að ræna flugvél Lufthansa-flugfélagsins árið 1977, sem var á leið til Frank- furt, og einnig fyrir að hafa veitt þeim liðsinni við mannrán og morð á þýskum iðnrekanda, Hans-Martin Schleyer, það sama ár. Bill Clinton og Saddam Hussein runnu báðir af hólmi Segja má að Bill Clint- on Bandaríkjaforseti og Saddam Hussein Iraks- forseti hafi báðir runn- ið af hólmi á síðustu stundu um helgina þeg- ar Bandaríkjamenn hættu við loftárásir á --7------------------- Irak eftir að þarlend stjórnvöld létu loks undan og féllust á að hefja samstarf að nýju við vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna. BILL Clinton Bandaríkjaforseti ákvað um helgina að gefa Irökum annað tækifæri til að standa við lof- orð sín um fullt samstarf við vopna- eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, UNSCOM, þótt margir ráðherra hans viðurkenndu að mjög ólíklegt væri að írakar myndu gera nefnd- inni kleift að sjá til þess að gereyð- ingarvopn þeirra yrðu eyðilögð. Clinton hafði fyrirskipað loftárásir á Irak en hætti við þær á síðustu stundu. Hótanir Bandaríkjamanna og Breta um hemaðaraðgerðir gegn írökum urðu til þess að Saddam Hussein íraksforseti sá sig knúinn til að falla frá þeirri ákvörðun sinni að slíta öllu samstarfi við vopnaeftir- litsnefndina. Flestir líta á þessa eft- irgjöf sem enn eina brelluna af hálfu Saddams til að vinna tíma. Markmið hans sé hið sama og áður, hann sé enn staðráðinn í að hindra leit eftir- litsnefndarinnar að gereyðingar- vopnum í Irak, og lítið hafí því breyst eftir atburði helgarinnar. Þótt loftárásum Bandaríkjamanna hafi verið afstýrt, í bili að minnsta kosti, fer því fjarri að deilan um vopnaeftirlitsnefndina hafí verið leyst. Bandaríska stjórnin lagði ekki fram neina skýra áætlun um hvemig hún hyggst bregðast við standi Irak- ar ekki við orð sín. Reuters THAHA Yassin Ramadan, varaforseti Iraks (t.v.), og Zemam Abud-Razzaqk, innanríkisráðherra, biðja á bæn- arsamkomu í Bagdad eftir að Bandaríkjamenn hættu við loftárásir á írak. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Henry Shelton, forseti bandaríska herráðsins, á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu. Útskýringar á viðauka teknar gildar Eftirgjöf íraka var fyrst tilkynnt í bréfi sem Tariq Aziz, aðstoðarfor- sætisráðherra Iraks, sendi Kofi Ann- an, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á laugardag. Því fylgdi hins vegar viðauki þar sem þess var m.a. krafist að Sameinuðu þjóðirnar tækju viðskiptabannið á Irak til end- urskoðunar nokkrum dögum eftir að eftirlitsnefndin sneri aftur til lands- ins og að slakað yrði á refsiaðgerð- unum, jafnvel áður en nefndin lýsti því yfir að írakar hefðu staðið við skuldbindingar sínar um eyðilegg- ingu gereyðingarvopna. Bandarískir embættismenn voru óánægðir með hversu fljótur Kofi Annan var að fagna eftirgjöf íraka. Sandy Berger, öryggisráðgjafi Clint- ons, sagði í fyrstu að bréfið væri „ófullnægjandi" og „götóttara en svissneskur ostur“. Síðar ------- fékk Annan bréf frá sendiherra íraks hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem því var lýst yfir að írakar settu engin skilyrði fyrir samstarfi við eftirlits- nefndina, viðaukinn í fyrsta bréfinu væri aðeins óskalisti. Berger sagði að sú yfirlýsing hefði „fyllt upp í stærstu götin“ og Bandaríkjastjóm tæki þessar útskýringar gildar. Klofningur í öryggisráðinu Margir fréttaskýrendur efast þó um að bréf sendiherrans hafi ráðið úrslitum um þá ákvörðun Clintons að hætta við loftárásimar og telja að hann hafi í raun átt einskis annars úrkosti vegna óeiningar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bréfin vom send á hárréttum tíma fyrir Iraka því þau ollu nægum ágreiningi í öryggisráðinu til að af- stýra loftárásunum. Ljóst var að að- eins Bandarikjamenn og Bretar töldu fyrsta bréf íraka ófullnægjandi og nokkur aðildarríki öryggisráðs- ins, sem höfðu stutt hernaðaríhlut- unina daginn áður, tóku allt í einu að hvetja til þess að deilan yrði leyst með friðsamlegum hætti. Nokkur ríki, sem vonast eftir því að geta keypt olíu frá írak verði við- skiptabanninu aflétt, höfðu stutt hernaðaríhlutunina með semingi og bréfin gerðu þeim kleift að hætta stuðningi sínum við hana. Clinton stóð því frammi fyrir gerbreyttum pólitískum veraleika og það var nán- ast ógjörningur fyrir hann að hefja loftárásirnar. Mörg aðildarríkja ör- yggisráðsins vildu að írakar fengju ------------------- að njóta vafans, þannig Clinton átti að Clinton átti ekki ann- einskis annars að úrræði en að láta enn Úrkosti einu sinni reyna á það _______________ hvort írakar standi við orð sín. Hefði Clinton ekki hætt við loft- árásimar við þessar kringumstæður hefði hann sætt mikilli gagnrýni er- lendis og jafnvel heima fyrir. Segja má því að hann hafi dregið það of lengi að fyrirskipa árásirnar og þró- unin kann að hafa orðið allt önnur ef hann hefði gert það degi fyrr. Talið er að mjög erfitt verði fyrir Bandaríkjamenn að tryggja nægan stuðning í öryggisráðinu við hernað- aríhlutun í írak blossi deilan upp að nýju. Frakkar, Rússar og Kínverjar era tregir til að fallast á frekari hemaðaraðgerðir í Irak, svo og arabaríki sem óttast að þær geti valdið óstöðugleika og ófriði á Persaflóasvæðinu. Takist UNSCOM ekki að finna nýjar vísbendingar á næstu vikum um að Irakar hafi falið gereyðingar- vopn er líklegt að lagt verði enn fast- ar að öryggisráðinu að binda enda á vopnaleitina og viðskiptabannið sem var sett eftir innrás Iraka í Kúveit árið 1990. Fór að dæmi Kennedys Clinton reyndi að gera gott úr öllu saman eftir að hann ákvað að hætta við árásirnar. Hann kvaðst hafa gert það vegna síðari bréfa Iraka, þar sem þeir sögðust ekki setja nein skil- yrði fyrir samstarfi við vopnaeftir- litsnefndina, og ákveðið að láta reyna á það hvort írakar myndu standa við orð sín. Besta lausnin til lengri tíma litið væri að tryggja að eftirlitsmennirnir gætu starfað áfram í írak til að hindra framleiðslu gereyðingarvopna. Loftárásir hefðu þýtt að aldrei yrði hægt að senda eft- irlitsmennina aftur til Iraks. Þær hefðu „dregið verulega" úr hættunni sem stafaði af vopnaframleiðslu Iraka „en hefðu einnig markað enda- lok UNSCOM". The New York Times segir að Clinton hafi verið í svipaðri aðstöðu og John F. Kennedy, sem þurfti að velja milli tveggja ólíkra skilaboða í Kúbudeilunni árið 1962 þegar Bandaríkjamenn uppgötvuðu sov- éskar bækistöðvar fyrir meðaldræg- ar kjarnaflaugar á Kúbu. Níkíta Khrústsjov sendi Kennedy þá tvö bréf, annað í herskáum tón og hitt í sáttatón, og bandaríski forsetinn ákvað að svara aðeins síðamefnda bréfinu og virða herskáa bréfið að vettugi. Samkomlag náðist skömmu síðar um að Sovétmenn flyttu kjamaflaugarnar frá --------------- Kúbu gegn því að Banda- ríkjamenn hættu við inn- rás í landið. Clinton þurfti að velja ________ milli tvíræðrar yfirlýs- ingar og útskýringa á henni en Kennedy milli tveggja bréfa, sem ekki var vitað hvemig tengdust, en báðir forsetarnir ákváðu að gera sem minnst úr herskáu yfirlýsingunum og láta reyna á það hvernig andstæð- ingurinn brygðist við. Uppgjörinu aðeins frestað Forsetinn sagði eftir eftirgjöf Saddams að írakar yi-ðu nú að „standa við skuldbindingar sínar“, ella ættu þeir loftárásir yfir höfði Deilan gæti blossað upp aftur sér. Það er hins vegar nákvæmlega það sem Bandaríkjastjórn sagði fyrir níu mánuðum án þess að það bæri tilætlaðan árangur. Nú eins og þá er það undir Saddam Hussein komið hvenær og hvemig næsta deila um vopnaeftirlitið blossar upp. ,A-ð öllum líkindum frestar þetta aðeins uppgjörinu þar til næsta deila blossar upp, líklega snemma á næsta ári þegar athyglin beinist að Kosovo eða nýju kynlífshneyksli,“ sagði Tim Trevan, fyrrverandi pólitískur ráð- gjafi UNSCOM. Ekki er vitað hvemig Bandan'kja- stjórn ætlar að bregðast við standi írakar ekki við orð sín. Hugsanlegt er að hún hefji þá loftárásimar sem hún hætti við á síðustu stundu um helgina. Hvorki Berger né William Cohen, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, vildu þó svara því hvort árásirnar yrðu hafnar um leið og Saddam bryti næst samþykktir Sameinuðu þjóðanna, án viðvarana eða samningaumleitana, eða hvort senda þyrfti fleiri herþotur og liðs- auka á Persaflóasvæðið áður en árásirnar gætu hafist. The New York Times telur að at- burðarásin geti því endurtekið sig - brot á samþykktum SÞ, hernaðar- uppbygging, hótanir um árás, eftir- gjöf á síðustu stundu - meðan Bandaríkjastjórn leyfi Saddam að halda þeim leik áfram. „Það er engin auðveld lausn á þessu flókna máli, eins og bandarískir embættismenn hafa alltaf lagt áherslu á. En Banda- ríkjastjóm hlýtur að lokum að glata trúverðugleika sínum hafi hún ekki hemil á Saddam eða losni hún ekki við hann,“ sagði blaðið. Reynt að steypa Saddam? Clinton ræddi síðamefnda mögu- leikann um helgina þegar hann hvatti til stjómarskipta í Bagdad, „nýrrar stjómar sem skuldbindur sig til að starfa í þágu þjóðarinnar og virða hana, ekki kúga hana“. Þessi óvenjulega yfirlýs- ing virðist benda til ““ stefnubreytingar af hálfu Bandaríkjastjórnar en Cohen tók fram að forsetinn hefði „ekki hvatt til þess að Saddam Hussein yrði steypt af stóli“. Hann hefði aðeins boðað samstarf við íraskar stjórnar- andstöðuhreyfingar til að reyna að koma lýðræðislegri stjórn til valda í Bagdad „einhvern tíma þegai’ fram líða stundir“. Fréttaskýrendur segja hins vegar að stjórnai-andstaðan í írak sé svo sundrað að ólíklegt sé að Saddam Hussein stafi mikil hætta af henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.