Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Alltaf að
halda áfram
Abstraktmálarinn Guðmunda Andrésdóttir
er komin vel á áttræðisaldurinn en lætur
engan bilbug á sér fínna og hefur hengt
upp ný málverk og olíukrítarmyndir í Ing-
ólfsstæti 8. Ferskar myndir og nýstárleg-
ar, enda segir hún í samtali við Einar Fal
Ingólfsson að hún óttist stöðnunina.
ÞRÁTT fyrir að Guðmunda hafi
verið að opna sýningu á nýjum
verkum, er nýstrengdur og
skjannahvítur strigi þegar kominn á
trönurnar í stofunni; eins og áminn-
ing til listakonunnar um að ekki
megi slá slöku við. Guðmunda ætlar
samt ekki að láta hann þvinga sig til
starfa. „Ég hugsa að ég máli ekki
mikið á næstunni," segir hún. „Það
er vont að mála við peruljós, á vet-
uma vinn ég því frekar með vatns-
liti eða krít.“ Og þannig fæddist
nýja sýningin, íyrst urðu til mynd-
irnar með olíukrítinni og stækkuðu
síðan upp í málverkin. Striginn er
tengdur vorinu hjá Guðmundu; hún
byrjar að mála þegar dagana tekur
að lengja. Hún segir að myndimar á
pappírinn séu unnar mjög „spont-
ant“, olían krefjist meiri þjálfunar
og aga.
Menn hafa haft á orði um þessi
nýju verk að þau séu ákaflega fersk,
og komi á óvart. Guðmunda segist
ánægð með viðbrögðin sem slík, en
síður þegar fólk hafi sagt við hana
að verkin væm „ung“, virtust geta
verið eftir ungan listamann. „Ég er
búin að vera að mála í 40 til 50 ár og
það er mikil reynsla bakvið þessar
myndir.
Ég byrjaði mjög snögglega á
þessari mvndröð og það er mikill
munur á þessu og því sem ég sýndi
síðast." Það voru málverk á gulum
fleti sem voru í Sóloni íslandusi árið
1996.
„Ég þarf alltaf að skipta um og
breyta til. Ég er hrædd um að fest-
ast í einhverju ákveðnu formi. Ég
hef ævinlega getað breytt til og
byrjað á nýju eftir að ég hef lokið
sýningu - þá er eins og myndirnar á
henni séu afgreiddar."
Guðmunda ségist hafa leitað að
lykli til að vinna þessi verk útfrá og
hann hafi komið til sín þegar hún
sat ein daginn með hvítt blað fyrir
framan sig. „Ég gerði einfaldlega
hring og sá að myndin var svo gott
sem komin! Ég gerði ýmsar tilraun-
Morgunblaðið/Einar Falur
GUÐMUNDA Andrésdóttir í sýningarsalnum Ingólfsstræti 8.
ir og þreifaði mig áfram með liti; sá
að þeir yrðu að vera hreinir, þeir
blönduðu dugðu ekki.“
Svo er þetta hrein vinna, engin
íhugun yfir litum og striga. „Þetta
er oft mjög erfitt," segir hún, „það
er engin slökun í þessu starfi.“ Og
hún neitar að það þurfi kjark til að
vera sífellt svo leitandi, að reyna að
finna nýjar leiðir í málverkinu:
„Þetta er ekkert annað en áfram-
hald. Það er ekki nema eðlilegt að
halda áfram meðan maður heldur
heilsu. Ég fer ekki að hætta allt í
einu, orðin þetta fullorðin, á meðan
ég get haldið áfram. Og ég held
ekkert áfram í einhverjum tiltekn-
um stíl, það verður að ögra sér
áfram.“
Guðmunda tilheyrði kunnum hópi
abstraktmálara, eina konan í hópi
karla. Hún tók þátt í síðustu sýn-
ingu Septemberhópsins árið 1952
og hefur sýnt reglulega síðan, með-
al annars um árabil með Septem.
Nú segist hún ekki lengur vera í
sambandi við aðra málara. „Þeir eru
allir dánir þessir gömlu félagar mín-
ir. Jú, ég sakna þeirra. Það er svo-
lítið tómlegt án þeirra. Unga fólkið
er svo ólíkt okkur, sambandið er
alltaf best við sína eigin kynslóð,
þar sem uppsprettan er sú sama.“
Við tölum um þá staðreynd, að
þrátt fyrir að hálf öld sé liðin síðan
formbylting abstraktmálverksins
reið yfir hér á landi, þá skortir enn
oft þekkingu og skilning. „Fólk skil-
ur ekki enn hvað ég er að gera,“
segir Guðmunda. „Vinir mínir eru
andaktugir yfir því sem ég er að
gera í dag - eru alveg gáttaðir. Mér
finnst það bara skemmtilegt. Pirr-
andi? Jú, stundum hefur menntun-
arleysið verið pirrandi, en nú er ég
alveg hætt að taka það alvarlega -
mér er svo nákvæmlega sama
hvernig fólk tekur sýningum mín-
um.“
En skyldi Guðmunda vera ánægð
með það sem hún er að gera?
„Áiiægð, ekki ánægð; þetta er
bara það sem ég er búin að mála.
Maður má ekki vera of ánægður, þá
er hætt við að maður stoppi. Nei, ég
vil framhald. Alltaf að halda áfram á
meðan ég get.“
Leikur
á mbl.is
Um þessar mundir er njosnamyndin
The Avengers frumsýnd en hún er gerð
í anda samnefndra sjónvarpsþátta sem
nutu vinsælda á sjöunda áratugnum. í
aðalhlutverkum eru þau Uma Thurman,
Sean Connery og Ralph Fiennes.
V&'
www.mbl.is
Taktu þátt í skemmtilegum
netleik á mbi.is og þú getur
unnió bíómiða á myndina,
geisladisk með tónlistinni úr
myndinni frá Spori, Músík og
myndum eða annað tveggja
35.000 króna gjafabréfa
í tískuversluninni
Centrum sem er bæði
með glæsilegan herra-
og dömufatnað.
Morgunblaðið/Halldór
INDRIÐI Gíslason tekur við blómum úr hendi Þóris Ólafssonar
rektors KHÍ í tilefni dagsins.
Afmælisrit Ind-
riða Gíslasonar
Á DEGI íslenskrar tungu, 16. nóv-
ember, kom út afmælisrit Indriða
Gíslasonar, fyrrverandi prófessors
við Kennaraháskóla Islands, Grein-
ar af sama meiði.
Hafist var handa um að safna efni
til þessarar bókar um það leyti sem
Indriði varð sjötugur, hinn 27. júlí
1996. Greinar bárust frá 26 höfund-
um og bókin varð ríflega fjögur
hundruð síður. Hún skiptist í fimm
hluta sem allir skírskota til áhuga-
mála Indriða með einhverjum hætti.
íslensk tunga skipar öndvegi í
fyrstu fjórum hlutum bókarinnar,
austfirsk fræði í hinum síðasta.
Fyrst fjalla sex fræðimenn um ís-
lenska ljóðlist, forna og nýja; kveð-
skap Ólafs Kárasonar í Heimsljósi,
ljóð Stephans G. Stephanssonar,
Paradísarmissi Miltons, Snorra
Hjartarson og loks rím og hrynj-
andi íslenskrar ljóðlistar. Þá tekur
við bálkur átta greina sem snúast
um móðurmálskennslu og læsi af
ólíkum sjónarhólum. I þriðja efnis-
flokki bókarinnar Af tungutaki, eru
fimm greinar um margvísleg við-
fangsefni íslenskra málvísinda, allt
frá málvöndun á miðöldum til mál-
töku bama á okkar dögum. í fjórða
flokki er skipað saman ólíkum
greinum sem eiga það þó sammerkt
að líta til íslenskra fræða með
óvanalegum hætti; fjallað er um
kostnað þjóðai-innar við að tala ís-
lensku, áhrif Krists á íslensk
mannanöfn, ástir í Vínlandssögum
og túlkun heimilda í sögulegri setn-
ingafræði. Bókinni lýkur á þremur
greinum um sögur og þjóðfræði
sem með einum hætti eða öðrum
tengjast æskuslóðum Indriða Gísla-
sonar á Austurlandi.
Indriði Gíslason er einhver kunn-
asti og áhrifamesti skólamaður Is-
lendinga í seinni tíð. Á langri
starfsævi hefur hann kennt á öllum
skólastigum, verið námstjóri í ís-
lensku um tveggja ára skeið, samið
fjölmargar kennslubækur og hand-
bækur kennara en auk þess stundað
rannsóknir á íslenskri tungu og
samið þar um yfirgripsmikil rit.
Útgefandi er Rannsóknarstofnun
Kennaraháskóla íslands. Ritstjórar
voru Baldur Sigurðsson, Sigurður
Konráðsson og Ornólfur Thorsson.