Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 29 LISTIR Hríseyjarróður Spunadjass í Iðnó TÓNLEIKAR með yfirskriftinni Frjáls er í fjallasal verða í Iðnó í dag, þriðjudag, kl. 21. A tónleikunum koma fram söng- konan Tena Pal- mer, gítarleikar- arnir Hilmar Jensson og Pétur Hallgrímsson, slagverksleikar- arnir Matthías Hemstock og Pét- ur Grétarsson, píanóleikararnir Kjartan Valde- mai’sson og Eyþór Gunnarsson og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson. Tónleikamir eru haldnii' í tilefni af útkomu þriðju plötunnar í útgáfuser- íu Smekkleysu á nýrri spunatónlist, sem jafnframt er fyrsta sólóplata Tenu Palmer, og hefur hlotið nafnið Crucible. Á tónleikunum verður auk þess leikið efni af þeim plötum sem þegar eru komnar út, Kjár og Traust. --------------- Lesið úr nýjum bókum á Súfístanum LESIÐ verður úr fimm nýjum bók- um á Súfístanum, bókakaffi, Lauga- vegi 18, í kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Björn Th. Björnsson les úr skáld- sögunni Brotasaga, Ásti'áður Ey- steinsson og Eysteinn Þoi-valdsson úr þýðingu sinni á Ameríku eftir Franz Kafka, Þorsteinn Gylfason les úr greinasafni sínu Réttlæti og rang- læti, Sveinbjörn I. Baldvinsson les úr ljóðabókinni Stofa kraftaverk- anna og lesið verður úr ljóðabók Sig- urlaugs Elíassonar, Skjólsteini. Bækur Frásagnir ÞAR SEM TÍMINN HVERFUR Minnisblöð um mannlíf í Hrísey. eftir Ingólf Margeirsson. Vaka-Helgafell, 1998, 184 bls. INGÓLFUR Margeirsson er einn þeirra, sem átt hafa sumardvöl í Hrísey ásamt fjölskyldu sinni und- anfarin ár og heillast af þessari perlu norðursins og mannlífi þar. I átta þáttum bregður hann ljósi yfir þessa litlu byggð. Snilldarvel eru þeir gerðir, hlýir, næstum ást- úðlegir á stundum, vafðir glitrandi ljóðrænu og skáldlegu innsæi. Manni, sem svo skrifar, fyrirgefast margar syndir. Fyrsti þátturinn fjallar um Hákarla-Jörund og fólk hans. Jör- undur var hinn eiginlegi landnemi Hríseyjar. Með þeim annálaða garpi kom líf og byggð. Ingólfur bregður upp lifandi og litríkum myndum af Jörundi. TVnnar þáttur nefnist Leiðarljós. Höfundur „er kominn í stuttbux- urnar eftir morgunsturt- una ... Sunnanátt ... hiti og sól- skin“. Hér leiðir hann lesandann inn í fagran Hríseyjarmorgun og tekur hann með sér í gönguferð. Grannar bjóða góðan daginn og við litumst um á eyjunni bæði í nútíð og fortíð. Lengst er staldrað við sfldarsögu Hríseyjar og skemmti- legar sögur sagðar. Þriðji þáttur ber heitið Þorskar af himni ofan. Þar segir frá merki- legtum manni og harla sérstæðum, Þorsteini á Bjargi. Þorsteinn er sanntrúaður kommúnisti og fær því ekkert haggað. En hann er jafn- framt snilldargóður rennismiður af guðs náð, bókaormur, síforvitinn mannúðarsinni, frumkvöðull og uppfinningamaður í fiskútgerð. Hann fann upp þá merkisaðferð að veiða þorsk með flugdreka. Það lætur að líkum að höfundi er ekki ofvaxið að segja skemmtilega frá slíkum manni. Þá er fjórði þáttur Af kirkjusögu kynj- anna í Hrísey. Það voru sem sé konur, sem sáu til þess að kirkja var byggð í Hrísey snemma á þessari öld. Og nú hefst upp mikil sagn- fræði allt aftur í gráa forneskju með nota- legu ívafi úr nútíðinni. Vel fer á því að næsti kafli skuli fjalla um prest, hinn gamla pastor emeritus þeirra Hríseyinga. Á ís- lensku heitir hann Kári Valsson, en á móðunuáli sínu Karel Václav Alexej Vorovka. Merkilegur maður var presturinn sá, spekingur að viti, hálærður húmanisti, sem lifði eftir kenningum sínum. Ingólfur segir frá heimsókn til þessa vinar síns og lýsir honum og heimilisháttum hans svo að eftirminnilegt er. Sér- staklega fannst mér gaman að þessari frásögn og ekki síður fyrir það að ég kynntist honum smávegis þegar hann var kaupamaður í Blönduhlíðinni fyrir óralöngu. Hef- ur hann orðið mér minnisstæður síðan. Þá hét hann enn Karel Vorovka. Gangverk lífsins kallar höfundur sjötta kaflann. Þar segir af traktor- um, einkum Fergusonum æva- gömlum. En þeir eru nánast stöðu- tákn Hríseyinga. Gat höfundur ekki tekið á heilum sér fyrr en hann hafði eignast einn slíkan. En sá fylgir böggull skamm- rifi að slíkir dýrindis- gripir útheimfea snill- ing til viðgerða og við- halds. Hann var og að finna í Hrísey, Jón A. Stefánsson á Stekkja- nefi. Traktorinn og viðgerðarsnilld Jóns er efni þessa bráð- snjalla þáttar. Næstsíðasti kaflinn er Gaddaskata á Genesaretvatni. Ætli Geiri Júlla sé ekki einn um það að eiga sér þá ósk heitasta að mega veiða gaddaskötu á Genesaretvatni í næsta lífi? Þá er komið að lokaþættinum. Haustglæður heitir hann. Krían er farin. Komið haust. Rjúpan er byrj- uð að ropa í garðinum og skíta út sólpallana. Kominn tími til að kveðja. Alda er kvödd. Sú sem átti hrútana Nixon og Pompidou. Ás- laugur á Sólbakka er kvaddur og sjálfsagt fleiri. „Eg stend einn í skut ferjunnar og stari út í grá- mann“. Hugurinn reikar og sér sýnir. „Svo kemur vindhviða frá vestri og sópar burt þessari sýn; allt er horfið en Hrísey birtist á nýjan leik hljóð og auð í haustlitum, bíðandi fyrstu snjókomu". Þökk fyrir ánægjulega stund. Sigurjón Björnsson Nýjar hljómplötur • DIDDÚ - Klassík hefur að geyma margar af vinsælustu aríum óperunnar í flutningi Diddúar, s.s. eftir Rossini, Puccini, Strauss, Sieczynski, Hándel, Verdi, Dvorák og Carl Orff. Undirleik annast Sinfóníu- hljómsveit Is- lands, undir stjórn Robins Stapleton. Einnig syngur Karlakór Reykja- víkur og Hljómkórinn með Diddú í tveimur lögum. Utgefandi er Skífan. Framleið- andi og stjórnandi upptöku var Björgvin Halldórsson en hann hef- ur áður unnið með Diddú að þrem- ur plötum hennar. Verð: 2.299 kr. ------------------ • ÍSLENSKA einsöngslagið 1 & 2 - Fagurt syngur svanurinn er end- urútgefín ínýrri umgjörð. Hún kom áður út árið 1994. Sverrir Guðjónsson, kontratenór, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Kolbeinn Ketiisson, tenór, Rann- veig Fríða Bragadóttir, mezzósópr- an, Kristinn Sigmundsson, bassa- baríton, Sóli-ún Bragadóttir, sópr- an, Garðar Cortes, tenór, og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja 56 íslenskar einsöngsperlur. Á plötunni er að fínna þverskurð af íslenskum einsöngsperlum frá lokum síðustu aldar fram til dags- ins í dag. A forsíðu er mynd eftir myndlistarmanninn Helga Þorgils Friðjónsson. I efnisskrá fylgja ljóðatextar á íslensku í enskii þýð- ingu Rutar Magnússon. Utgefandi er Menningarmiðstöð- in Gerðubergi og Smekkleysu ehf. Verð: 2.999 kr. Tena Palmer Ingólfur Margeirsson Eru peningarnir að skila sér? © © ©© © GÍRÓ GÍRÓ GÍRÓ GÍRÓ Kynntu þér nýjan bækiing um notkun gíróseðla í bönkum. sparisjóðum og á pósthúsum. Samstarfsnefnd um gíróþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.