Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ EN ÞÚ MÁTT KALLA MIG BÓBÓ er saga um æsilega leit Blíöfinns að besta vini sínum um dimma skóga og há fjöll þar sem mörg hættuleg verket'ni bfða hans. Þessi nýja bók borvaldar Þorsteinssonar er f senn viðburðarík, fyndin, snjöll - og sorgleg. Þorvaldur er meðal annars að góðu kunnur fyrir Skilaboðaskjóðuna, eina vinsælustu barnasögu seinni ára. vT' BJARTUR NÝ BÓK EFTIR HÖFUND SKILABOÐASKJÓÐUNNAR LISTIR RADDIR EINSEMDARINNAR LEIKLIST Annað svið, Iðnó »<» Ctvarpslcikhnsið BEÐIÐ EFTIR BECKETT Þrír einþáttungar eftir Samuel Beckett. íslensk þýðing: Árni Ibsen og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Leik- stjórn og hljóð: Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Leikarar: Róbert Arnfínnsson, Ásta Arnardóttir og María Ellingsen. Leikmynd og lýs- ing: Snorri Freyr Hilmarsson. Tónlist: Pétur Grétarsson. Iðnó 15. nóvember 1998. EFTIR Samuel Beckett liggur ógi-ynni ritverka: skáldsagna, leik- þátta o.fl., skrifað á ensku og frönsku. Hann ýmist frumsamdi verk sín á þessum tveimur tungum eða þýddi þau sem hann samdi á annarri tungunni yfír á hina. Þó er kannski ekki hægt að tala um eigin- legar „þýðingar" í tilviki Becketts, öllu heldur er um að ræða „tví- tyngt“ höfundarverk þar sem ensku textarnir annars vegar og hinir frönsku hins vegar eru í ýmsu frá- brugðnir hver öðrum, eru ekki „eins“ (sem að sjálfsögðu getur í raun aldrei orðið þegar um ólík tungumál er að ræða). í þessu sam- bandi er athyglisvert að stærsti hluti verka Becketts fjallar á einn eða annan hátt um takmarkanir tungumálsins og erfíðleika mann- legrar tjáningar. Þau fjalla um þögnina, einsemdina, tímann, end- urtekninguna, þjáninguna og dauð- ann. Þá skoðun að tungumálið væri óhæft til tjáningar tjáði Beckett í mörgum orðum á tveimur tungu- málum. Einþáttungarnir þrír sem fluttir voru í Iðnó síðastliðið sunnudags- kvöld gáfu ágæta mynd af þessu að- alinntaki verka Becketts. Fyrst var flutt Eintal (A Pieee of Monolouge, 1979) í þýðingu Árna Ibsen. Róbert Amfinnsson flutti þetta verk í Rík- isútvarpinu 1991 undir leikstjóm þýðanda og síðan birtist þýðingin í Tímariti Máls og menningar, öðm hefti 1994 (ekki 1993 eins og stend- ur í leikskrá). Hér var farin sú leið að spila upptöku Utvarpsleikhúss- ins af bandi og spunnin ný umgjörð um textann. Þ.e.a.s. mælandinn (Róbert Arnfinnsson) hlustar á ein- talið sitt sjö árum seinna, búningur hans er breyttur en aðstaða hans og bið virðist söm við sig. Ámi Ibsen lýsir eintalinu þannig í TMM: „Rödd talar án afláts í tómi, vana- bundin í hrikalegri einsemd, líkt og dæmd til að endurtaka einfalda sögu sína í sífellu, uns dauðinn leys- ir hana undan þeimi kvöð. Hér tvinnast saman óbærileg þrá, sökn- uður jafvel eftir móðurkviði, og dauðaósk. Öll kvöl tilverunnar er komin í einn farveg og stendur per- sónunni fyrir hugskotssjónum sem skelfíleg minning um greftrun móð- urinnar. Allt ber að þeirri gröf. Per- sónan reynir að gera sér biðina bærilegri með því að reyna að orða hlutskipti sitt og hvarflar milli kval- ar, sjálfsfyrirlitningar og sjálfs- háðs.“ Þetta er flott og útskýrandi lýsing á texta sem við fyrstu hlust- un virðist samhengislítill og lokað- ur. Rödd Róberts Arnfínnssonar hljómaði mögnuð og blæbrigðarík af bandinu, seiðandi og vegna eðlis textans (endurtekningar, skomar setningar, stök orð) stundum svæf- andi. Næst lék og las Ásta Ai’nardóttir þýðingu Árna Ibsen á Ohio Impromptu (1981). I þessum ein- þáttungi em tvær persónur: Lesari og hlustandi sem sitja andspænis hvor öðmm og sá síðarnefndi bregst við lestri þess fyrrnefnda með þvi að berja í borðið öðm hverju. í þessari uppfærslu er hlustandanum breytt í andlit á sjón- varpsskjá sem í stað þess að berja í borðið hverfur af skjánum við og Tvær úr Tungunum KVIKMYJVPIR Háskólabíó STELPUKVÖLD „GIRLS’ NIGHT“ irk'k. Leikstjóri: Nick Hurran. Handrit: Kay Mellor. Kvikmyndatökustjóri: David Odd. Tónlist: Ed Shearmur. Aðalhlutverk: Brenda Blethyn, Julie Walters, Kris Kristoffcrson. Capitol. 1997. VIÐ erum tvær úr Tungunum og til í hvað sem er, var sungið á ámm áður og textinn á ágæta vel við tvær miðaldra konur úr verkalýðsstétt í þessu breska krabbameinsdrama, Stelpukvöldi, sem halda á vit ævin- týranna í spilaborginni Las Vegas eftir að kemur í ljós að önnur er með ólæknandi krabbamein. Þær em æskuvinkonur og ætla að fríka út almennilega áður en það verður of seint og skilja breska drungann eftir heima. Neonborgin í eyðimörk- inni tekur þeim vitaskuld fagnandi og þar er meira að segja kúreki í formi Rris Kristofferson, sem getur látið drauma hvaða konu sem er rætast. Stelpukvöld er gerð í raunsæisstíl leikstjóra á borð við Mike Leigh og Ken Loach, breska verkamannaum- hverfíð er ósvikið og persónurnar allar brakandi ekta. Eini munurinn er kannski sá að leikstjórinn, Nick Hurran, leggur meiri áherslu á að koma tárakirtlunum í gang en hin- um tveimur kæmi nokkru sinni í hug. Stelpukvöld er fjörug og skemmtileg en efnið býður upp á þriggjaklúta meðferðina og leik- stjórinn notfærir sér það út í ystu æsar. Leikkonurnar tvær í aðalhlut- verkunum eru vítamínsprauta myndarinnar. Julie Walters er sú fjörugri, hefur gefíð eiginmanninn upp á bátinn, stendur í vonlausu ástarsambandi og missir vinnuna fyrir kjafthátt. Þetta er mikil hávað- arulla fyrir Walters sem veldur henni ágætlega. Brenda Blethyn leikur algjöra andstæðu hennar, feimna og óframfærna miðaldra konu sem berst í bökkum með sína litlu fjölskyldu en gefur vinkonu sinni fímm milljónir króna af tíu milljóna bingóvinningi, af því þær höfðu alltaf gefið hvor annarri smá- vinningana á bingókvöldunum. Vinningurinn gerir þeim kleift að halda til Las Vegas. Brenda hefur allt annan leikstíl, hófsemin og kyrrðin uppmáluð en nær ekki síður árangri. Saman mynda þær kostulegt par í Las Vegas og reyndar hvar sem er og það er greinilega grunnhug- myndin sem unnið er eftir; þær eru Thelma og Louise allra Sóknar- kvenna. Ki-is fyllir svo upp í mynd- ina sem roskinn kúreki í fyrirheitna landinu. Stelpukvöld er prýðileg mynd, full grátklökk en óvenjuleg og á sinn hátt frumleg. Arnaldur Indriðason við. Andlitið á skjánum er andlit les- arans og verður því að e.k. spegil- mynd eða öðru sjálfí þess sem les. Flutningur Ástu var með ágætum. Síðasti einþáttungurinn, Vöggu- vísa (Rockaby, 1981), samanstendur af orðum/hugsunum konu sem er komin að endalokum í margs konar skilningi. Langur dagur er liðinn og „tímabært að hún hætti“. Einmana- kennd, þreyta, sambandsleysi og þráin eftir dauðanum gegnumsýra þennan texta sem María Ellingsen las (af bandi) á áhrifaríkan hátt. María situr í ruggustól, hreyfingar- lítil, hlustar á eigin rödd og tekur undir einstaka setningu. Sú stað- reynd að María er barnshafandi jók áhrif textans til muna. Segja má að dauðaþrá verksins fái aukna vídd með lífinu sem bærist í kviði kon- unnar, og hafa þau Þorsteinn J. og María þarna „bamað“ texta Becketts svo um munar. Sviðsmynd og lýsing Snorra Freys Hilmarssonar var mögnuð í einfaldleika sínum og var hægt að sjá endalausar myndir í bakgmnn- inum í samspili ljóss og skyggðra fleta leikmyndarinnar. Tónlist Pét- urs Grétarssonar jók svo enn á seið- andi stemmninguna sem þó fyrst og fremst framkallaðist af blæbrigða- ríkum röddum leikaranna, hvort sem var af bandi (Róbert og María) eða beinum lestri (Ásta). Fleiri sýningar á Beðið eftir Beckett em ekki fyrirhugaðar. Leikstjórinn orðar það svo í viðtali við Morgunblaðið að það sé „eitt- hvað svo beckettískt að hafa bara eina sýningu, þetta er bara eitt at- vik. Beckett er líka svo „brilliant" höfundur að það er alveg nóg að sýna hann bara einu sinni“. Lítið yrði úr starfsemi leikhúsanna ef þetta sjónarmið væri ráðandi! En um þessa einu sýningu má því segja (með tilvísun í upphafsorð Eintals): Fæðingin dró hana til dauða. Soffía Auður Birgisdóttir HANDÞRYKKT taska eftir Björk Magnúsdóttur. Tauþrykk í Sneglu listhúsi SNEGLA listhús stendur fyrir kynningu á handþrykktum töskum eftir Björk Magnúsdótt- ur, textílhönnuð, í Gluggum Listhússins, dagana 13.-30. nóvember. Björk Magnúsdóttir lauk námi frá MHÍ 1986 og hefur unnið að textflhönnun síðan. Töskurnar eru allar unnar á bómullar-sléttflauel. Snegla listhús er á horni Klapparstígs og Grettisgötu og er opið virka daga kl. 12-18, laugardaga kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.