Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 31 LASERPRENTARA BYLTINGIN FRA MINOLTA -Á VERÐI SEM KEMUR Á ÓVART! Ertu búinn að skipta um bremsuklossa? TOYOTA Hlrimi;! Nýbýlavegi 4-8 S. 563 4400 PAGEPRO 6: 6 eintök ó mín. 600x600 dpi, PCL 5e samhæfður. PAGEPRO 12:12 einfök 6 mín. 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappírsbakki. PAGEPRO 20: 20 eintök 6 min. A3 (yfirstærð) 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og poppírsbokki. MINOLTA KJARAN TÆKNIBUNAÐUR COLOR PAGEPRO: Fyrir PC og Mac. 3 eintök i lit, 12 eintök sv/hv. ó mín. 600x600 dpi. Aukabúnoður: Netkort,PostScript og pappírsbokki. SKYR MYND-SKYR HUGSUN SÍÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5500 510 5520 www.kjaran.is Komdu í skoðun LISTIR Fjöður á andar- drætti Drottins TONLIST Hallgrfmskirkja MIÐALDATÓNLEIKAR Verk eftir Hildegard frá Bingen. Miðaldatónlistarhópurinn ALBA (Agnethe Christensen alt; Helen Davies, iniðaldahörpur; Poul Hoxbro, pípur, saltari og trumbur) ásamt fé- lögum úr Vox Feminae undir hand- leiðslu Margrétar Pálmadóttur. Hallgrímskirkju, laugardaginn 14. nóvember kl. 17. AÐRIR af þrennum tónleikum ársins undir fyrirsögninni „Norður- ljós - Tónlistarhátíð Musica Ant- iqua“ fóru fram við fjölmenni í Hall- grímskirkju á laugardaginn var í ljósaskiptunum, þegar heiðskír him- inn fáði glugga í kórenda kirkjunn- ar purpurabjarma úr rökkursátt og setti tónlistarflutningnum kyrrláta umgjörð. Hefði einradda söngur um tuttugu félaga úr Vox Feminae ekki komið til hefði hylæmi staðarins þó sennilega borið fíngertframlag mið- aldatónlistarhópsins Ölbu ofurliði og komið fáum áheyrendum að gagni nema þeim er næst sátu. Sneið Skálholtskirkja miðaldamús- íkinni veikburðu öllu hæfilegri hljómstakk en gímaldið á Skóla- vörðuholti, þegar hópurinn sótti síð- ast landið heim í ágúst í fyrra með lögum eftir m.a. Hildigerði og Al- fons spaka Kastalalandskonung í farteskinu. Hópurinn sem kennir sig við hvít- an himin morgunlokkunnar (sbr. fr. ,,aubade“) var þá að vísu aðeins dúó. Hér hafði honum bætzt velski mið- aldahörpuleikarinn Helen Davies, en gotneska handharpan (sem strangt til tekið var full ung fyi'ir 12. aldar tónlist Hildigerðar) var síður en svo jafnoki sinfóníuhörpum nútímans að styrk. Né heldur var saltari Hpxbros raddmikið hljóð- færi, og ekki frekar fámennur „nunnukór" VF-hópsins. En þótt nútímaeyru væru óvön jafnlágvær- um tónlistarflutningi var hann óneitanlega í fögru samræmi við auðmjúka sjálfslýsingu Hildigerðar abbadísar - sem lítil fjöður borin á andardrætti Drottins. Það var svolítill galli á gjöf tón- leikaskrár, er eyddi á fjórðu síðu í tilvitnanir úr lífs- og tónskoðun abbadísarinnar frá Bingen, að minnast lítið sem ekkert á forn- eskjuleg hljóðfæri hópsins, jafnvel þótt ekki væru í sérstökum brennidepli að þessu sinni. Að frá- taldri galoubet-flautu og annarri smærri einnar handar blístru Hox- bros, stórri rammatrommu, málm- gjaili og þríhorni, var aðeins fyrget- inn saltari nefndur, og þá sem hljóð- færi Hildigerðar í æsku. Gerðin var þar kölluð „sítar“ (ekki indverska langlútan, heldur „Zither“-hugtakið úr hljóðfærafræðum Sachs) sem hér var knúð litlum slegli við opna strengi svo myndaði stöðugan „bordún“ eða fetiltón, um leið og sami leikari blés blístru í vinstri hendi. Hversu upphaflegur sá „sláttarháttur“ er, og hvort megi þar af leggja bókstaflegri skilning í orðalag fornrita að slá hörpu en hingað til hefur tíðkazt, er aftur á móti óvíst, líkt og svo margt annað í túlkun miðaldatónlistar. Hin fjölhæfa Hildigerður abba- dís, sem fagnar 9 alda afmæli á þessu ári, virðist hafa verið kona skyggn. Hún var uppi á tímum svo- kallaðra leiðslubókmennta, er gátu af sér kvæði eins og Sólarljóð hér nyrðra, og trúarljóð hennar byggð- ust á sýnum hennar sjálfrar, sem hún samdi við tónlist og flutti með nunnum sínum af öryggi og frum- leika. Slíkt andlegt sjálfstæði á sér vart hliðstæðu meðal kvenklerka á miðöldum fyi-r en hjá Birgittu í Vaðsteinum, sem hins vegar vantaði tónlistargáfuna. Það er því engin furða að tónelskar kvenfrelsiskonur hafi tekið verk Hildigerðar upp á sína arma á síðustu árum, enda má heita regla að þar sé allt sungið af konum. Hinar kringum tuttugu söngkon- ur úr Voces Feminae mynduðu ör- uggan og ómþýðan einradda ramma um sætan klið saltarans og hörpu- leikarans, en það var þó sænska altsöngkonan Agnethe Christensen sem að þessu sinni stóð mest upp úr heildinni með sérkennilega djúpum og hljómmiklum raddblæ sínum, er minnti helzt á seiðandi en trega- blandið veiðióbó barokktímans. Smekklega útfærður hljóðfæra- sláttur þeirra Davies og Hoxbros var fjölbreyttur miðað við fæð tónamboða og fáskrúðugt stílaval tilurðartímans, þótt vitanlega verði litlu slegið föstu um kórrétta túlkun á verkum frá árdögum fyrstu nótna- skriftar. Var þakkarvert að fá hér að skyggnast eina ögurstund aftur um níu aldir í sérstæða tónaveröld þessa merka kvenskörungs. Ríkarður Ö. Páisson villibráð á Hótel Kirkjubæjarklaustri, laugardagskvöldin 7. og 21 nóvember n.k. Lifandi tónlist og dansleikur eftir borðhald. Verð 3.600 kr. fyrir mannimi. Gistitilboð; Verð frá 2.500 kr. fyrir manninn í tveggja manna herbergi með morgunverði Vinsamlega pantið tímanlega - í fyrra var uppselt bæði kvöldin HOTEL KIRKJU BÆJARKLAU STUR » C t l A N D A I R N O T 8 í. I Sími: 487 4799 ÍSIENSKA AUGLÝSINCASTOFAN EHF. / SÍA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.