Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 35
_________________LISTiR
I húsi minninganna
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
KEITH Reed ásamt undirleikara sínuin, Julian Isaacs.
Góður rómur gerður
að söng Keiths Reeds
TÓNLIST
Fossvogskirkja
50 ÁRA VÍGSLUAFMÆLI
FOSSVOGSKIRKJU
Sameinaðir kórar: Hljómkórinn,
Kammerkór Langholtskirkju, Kór
Bústaðakirkju, Tónakórinn, Signý
Sæmundsdóttir, Schola Cantorum og
Marteinn H. Friðriksson fluttu and-
lega tónlist. Laugardag kl. 17.00.
ÞESS var minnst í Fossvogs-
kirkju á laugardaginn að um þessar
mundir ent liðin flmmtíu ár frá
vígslu kirkjunnar. Leikir og lærðir
fluttu ávörp og blessunarorð og
nokkrir af helstu útfararkórum höf-
uðborgarinnar sameinuðu krafta
sína í söng undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar. Það kom skýrt fram í
dagskrá þessari hve tónlistin hefur
verið stór þáttur í starfsemi útfar-
arkirkjunnar. Til marks um það
voru ekki eingöngu orð þeirra sem
þarna töluðu, heldur einnig sá lif-
andi vitnisburður sem söngur kór-
anna var. Athöfnin hófst með sam-
söng kóranna og kirkjugesta í sálmi
Matthíasar Jochumssonar Fögur er
foldin og var söngur kórsins hljóm-
mikill og hreinn. Kirkjan hefur haft
greiðan aðgang að okkar bestu kór-
söngvurnum á liðnum árum, og
vafalítið er hún í dag orðinn stærsti
vinnuveitandi íslenskra söngvara.
Þar hefur skapast grundvöllur fyrir
gagnkvæm ,not“ sem hafa leitt til
þess að aldrei hafa kirkjukórar hér
verið jafn góðir og vel skipaðir
hæfíleikaríku fólki. Ui'val þessara
kóra eru söngvarar sem hafa af því
atvinnu að syngja við kirkjulegar
athafnir; fagfólk, sem fært er um að
auðga eins og best verður á kosið
þær viðkvæmu stundir sem fólk á í
,húsi minninganna“ eins Karl Sig-
urbjörnsson biskup kallaði útfarar-
kirkjuna svo fallega í ávarpi sínu.
Hápunktur dagskrárinnar í
Fossvogskirkju var frumflutningur
nýn'ar útsetningar Þorkels Sigur-
björnssonar á útfararsálminum Um
dauðans óvissan tíma, - eða Allt
eins og blómstrið eina. Þessi kæri
sálmur séra Hallgi'íms Péturssonar
er áreiðanlega hans kunnasta verk,
jafnvel að Passíusálmunum með-
töldum. Enginn sálmur á sér jafn
djúpar rætur í vitund þjóðarinnar;
líklega hefur enginn annar sálmur
ratað jafn víða í annarra skálda
skáldskap, og fullyrt skal að enginn
sálmur hefur verið jafn oft sunginn
á íslenska tungu og hann. Þessi
heillandi hugleiðing um niðamyrk-
ur og eyðingu dauðans og áhrifa-
mikla vissu skáldsins um að í trúnni
þurfl maðurinn ekkert að óttast,
hefur verið þjóðinni hugstæð um
aldir. Það að fá eitt helsta sálma-
skáld þjóðarinnar í tónum, til að
búa þessu gamla lagi nýtt líf vai'
sannarlega vel til fundið á þessum
tímamótum hjá Fossvogskirkju.
Þorkell Sigurbjörnsson fór þá leið
að velja hverju erindi sálmsins sinn
sérstaka búning; - allt frá því sem
næst hefðbundnu útsetningunni,
einradda söng kórsins án undirleiks
til flúraðs samspils orgels og
margradda kórs, og í ellefta erindi
sálmsins bryddaði sópranrödd
Signýjar Sæmundsdóttur sálminn í
yfirrödd yfir kórnum. Áhrif þessara
margþættu útsetninga voru ekki
ósvipuð því sem heyra má í stóru
trúarverkum Jóhanns Sebastians
Bach eins og Mattheusarpassíunni
þar sem sama sálmalagið er útsett
á ólíka vegu í hvert sinn sem það
heyrist. Kórinn söng verkið mjög
vel undir stjórn Jóns Stefánssonar
og við organundirleik Marteins H.
Friðrikssonar dómorganista. Helst
vantaði að kirkjugestir tækju undir
þar sem svo var fyrir mælt. Það er
ljóst að kórum landsins er mikill
fengur að þessu nýja afar fallega
verki Þorkels. Vel má hugsa sér að
útsetningarnar verði notaðar eftir
því sem hentar á hverjum stað og
aðsæður leyfa, og öll líkindi til þess
að sálmurinn um blómið eigi enn
langa lífdaga fyrir höndum.
Eftir fleiri ávörp söng ný-verð-
launaður kammerkór Hallgi’íms-
kirkju, Schola Cantorum, þrjár
mótettur eftir Thomas Tallis og
söng með afbrigðum vel, svo dá-
samlega lét í eyrum.
Meðal atriða á dagskránni í
Fossvogskirkju var myndasýning
úr sögu kirkjunnar. Myndin sjálf
var einstaklega skemmtilega gerð
og höfundum sínum til mikils sóma,
en ekki hvað síst vakti athygli tón-
listargagnrýnanda tónlistarflutn-
ingur þeirra Hilmars Jenssonar
gítarleikara og Gunnars Hrafns-
sonar bassaleikara sem spunnu
undir af mikiili list og fléttuðu inn í
spunann kunnum lagstúfum eins og
þjóðlaginu Ljósið kemur langt og
mjótt. Dagskránni lauk með eftir-
spili, Prelúdíu í c-moll eftir Bach, í
flutningi dómorganistans.
Fossvogskirkja er hús minning-
anna. Þar hefur tónlistin búið minn-
ingunum umgjörð með fulltingi
okkar bestu tónlistarmanna. Megi
svo verða lengi enn.
Bergþóra Jónsdóttir
Vaöbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið.
KEITH Reed, söngvari og söng-
kennari frá Egilsstöðum, hélt
einsöngstónleika við undirleik
Julians Isaacs í grunnskólanum
á Brúarási á Norður-Héraði á
dögunum. A efnisskránni voru
amerískir negrasálmar, óperu-
aríur úr Don Giovanni eftir Moz-
art og Faust eftir Gounod.
Einnig söng Keith Old man river
úr söngleiknum Show Boat.
Tónleikagestir voru flestir
nemendur grunnskólans á
Brúarási og það var nijög gam-
an að sjá hvað Keith gat haldið
athygli krakkanna óskiptri.
Krakkarnir gerðu góðan róm að
söng hans, þótt ætla megi að óp-
eruaríur séu ekki efstar á vin-
sældalista krakka á þessum
aldri. Auk þess fræddi Keith
krakkana og aðra viðstadda um
helstu atriði varðandi kiassiskan
söng, um leið og hann söng fyrir
gesti.
Það er mikill fengur fyrir
byggðarlag eins og Norður-Hér-
að að fá í heimsókn jafn færan
söngvara og Keith Reed og ekki
á hverjum degi sem boðið er upp
á einsöng atvinnumanns í
byggðarlaginu og voru tónleika-
gestir sammála um að hann og
undirleikari hans ættu þakkir
skildar fyrir framtakið.
MMM
ETÁ
GRIPTU TÆKIFÆRIÐ I KULDAKASTI B&L OG TRYGGÐU ÞER HYUNDAI ACCENT MEÐ
HLYLEGUM OG GLÆSILEGUM VETRARKAUPAUKA.
VETRARDEKK Á ÁLFELGUMOG BENSÍN í
VETUR ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU !*
Allt að 450 l af bensíni, álfelgur í stað stálfelgna.
Ármúla 13 • Söludeild 575 1220 • Skiptiborð 575 1200