Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 39
l almannavarnanefndir á bakvakt
Morgunblaðið/Þorkell
ígrenni að undanförnu og samkvæmt frétt frá Almannavörnum ríkisins eru
Idar líkur á að stór skjálfti gæti enn riðið yfir.
.) og Þorsteinn Hjartarson aðstoðar-
innskólann í Hveragerði.
Morgunblaðið/AJdís
hrundi úr hillunum á laugardaginn.
ann og hófu síðan vakt um húsið
undir kvöldið. Engilbert flutti sig
hins vegar yfir í næsta hús til Svövu
dóttur sinnar, sem ásamt eiginmanni
sínum bjó sig undir vökunótt vegna
aðvarana Almannavarnanefndar um
fleiri skjálfta.
I
Stóri skjálftinn á föstudag
hafði lítil áhrif
Engilbert bar sig karlmannlega
þrátt fyiár ógæfuna og sagðist
myndu hefja endurbætur á húsinu,
en hann hefur búið í því síðan 1944.
Jarðskjálftar liðinna ára hafa lítið
hreyft við húsinu, sem er forskalað
timburhús, en að þessu sinni lét það
verulega undan. „Þetta er langharð-
asti skjálftinn sem hefur komið
hérna,“ sagði Engilbert.
„Eg hef ekki trú á því að hann hafi
ekki verið nema 4,7 á Richter því
skjálftinn á föstudag, sem var 5 á
Richter hafði varla teljandi áhrif.
Núna hékk ekki ein einasta mynd
uppi á veggjum og allt var í kássu á
gólfinu, bækur og aðrir munir. Ég er
ákveðinn í því að endurbyggja húsið
eftir að skemmdir hafa verið metn-
ar, það er ekki um annað að ræða,“
sagði Engilbert.
Lykilmenn áfram
á bakvakt
„Enn hefur ekki verið tekin
ákvörðun um að aflétta að fullu þeim
viðbúnaði sem verið hefur síðan á
föstudag en nokkuð hefur dregið úr
virkni á svæðinu,“ sagði Einar
Mathiesen, bæjarstjóri í Hveragerði,
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Ekki er vakt í stjórnstöð almanna-
varnanefndarinnar en lykilmenn eru
á bakvakt. Einn skjálfti fannst
klukkan 11.50 og var hann 3,2 að
styrkleika.
Sá viðbúnaður sem verið hefur
felst meðal annars í því að almanna-
varnanefnd hefur verið á vakt og
fengið fréttir af jarðhræringum, haft
björgunarmenn með búnað í kallfæri
og lögi-eglan var með bíl í Hvera-
gerði aðfaranótt mánudags en ekki
var talin þörf á að hafa bíl í Þorláks-
höfn. „Við hefðum gjarnan viljað
geta létt af þessum sérstaka viðbún-
aði en beðið fólk um að hafa varann
á,“ sagði bæjarstjórinn.
„Almannavarnir ríkisins hefur
lagt mikla áherslu á vöktun og úr-
vinnslu gagna og verður svo áfram
næstu daga til að fylgjast með því
hvort breyting verður á núverandi
stöðu. Það hafa verið taldar líkur á
stærri skjálfta, kannski allt að 5,5 á
Richter, í kjölfar þessarar hrinu en
um það er engin vissa en talið rétt að
viðhafa vissan viðbúnað áfram,“
sagði Einar ennfremur.
Fram kom í samtalinu við Einar
að eftir jarðskjálftann í júní í sum-
ar og á síðasta ári hefði Verk-
fræðistofnun Háskólans tekið að
sér að safna ákveðnum upplýsing-
um og gögnum og svo væri einnig
nú. Kannaðar væru skemmdir og
áhrif og tekin saman skýrsla sem
nota mætti í forvaranaskyni.
Skoðað hefur verið úrtak 26 húsa
eftir skjálftana. „Þarna er bæði
verið að safna gögnum vegna for-
varna og í þágu vísinda sem bæði
almannavarnarnefnd getur haft
gagn af auk þeirra upplýsinga sem
Veðurstofan safnar um jarðhrær-
ingarnar."
A Island að undirrita
Kyoto-bókunina?
Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ákveðið að
undirrita Kyoto-bókunina eru litlar líkur
taldar á að undirritunin verði staðfest á
s
Bandaríkjaþingi í náinni framtíð. Islensk
stjórnvöld munu fljótlega taka ákvörðun
s
um hvort Island gerist stofnaðili að bók-
^ —
uninni. Egill Olafsson skoðaði þá kosti
7“ ’ ' “
sem Island stendur frammi fyrir.
RÍKISSTJÓRNIN mun á
næstu dögum taka til um-
fjöllunar hvort ísland eigi
að gerast stofnaðili að
Kyoto-bókuninni, en ákvörðun um
það verður að liggja fyrir eigi síðar
en 15. mars nk. Guðmundur Bjarna-
son umhverfisráðherra vill ekki gefa
upp hvaða tillögu hann ætlar að
leggja fyrir ríkisstjórnina, en segir
að íslensk stjórnvöld verði m.a. að
hafa í huga hvernig okkar staða
verði til að taka þátt í áframhaldandi
samningaviðræðum og stefnumótun
á þessu sviði.
Til að Kyoto-bókunin öðlist gildi
þurfa ríki sem losa 55% af heildar-
losun gróðurhúsalofttegunda í heim-
inum að staðfesta hana. Bandaríkin
losa um 25% af öllum gróðurhúsa-
lofttegundum. Það er því ljóst að
bókunin hefði öðlast gildi þótt að
Bandaríkin hefðu ekki verið með.
Bandaríkin undirrita
en langt í staðfestingu
Sem kunnugt er lýsti fulltrúi
Bandaríkjanna á loftslagsráðstefn-
unni í Buenos Aires því yfir að
Bandaríkin myndu undirrita Kyoto-
bókunina. Þar með hafa öll aðildar-
ríki OECD undirritað hana nema ís-
land. Mikilvægt er að gera greinar-
mun á undirritun og staðfestingu.
Undirritun felur nánast ekki annað í
sér en viljayfirlýsingu stjói-nar við-
komandi lands um að hún muni
leggja málið íýrir þjóðþing sitt. Það
er síðan ekki fyrr en þingið er búið
að samþykkja bókunina sem ríkið
gerist formlegur aðili að Kyoto-bók-
uninni.
Ákvörðun stjórnar Bandaríkjanna
að undirrita Kyoto-bókunina kom
sumum á óvart, ekki síst í ljósi þess
að á bandaríska þinginu er mikil
andstaða við að Bandaríkin sam-
þykki bókunina. Fullyrt er að þýð-
ingarlaust sé að reyna að knýja bók-
unina í gegnum þingið í dag því
henni yrði hafnað. Litlar líkur era
taldar á að reynt verði að bera hana
undir atkvæði á þinginu fyiT en í
fyrsta lagi eftir þing- og forseta-
kosningarnar árið 2000. Umhverfis-
mál era hápólitísk mál í Bandaríkj-
unum og Repúblikanaflokkurinn,
sem fer með meirihluta í báðum
þingdeildum, er andsnúinn því að
Bandaríkin taki á sig frekari skuld-
bindingar í umhverfismálum.
Veraleg andstaða er almennt við
það í Bandaríkjunum að Bandaríkja-
menn taki á sig nýjar alþjóðlegar
skuldbindingar. Sem dæmi um þetta
má nefna að Bandaríkjaþing hefur
ekki enn staðfest samninginn um líf-
fræðilegan fjölbreytileika, sem er syst-
ursamningur Kyoto-bókunarinnar.
Meðal þess sem bandarísk stjórn-
völd hafa sett fyrir sig er að þróun-
arríkin standa utan við Kyoto-bók-
unina og öflug ríki í Asíu eins og
Kína, Indland, Mexfkó, Argentína og
Kórea taka ekki á sig neinar skuld-
bindingar varðandi takmörkun á los-
un gróðurhúsalofttegunda. Eitt af
því sem mest var deilt um í Buenos
Aires var hvort þróunarríkin ættu
að taka á sig slíkar skuldbindingar.
Bandaríkin og fleiri ríki kröfðust
þess að umræða um þetta yrði tekin
á formlega dagskrá ráðstefnunnar,
en því neituðu þróunarríkin. Niður-
staðan varð sú að þetta var ekki
rætt. Réð þar ekki síst hörð and-
staða Kína.
Rétt er að hafa í huga að þróunar-
ríkin era misjafnlega á vegi stödd og
eiga misjafnlega erfitt með að taka á
sig skuldbindingar í þessu efni. Und-
ir lok ráðstefnunnar í Buenos Ai-ies
lýsti fulltrúi Ai-gentínu því yfir að
Argentína myndi skoða alvarlega
fyrir næsta fund að taka á sig skuld-
bindingar varðandi losun gróður-
húsalofttegunda. Vonast er eftir að
ríki eins og Mexíkó og Kórea fylgi
einnig fordæmi Argentínu. Enn sem
komið er hafa þróunarríkin ekki gef-
ið það mikið eftir að líklegt sé að það
dugi til að auðvelda stuðningsmönn-
um Kyoto-bókunarinnar í Banda-
ríkjunum að fá hana samþykkta á
Bandaríkjaþingi.
Hafa ber í huga að þegar rætt er
um að þróunarríkin taki á sig skuld-
bindingar er verið að ræða' um að
takmarka aukningu þeirra á losun.
Flestallir eru sammála um að þróun-
arríkin verði að fá svigrúm til að
auka sinn hagvöxt, en honum fylgir
aukin mengun.
Halldór Þorgeirsson, deildarstjóri
í umhverfisráðuneytinu, sagðist telja
að ein af ástæðum þess að Bandarík-
in ákváðu að lýsa því yfir á ráðstefn-
unni að þau myndu undirrita Kyoto-
bókunina væri að þau vildu ekki
standa í vegi fyrir því að jákvæð
skref yi'ðu stigin fram á við í þessum
málum. Þau hefðu viljað með undir-
rituninni hvetja þjóðirnar til að
halda áfram viðræðum um þessi mál.
Hann sagði hins vegar alla gera sér
grein fyrir þeirri miklu andstöðu
sem væri við staðfestingu bókunar-
innar í Bandaríkjunum og enginn
viti hvað hún taki langan tíma. í
þessu sambandi minnti hann á að
það hefði tekið Norðmenn 12 ár að
staðfesta undirritun sína á hafrétt-
arsáttmálanum.
Þátttaka í stefnumótun
nauðsyuleg
ísland hefur lagt áherslu á sér-
stöðu landsins vegna stærðar hag-
kerfisins og hvað allar ákvarðanir í
umhverfismálum hafi mikil áhrif á
skuldbindingar íslands. Tillaga ís-
lands um þetta efni fékkst ekki af-
gi-eidd, en umræða um hana er kom-
in í ákveðinn farveg og ljóst að til-
lagan fær endanlega afgreiðslu á
næsta fundi eftir eitt ár.
Guðmundur Bjarnason sagði að
þó að tillagan hefði ekki verið af-
greidd hefðu sjónarmið Islands
mætt skilningi og málið skýi-st. í
umræðum á ráðstefnunni hefði
meira að segja fulltrúi AOSIS, sem
eru samtök smárra eyja, sagt að
hann skildi sérstöðu íslands, en
AOSIS hefur lýst andstöðu við til-
löguna. Guðmundur sagði að íslensk
stjórnvöld þyrftu nú að ákveða hvort
Islánd ætti að gerast stofnaðili að
Kyoto-bókuninni. Hann vildi ekki
láta uppi afstöðu sína, en sagði að í
sínum huga hefði það alla tíð verið
ljóst að ísland ætti að stefna að því
að gerast aðili. Spurningin væri
frekar um tímasetningu.
„Akvörðun Bandaríkjanna um að
skrifa undir á ekki að hafa áhrif á
Reuters
FJÖLMARGIR hópar umhverfis-
verndarsinna héldu til Buenos
Aires í tilefni loftslagsráðstefn-
unnar. Þeirra á meðal voru þess-
ir piltar frá Suður-Kóreu, sem -
settu á svið endalok siðmenning-
ar vegna gróðurhúsaáhrifanna.
okkar afstöðu. Bandaríkjamenn
skrifa undir á sínum forsendum þeg-
ar þeir telja tilefni og ástæðu til. Við
eigum ekkert sameiginlegt með
þeim í viðhorfum til samningsins.
Við hljótum að meta þetta á okkar
forsendum. Við þurfum að fara vel
yfir þetta frá öllum hliðum og m.a.
hvernig okkar staða verður til að
taka þátt í áframhaldandi samninga-
viðræðum og stefnumótun samn-
ingsins ef við höfum ekki undirritað
bókunina. Akvörðunin er hins vegar
fyi'st og fremst pólitísk," sagði Guð-
mundur.
Pólitísk ákvörðun
Þó það sé ekkert sem knýr ísland
til að vera stofnaðili að Kyoto-bók-
uninni er Ijóst að það getur haft
vissa erfiðleika í för með sér fyrir ís-
land að vera eina OECD landið sem
undirritar hana ekki. Ólíklegt er að
ísland geti vænst þess að tillit verði
tekið til sjónarmiða þess á næstu
fundum um málið ef það hafnar því
að vera með. Það má því færa rök
fyrir því að ísland væri með vissum
hætti að einangra sig í alþjóðlegri
umræðu um umhverfísmál verði það
ekki með.
Það er hins vegar ljóst að ef ís-
land undirritar samninginn og stað-
festir hann án þess að hafa náð
samningsmarkmiðum sínum fram-
gengt verða íslensk stjómvöld að
endurskoða þá stóriðjustefnu sem
þau hafa stutt. Álver á Austurlandi
rúmast ekki innan þess útblást-
urskvóta sem ísland fær samkvæmt
Kyoto-bókuninni.
En það er fleira en alþjóðapólitík
sem er líklegt til að hafa áhrif á af-
stöðu ríkisstjórnarinnar. Reikna má
með að pólitíkin hér heima skipti
einnig máli. Stjórnarandstaðan hef-
ur lýst því yfir afdráttarlaust að ís-
land eigi að staðfesta Kyoto-bókun-
ina. Forsætisráðherra lýsti fyrir
helgi yfir miklum efasemdum um að
rétt væri að Island undirritaði bók-
unina, en utanríkisráðherra útilokaði
það hins vegar ekki. Framsóknar-
flokkurinn fer bæði með umhverfis-
og iðnaðarráðuneyti í ríkisstjórninni
og hann hefur því þurft að verja
stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverf-
is- og stóriðjumálum, sem iðulega
hefur verið harðlega gagnrýnd. Það
er því ljóst að þetta mál er að sumu
leyti erfiðara fyrir Framsóknar-
flokkinn en Sjálfstæðisflokkinn.
Ekki má gleyma því að alþingiskosn-
ingar fara fram eftir nokkra mánuði
og búast má við að þetta mál verði
eitt af kosningamálunum. Afstaða
stjórnarflokkanna kann að mótast að
einhverju leyti af því.