Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 48

Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKAUTA K HOLIIN REYKJAVÍK Veturinn 1998-’99 OPNUNARTIMAR Skólar og sérhópar Opið frá mánud. til föstud. kl. 10:00-15:00 Almenningur og hópar Mánudaga kl. 12:00-15:00 Þriðjudaga kl. 12:00-15:00 Miðvikud. og fimmtud. kl. 12:00-15:00 og kl. 17:00-19:30 Föstudago kl. 13:00-23:00 Laugcrdaga kl. 13:00-18:00 (Kvölddagskrá auglýst sér) Sunnudaga kl. 13:00-18:00 Útleiga á laugardagskvaldum VORURMEÐ ÞESSU MERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfiö. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. m UMHVERFISMERKISRÁÐ W/Z/ HOLLUSTUVERND RÍKISINS Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins í síma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is * Nettnf^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Danskar baðinnréttingar í miklu úrvali. Falleg og vönduð vara á vægu verði. iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVfK SÍMI552 4420 _________AÐSENPAR GREINAR Meðalbóndi býr til 4 störf í þéttbýli MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um hinn mikla fólksflótta frá hinum dreifðu byggð- um landsins, enda um alvörumál að ræða. Þessi flótti hefur eðli- lega aukist í réttu hlut- falli við aukna eftir- spurn eftir vinnuafli á Faxaflóasvæðinu. Fyr- irbærið er auðvitað ekkert óeðlilegt í ljósi þess að sum útgerð- arpláss hafa misst frá sér fiskveiðikvóta í verulegum mæli og bændur landsins nú aðeins orðnir hálf- drættingar t.d. við iðnaðarmenn, hvað kaup snertir. Að sjálfsögðu bar nauðsyn til að stjórna land- búnaðarframleiðslunni og eins sókninni í fiskistofnana, en því mið- ur hafa kvótakerfin til lands og sjávar reynst svo gölluð, að þau hafa mjög stuðlað að fólksflóttanum frá landsbyggðinni og því nauðsyn, að sníða af þeim mestu vankantana. Flóttinn frá byggðum landsins er og hefur verið algjörlega óskipulegt undanhald. Það hefur aldrei verið reynt að stýra því hvað færi í eyði og hvað ekki. Hvað snertir sveitir landsins, þá var og er énn vanda- laust að búa til vissa hvata til að stýra eyðingu byggðanna. Það er t.d. löngu tímabært að fólki, sem byggir illa uppbyggðar, kostarýrar og illa settar jarðir, sé ti-yggt viðun- andi verð fyrir þær svo það losni frá þeim, ef það vill hætta búskap. Það er mun betri kostur, að slíkar jarðir falli í eyði, en jarðir, sem vel eru í sveit settar, með góðar byggingar og mikla ræktun. Með falli slíkra jarða fara miklir fjáiTnunir í súginn, en það er nú algengt eftir að fram- leiðslurétturinn (kvótinn) var gerð- ur að verslunarvöru. Margir ein- blína á að fækka bændunum og láta þá, sem eftir sitja stækka búin að mun. Eg efast um, að menn geri sér fullljóst, hvað þeir eru að tala um. Það liggur ekkert íýrir um það, hvað sé hagstæðasta bústærðin á Islandi í dag. Það þyrfti þó nauð- synlega að kanna vandlega. Ég hef efa- semdir um það, að þeir, sem reka al- stærstu búin, lifi bænda best. Það er ekki það sama að vera stórbóndi og vera góð- ur bóndi. Séu menn að tala um virkileg stór- bú, þá er forsendan fyrir þeim sú, að land- búnaðurinn geti keppt um vinnuaflið á hinum almenna vinnu- markaði, en það getur hann ekki sem stend- ur. I þessu sambandi má hugsa sér byggðar- lag, sem breytt yrði á þann veg, að eftir stæðu aðeins 3-6 stórbú. Það má virkilega efast um að slíkt byggðarlag fengi staðist, því með breytingunni væru alltof margar félagslegar forsendur brostnar. Fram hafa komið tillögur um að taka beingreiðslurnar af smæstu bændunum og þeim sem náð hafa sjötíu ára aldri. Ef það kæmi til framkvæmda þýðir það, að smábú- skapurinn yrði af lífi tekinn og sjötugu fólki úthýst úr bændastétt- inni. Það sem verra er, þá mundu slíkar aðgerðir verða til þess að veita mörgum byggðarlögum náðar- höggið. Yfirleitt er það svo, að smábændur hafa fleiri járn í eldin- um en búskapinn. Þeir styðjast gjarnan við gestaþjónustu og kannski einhver hlunnindi, vinnu utan heimilis eða atvinnurekstur annan en búskap. Allavega eru þeir oft styrkar stoðir síns byggðarlags. Ég tala ekki um þar sem mannfæð er komin í það mark, að bændur ná vart fé sínu af fjalli sökum mann- fæðar. Ég sé því ekkert hættulegt við smábúskapinn a.m.k. ekki hvað snertir stöðu byggðarlaganna víða um land. Margar þjóðir Evrópu styðja smábúskapinn og sjá sér trú- lega einhvern hag í því. Nú er góðæri í landinu, sem fært hefur fólki hækkandi laun og batn- andi lífskjör. Sú er þó undantekn- ingin, að á meðan það gerist, þá lækka laun bænda og standa þeir Alls konar staðleysum um íslenzkan land- búnað og bændastétt- ina hefur, að mati Vigfúsar B. Jónssonar, verið ausið yfir þjóðina í fjölmiðlum. nú allra stétta næst því að geta kall- ast þrælastétt nútímans. Ég ætla ekki að sakast við einn eða neinn um, hversu komið er. Það þjónar engum tilgangi. Ég vil samt minna á, að bændur sjálfir og forystulið þeirra eiga hér nokkra sök. Bændur eru dreifðir um landið og önnum kafnir menn og eiga því óhægt með, að beita samtakamættinum, enda ekki tekist það sem skyldi miðað við aðrar stétth’ þjóðfélagsins. Margir þeirra taka hraustlega til orða yfir kaffíbollanum heima hjá sér, en slíkar raddir berast ekki til almenn- ings í landinu, sem þær þyrftu þó að ná til. Þá virðist forystuliðið að nið- urlotum komið hvað snertir kjara- baráttu fyrh- stéttina og hefur van- metið fjölmiðla í stað þess að sinna þeim sem skyldi. Fólki hefur liðist að ausa yfir þjóðina úr fjölmiðlum alls konar staðleysum um land- búnaðinn og bændastéttina án þess að til sjálfsagðra andsvara kæmi frá forsvarsmönnum bænda. Nú er svo komið að naumast er mögulegt fyrir ungt fólk að fara út í landbúnaðinn. Það gerist helst með því að eldri kynslóðin gefi því ævistarfið og er þó nógu erfitt samt. Það má því ljóst vera, að ef ekki tekst að rétta hlut bænda svo um munar, þá kem- ur að því að landbúnaðurinn hverfur úr landinu. Unga fólkið, sem nú er að alast upp í sveitunum er hvorki verr gefið eða verr gert en annað fólk. Það er heldur ekki gætt slíkri fórnariund gagnvart þjóðfélaginu, að það hneppi sig ævilangt í fjötra þrældóms og fátæktar. Það mun ábyggilega leita annarra kosta séu þeir fyrir hendi. Til eru þeir, sem vilja leggja land- Vigfús B. Jónsson búnað niður hérlendis, og rökstyðja þá skoðun með því, að hægt sé að fá ódýrari landbúnaðarvörur erlendis. Það kann rétt að vera, svo langt sem það nær, enda Island harðbýlt land. En skyldi það vera skynsam- legt að kaupa allt erlendis sem hægt er að fá þar ódýrara en hér heima? Að leggja niður land- búnaðinn finnst mér álíka gáfulegt og við færum í stórum stíl að flytja inn ódýrt erlent vinnuafl og hættum að nota það innlenda. Kostir þess að hafa landbúnað í landinu eru margvíslegiiy og skal hér aðeins fátt eitt nefnt. Islenskar landbúnaðarafurðir eru þær hrein- ustu og ómenguðustu sem völ er á og því líklegar til að auka hreysti þjóðarinnar, sem hlýtur að teljast mikilvægt. Ég hef íyrir satt að meðalbónd- inn á Islandi skaffi störf í þéttbýlinu og þeir, sem vinna þau störf hafa þokkaleg laun, sjálfsagt tvöfalt á við bændur, séu þeir fagmenn. I því sambandi vil ég geta þess, að það þarf margþætta fagþekkingu til að vera sjálfbjarga bóndi, en ég veit ekki til þess að það sé í neinu metið varðandi kjör þeirra. Hversu marga milljarða þyrfti til að flytja inn land- búnaðarafurðir í stað þeirra ís- lensku, sem neytt er í landinu, veit ég ekki en æði margir hljóta þeir að vera. Þá er ekki vert að gleyma því, að slysahætta í sambandi við kjarn- orku er fyrir hendi og gæti slíkt slys orðið afdrifaríkt varðandi aðfóng landbúnaðai-vara hingað til lands. Islenska moldin er auðlind, sem auðvitað á að nýta, enda kannski ekki alltaf létt að finna þeim verk- efni í þéttbýlinu, er við það fást, svo ekki sé talað um kostnaðinn við að byggja þar yfir þá. Það vandamál, sem hér um ræðir, er ekki bara efnahagslegs eðlis heldur og menn- ingarlegs. Rætur íslenskrar menn- ingar liggja um allar byggðir lands- ins og að mínu viti hyggilegast, að höggva á sem fæstar. Þetta vandamál er flóknara en svo að leyst verði með einu penna- striki. Margra góðra manna ráð þurfa til að koma og hlýtur lausnin að vera í verkahring ráðamanna þjóðarinnar og vonandi verður hún viturieg. Forsendan fyrir því er þó sú, að þeir gleymi því ekki að ef það fólk, sem sveitirnar byggir, hefur ekki sambærileg lífskjör við annað fólk í landinu, þá yfirgefur það heimahag- ana fyrr eða seinna. Hötundur er bóndi að Loxamýri. Þingmanni svarað HINN 30. október sl. skrifaði Hjálmar Jónsson alþingismaður grein í Morgunblaðið um skýrslu nefndar um úttekt á lífskjörum bænda í hefðbundnum landbúnaði 1989-1996. í grein sinni hafði þing- maðurinn „allt á homum sér“ varðandi skýrsluna og sagði m.a. að úrræði skýrsluhöfunda um sértækar aðgerðir til að auka tekj- ur þeirra sem stunda landbúnað Hjálmar Jónsson segir að kastað hafi verið til höndum við gerð skýrslunnar. Olafur Friðriksson segir þá fullyrðingu ranga. væru öðrum þræði uppvakningar. Fyrii’ hönd nefndarinnar sem vann skýrsluna verða ekki gerðar at- hugasemdir við álit hans á tillögum nefndarinnar, enda var vitað að þær kynnu að verða umdeildar. Við látum því prestinum eftir að fást við uppvakningana. í greininni er fullyrt að kastað hafi verið til höndum við gerð skýrslunnar og nefnir þingmaður- inn nokkur dæmi sem eiga að sanna að hin tæknilega vinna hafi ekki verið sem skyidi. I fýrsta lagi telur hann að í skýrslunni sé unnið Heldur þú að B-vítamm sé nóg ? NATEN _______-ernógl út frá upplýsingum um reiknuð laun bænda en ekki rauntekjur af bú- rekstrinum. Þessi full- yrðing er röng. Unnið var út frá þeim upplýs- ingum sem tiltækar voru um tekjur í skatt- framtölum bænda. Hagnaður og taþ skipt- ast á í rekstri, hvort heldur er í landbúnaði eða öðrum greinum, og jöfnun taps er í skattalögum heimiluð á lengri tíma. Þessar upplýsingar eru því sambærilegar við aðrar kjarakannanir sem byggjast á skattframtölum einstak- linga með sjálfstæðan atvinnu- rekstur. I öðru lagi talar þingmaðurinn um að „persónuframtalið gefi ekki mynd af samsetningu tekna af bú- rekstri en flokkun á búunum bygg- ist aðeins á upplýsingum um hluta af rekstrinum". Þessi fullyrðing er líka röng. Úrtakið, sem er mjög stórt, hefur að geyma þá bændur sem hafa sauðfjárrækt eða mjólk- urframleiðslu sem aðalbúgrein samkvæmt skilgreiningu Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og eru allar þeirra tekjur samkvæmt skattframtali með taldar, þ.m.t. tekjur af loðdýrum, laxveiðum, garðyrkju, kartöflurækt o.s.frv. I þriðja lagi skal áréttað hér, h'kt og glögglega kemur fram í skýrsl- unni, að nefndin var ekki að skoða hvers vegna breyting- ar urðu á hreinni heildareign bænda. Hún skoðaði hins veg- ar hvort og þá hvaða breytingar höfðu átt sér stað á tímabilinu 1989-1996. Að síðustu fjallar. þingmaðurinn um ósámanburðarhæf gögn varðandi vinnu- tíma iðnaðarmanna, afgreiðslufólks og skrifstofufólks annars vegar í samanburði við vinnutíma bænda hins vegar. Nefndin gerði ekki mikið úr þessum samanburði í skýrsl- unni og gat nákvæmlega um hvaða gögn voru lögð til grundvailar sam- anburðinum. Greinilegt er að þing- manninum finnst lítið til koma með samanburðinn og sér ekki ástæðu til að tjá sig um vinnutímann hjá bændum þótt hann byggist á niður- stöðum könnunar Félagsvísinda- stofnunar. Nefndin er afar ánægð með þá miklu umfjöllun sem skýrslan hefur hlotið. Henni er ljóst að endalaust má deila um upplýsingar sem til eru um afkomu og fjárhagsstöðu bænda. Mestu máli skiptir þó að menn beini huganum að þeim meg- inspumingu sem skýrsluhöfundar glímdu við, þ.e.a.s. hvernig á að bæta lífskjör bænda? Höfundur er formaður nefndar um títtekt á iífskjörum bænda. Ólafur Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.