Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 51 Þá er það bara dautt ÞANNIG orðaði einn af kollegum mín- um afstöðu sína _t.il gagnagrunns og Is- lenskrar erfðagrein- ingar á dögunum. Eg sagði að hann gæti ekki sagt svona, það væri alltof mikið undir. Með sjálfum mér velti ég því fyrir mér hvort kollegi minn væri ekki alveg í tengslum við fólkið í landinu. Ég fer mjög víða og hitti fólk í landinu, held fyrir- lestra um heilsu, ábyrgð og þekkingu og er á pólitískum fund- um. Þar að auki sé ég nokkur hundruð manns á læknastofu minni í hveijum mánuði. Alls staðar er al- menningur að tala um hversu þarf- leg erfðagreiningin og gagnabank- inn séu, talar um væntingar sínar og væntingar fyrir hönd afkom- enda sinna til árangurs. Þetta fólk talar um atvinnumöguleika unga fólksins kringum svona stai'fsemi og margir þekkja til ungs fólks sem gat flutt heim til Islands og hefur fengið vel launaða vinnu í sínu fagi hjá erfðagreiningarfyrir- tækinu. Þetta er það sem fólkið í landinu talar um. Þú getur ekki hent 12-20 millj- örðum út um gluggann eins og ekkert sé. Þessir fjármunir hafa áhrif á afkomu þjóðarinnar í heild. Hefur áhrif á hagvöxt næstu árin, hefur áhrif á launaþróun í landinu næstu árin, kaupgetu og lífskjör. Hvaða ábyrgur læknir, einstak- lingur, foreldri, íslendingur getur sagt: „Þá er það bara dautt“? Hvaða andstaða hefur rétt til að taka frá þjóðinni lífskjörin? Hvaða andstaða er það sem ekki getur unnt meirihluta þjóðarinnar að taka ábyrgð á gerðum sínum? Það hefur verið gengið langt í að koma til móts við andmæli og athuga- semdir m.a. kollega minna, en áhuginn á að sameinast um þjóð- þrifamál sem þetta er virðist samt enginn vera. Það er til andstaða sem er uppbyggileg og málefnaleg, en það er líka til atvinnuandstaða þar sem tilgangurinn að skaða helgar meðalið. Eg hlýddi á einn af okkar mestu stjóm- málaskörungum á dögunum. Hann end- aði ræðu sína á að segja okkur að við ættum að hafa trú á verkum okkar og framtíðinni. Við ætt- um ekki að láta af- vegaleiða okkur þegar við höfum trú á að við séum að gera rétt, heldur halda ótrauð áfram og ná settu marki. Kjósendur og almenningur þessa lands dæmir okkur síðan af verkum okk- ar. Hver er svo hættan? Ég var á fundi með öðrum norrænum sér- fræðingum á sviði gagnavinnslu í heilbrigðiskerfum Norðurlandanna utan sjúkrahúsa. Ég var sendur þangað af Landlæknisembættinu, enda er þetta mín sérgrein. Þessir sérfræðingar frá öllum Norður- löndunum, einstaklingar sem vinna meira og minna við gagnagrunna, voru afar undrandi á því hversu langt er gengið í dulkóðun upplýs- inga í íslensku áætluninni. Þessar þjóðir eru að safna persónuupplýs- ingum sem geymdar eru á bak við öryggisdyr, unnar eru úr þeim töl- fræðiupplýsingar sem síðan eru gefnai- út og engum finnst neitt um það. Þetta eru gagnagrunnar sem hægt er að finna í Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi. Þessum hópi fannst andstaðan á íslandi vera sérstök og setti hljóðan. Þessi norræni hópur er að leggja grunn að söfnun og samanburði gagna frá öllum Norðurlöndunum. Fulltrúi einnar af þessum þjóðum vildi verða þátttakandi í gagnagrunni íslendinga sem fyrst. í nýlegri grein í Læknablaðinu fór ég aðeins yfir það sem er að gerast í gagnagrunnsmálum víða um heim. Ég ítreka þar og hér að það eru afar fáir aðilar í heiminum sem skilja hvað gagnagrunnur er og hafa þeir hinu sömu verið að tala fyrir daufum eyrum í mörg ár. Oflugir aðilar eru að vinna með gagnagrunna um allan heim og nægir að nefna Breta, Hollendinga, Kanadamenn og Bandaríkjamenn. Allir þessir aðilar eru að vinna merkilegar vísindarannsóknir úr gögnum sínum, en þeir fylgjast með okkur af miklum áhuga, því hér á landi er hægt að vinna að vís- indarannsóknum sem ekki er hægt að framkvæma annars staðar. I Hollandi hefur lengi verið unn- ið skipulega með gagnabanka á heilbrigðissviði. I Kanada hefur Háskólinn í Toronto leitt rann- sóknir sem byggjast á gagna- grunnum. Dr. Rosser hjá Toronto- háskólanum, sem er virtur og þekktur frumkvöðull í heimilis- Fáir aðilar í heiminum skilja hvað gagna- grunnur er, segir Þorsteinn Njálsson, og hafa þeir talað fyrir daufum eyrum í mörg ár. lækningum og faraldsfræði í N- Ameríku, hefur fylgst af ákafa með þróun mála hér á landi og telur hann að gagnabanki í heilbrigðis- kerfi hér á landi væri mikilvægur fyrir læknisrannsóknir alls staðar í heiminum. I Bandaríkjunum er að finna á nokkrum stöðum öfluga einstaklinga, háskóladeildir og tryggingafyrirtæki sem safna mikl- um upplýsingum um einstaklinga til að meta vísindalega. Gagna- grunnur á heilbrigðissviði gefur okkur miklu meiri upplýsingai' en bara erfðafræði. Þetta virðist al- menningur skilja. Almennar vís- indarannsóknir, árangur af með- ferð mismunandi sjúkdóma, grein- ingu sjúkdóma og svo framvegis. Erlendir vísindamenn bíða mjög spenntir eftir að fá rannsóknarnið- urstöður frá okkur íslendingum. í starfi mínu sem heimilislæknir finn ég fyrir því oft á dag að vís- inda- og læknaheiminn vantar svör við óteljandi spumingum, hvernig best er að greina og meðhöndla sjúkdóma eða vandamál fólks, og hver sé árangur af meðferð. Nú þegar má fínna í gagnagrunnum á Islandi merkilegar upplýsingar um árangur af áralangri meðferð á Þorsteinn Njálsson sjúkdómum sem gætu breytt af- stöðu okkar til þess hvemig við meðhöndlum sjúkdóma. Við styrkj- um heilbrigðiskerfið okkar og nýt- um opinbera fjármuni betur með því að nýta upplýsingar úr svona gagnagrunni. Tengingin við erfðir og ættir veldur miklum spenningi í erlenda vísindaheiminum, allir vildu þeir hafa aðgang að því sem við íslendingar getum sett saman og boðið umheiminum til framfara. Það er umhugsunarvert að það væm engin Hvalfjarðargöng í dag nema af því að sá sem fjármagnar þau sér sér hag í því að grafa þau gegn einkaleyfi til einhverra ára á afrakstri þeirra. Hvernig komumst við upp á ströndina hinum megin við vísindafjörðinn án þess að grafa göng eða byggja brú? Þurfum við virkilega að bíða meðan vísinda- menn keyra fyrir fjörðinn? Hver segir að þeir fari nógu hratt yfir? Okkai- samfélag vill framfarir í vís- indum. Framfarir í vísindum byggjast á framsýni og áræði, þar sem við eram tilbúin að endur- skoða viðteknar venjur og hugsun reglulega okkur öllum til góðs. Höfundur er heimilislæknir og for- maður bæjarráðs í Ha fnarfirði. LIMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópovogi. S. 587 0980. Fox 557 4243 Mfellowes. Pappírs- og skjalatætarar bæði fyrir ræmu- og bitaskurð Otto B. Arnar chf. Ármdla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 BARTON astkassar og skúffur Bjóðum margar stærðir og gerðir af plastkössum. Hægt að stafla upp, hengja á vegg eða setja í hillur. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN- m umurshf SUNDABORG 1 • SÍMI568-3300 E-vítamín eflir varnir líkamans Éh eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri þekki. Með sömu rökum hefði mátt virkja háhitasvæði Landmanna- lauga fyrir 50 áram þegar fáir fóra þar um, eða Gullfoss á dögum Sig- ríðar í Brattholti. Þessi hópur sér fyrir sér að atvinnulíf glæðist. Austurland verði ekki lengur lág- tekjusvæði heldur verði þar lang- þráður uppgangur. Einnig hefur örlað á þeirri hugsun að hægt verði að slá tvær flugur í einu höggi og nota borinn sem bora á löngu jarðgöngin niður í Fljótsdal til þess að bora 2-3 smærri göng niður á fjörðum þannig að skot- fært verði á milli staða. í ljósi virkjanasögu Noregs er það spurning hvort hér sé ekki eins konar nátttröll á leiðinni. Verk- smiðja verði byggð, uppgangur verði tímabundinn í kringum þá vinnu, síðan fái tiltölulega fáir þar fasta vinnu í framtíðinni. En ferða- mannastraumur á víðernin við rætur Snæfells þar sem víð grösug vin fannst eitt sinn hátt til heiða með blómlegu dýra- og fuglalífi verði enginn. Aðeins verði eftir eftirsjá horfinna möguleika, og menn geti nagað sig í handarbökin yfir þeirri atvinnuuppbyggingu sem hefði getað átt sér stað í sam- bandi við þá ferðamennsku. Al- menningur í landinu fái síðan að borga niður virkjunina í formi hærra raforkuverðs sem ekki hvað síst kemur við pyngju þeirra sem lifa á s.k. köldum svæðum og hita upp með raforku. Island er óhemju ríkt land að því er varðar orku fallvatna. Við hljótum því að geta valið betur úr virkjunarkostum og tekið inn í um- hverfisskaðann þegar virkjanir era hannaðar. Það hlýtur að vera hægt að virkja í meiri sátt við nátt- úrana en fyrirhuguð Eyjabakka- virkjun mun gera. Hér er um að ræða virkjunarframkvæmd sem hönnuð var fyi'ir allnokkram árum áður en umhverfissjónarmið urðu jafnmikilvæg og þau era í dag. Það þarf því að reikna dæmið upp á nýtt og þó það taki nokkurn tíma mun það margborga sig þegar upp er staðið. Það er eins og Lands- virkjun ásamt utanríkisráðherra segi; hér er puttafarið og ef við hoppum ekki upp í núna þá er óvíst að annað komi. I heimi sem enn hefur ekki náð sér eftir olíu- kreppu áttunda áratugarins er ólíklegt að ekki fáist annað skip og annað föraneyti en Norsk Nydro núna. Það tókst að bjarga Gullfossi á tímum Sigríðar í Brattholti og Þjórsárveram með sameiginlegu átaki hugsandi fólks, og er það vel. Eyjabakkarnir hafa síst minna gildi en Þjórsárverin frá náttúra- fræðilegu sjónarmiði auk þess að vera náttúrafarslega tengdir þeim hvað varðar uppeldi geldfugla heiðagæsarinnar. Skora ég á les- endur að taka nú höndum saman og með sameiginlegu átaki bjarga Eyjabökkunum. Eða svo vitnað sé í orð Einars Benediktssonar skálds; Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fagdeildarstjóri á umhvcrfisbraut Garðyrkjuskóla ríkisins á Rcykjum, Ölfusi. H o t S h o t Tauáklceði kr. 51.490stgr. 37.050 kr. Má bjóða þér sieti) hetri Action Lane hvlldarstólamir eruvandaðir, smekklega hannaðir og fáanlegir með leður- eða tauáklæðum. Allir hvílarstólamir em með fótaskemli og stillanlegu baki. Mikið úrval,maigir litir og gott verð. Opið Mán.-fös. 09-18 Lau.10-15 á Mörkinni 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is ViÖ styðjum við bakið á þér! r*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.