Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRÚN
STEFÁNSDÓTTIR
+ Sigrún Stefáns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 10. maí
1942. Hún lést á
Grensásdeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur 31. október
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Áskirkju 10.
nóveinber.
Það er fagur nóv-
embermorgunn. Sím-
inn hringir, kunnugleg
rödd. Þetta er Jón.
„Blessuð viltu setj-
ast.“ En það er svo sem ekki nýtt
að Jón ávarpi mig þannig þegar
mikið er í húfi. En nú var óvenju-
mikill þungi í röddinni og óöryggi.
„Hún Sigrún okkar er dáin.“ Mig
setti hljóða eitt augnablik. Og
áfram hélt hann. „En heldurðu að
Guð taki ekki á móti henni?“ „Jú,
það er ég viss um, við vissum að
hún var Guðs bam,“ svaraði ég.
„Mér líður betur að vita þetta,“
sagði Jón þá.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Sigrúnu og Jóni fyrir
tveimur árum þegar ég starfaði í
heimilishjálpinni hjá þeim. Strax
myndaðist sérstakt og náið sam-
band milli okkar og eftir að ég
hætti í því starfi í vor hélst vin-
skapurinn eftir sem áður. Sigrún
var ekki allra en var vinur vina
sinna. Hún gat verið krefjandi, en
gaf það margfalt til baka. Hún
hafði ákaflega gaman af hand-
verki og hafði góðan smekk þar.
Hún hafði sérstaka
ánægju af tónlist og
var það eitt af því sem
tengdi Sigrúnu og
Jón hvað mest saman.
Oft var það þegar
morgunverkin voru
búin að við tókum lag-
ið saman og að sjálf-
sögðu spilaði Jón
undir á harmonikuna.
Þá ljómaði Sigrún af
stolti yfir undirleikar-
anum. Söngurinn
færði þeim mikla
gleði og oft gleymdu
þau sársauka og veikindum um
stund. En það sem gaf samt mest-
an friðinn var þegar við vorum að
biðja saman. Sigi’ún var trúuð og
vildi helst að þegar bænastund
var á Lindinni, væri kyrrð í kring-
um hana. Útvarpsmenn á Lind-
inni báru mikinn hlýhug til henn-
ar. Oft hringdi hún inn bænarefni
og þá ekki síður fyrir öðrum en
sjálfri sér. Og það var táknrænt
að það síðasta sem ég heyrði í
henni var þegar hún hringdi
stuttu fyrir andlátið upp á Lind
og talaði við mig og bað mig að
biðja fyrir sér að Guð mætti um-
vefja hana og gefa henni frið í sitt
hjarta og gefa Jóni styrk og
blessa hann heima. Megi þetta
vera bæn mín og þakka ég fyrir
sérstök kynni, sem gerði mig rík-
ari af andlegum auði. Jón minn.
Drottinn varðveiti þig.
Ykkar vinkona,
Aldís.
EINAR
SIGURJÓNSSON
+ Einar Sigurjónsson fæddist
í Vestmannaeyjum 7. janúar
1920. Hann lést í Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 14. október síð-
astliðinn og fór útför hans frain
frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum 20. október.
Elsku afi minn.
Nú er henni lokið, baráttunni
við þennan illvíga sjúkdóm sem
staðið hefur síðustu mánuði. Ekki
datt mér í hug að þetta tæki svona
stuttan tíma. Það er svo stutt síðan
þú varst hress og kátur að leggja
mér lífsreglurnar. Söknuðurinn er
mikill og til að huggast verð ég
bara að trúa því að við munum
hittast aftur síðar. Þú komst til
mín í draumi um daginn og sagðir
þar að þú fylgdist með okkur úr
fjarlægð, það varð til þess að efla
þessa trú mína enn frekar. Afi
MAGNÚS TORFI
ÓLAFSSON
I æviágripi um Magnús Torfa
Olafsson hér í blaðinu féll niður
fyrra nafn sonar hans, Ingimundar
Tryggva. Leiðréttist þetta hér
með.
minn, minningarnar um þig eru
svo margar og góðar. Þó að alltaf
hafi verið mikið að gera hjá þér
gafstu þér ávallt tíma til að spjalla
við tryppin þín þrjú, mig, Ingu og
Astu Jónu. Þið amma vonið líka
ansi dugleg við að dekra okkur
systumar þegar við vorum litlar.
Það kom ósjaldan fýrir að ef
mamma og pabbi sögðu nei við ein-
hverju þá var hlaupið upp á Höfða-
veg til afa og ömmu, þau áttu svo
óskaplega erfitt með að segja nei
við litlu stelpurnar sínar. Jólin eni
hátíð barnanna og vegna afa og
ömmu var tilhlökkunin til jólanna
alltaf tvöföld hjá okkur systrunum.
Afi kom alltaf til okkar á Þorláks-
messu og fór með okkur í bæinn
þar sem við fengum að velja okkur
hvað sem hugurinn girntist, hver
fékk að velja einn hlut. Þetta þótti
okkur alveg frábært og ég man
enn eftir mörgum þessara hluta,
suma á ég enn í dag.
Það segja allir að það sé gangur
lífsins að gamla fólkið fari og hið
unga taki við og er það sjálfsagt
rétt. Málið er bara að þú varðst
aldrei gamall í mínum augum, það
var alltaf sami krafturinn í þér og
eldmóðurinn og þess vegna er erf-
iðara að sætta sig við að geta ekki
leitað til þín lengur. Þú vissir svo
margt og fylgdist svo vel með öllu,
sérstaklega þó ef það tengdist sjáv-
arútveginum og það vita allir sem
þekktu þig. Mér finnst enn að ég
eigi að geta tekið upp símtólið og
hringt í þig og stundum er ég kom-
in svo langt að ég er lögð af stað í
símann áður en ég átta mig. Ég
vissi að krabbameinið var ólækn-
andi en einhvem veginn var það
svo fjarlægt að þú myndir deyja.
Þú varst alltaf stoð mín og stytta og
ég mun ávallt varðveita minningu
þína. Ég kveð þig með söknuði,
elsku afi minn.
Elsku amma, megi guð gefa þér
styrk til að takast á við þinn mikla
missi.
Hrefna Óskarsdóttir.
MINNINGAR
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
farandi tekið fram um lengd
greina, frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvem einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd, -
eða 2200 slög (um 25 dálksenti-
metrar í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka,
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans' fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitleti-að-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Blómastofa
rnotums
j
SuðuriandsbrautlO
108 Reykjavík • Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Slueytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 55
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir, systir og fyrrverandi eiginkona,
ÁSDÍS PÁLSDÓTTIR,
Sléttahrauni 19,
Hafnarfirði,
lést laugardaginn 14. nóvember.
Útför verður auglýst síðar.
Páll Ragnar Kristjánsson,
Kolfinna Líf Pálsdóttir,
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Ægir Ágústsson,
Gunnar Páll Ægisson,
Eva Björk Kristjánsdóttir,
Páll Ólafsson, María Guðmundsdóttir,
systkini og
Kristján Ingi Gunnarsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SVEINSÍNA INGIBJÖRG
HJARTARDÓTTIR,
Skipholti 47,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðviku-
daginn 18. nóvember kl. 13.30.
Árni Jónsson,
Jón Emil Árnason,
Hjörtur B. Árnason, Unnur Halldórsdóttir,
Páll Ingi Árnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir,
Helgi Árnason, Mábil G. Másdóttir,
Hilmar Árnason,
Guðni Árnason, Lilja Loftsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýnt hafa
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
EYJÓLFS PÁLSSONAR
fyrrv. framkvæmdastjóra,
Miðleiti 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólk deildar A6 á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Ásta Ólafsdóttir,
Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Örn Þórðarson,
Páll Eyjólfsson,
Stefán Ólafur Eyjólfsson, Helga Jóna Sigurðardóttir,
Davíð, Eyþór og Kári.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
KRISTJÁNS HREINSSONAR
múrara,
Sólvöllum,
Eyrarbakka.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sólvöllum og á
Kumbaravogi.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
LEGSTEINAR
í rúragóðum sýningarsölum okkar eigum
við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalista.
S.HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
v