Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLABIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 57 Fagnar sölu rfldsins á 49% hlut ÍFBA MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá SUS: „Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna fagnai" sölu ríkisins á 49% hlut í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Þessi sala er stór áfangi í einkavæðingu fjármálamarkaðarins hér á landi og er hún stærri en öll samanlögð sala í 16 einkavæðingar- verkefnum sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur staðið fyiir. Viðbrögð rúmlega 10.000 einstak- linga, sem ákváðu að fjárfesta í bankanum og voru tilbúnir að kaupa fjórfalt meira en til sölu var, sýna að fjármálamarkaðurinn hér á landi er vel í stakk búinn til að kaupa stærri og fleiri hluti ríkisins í bönkum þess. Þess vegna hvetur stjórn SUS til að sölu verði hraðað eins og hægt er á þeim hlut sem eftir er í eigu ríkisins í FBA, en til stendur að selja hana fyrir mitt næsta ár. Eins hvetur stjórn SUS til að frekari sala á bréf- um ríkisins í Landsbanka og Búnað- arbanka faiú fram hið allra fyrsta og að það losi sig út úr þeim rekstri fyr- ir lok næsta árs.“ Lilja Karitas keppir í „Drottn- ing heims“ LILJA Karitas Lárusdóttir, Feg- urðardrottning Reykjavíkur sem hafnaði í þriðja sæti í Fegurðarsam- keppni íslands í vor, keppir um titil- inn „Drottning heims“ eða „Queen of the World“ í Bonn í Þýskalandi sunnudaginn 22. nóvember nk. Lilja Karitas heldur til Frankfurt þriðjudaginn 17. þar sem keppend- ur hittast og dvelja til 19. nóvember en þá fara þær til Bonn þar sem keppt verður til úrslita. Fræðslufundur fyrir foreldra ungs fólks í vímuefnavanda SÁA efnir til fræðslu- og umræðu- fundar fyrir foreldra ungs fólks í vímuefnavanda þriðjudaginn 17. nóvember. Fundurinn verður hald- inn í göngudeild SAA, Síðumúla 3-5, og hefst kl. 19. Aðgangur er ókeypis. A fundinum verður rætt um þá meðferð sem ungu fólki í vímuefna- vanda er veitt, hvaða hugsun býr að baki henni og hvernig unga fólkið bregst við. Foreldrum er einnig boð- ið að tjá hug sinn og fá nánari skýr- ingar. Frummælendur verða Þórarinn Tyrfmgsson, yfirlæknir á sjúkra- húsinu Vogi, Hjalti Björnsson, dag- skrárstjóri göngudeildar SÁA, og Halldóra Jónasdóttir ráðgjafí. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn ÞÓRARINN Egill Sveinsson að- stoðarkaupfélagsstjóri á Akureyri og stjórnarmaður í knattspyrnu- deild KA var rangfeðraður i íþróttablaði Morgunblaðsins á laugardag. Velvirðingar er beðist á mistökunum. Islendingarnir koma! RANGT mun hafa verið sem fram kom í frétt um velgengni íslenzkra nútímabókmennta í Þýzkalandi á bls. 35 í blaðinu sl. fimmtudag, 12. nóvember, að auglýsingar sem um þessar mundir eru birtar í þýzkum dagblöðum undir yfírskriftinni „Is- lendingarnir koma“ séu birtar á vegum Hanser-forlagsins í Miinchen. Rétt mun vera að Steidl- forlagið standi að baki auglýsing- unum, og Hubert Seelow - sem kunnur er m.a. fyrir þýðingar sínar á Islendingasögum og verkum Halldórs Laxness - eigi heiðurinn að þessum auglýsingum sem svo vel hefur verið tekið eftir. Þetta kynningarátak mun ennfremur einungis beinast að þremur ís- lenzkum rithöfundum, þyim Guð- bergi Bergssyni, Fríðu Á. Sigurð- ardóttur og Ólafi Jóhanni Ólafs- syni. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum misskilningi. PJÓNU5TA Vantar — vantar — vantar Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguíbúðum vantar okkur flestar stærðir leiguíbúða á skrá. Með einu símtali er íbúðin komin á skrá hjá okkur og um leið ertu komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Arangurinn mun ekki láta á sér standa og það besta er, að þetta er þér að kostnaðarlausu. EiGULISTINN fs“9 LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B, 105 Reykjavík. TILKYNNINGAR Stórvinningar í Lottó Tíðni stórvinninga í Happahúsinu hefurvakið mikla athygli. Eftirtaldir stórvinningar hafa verið seldir hjá okkur frá ársbyrjun '97 til októberloka '98 8/2 '97 Lottó 5/38 kr. 1.009.420.- 4/6 '97 Víkingalottó kr. 2.598.150.- 23/8 '97 Lottó 5/38 kr. 6.750.810.- 27/12 '97 Lottó 5/38 kr. 6.029.450,- 14/2 '98 Lottó 5/38 kr. 676.020,- 11/4 '98 Lottó 5/38 kr. 2.046.520,- 27/6 '98 Jóker kr. 1.000.000.- 1/8 '98 Jóker kr. 1.000.000.- 24/10 '98 Lottó 5/38 kr. 9.619.440,- 31/10 '98 Lottó 5/38 kr. 1.019.800,- Við hvetjum alla lottóspilara til að láta renna miðunum sínum í gegn í sölukössum íslenskr- ar getspár. Það hafa margir hlotið álitlegar upphæðir sem þeir vissu ekki um. Happahúsið Kringlunni. Pípulagningamenn, verkfræðingar, bygginga- verktakar og arkitektar Kynning verður í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11 í Reykjavík, á vörum frá ítalska framleiðandanum Valsir. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 19. nóvember og hefst stundvíslega kl. 13.00. Vinsamlega tilkynnið þátttöku hjá Tækja-Tækni hf. í síma 557 5400, fax 567 0109 eða póstfang abo@simnet.is. Allar nánari upplýsingar á sama stað. (T^) Trakja -Tækni M. SMIÐJUVEGI 44D KÓPAVOGI SÍMI: 557 5400. FAX: 567 0109 AUGLY Lóðin Austurströnd 5, Seltjarnarnesi Laus er til umsóknar lóðin nr. 5 við Austur- strönd, Seltjarnarnesi, undir skrifstofu eða við- skiptahús. Lóðin er 2017 m2 að stærð og nýting lóðarinnar er um 1200 m2 húsá tveimur hæðum þar af 60% á neðri hæð. Áhersla er lögð á vandaða hönnun þar sem hér er um að ræða lóð í hjarta bæjarins. Enn- fremur verður gerð krafa um skamman bygg- ingatíma. Upplýsingar um lóðina veitir byggingafulltrúi, sími 561 2100. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi. G A FELAGSSTARF V' ! l Auglýst eftir fram- boðum til prófkjörs Akveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins við næstu alþingiskosningar fari fram 16. janúar 1999. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstaklning enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sértil prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðimenn, búsettir í Austurlandskjördæmi, skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboð- um en 6. Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum eftir að framboðsfresti lýkur. Framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu ævi- ágripi til kjörstjórnar í síðasta lagi laugardaginn 28. nóvember 1998 og sendist til formanns kjörstjórnar, Jónasar A.Þ. Jónssonar í pósthólf 51, 710 Seyðisfirði. Kjörstjórn Sjálfstæðisflokksins f Austurlandskjördæmi Jónas A.Þ. Jónsson, formaður, Agnar Bóasson, Guðmundur Steingrímsson. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur knattspyrnudeildar KR verður haldinn miðvikudagskvöldið 25. nóvember kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. UPPBGÐ Nauðungaruppboð — gyllingarvél Prentarar—bókagerðarmenn, athugið Nauðungaruppboð verður haldið á sérgerðri vél til gyllingar á bókum og þ.h. úr þrotabúi Vélmars ehf. fimmtudaginn 19. nóvember 1998 kl. 14.00 í húsakynnum Vélaverkstæðis Jóhanns G. Jóhannsonar á Skemmuvegi 34, Kópavogi, (brún gata innst). Vélin er nokk- urra ára gömul og framleiðandi var Vélhönnun. Ný er vélin talin hafa kostað kr. 1.500.000. Lögmenn Hafnarfirði ehf. Bjarni S. Ásgeirsson hrl., skiptastjóri. FÉLAGSLÍF Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins um samgöngu-, fjarskipta- og upplýsingamál Málþing Opið málþing í Valhöll, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17.00-19.00. Framtíð fjarskipta á íslandi Hvernig á að tryggja samkeppni á fjarskiptamarkaði? Á að selja Landssímann? Ef svo er, hvernig? Framsögumenn: • Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans. • Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra. • Eyþór Arnalds, þróunarstjóri, OZ. • Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið, TAL. • Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri, Radíómiðun. • Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður. Umræður verða á eftir framsöguerindum. Fundarstjóri: Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. HUSNÆÐI I BOei 3ja herb. íbúð til leigu á tveimur hæðum ca 80 fm í einbýlishúsi í mið- bæ Reykjavíkur. Til leigu frá 1. febrúar. Lágmarksleiga eitt ár. Umsókniróskastsendartil afgreiðslu Morgun- blaðsins, merktar: „E — 6871." Ob. Þetrus= 179111720 = kallanir I.O.O.F. Rb. 4 = 14811178 Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson miðill heldur skyggnilýsingafund mið- vikudaginn 18. nóvember kl. 20.30 í veislusal Glaðheima, Álalind 3, Kópavogi — Reið- höll Gusts. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðaverð 1000 kr. Allir velkomnir. Aðkoma að salnum er undir brúna hjá stórmarkaði Elko og Rúmfatalagers. KFUM og KFUK, aðalstöðvar v/Holtaveg Hádegisverðarfundur kl. 12.10 Guðlaugur Gunnarsson kristniboði dreifir molum kristniboðsstarfinu í Afríku. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2537 Aðventuferð f Þórsmörk 27.-29. nóvember Ekki missa af aðventustemmn- ingunni í Langadal. Gönguferðir, jólaföndur, kvöldvaka. Fararstjórar: Ólafía Aðalsteins- dóttir og Björn Finnsson. Pantið og takið miða tímanlega. Sjá um Ferðafélagsferðir í texta- varoi bls. 619. □ Hlín 5998111719 VI 1 □ EDDA 5998111719 117 Aðaldeild KFUK, Holtavegi í kvöld kl. 20.30 verður biblíulest- ur um Hósea spámann í umsjór Gunnars J. Gunnarssonar, lektors. Allar konur velkomnar. TILKYNNINGAR v -> Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Breski miðillinn Diane Elliott verður með umbreytinga- fund í Garða- straeti 8 í kvöld, þriðjudaginn 17. nóvember, kl. 20.30. Fundurinn er opinn öllum svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir félagsmenn og kr. 1.500 fyrir aðra. Húsið opnað kl. 20. Upplýsingar og miðasala á skrifstofunni í Garðastræti 8 og við innganginn. Einnig í síma 551 8130 frá kl. 9-15. Ath.: Takmarkaður fjöldi. ÝMISLEGT Stjörnukort Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson. Uppl. í síma 553 7075. Sendum í póstkröfu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.