Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vinningshafi í Netleik
Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið
á Netinu og Síminn-GSM fyrir Net-
leik í tilefni þátttöku Jdns Arnars
Magnússonar í tugþrautarmótinu í
Frakklandi. Sérstakur vefur var
búinn til á íþróttavef mbi.is þar
sem hægt var að fylgjast með því
hvernig Jóni Arnari gekk. Einnig
hafði verið safnað upplýsingum
um sögu tugþrautar á Islandi.
Leikurinn sem hægt var að taka
þátt í á vefnum hlaut nafnið þrí-
þraut þar sem þátttakendur áttu að
leysa þi'jár léttar spurningaþrautir
til að eiga mögideika á vinningi.
Vinningurinn var glæsilegur
GSM-sími frá Símanum-GSM.
Vinningshafinn heitir Guðni Þór
Þórðarson og er til vinstri á mynd-
inni en það var Jóhann Friðleifs-
son frá Símanum-GSM sem afhenti
honum vinninginn.
-Góðir skór á betra verði
á Skómarkaöinum 3. hæö Kringlunnar.
Opið frá kl. 12-18 alla daga nema sunnudaga.
Skómarkaðurinn
3. hæð, Kringlunni, sími 568 2888.
Besta fræðilega erindið!
Heilbrigðistæknifélag íslands (HTFÍ) efnir til samkeppni um besta fræðilega
erindið í heilbrigðistækni. Vinningshafi verður styrktur til að fara með er-
indi sitt á 11. norrænu-baltísku ráðstefnuna í heilbrigðistækni, sem haldin
verður 6. til 10. júní 1999 í Tallinn, Eistlandi.
Nánari upplýsingar má finna á heimasiðu HTFÍ: http://www.nervus.is/htfi/
SÍÐASTI SKILAFRESTUR ÚTDRÁTTA (ABSTRACTS) ER 21. DESEMBER 1998.
Stjórn HTFÍ.
Tilboðið okkar,
allt er að verða
upppantað til jóla
Myndataka, þar sem þú raeður hve
stórar og hve margar myndir þú
færð, innifalið ein stækkun 30 x 40
cm í ramma.
kr. 5.000,oo
Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum
af börnunum, eftirfarandi stærðir
færðu með 60 % afslætti frá gildandi
verðskrá ef þú pantar þær strax
endanlegt verð er þá.
13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00
20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00
30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00
Gerðu þinn eigin verð samanburð, hringdu á aðrar ljósmyndastofur og
kannaðu hvort jjetta verð á stækkunum er ekki lægsta verðið á landinu.
Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd
sími: 554 30 20 sími: 565 42 07
Passamyndir á fimm mínútum alla virka daga.
WESPER hitablásararnir
eru til í eftirtöldum stærðum:
352 CN 6235 kcal./7kw. 900 sn./mín. 220V1F.
353 CH 8775 kcal/lOkw. 900 sn./mín. 220V1F.
453 CN 20,727 kcal./24 kw 1.400 sn./mín. 380V3F.*
453 CN 16,670 kcal./19kw 900 sn./mín. 380V3F.*
* Einn og sami blásarinn, en 2ja hraða.
WESPER-umboðið
Sólheimum 26,104 Reykjavík,
sími 553 4932, fax 581 4932,
GSM 898 9336, boðs. 842 0066.
352 CN/353 CN eru því sem næst
hljóðlausir og 453 CN, langt undir
mörkum (53/46 dBA).
Allir WESPER-blásararnir eru með
rörum úr „Cubro Nickle"-blöndu
sem kemst næst stálinu að
styrkleika.
í DAG
Með morgunkaffinu
Ast er...
.. að finna góðan öku-
kennara fyrirhana.
TM Reg. U.S. F*at. Off. — all rights reserved
(c) 1998 Los Angeles Times Syndicate
ÞAR sem gestur okkar
er mikilvægur við-
skiptavinur, skal ég
drekka úr skörðótta
bollanum í dag.
ÞÁ er ég búin að fá
vinnuna, en hvað um
launahækkun?
ÞETTA er eini megr-
unarkúrinn sem ég
veit að virkar.
HÖGNI HREKKVÍSI
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Jólaglögg!
NÚ FER senn í hönd tími
jólaundh'búnings og ann-
ars sem því fylgii'. Eitt af
því er svokallað , jólglögg"
vinnustaða. I mínum huga
er jólaglögg notaleg stund
með félögum eða vinum
þar sem dreypt er á heit-
um drykk og smákökur á
borðum, en þetta virðist á
mörgum vinnustöðum
hafa snúist upp í and-
hverfu sína með einu alls-
herjar fylliríi og öllum
þeim vandræðum sem
svoleiðis samkomum
fyigja.
Eg er viss um það og
veit dæmi þess að margar
fjölskyldur, bæði börn og
makar, eru farnar að
kvíða þessum undanfai'a
jólanna og er ég þá ekkert
frekar að tala um þær fjöl-
skyldur þar sem áfengi er
vandamál að staðaldri, því
svona samkomur bjóða oft
hættunni heim og skapa
ýmis vandamál og erfið-
leika sem fólk vill síst af
öllu takast á við svona rétt
fyrir þessa fjölskylduhátíð
sem jólin eru, enda sé ég
ekkert fjölskylduvænt við
þessa skemmtun. Langar
mig því að biðja þá sem
skipuleggja þessar
skemmtanir að hafa það í
huga, að hjá mörgum er
þetta atburður sem
skyggii' á gleði og eftir-
væntingu jólanna.
Mörg fyiii'tæki hins veg-
ar hafa séð hvað þessu
fylgir og breytt jjessaii
,jólaglögg“ í t.d. jólahlað-
borð þar sem starfsmenn
og makar koma saman og
njóta góðs matai- og eiga
notalega kvöldstund eða
jafnvel hádegishlaðborð
eða annað þess háttar sem
er þá haldið í kaffistofum
eða mötuneytum fyrii'-
tækja og fer friðsamlega
fram án þess að sulla í sig
sterkum vínum og bjór
sem á ekkert skylt við jólin.
Munum tilgang jólanna
og hversu friðsæl þau geta
verið, eyðileggjum ekki
allt fallegt í kringum okk-
m' og njótum þessa árs-
tíma.
Gleðileg jól!
Sigurbjörn.
Bestu sætin
frátekin
HAFNFIRSK kona
hringdi og hafði_ eftirfar-
andi að segja: „Eg fór að
sjá Hellisbúann fyrir
nokkru. Þegar ég kom inn
í salinn og ætlaði að finna
sæti sá ég að á mörgum
bekkjum sat fólk á hvor-
um bekkjarenda og var
mér sagt að búið væri að
taka frá heilu sætaraðirn-
ar fyi'ii' félög og hópa. Eg
fann mér sæti úti á enda
einhvers staðar og rétt
um kl. 9 kom svo fólkið
sem áttí „pöntuðu" sætin.
Þetta finnst mér yfir-
gengilegm- dónaskapur og
leikhúsið ætti alls ekki að
Iáta þetta viðgangast."
SKAK
IJiii.sjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp
á svæðamóti í And-
orra sem nú stend-
ur yfir. Spánverjinn
Daniel Garcia-
Ilundain (2.485) var
með hvitt, en Eng-
lendingurinn
brögðótti, Tony Mi-
les (2.590), hafði
svart og átti leik.
34. _ Hxh3+! 35.
Kgl (35. Kxh3
Dh5 er auðvitað
mát) 35. _ Del+ og
Spánveijinn gaf,
því eftir 36. Dfl
Hhl+ tapar hann drottning-
unni.
Að loknum þremur umferð-
um var Miles efstur á mótinu
ásamt Spánverjanum Comas
Fabrego. 40 skákmenn keppa
á mótinu og er meirihluti
þeirra stórmeistarar.
SVARTUR leikur og vinnur.
Víkverji skrifar...
AÐ VAKTI nokkra athygli í
síðustu viku, þegar upplýst var
að eignarhaldsfélag Olíufélagsins
hf. hefði keypt hlutabréf Islenzkra
sjávarafurða í íshafi hf. og í
Vinnslustöðinni. Þegar Morgun-
blaðið spurði Geir Magnússon, for-
stjóra Olíufélagsins hf., um það
hvaða sjónarmið lægju að baki
þessum kaupum svai-aði forstjóri
Olíufélagsins skýrt og skilmerki-
lega að eitt af því, sem ráðið hefði
þessari ákvörðun Olíufélagsins,
hefði verið vilji til þess að hafa
nokkuð um það að segja, hvert
þessi hlutabréf færu en gert væri
ráð fyrir, að eignarhaldsfélag Olíu-
félagsins mundi ekki halda þeim
öllum.
Þetta svar hefur óneitanlega vak-
ið nokkra athygli. Er það enn svo,
að önnur sjónarmið en fjárhagsleg
ráði ferðinni hjá íslenzkum stórfyr-
irtækjum, þegar þau kaupa og selja
hlutabréf? Gera hefði mátt ráð fyr-
ir, að aðhald markaðarins væri orð-
ið svo mikið að forráðamenn fyrir-
tækja gætu ekki látið viðskiptapóli-
tíska hagsmuni ráða ferðinni held-
ur yrðu þeir að láta eingöngu við-
skiptasjónarmið koma við sögu.
AUtént er ljóst, að Olíufélagið hf.
er skráð á verðbréfaþingi og hlut-
hafar í fyrirtækinu eru nú orðið
fjölmargir, þótt gamlir Sambands-
hagsmunir virðist enn ráða ferð-
inni. Hvers eiga aðrir hluthafar í
Olíufélaginu að gjalda? Hvers
vegna var eignarhaldsfélag Olíufé-
lagsins að kaupa umrædd hluta-
bréf, ef það var ekki vegna við-
skiptalegra sjónarmiða heldur til
þess að geta ráðið því hverjir eign-
uðust hlutabréfin, sem IS vildi
losna við? Gamli tíminn er óneitan-
lega lífseigur í íslenzku viðskipta-
lífi.
XXX
FULLKOMINN tölvubúnaður er
orðinn /orsenda háskólastarfs
en Háskóli Islands hefur verið mjög
vanbúinn tölvum. Þess vegna er sér-
stakt ánægjuefni, að stúdentar við
háskólann hafa að undanfömu stað-
ið íyrir miklu átaki til þess að safna
tölvum fyrir skólann. I Morgunblað-
inu í fyrradag kom fram, að þeir
hafa nú safnað tækjum, hugbúnaði
og fjárframlögum að andvmði um 10
milljónir króna og hefur þetta söfn-
unarátak þó aðeins staðið í einn og
hálfan mánuð.
Þetta framtak stúdentanna er til
fyrirmyndar og mun stuðla að því
að Háskóli Islands verði samkeppn-
isfær við aðrar menntastofnanir í
tölvubúnaði.
xxx
HVAÐ sem öðru líður er ljóst,
að mikill kraftur er í Sjálf-
stæðisflokknum í Reykjaneskjör-
dæmi um þessar mundir. Aðsóknin
að kjörstöðum í prófkjöri flokksins
sl. laugardag var svo mikil, að það
minnti á aðsókn að kjörstöðum í al-
þingiskosningum. Þessi mikla þátt-
taka í prófkjörinu hlýtur að auka
Sjálfstæðismönnum í kjördæminu
bjartsýni í komandi kosningum.