Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Hundrað
prósent Holly-
wood-maður
Michael Bay heitir hasarmyndaleikstjóri í
Hollywood sem kominn er í fremstu röð
með þremur bíómyndum þar sem rokktón-
list og áferðarfallegt, myndrænt sjónarspil
skiptir meira máli en persónusköpun og
LOFTSTEINAREGN í Ragnarökum, dýrustu mynd
sem Bay hefur leikstýrt.
rökrænt innihald. Arnaldur Indriðason
kynnti sér þennan höfuðpostula nýju
hasarmyndanna, sem hefur sérstaka
unun af að gera metsölumyndir eins og
Ragnarök, sem er að koma út á mynd-
bandi þessa dagana.
SPRENGINGAR í fyrstu myndinni, Slæmum strákum.
BANDARÍSKI hasarleikstjórinn
Michael Bay er af nýrri gerð kvik-
myndagerðarmanna í Hollywood
sem orðið hefur áberandi á síðustu
tveimur til þremur árum. Þeir hafa
meira gaman af því að sprengja upp
hluti en t.d. að skapa trúverðugar
persónur. Þeir lama áhorfendur
með stöðugu áreiti í formi gegndar-
lausra hasaratriða og glæsilegs
sjónai-spils og spila hávaðarokk
undir, en ef þeir ætla að gera litla,
viðkvæma ástarsenu í kvöldsólinni,
eins og Bay reynir í nýjustu mynd
sinni, Ragnarökum eða „Arma-
geddon“, verða þeir allt í einu skelf-
ing hlægilegir.
Enginn listrænn metnaður
Bay er í fremstu röð hinna nýju
leikstjóra en hefur aðeins gert þrjár
bíómyndir. Hann leikstýrði dýrustu
mynd sem Disney-veldið hefur
nokkru sinni gert eða heimsenda-
hættunni Ragnarökum, sem naut
mikilla vinsælda hér á landi sl. sum-
ar og kemur nú út á myndbandi.
Hún kostaði 135 milljónir dollara.
Fyrsta mynd hans í fullri lengd var
Slæmir strákar eða „Bad Boys“ en
síðan gerði hann Klettinn eða „The
Rock“ og með henni fór allt í hans
lífi að snúast um stærðir. Hann
vann með stórstjörnunum, enginn
sprengdi stærri sprengjur, enginn
(nema James Cameron) vann með
stærri fjárhagsáætlanir og hann
náði til stórs hóps kvikmyndahúsa-
gesta. Myndir hans hafa samanlagt
halað inn næstum hálfan milljarð
dollara í heimsdreifmgu. Aðalmálið
er að ná til áhorfenda. Hann var
viðstaddur eina af prufusýningun-
um á Ragnarökum vestra „og áhorf-
endur fógnuðu níu sinnum undir
sýningu myndarinnar. „Það sem
skiptir mestu máli fyrir mig er að
fylgjast með viðbrögðunum í yfir-
fullum kvikmyndasal og komast að
því hvort áhorfendum líkar myndin
eða ekki,“ sagði leikstjórinn í sam-
tali við bandaríska skemmtanatíma-
ritið Entertainment Weekly.
í tímaritinu er bent á að Bay sé
einstakur að mörgu leyti á meðal
ungra og upprennandi kvikmynda-
leikstjóra í draumaverksmiðjunni.
Hann hefur ekki gert neitt af því
sem þykir einkennandi fyrir slíka
menn, sem yfírleitt vilja þjóna kvik-
myndalistinni. Hann hefur ekkert
lítið, persónulegt verkefni sem hann
vill framleiða innan óháða geirans
og berst fyrir með kjafti og klóm og
hann talar ekki um að taka áhættu
og vera djarfur í verkefnavali. Hann
virðist fullkomlega sáttur við að
starfa fyrir framleiðanda sinn,
Jerry Bruckheimer, sem framleitt
hefur allar þrjár myndir hans og
virðist standa á sama þótt allir tali
um þá nýjustu, Ragnarök, sem
Jerry Bruckheimer-mynd.
Þeir eru ekki margir eins og Bay
HVAÐ er að því að gera
poppmynd? Hasarleikstjórinn
Michael Bay.
sem þora að koma fram eins og þeir
eru klæddir og segja að þeir keppi
að því að gera sem vinsælastar sölu-
myndir. Listrænn metnaður virðist
enginn í þessum leikstjóra. Hann er
hundrað prósent Hollywood-maður.
„Ég sé ekkert athugavert við það að
eyða helling af peningum í það að
gera stórfenglegar hasarmyndir í
þeim tilgangi að skemmta fólki,"
segir hann. „En það er eins og ég sé
undir smásjá af einhverjum ástæð-
um. Ahorfendur vilja poppmyndir.
Hvað er svona athugavert við það?“
Ekkert, ef marka má þá sem ráða
í kvikmyndaborginni. „Michael læt-
ur fólk fá það sem það vill sjá,“ seg-
ir Joe Roth, yfírmaður kvikmynda-
framleiðsludeildar Disney-veldisins.
„Hann helsta áhugamál er að hafa
áhorfendur góða og líklega má
segja að hann sé óvenjulegur að því
leyti miðað við það sem gengur og
gerist í dag.“
Auglýsingar og
tónlistarmyndbönd
Kvikmyndagagnrýnendur vestra
hafa pkki verið að hlífa Michael
Bay. í The New York Times sagði
um Slæma stráka að það væri engu
líkara en hún væri „saumuð saman
eins og kvikmyndalegt Franken-
steinskrýmsli úr líkamspörtum ann-
arra mynda". I The Los Angeles
Times sagði: Bay fannst hann vera
á réttri leið. „Ég vildi reyna fyi-ir
mér- með meiri peninga í höndunum
og stærri stjörnur." Hann fékk ná-
kvæmlega það upp í hendurnar.
Næsta mynd, Kletturinn, kostaði 75
milljónir dollara og var með
Nicholas Cage og Sean Connery í
aðalhlutverkum ásamt nokkrum
kjarnorkueldflaugum og liði af
óþokkum sem þurfti að sigrast á.
„Styrkleiki Michaels kom vel fram í
þeirri mynd,“ er haft eftir Bruck-
heimer.
Spurningin er, hvað tekur Mich-
ael Bay sér fyrir hendur næst í
þeim tilgangi að skemmta fólki um
allan heim? Hann hefur gert vinsæl-
ar myndir hingað til og framleið-
endurnir í Hollywood hafa mikið dá-
læti á slíkum leikstjórum svo hann
getur líklega valið úr verkefnunum.
I sumar átti hann í viðræðum við
James Cameron um möguleikann á
því að hann leikstýrði endurgerð
Apaplánetunnar en Cameron skrif-
ar handritið og er framleiðandi.
Einnig skrifaði Bay undir samning
við Disney-veldið um gerð tveggja
bíómynda.
Hvað með listrænu hliðina?
Reyndar er ekkert að gerast í þeirri
deild en Bay biður þó fólk um að af-
skrifa sig ekki alveg. „Fólk á bágt
með að trúa því að ég vilji gera litl-
ar, listrænar myndir en ég hef
áhuga á að gera eitthvað fyndið og
skrýtið,“ segir hann og bætir við að
hann sé mikill aðdáandi Coen-
bræðranna. „En það er ekki mikið
af góðum listrænum handritum í
umferð. Ef ég kemst einhvern tím-
ann í gegnum öll geimskutluhand-
ritin, sem verið er að senda mér
daginn út og inn, gæti ég gert eitt-
hvað sem er öðruvísi.“
ENN meiri sprengingar í Klettinum.
MYNDBÖND
Bílstjórinn
og stjarnan
Vandskrifað
(Just Write)
G a ni a n iii.v nd
★ ★V2
Framleiðandi: Heath Mclaughlin.
Leikstjóri: Andrew Gallerani. Hand-
ritshöfundur: Stan Willianison. Kvik-
myndataka: Michael D. Brown. Tón-
list: Leland Boyd. Aðalhlutverk: Jer-
emy Piven, Sherlyn Fenn, JoBeth
Williams, Wallace Shawn, Costas
Mandylor, Alex Rocco, Yeardley
Smith. 110 mín. Bandaríkin. Mynd-
form 1998. Myndin er öllum leyfð.
HAROLD starfar við að keyra
ferðamenn um hverfi Hollywood-
stjarnanna. Einn daginn hittir hann
uppáhaldsleikkonu
sína á kaffihúsi og
vegna misskiln-
ings heldur hún að
hann sé handrits-
höfundur. Hún
biður hann um að
kíkja á handritið
að nýjustu mynd
sinni og segja hvað
honum finnst. Eft-
ir þetta hefst mikil vinátta á milli
Amöndu og Harolds, og það eina
sem hann þarf að gera til að vinna
hjarta hennar er að kunna að skrifa
en í barnaskóla var hann ávallt við
að falla í stafsetningu.
Vandskrifað er saklaus mynd
með tveimur skemmtilegum aðal-
Ieikurum, Jeremy Piven, sem er
þekktastur fyiár að leika frænda El-
lenar í samnefndum sjónvarpsþátt-
um, og Sherlyn Fenn sem varð fræg
eftir að leika í hinum dularfullu
þáttum „Twin Peaks“. Þetta er
mynd sem rennur Ijúflega í gegn á
meðan á henni stendur en gleymist
fljótt. Þess má geta að Yeardley
Smith, sem er rödd Barts Simpson,
leikur kynóða spákonu í myndinni.
Ottó Geir Borg
---------------
Skúrkur í
löggubúningi
Góður vondur gæi
(Good Bad Guy)___________
Gaman niynd
V2
Framleiðendur: Ezio Greggio,
Roger La Page. Leikstjóri: Ezio
Greggio. Handritshöfundur: Rudy
De Luca og Ezio Greggio. Kvik-
myndataka: Massimo Zeri. Tónlist:
John Dickson. Aðalhlutverk: Pat
Asanti, Ron Carey, Carmine Caridi,
Rudy De Luca, Dom DeLuise, Ezio
Greggio, Jessica Lundy. 110 mín.
Italía. Myndform 1998. Myndin
bönnuð börnum innan 12 ára.
ÍTALSKI innflytjandinn Joe er
ráðinn af glæpamanninum Vince til
þess að drepa vitni í máli sem er
höfðað gegn hon-
um. Joe fer í lög-
reglubúning til
þess að komast
sem næst fórnar-
lambi sínu, en allir
halda að hann sé
raunveruleg lögga
svo hann verður
að halda uppi lög-
um og reglu til að
ekki komist upp um hann.
Það eina sem er hægt að segja já-
kvætt um þessa mynd er að hún er
aðeins betri en fyrri mynd leikstjór-
ans og handritshöfundarins Ezio
Greggio en sú mynd var „Silence of
the Hams“ sem aðdáendur lélegra
mynda setja án efa ofarlega á lista
yfir sínar eftirlætismyndir. Góður
vondur gæi gerir tilkall til að hljóta
heiðurinn lélegasta mynd ársins
1998 og ef einhver mynd ætlar að
slá henni við vil ég helst ekki þurfa
að sjá hana.
Ottó Geir Borg