Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 69

Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 69 FÓLK í FRÉTTUM Kjólklæddi skrif- stofumaðurinn ÓVENJULEGT atvik gerðist í réttarsal í Lundúnum á þriðju- daginn var. Peter Young, fyrr- verandi stjórnaiTnaður hjá Morgan Greenfell-bankanum, mætti fyrir rétt vegna ákæru um að hafa haft meira en 200 þúsund pund af atvinnurekanda sínum. Ekki er þá öll sagan sögð því Young mætti fyrir rétt- inn í kvenmannsgervi. Þegar Young mætti til réttar- haldanna var hann klæddur smekklegri ljósbrúnni peysu yf- ir hvítum kjól. Dökk hárkolla, háhælaðir skór og bleik hand- taska, sem var í stfl við bleikan varalitinn, settu svo punktinn yfú' i-ið á múnderingunni. Ráku menn að vonum upp stór augu, enda höfðu samstarfsmennirnir ekki vanist Young á þessum nótum, því hann mætti alltaf til vinnu í jakkafötum að hætti breskra kaupsýslumanna. Young er ákærður fyrir fjár- drátt og að liggja á gögnum er málið varða eftir að rannsókn hófst. Fjárdráttinn stundaði Young frá ágúst 1994 til október- mánaðar 1996. Ekki var Young einn í fjárdrættinum, því Erik Langaker, Jan Helge Johnsen og Stewart Armer voru einnig ákærðh', en þeir unnu hjá íyrii- tækinu Fiba Nordic Securities sem Young hafði viðskipti við. Fyi-rverandi eiginkona Youngs, Hai-manna Van Dalen, sagði í samtali við fjölmiðla að hjónabandinu hefði lokið í febr- PETER Young mætir til rétt- arhaldanna í Lundúnum 10. nóvember sl. úar sl. vegna ástríðu Youngs á kvenmannsfötum. Hún sagði að Young hefði tjáð henni að hann hygðist fara í kynskiptaaðgerð. Var eiginkonan áhyggjufull vegna sona þeirra hjóna, fjög- urra og sex ára gömlum, sem ekkert vissu um áráttu föður- ins. Eiginkonan sagðist hafa vitað um klæðskiptiáráttu eigin- mannsins í langan tíma áður en sambandi þeirra lauk. Hins veg- ar hafi fjálgleiki Youngs í kven- mannsklæði valdið miklu álagi í sambandi þeirra og hún farið fram á skilnað í febrúar og Young í kjölfarið flutt heim til foreldra sinna. Ákveðið var að fresta réttar- höldunum yfir Young fram til 1. febrúar á næsta ári. Jóhannes Bjarni Guðmundsson á nýjum vettvangi Fréttamaður fer á flu g ÁHORFENDUR sjónvarpsins kannast við andlit Jóhannesar Bjarna Guðmundssonar frétta- manns, en hann hefur starfað á fréttastofunni frá því síðasta vor. Nú er hann hins vegar að hverfa úr fréttunum og fara að fljúga innan- lands hjá Flugleiðum. - Hvernig kom það til? „Eg hafði starfað sem flugkenn- ari með fréttamannsstarfinu í tæpt ár, og átti starfsumsókn inni hjá Flugleiðum frá því þeir auglýstu í vor. Ekkert svar barst um flug- mannsstöðuna og í júní byrjaði ég að starfa sem fréttamaður hjá Sjón- varpinu. Um miðjan október fékk ég síðan svar frá Flugleiðum um að ég hefði verið ráðinn til að fljúga innanlands, og tók ég því.“ Valdi flugið frekar en fréttir -Fékkstu ekki árssamning hjá sjónvarpinu um syipað leyti? „Jú, reyndar. Ég var einnig mjög spenntur fyrir því starfi, en samt togaði flugmannsstarfið meira í mig, svo ég afþakkaði stöðuna hjá Sjónvarpinu.“ -Heillaði ílugið meira en frétt- irnar? „Það er nú það. Það er mjög erfitt að útskýra hvað það er sem heillar mest við flugið," segir Jóhannes. „Þetta er baktería sem maður fær og þegar maður er einu sinni byrj- aður verður ekki aftur snúið,“ segir hann. „En fréttamennskan er einnig mjög skemmtileg.“ -Ætlarðu að samræma störfm, vera með fréttafiutningí fluginu? „Það er aldrei að vita,“ segir Jó- hannes og kímir. „Ég er nú að vona að ég þurfi ekki að loka algjörlega á ft'étta- mannsstarfið. En það á bara eftir að koma í ljós.“ - Hefurðu stefnt á flugið lengi? „Ég hef náttúrulega menntað mig til flug- mannsstarfsins. Lærði hérna heima í Flug- skóla Islands og lauk því síðasta sumar. Meðft'am náminu vann ég sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu og það var eiginlega bara til- viljun að ég fékk starf hjá Sjónvarpinu. En mér fannst starfið mjög spennandi og sló til.“ - Isfirðingurinn hefur ekki látið aðflugið í heimafirðinum aftra sér? „Neinei. Það er bara meiri áskor- un. Þetta er prófraun í hvert sinn,“ segir Bjarni og hlær. - Hvernig kom til að þú fórst í fréttamennsku upphaflega hjá út- varpinu? ;,Það byrjaði hjá svæðisútvarpinu á Isafirði þegar ég var í menntaskól- anum þar. Fyrst voru það íþróttapistlar einu sinni í viku hjá Éinnboga Hermannssyni. Það má segja að það sé Finnboga að kenna að ég fór út í fréttimar,“ segir Jó- hannes og hlær. „Ég fór að leysa af sem fréttamaður, og gerði það þrjú sumur. Síðan fór ég suður til Reykjavíkm- og fór í Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Meðfram var ég einnig í dagskrárgerð uppi á útvarpi. Var fyrst með barna- og unglinga- þætti á Rás 1, síðan í morgunútvarp- inu á Rás 2 og loks á fréttastofunni." - Tónlist? Ertu tón- listarmaður líka ? „Já,“ segir Jóhannes dræmt. „Eg byrjaði að læra á fiðlu á Isafirði þegar ég var tólf ára og var búinn með fimmta stig þegar ég kom suð- ur. Átti þrjú stig eftir í burtfararpróf. Þegar til ^ Reykjavíkur var komið fór ég að læra á víólu og píanó. En það varði stutt, bara eina önn, því ég fór til Ástralíu.“ -Nú? Hvað varstu að gera þar? Jóhannes verður ögn feimnisleg- ur á svipinn og segir að þangað hafi hann farið út af konunni. „Fóstur- faðir hennar er Ástrali en foreldrai' hennar kynntust fyrir vestan, eins og ég og kærastan gerðum líka. Síð- an þegar hún fór að heimsækja for- eldra sína til Ástralíu elti ég hana út og var þar í tvo rnánuði." - Og bar ferðin árangur? „Já, þetta gekk allt saman upp,“ . ^ segir Jóhannes og hlær. „Við erum saman í dag.“ Jóhannes segist vera mjög spenntur fyrir nýja starfinu. Þjálfunin í fluginu byrjar í desem- ber og búast má við að hann setjist undir stýri Fokker-vélar sem flug- maður Flugleiða í janúar. Hann mun fljúga á öllum leiðum innan- lands og einnig til Grænlands og Færeyja. Hver veit nema stöku fréttapistill muni heyrast í hátölur- um flugvélanna þegar flogið verður innanlands eftir jól. "■w Jóhannes Bjarni Guðmundsson Losaðu þiy vii sönnunarjögnin um $ a m 1 a n smek Nýr flokkur í endurvinnslu Sorpa, í samvinnu við fyrirtækið Endurtekið Efni ehf, hefur tekið upp nýjan flokk í endurvinnslu, klæði. Hægt er að endurnota eða endurvinna stóran hluta þess klæðis sem til fellur á heimilum, stofnunum og fyrirtækjum. Frágangur: Klæðið þarf að flokka frá venjulegu sorpi. Það má vera slitið, en hreint, þurrt og pakkað í plastpoka. Móttaka klæðis og upplýsingabæklingar eru ð öllum endurvinnslustöðvum SORPU. Á veturna: 16. ág. - 15. maí kl. 12:30 - 19:30 Á sumrin: 16. mai -15. ág. kl. 12:30 - 21:00 Að auki eru stöðvarnar við Ánanaust, Sævarhöfða og í Garðabæ opnar frá kl. 08:00 á virkum dögum. k Endurvinnanlegt klæði Allur fatnaður Rúmfatnaður Handklæði Gluggatjöld Áklæði Töskur Tuskuleikföng S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Sími 520 2200 • www.sorpa.is | Æ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.