Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 70
MORGUNBLAÐIÐ
70 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
Á mbl.is er að finna flest það sem tengist kvikmyndum og
myndböndum. Nýjustu myndirnar í kvikmyndahúsunum,
væntanlegar myndir, myndbönd, kvikmyndir í sjónvarp-
inu, stjörnugjöf og margt fleira.
www.mbl.is
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAR
Sigríður
Beinteinsdóttir
söngkona
fjallar um plötuna
„These Are Special Times"
með Celine Dion
Jólaplatan í ár
CELINE Dion hefur nú sent frá
sér plötuna „These Are Special
Times“, sem er þriðji diskur söng-
konunnar á tveimur árum. Það telst
mjög afkastamikið hjá listamanni
sem henni, því yfirleitt senda tón-
listarmenn aðeins einn disk frá sér
á ári.
Þetta er í fyrsta sinn sem Celine
Dion sendir frá sér jóladisk og inni-
heldur hann 16 jólalög, gömul og
ný. Sá undirrituð í blaði einhvers
staðar að það hefði verið draumur
hennar lengi að senda frá sér jóla-
disk. Við fyrstu hlustun heyrist mér
hún hafi viljað gera hátíðlegan disk
með stóra sinfóníuhljómsveit á bak
við sig, og hafa útsetningar frekar
látlausar, þá meina ég í samanburði
við hennar fyrri plötur.
Meðal þekktra laga á plötunni
eru t.d. „0 Holy Night“ eða Ó,
helga nótt, þar sem hún syngur eins
og engill, með stórri sinfóníusveit,
útsetningin er í höndum hins mikla
snillings, Davids Fosters, og skilar
hann því verki mjög vel. Einnig út-
setur hann „Ave Maria“ fyrir sin-
fóníusveit og heldur samt laginu
frekar látlausu, Celine syngur það
af mikilli snilld og kemur það mjög
skemmtilega út að heyra hana
syngja það bæði á ensku og lat-
nesku.
„Blue Christmas", lagið sem Elv-
is Presley söng svo eftirminnilega,
er sett í skemmtilega jass útsetn-
ingu og gerir það mikið íyrir lagið.
Einnig setur hún á plötuna „Happy
Xmas (war is over)“ lag Johns
Lennons. Þar styðjast útsetjararnir
að mestu leyti við gömlu útsetn-
inguna frá John Lennon.
Ekki má gleyma að minnast
á snilldar útsetningu á
hinu þekkta jólalagi
„Adeste Fideles" eða „0
Come All Ye Faithful"
eins og flestir þekkja
það. Þar er Da-
vid Foster
enn á ferð
og notar
hann pípu-
orgel í byrjun
lagsins sem er
algjör snilld.
Lagið er að
mestu leyti tekið
upp í Kristaldóm-
kirkjunni í Kali-
forníu og er kórinn í
laginu fenginn að láni þaðan.
Innan um gömlu lögin eru ný lög
og er gaman að heyra að Celine er
sjálf farin að semja, en hún semur
annað lagið á plötunni „Don’t Save
It All for Christmas Day“ ásamt
Peter Zizzo og Ric Wake. Mjög vel
samið lag, skemmtilega útsett,
kannski ekki mjög jólalegt en text-
inn setur punktinn yfir i-ð. Titillag-
ið „These Are the Special Times“
fær hún frá lagahöfundinum snjalla
Diane Warren, sem hefur samið
fyrir mjög marga fræga tónlistar-
menn og held ég að þetta sé fyrsta
lag sem Celine Dion fær frá henni.
Gott lag eins og við var að búast
frá lagahöfundi eins og Diane War-
ren.
Bryan Adams á líka lag á plöt-
unni og ég held að það sé líka í
fyrsta skipti sem hún fær lag frá
honum. Stíll hans heyrist mjög vel í
gegn, mikill kassagítar og frekar
látlaus útsetning, en Celine fer
mjög vel með lagið og ætti kannski
að fá fleiri lög frá honum í framtíð-
inni. Tvo dúetta má fínna á disknum
„The Prayer“, sem er lag númer 9,
og syngur Andrea Bocelli, hinn
mikli tenór, á móti Celine. Þarna
kemur aftur inn sinfóníusveitin og
er þetta mjög hátíðlegt og skemmti-
lega útfært lag.
R. Kelly syngur á móti Celine í
laginu „I’m your angel“ og hef ég
ekki heyrt í þessum söngvara áður,
en hann er engu að síður mjög góð-
ur og raddir þeirra passa mjög vel
saman. I síðustu tveimur lögunum,
„Feliz Navidad" og „Les cloches du
hameau", fær hún til liðs við sig
fjölskyldu sína og það skilar
sér ágætlega. Þetta er sam-
söngur og gerði Celine það
til að geta svona aðeins rifjað
upp barnæskuna og fengið
alla fjölskylduna saman, eins
og hún segir sjálf á um-
slagi disksins.
Eg gef þessum diski
alveg fulla einkunn og
þetta er fínn jóladiskur
í safnið íyrir Celine
Dion-aðdáendur; hún
syngur eins og engill
eins og við var að bú-
ast. Diskurinn er
mjög hátíðlegur og
inn á milli eru jóla-
lög í aðeins poppaðri
útgáfu.
Síðustu
upptökur
Starrs
RICHARD Dreyfuss hefur
aldrei haldið sig til hlés þegar
stjórnmál eru annars vegar.
Það þurfti því ekki að koma
neinum á óvart þegar hann
stóð fyrir upplestri á einleikn-
um „Síðustu upptökur
Starrs“. JVew York Daily
News greinir frá því að leik-
ritið gerist í framtíðinni og
þar sé Starr í fangabúningi
þegar hann skrifar æviminn-
ingar sínar og heitir því að ná
sér niðri á Clinton. Leikritið
er skrifað af Victor Navasky
og Richard Lingeman, rit-
stjórum The Nation.