Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Á mbl.is er að finna flest það sem tengist kvikmyndum og myndböndum. Nýjustu myndirnar í kvikmyndahúsunum, væntanlegar myndir, myndbönd, kvikmyndir í sjónvarp- inu, stjörnugjöf og margt fleira. www.mbl.is FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Sigríður Beinteinsdóttir söngkona fjallar um plötuna „These Are Special Times" með Celine Dion Jólaplatan í ár CELINE Dion hefur nú sent frá sér plötuna „These Are Special Times“, sem er þriðji diskur söng- konunnar á tveimur árum. Það telst mjög afkastamikið hjá listamanni sem henni, því yfirleitt senda tón- listarmenn aðeins einn disk frá sér á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem Celine Dion sendir frá sér jóladisk og inni- heldur hann 16 jólalög, gömul og ný. Sá undirrituð í blaði einhvers staðar að það hefði verið draumur hennar lengi að senda frá sér jóla- disk. Við fyrstu hlustun heyrist mér hún hafi viljað gera hátíðlegan disk með stóra sinfóníuhljómsveit á bak við sig, og hafa útsetningar frekar látlausar, þá meina ég í samanburði við hennar fyrri plötur. Meðal þekktra laga á plötunni eru t.d. „0 Holy Night“ eða Ó, helga nótt, þar sem hún syngur eins og engill, með stórri sinfóníusveit, útsetningin er í höndum hins mikla snillings, Davids Fosters, og skilar hann því verki mjög vel. Einnig út- setur hann „Ave Maria“ fyrir sin- fóníusveit og heldur samt laginu frekar látlausu, Celine syngur það af mikilli snilld og kemur það mjög skemmtilega út að heyra hana syngja það bæði á ensku og lat- nesku. „Blue Christmas", lagið sem Elv- is Presley söng svo eftirminnilega, er sett í skemmtilega jass útsetn- ingu og gerir það mikið íyrir lagið. Einnig setur hún á plötuna „Happy Xmas (war is over)“ lag Johns Lennons. Þar styðjast útsetjararnir að mestu leyti við gömlu útsetn- inguna frá John Lennon. Ekki má gleyma að minnast á snilldar útsetningu á hinu þekkta jólalagi „Adeste Fideles" eða „0 Come All Ye Faithful" eins og flestir þekkja það. Þar er Da- vid Foster enn á ferð og notar hann pípu- orgel í byrjun lagsins sem er algjör snilld. Lagið er að mestu leyti tekið upp í Kristaldóm- kirkjunni í Kali- forníu og er kórinn í laginu fenginn að láni þaðan. Innan um gömlu lögin eru ný lög og er gaman að heyra að Celine er sjálf farin að semja, en hún semur annað lagið á plötunni „Don’t Save It All for Christmas Day“ ásamt Peter Zizzo og Ric Wake. Mjög vel samið lag, skemmtilega útsett, kannski ekki mjög jólalegt en text- inn setur punktinn yfir i-ð. Titillag- ið „These Are the Special Times“ fær hún frá lagahöfundinum snjalla Diane Warren, sem hefur samið fyrir mjög marga fræga tónlistar- menn og held ég að þetta sé fyrsta lag sem Celine Dion fær frá henni. Gott lag eins og við var að búast frá lagahöfundi eins og Diane War- ren. Bryan Adams á líka lag á plöt- unni og ég held að það sé líka í fyrsta skipti sem hún fær lag frá honum. Stíll hans heyrist mjög vel í gegn, mikill kassagítar og frekar látlaus útsetning, en Celine fer mjög vel með lagið og ætti kannski að fá fleiri lög frá honum í framtíð- inni. Tvo dúetta má fínna á disknum „The Prayer“, sem er lag númer 9, og syngur Andrea Bocelli, hinn mikli tenór, á móti Celine. Þarna kemur aftur inn sinfóníusveitin og er þetta mjög hátíðlegt og skemmti- lega útfært lag. R. Kelly syngur á móti Celine í laginu „I’m your angel“ og hef ég ekki heyrt í þessum söngvara áður, en hann er engu að síður mjög góð- ur og raddir þeirra passa mjög vel saman. I síðustu tveimur lögunum, „Feliz Navidad" og „Les cloches du hameau", fær hún til liðs við sig fjölskyldu sína og það skilar sér ágætlega. Þetta er sam- söngur og gerði Celine það til að geta svona aðeins rifjað upp barnæskuna og fengið alla fjölskylduna saman, eins og hún segir sjálf á um- slagi disksins. Eg gef þessum diski alveg fulla einkunn og þetta er fínn jóladiskur í safnið íyrir Celine Dion-aðdáendur; hún syngur eins og engill eins og við var að bú- ast. Diskurinn er mjög hátíðlegur og inn á milli eru jóla- lög í aðeins poppaðri útgáfu. Síðustu upptökur Starrs RICHARD Dreyfuss hefur aldrei haldið sig til hlés þegar stjórnmál eru annars vegar. Það þurfti því ekki að koma neinum á óvart þegar hann stóð fyrir upplestri á einleikn- um „Síðustu upptökur Starrs“. JVew York Daily News greinir frá því að leik- ritið gerist í framtíðinni og þar sé Starr í fangabúningi þegar hann skrifar æviminn- ingar sínar og heitir því að ná sér niðri á Clinton. Leikritið er skrifað af Victor Navasky og Richard Lingeman, rit- stjórum The Nation.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.