Morgunblaðið - 18.11.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.11.1998, Qupperneq 1
263. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stuðningi Als Gores fagnað UM 200 stuðningsmenn Anwars Ibrahims, sem var vikið úr emb- ætti aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, efndu til mótmæla í Kuala Lumpur í gær, hrópuðu vígorð gegn stjórninni og fögn- uðu yfirlýsingu Als Gores, vara- forseta Bandaríkjanna, um stuðning við andstæðinga Mahathirs Mohamads, forsætis- ráðherra landsins. Stuðningsmenn Anwars komu saman við mosku skammt frá fundarstað leiðtoga Efnahags- samvinnuráðs Asíu- og Kyrra- hafsríkja (APEC) í Kuala Lump- ur. Leiðtogafundinum lýkur í dag. ■ Átalinn fyrir/22 Reuters QECD dregur upp dökka mynd af horfunum í efnahagsmálum Spáir mikhim samdrætti í heiminum á næsta ári París, Washington. Reuters. EFNAHAGS- og framfarastofnunin, OECD, varaði í gær við því að hag- vöxturinn í heiminum myndi minnka verulega á næsta ári ef seðlabankar Bandaiíkjanna og fleiri landa lækk- uðu ekki vexti sína á næstu mánuð- um. Bandaríski seðlabankinn lækkaði mikilvægustu vexti sína um fjórðung úr prósenti í gærkvöldi. OECD sagði í nýrri skýrslu í gær að líklegt væri að fjármálaumrótið, sem hófst í Asíu, yi'ði til þess að hag- vöxturinn í heiminum minnkaði um helming og yrði aðeins 2% á þessu ári og því næsta. Stofnunin spáði því að hagvöxturinn í Bandaríkjunum yrði 1,5% á næsta ári en til þess að sú spá gæti ræst þyrfti seðlabankinn að lækka vexti sína um 0,25 prósentustig til viðbótar lækkuninni í gær. I síð- ustu skýrslu OECD, sem birt var í júní, var gert ráð fyrir 2,1% hagvexti í Bandaríkjunum á næsta ári. OECD varaði ennfremur við því að „færi allt á versta veg“ gæti fjár- málaumrótið leitt til mikils efnahags- samdráttar í Bandaríkjunum eins og í Japan og efnahagslegrar stöðnunar úti um allan heim. Ignazio Visco, að- alhagfræðingur stofnunai-innar, sagði þó á blaðamannafundi í París að líkurnar á að slíkt gerðist hefðu minnkað frá því fjármálaumrótið náði hámarki í september. Þegar síðasta spá OECD var bh-t í júní töldu ráðamenn í helstu iðnríkj- um heims að þau væru varin fyrir efnahagskreppunni í Asíu. I nýju skýrslunni segir hins vegar að efna- hagsöngþveitið í Rússlandi í ágúst hafí leitt til mikils fjái’magnsflótta frá löndum, þar sem efnahagsuppgang- urinn hefur verið mestur á síðustu árum, og það hafi einnig valdið keðjuverkun í stóru hagkerfunum. „Fjármálaumrótið er orðið svo víð- tækt að þau ríki, sem eru enn laus við áhiif þess, eru mjög fá, ef nokkur." Spáir vaxtalækkunum í Evrópu OECD spáði því að vextir yrðu lækkaðir í ríkjum Evrópusambands- ins (ESB) á fyrstu mánuðum næsta árs þótt útlit væri fyrir tiltölulega mikinn hagvöxt þar, einkum í ríkj- unum ellefu sem verða stofnaðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU). Stofnunin spáði því að hagvöxturinn í ESB-ríkjunum yrði 2,2% á næsta ári, ívið minni en spáð var í júní, og 2,5% í ríkjum EMU. Seðlabanki Bandaríkjanna til- kynnti í gærkvöldi að hann hefði ákveðið að lækka vexti skammtíma- lána úr 5% í 4,75%. Bankinn hefur lækkað vextina um 0,75 prósentustig frá því í september og telur þá nú nógu lága til að tryggja nægjanlegan hagvöxt án þess að skapa hættu á aukinni verðbólgu. ■ Mat á lánshæfi/22 Vopnaieitin í frak Eftirlits- menn SÞ hefja störf Bagdad. Reuters. 86 STARFSMENN vopnaeftirlits- nefndar Sameinuðu þjóðanna, UNSCOM, sneru aftur til Bagdad í gær, viku eftir að hafa farið þaðan vegna þeirrar ákvörðunar ráða- manna í Irak að slíta öllu samstarfi við nefndina. „Við hlökkum til árangursríkrar samvinnu við írösk yfirvöld á næstu dögum,“ sagði Caroline Cross, tals- maður UNSCOM, við komuna til Bagdad. Hún bætti við að starfs- menn nefndarinnar hefðu hafíst handa við að setja upp tölvur og fjarskiptatæki og myndu hefja eftir- litsstörfin eins fljótt og auðið væri. Starfsmenn nefndarinnar voru fluttir með flugvél frá Barein til herflugvallar nálægt Bagdad. Fyrr um daginn höfðu 120 starfsmenn hjálparstofnana Sameinuðu þjóð- anna komið til borgarinnar eftir 1.000 km ferð yfir eyðimörkina frá Amman. Bandaríkjamenn hættu við loft- árásir á skotmörk í Irak á sjðustu stundu um helgina eftir að írakar féllu frá þeirri ákvörðun að slíta öllu samstarfi við nefndina til að freista þess að knýja öryggisráð Samein- uðu þjóðanna til að aflétta við- skiptabanninu sem sett var á landið eftir innrás íraka í Kúveit 1990. íraskir embættismenn segja að við- skiptabannið Jiafi kostað rúma hálfa aðra milljón íraka lífið. Rússar gagnrýna Clinton Rússneska utanríkisráðuneytið gagnrýndi í gær yfirlýsingu Bills Clintons Bandaríkjaforseta um að þörf væri á „nýrri stjórn" í írak sem starfaði í þágu þjóðarinnar og kúgaði hana ekki. Ráðuneytið sagði að yfirlýsingin væri „í ósamræmi við venjur og reglur þjóðaréttar". „írakar verða að hlíta ályktunum Sameinuðu þjóðanna, en ekki má gleyma því að þær kveða einnig á um að virða beri fullveldi og póli- tískt sjálfstæði Iraks.“ Viðræður Israela og Palestínumanna Þmgið staðfest- ir samninginn Jerúsalem. Reuters. SAMNINGURINN um frekari brottflutning ísraelskra hersveita frá Vesturbakkanum var samþykkt- ur með miklum meirihluta atkvæða á þingi ísraels í gærkvöldi. Samningurinn var samþykktur eftir tveggja daga umræðu með 75 atkvæðum gegn 19. Níu þingmenn sátu hjá. Samkvæmt samningnum eiga Israelar að flytja herlið sitt frá 13% Vesturbakkans í þremur áföngum á næstu mánuðum. Ráð- gert hafði verið að stjórn Israels kæmi saman í dag til að ákveða formlega að fyrsti áfanginn gæti hafist en fundinum var frestað í gær. Stjórnin sagði ástæðuna þá að hún biði enn eftir því að palestínsk yfirvöld gæfu út reglugerðir um að lagt yrði hald á ólögleg vopn og að bannað væri að hvetja til árása á Israela. FyiT um daginn hafði Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, orðið við kröfu ísraela um að draga til baka hótun sína um að Palestínu- menn hæfu vopnaða frelsisbaráttu sína að nýju ef kröfum þeirra yrði hafnað í viðræðunum um framtíðar- stöðu Jerúsalemborgar og palest- ínsku sjálfstjórnarsvæðanna. Benja- min Netanyahu, forsætisráðherra Israels, fagnaði yfirlýsingunni og kvaðst taka hana gilda. Daginn áður hafði hann tilkynnt að fyrsta áfanga brottflutningsins yrði frestað vegna hótunar Ai-afats. Upptökur Tripp gerð- ar opinberar DÓMSMÁLANEFND fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings gerði í gær opinberar segulbandsupp- tökur Lindu Tripp af samtölum hennar við þáverandi vinkonu sina, Monicu Lewinsky, fyrrver- andi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Starfsmaður fulltrúadeildar- innar sýnir hér upptökurnar, sem eru 22 klukkustundir að lengd. Það sem fram kemur í þessum upptökum um samband Lewinsky við Bill Clinton varð upphafið að átta mánaða rann- sókn Kenneths Starrs á því hvort forsetinn hefði gerzt sek- ur um brot sem gæfí tilefni til málshöfðunar til embættismissis. Ritskoðuð útprentun af upp- tökunum var gerð opinber í október, en upptökurnar sjálfar Reuters ekki fyrr en nií. Að sögn The New York Times er Lewinsky ýmist gáskafull, barnaleg eða al- varleg í samtölunum við Tripp um samband sitt við forsetann. Ráðgert er að Starr komi fyr- ir dómsmálanefndina á morgun og repúblikanar íhuguðu í gær að stefna fleiri mönnum til að bera vitni fyrir nefndinni í rannsókn hennar á máli forset- ans. Demókratar hótuðu hins vegar að sniðganga vitnisburð Starrs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.