Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Islendingar 1 fímmta sæti í farsímanotkun í Evrópu
FÁRSÍMANOTKUN í EVROPU I SEPT. 1998
Fjöldi farsímanotenda á hverja 1000 íbúa
Land/Ríki o
Jersey
írland
Andorra
Bretland
Holland
Grikkland
Frakkland
Spánn
Kýpur
Jörðin fer á fleygiferð í gegnum
loftsteinabelti
Eins og flug-
eldasýning
Þriðji hver
Islending-
ur farsíma-
notandi
ÍSLENDINGAR eru komnir í
fimmta sæti jrfír fjölda notenda far-
síma í Evrópu á hverja þúsund íbúa
og þriðji hver íslendingur er nú
skráður farsímanotandi samkvæmt
tölum frá því í september síðastliðn-
um. Fyrir ofan okkur eru Norður-
löndin Finnland, Noregur og Sví-
þjóð, auk Mónakó, og litlu færri far-
símanotendur hlutfallslega en hér
eru í Danmörku og á Ítalíu.
Flestir skráðir farsímanotendur
eru í Finnlandi, þar sem rúmlega
annar hver Finni var skráður far-
símanotandi í september. Næstir
komu Norðmenn með 453 farsíma á
hverja þúsund íbúa og þar næst Sví-
ar með 439 farsíma á hverja þúsund
íbúa. Hér á landi voru farsímar 342
á hverja þúsund íbúa og hefur enn
fjölgað nokkuð frá þeim tíma sam-
kvæmt upplýsingum Ólafs Stephen-
sen, forstöðumanns upplýsinga- og
kynningarmála hjá Landssímanum.
Tæplega 91 þúsund notendur
Samkvæmt þessum tölum voru
notendur í GSM-kerfí Landssímans
58.260 og Tal var með 6.500 notend-
ur. Til viðbótar voru notendur í
NMT-kerfí Landssímans 26.200
talsins. Samanlagt eru þetta tæp-
lega 91 þúsund notendur. Fjölgun
notenda hefur verið mjög ör undan-
farna mánuði hér á landi og í mörg-
um löndum Evrópu. Til að mynda
hefur farsímanotendum hér á landi
fjölgað um nærfellt þriðjung það
sem af er þessu ári.
Ólafur sagði að þessi þróun
sýndi að íslendingar væru mjög
fljótir að tileinka sér nýjungar. Til
að mynda værum við nú komnir
upp fyrir Dani hvað fjölda farsíma
á hverja þúsund íbúa varðaði, þó
byrjað hefði verið að starfrækja
GSM-kerfíð þar tveimur árum áður
en það var tekið í gagnið hér á
landi.
Ólafur sagði einnig að öflug upp-
bygging GSM-kerfisins hér á landi
skýrði einnig hluta þessarar þróun-
ar. Landssíminn hefði verið að
byggja upp kerfíð á þéttbýlisstöðum
úti á landi og margir nýir notendur
hefðu bæst við þar. Síðan væri það
samkeppnin sem hefði hafíst á
þessu sviði íyrr á árinu. „Sam-
keppnin hefur leitt til lægra verðs
og stækkað markaðinn. Lægra verð
gerir fleirum kleift að eignast síma
og við vonum að sjálfsögðu að það
verði áframhald á þvi að samkeppn-
in lækki verðið og ennþá fleiri geti
nýtt sér þessa þjónustu," sagði
Ólafur ennfremur.
ÞEIR sem höfðu búið sig undir
það mikla sjónarspil, sem sést
hinn 17. nóvember á 33 ára fresti,
þegar jörðin fer í gegnum Ioft-
steinabelti halastjörnunnar
Temple-Tuttle, gætu hafa orðið
fyrir vonbrigðum, því áreksturinn
varð sólarhring fyrr en ætlað var.
Þó voru allmargir sem urðu vitni
að því þegar loftsteinar brunnu
upp í gufuhvolfinu aðfaranótt
þriðjudags og sáust þeir vel á
Norðausturlandi. Hali halastjörn-
unnar er um 100 þúsund km
þykkur þar sem hann er þéttastur
og sjálf halastjarnan, sem gengur
þvert á sporbaug jarðar, skar fer-
il hennar í byijun mai-s á þessu
ári. Eftir stendur halinn, sem
gerður er úr steinum, ís og ryki.
Jörðin fer síðan á sporbraut sinni
umhverfis sólu með 30 km hraða
á sekúndu í gegnum halann og þá
hefst sjónarspilið fyrir alvöm.
Eins og flugeldasýning
Norðlendingarnir Helgi Ólafs-
son og Björgvin Þóroddsson voru
á leiðinni frá Húsavík til Raufar-
hafnar klukkan 1 eftir miðnætti
aðfaranótt þriðjudags og nutu
ljósadýrðarinnar úr bflnum á
leiðinni. „Þetta var alveg eins og
á gamlárskvöld," sagði Helgi.
„Við tókum ekkert eftir þessu
fyrr en við komum inn í Keldu-
hverfið, en þaðan stóð ljósadýrð-
in yfir þangað til við komum að
Höskuldarnesi.“ Þeir félagarnir
námu aldrei staðar, heldur óku
áfram undir björtum himninum
og nutu Ijómans af brennandi
loftsteinum í um klukkustund.
„Þetta var eins og flugeldasýning
og stærstu „bombuna" sáum við
norður úr Hraunhafnartanga.
Manni fannst sumir steinanna
vera komnir niður undir jörð,
slík var nálægðin, og einn lýsti
eins og geisli af vasaljósi, sem
maður heldur á í svartamyrkri
og snýr í hringi þvf ég sá dökkt
inni í miðju bjarmans og ljós-
hringi utan við.“
Helgi og Björgvin höfðu ekki
hugmynd um að jörðin væri á
hraðri leið inn í loftsteinabelti og
því kom það þeim á óvart að sjá
sjónarspilið. „Það er ótrúleg til-
viljun að vera á ferðalagi undir
heiðskírum og stjörnubjörtum
himni og keyra inn í þetta,“ sagði
Helgi.
Miklu meira en ég hélt
Nokkru seinna eða um óttubil
var Kjartan B. Guðmundsson
flugstjóri hjá Flugleiðum á leið
til Islands frá Minneappolis.
Hann vissi að von var á miklu
stjörnuhrapi, en grunaði ekki að
l>að yrði eins mikið og raun varð
á. Ur flugstjórnarklefanum sá
hann í norðri mikinn bjarma af
stjörnuhrapi næturinnar. „Þetta
var miklu meira en ég hélt,“
sagði Kjartan. „Glamparnir
komu fyrst á tíu mínútna fresti
og síðar með mínútu millibili."
Flugleiðin lá mjög norðarlega og
sagði Kjartan að mest liefði borið
á ljósadýrðinni milli Labrador og
vesturstrandar Grænlands.
„Manni virtist glampinn frá sum-
um steinunum vera mjög nálægt
og það logaði í 10-15 sekúndur á
hala þeirra. Það var synd að vera
ekki með myndavél,“ sagði hann.
Ný heimasíða Framsóknarflokksins
■■■■ . :■■/
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, opnaði nýja
heimasíðu Framsóknarflokksins.
Hluti flokksþingsins
sendur út á Netinu
HLUTI af flokksþingi Framsóknar-
flokksins, sem fer fram um helgina,
verður sendur út á Netinu. Halldór
Asgrímsson, formaður Framsókn-
arflokksins, opnaði í gær nýja
heimasíðu. Hún hefur m.a. að
geyma drög að velflestum ályktun-
um sem lagðar verða fram á flokks-
þinginu. Almenningi gefst kostur á
að koma með ábendingar á Netinu
og tillögur að breytingum.
Egill Heiðar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins, sagði að hér væri á ferðinni ný-
breytni hjá íslenskum stjórnmála-
flokki. Með þessu væri flokkurinn
að reyna nýja leið til að nálgast
kjósendur. Hann sagði að þeim sem
hefðu aðgang að Netinu gæfíst
þarna tækifæri til að fylgjast með
hluta af þingstörfum, m.a. setning-
arræðu formanns flokksins. Ræðan
og fleiri þinggögn yrðu geymd inni
á heimasíðunni þannig að fólk gæti
nálgast þau hvenær sem væri.
Almenningi gefst tækifæri til að
koma með ábendingar og athuga-
semdir um þær tillögur sem lagðar
verða íyrir þingið fram til kl. 17 á
morgun. Athugasemdimar verða
síðan teknar til athugunar í nefndum
þingsins en það hefst á fóstudag.
Skoðanakönnun Gallup á Islandi
Tæp 60% fylgjandi mið-
lægum gagnagrunni
MEIRIHLUTI landsmanna, eða
58%, er fylgjandi írumvarpi um mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði
sem nú liggur íyrir Alþingi. Rúmlega
19% eru andvíg íhimvarpinu en meira
en 22% segjast hvorki íylgjandi né
andvíg. Rúmlega 13% telja sig hafa
mjög eða frekar mikla þekkingu á
írumvarpinu en rúmlega 55% telja sig
hafa mjög eða frekar litla þekkingu á
frumvarpi um miðlægan gagnagrunn.
Næstum 65% þeirra sem afstöðu
tóku eru hlynnt því að persónulegar
heilsufarsupplýsingar um þau verði
skráðar í slíkan gagnagrunn en tæp-
lega 21% er því andvígt. Rúmlega
14% segjast hvorki hlynnt því né
andvíg að heilsufarsupplýsingar
þeirra verði skráðar í miðlægan
gagnagrunn. Af þeim sem telja sig
hafa mikla þekkingu á frumvarpinu
eru ríflega 60% fylgjandi því og tæp-
lega 34% andvíg.
Af þeim sem telja sig hafa mikla
þekkingu á frumvarpinu eru næstum
66% hlynnt því að persónulegar heil-
brigðisupplýsingar um þau séu
skráðar í miðlægan gagnagrunn.
Rúmlega 28% þeirra eru því andvíg.
Fjórir af hverjum fímm þeirra,
sem eru hlynntir því að heilsufars-
upplýsingar um þá séu skráðar í
miðlægan gagnagrunn, eru fylgjandi
frumvarpinu um miðlægan gagna-
grunn. Á hinn bóginn eru rúmlega
73% þeirra, sem eru andvígir því að
skráðar séu upplýsingar um þá í slík-
an gagnagrunn, einnig andvíg frum-
varpi um miðlægan gagnagrunn sem
nú liggur fyrir Alþingi. Marktækur
munur er á afstöðu fólks til gagna-
SKOÐANAKÖNNUN GALLUP Á ÍSLANDI:
Ertu fylgjandi eða andvíg(ur)
frumvarpi um miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði
sem nú liggur fyrir Alþingi?
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur
því að persónulegar heilsu-
farsupplýsingar um þig verði
skráðar í slíkan gagnagrunn?
grunnsfrumvarpsins eftir aldri.
Þannig eru þeir yngri síður fylgjandi
frumvarpinu en hinir sem eru eldri.
Flefri karlar en konur telja sig hafa
mikla þekkingu á frumvarpinu sem
fyrir Alþingi liggur, eða tæplega 17%
karla en um 10% kvenna. Einnig hef-
ur hærra hlutfall höfuðborgarbúa
mikla þekkingu á fiumvarpi um mið-
lægan gagnagiunn en þeir sem búa á
landsbyggðinni. Þá kemur fram að
með hækkandi tekjum er þekking
fólks marktækt meiri og með hæni
aldri minnkar þekkingin.
Spurt var: Ertu fylgjandi eða and-
víg(ur) frumvarpi um miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði sem
liggur nú fyrir á Alþingi? Hversu
mikil eða lítil er þekking þín á frum-
varpi um miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði sem liggur nú fyi-ir á
Alþingi? Ertu hlynnt(ur) eða and-
víg(ur) því að persónulegar heilsu-
farsupplýsingar um þig verði skráð-
ar í slíkan gagnagrunn?
Könnun fór fram í síma 4.-15 nóv-
ember. Úrtakið var 1.166 menn af
öllu landinu á aldrinum 18-75 ára
sem valdfr voru með tilviljun úr
þjóðskrá og af þeim svöruðu 69,2%.
Vikmörk svara í þessari könnun eru
á bilinu 1-4%.