Morgunblaðið - 18.11.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.11.1998, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIÐ erum ekkert að betla Denni baby, við erum bara að taka ofan fyrir mr. Clinton. S Islensk víkingakort gefin út í Noregi VÍKINGAKORT sem Guðrún Bergmann er höfundur að, voru nýverið gefin út í Noregi og hafa fengið góðar viðtökur. Á rúmum mánuði hafa selst um 1.100 kort, án þess að formleg kynning sé komin af stað. Víkingakort voru fyrst gefín út hérlendis árið 1993. Árið 1996 voru þau gefín út í Band- aríkjunum sem einnig sjá um dreifingu til annarra enskumælandi landa, og sama ár voi-u þau gefín út í Sviss. „Víkingakortin eru spegill til að lesa í sína andlegu líðan,“ segir Guðrún Bergmann, en kortin byggir hún á fornri and- legri siðfræði sem birtist hvar- vetna í íslendingasögunum. „Það má segja að Hávamál sé fyrsta íslenska sjálfsræktarbók- in. Þar er að fínna mjög sterkar GUÐRÚN Bergmann les í Víkingakort á kynningarhátíð í Ósló. andlegar hefðir sem leiðbeindu mönnum á þessum túna að rækta sjálfan sig og mér finnst Ilmandi kaffi úr gæða vél. Fást í raftækjaverslunum og stórmörkuðum um allt land. Verðugur arftaki Aromatic OREIFINGARAÐIU I.GUÐMUNDSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 mikilvægt að bera virðingu fyr- ir þeim,“ segir Guðrún. I hverjum kortapakka eru 32 spil og gefur hver lögn ákveðin skilaboð, tengd þeim eiginleik- um sem Oðinn, Þór, Freyja og Forseti stóðu fyrir í heiðnum sið. Kortunum fylgir bók sem gefur leiðbeiningar um hvernig lesa eigi úr þeim. Guðrún kynnti kortin á stórri kynningarhátíð í Ósló fyrir skömmu og var kortunum að hennar sögn mjög vel tekið. Var henni meðal annars boðið að kynna þau í einni stærstu bóka- búð Óslóar og var stöðug ásókn fólks í að láta lesa í kortin fyrir sig. „títgefandi kortanna í Noregi var mjög hrifínn af þeim og sagðist bera virðingu fyrir okk- ur Islendingum vegna þess hve vel við varðveittum gamlar hefðir, og kortin væru enn eitt dæmi um það,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar er verið að skoða útgáfu kortanna í Frakk- landi, Svíþjóð og Danmörku en hvort af því verður er ekki ljóst að svo stöddu. Alþjóðaskrifstofa Háskóla Islands Um 6.000 fyrir- spurnir berast á ári hverju Rannveig Ármannsdóttir UM þessar mundir eru tíu ár síðan Upplýsingastofa um nám erlendis var stofnuð. Rannveig Ár- mannsdóttir er deildar- stjóri hjá Upplýsinga- stofunni. „Vorið 1987 fór þáver- andi menntamál- aráðherra, Sverrir Her- mannsson, þess á leit við Háskóla Islands að hann hefði forgöngu um stofn- un og starfrækslu upp- lýsingastofu um nám er- lendis. Vísir að svipaðri starfsemi var þá fyrir í menntamálaráðuneyt- inu. 15 nóvember árið 1988 var Upplýsinga- stofa um nám erlendis stofnuð." - Voru viðbrögðin strax mik- a? „Já, allt frá upphafi hafa margir leitað til Upplýsingastof- unnar. Við sinnum ekki ein- vörðungu nemendum heldur öll- um sem til okkar leita. Núna fá- um við um 6.000 fyrirspurnir á ári, frá skólafólki og almenningi alls staðar af landinu. Það færist líka í vöxt að fólk sé að velta fyr- ir sér endurmenntun, fjarnámi eða því að fara í framhaldsnám eftir að hafa unnið í nokkur ár.“ - Eftir hverju er fólk að leita? „Fyrirspurnirnar eru mjög margvíslegar en snúa þó að ein- hvers konar námi, allt frá líksnyrti til hefðbundnari gi-eina eins og viðskiptafræði og svo framvegis." Rannveig segir að annars sé sveiflukennt hvaða námi fólk sé að velta fyrir sér. „Það eru ákveðnar greinar sem alltaf er spurt um en síðan eru tísku- sveiflur í gangi og það er eins og það sé háð umfjöllun í þjóðfélag- inu hverju sinni.“ Hún segir að þessa dagana sé mikið spurt um nám í arkitektúr og erfðafræði og hún bendir líka á að fórðunarfræði sé afar vinsæl en þetta gengur í bylgj- um og gæti þess vegna breyst á morgun. „Spurt er um nám á öllum stigum. Þá eru stúdentaskipti sífellt að verða umfangsmeiri." - Til hvaða landa vill fólk helst fara ínám? „Danmörk og Norðurlöndin era alltaf vinsæl en annars dreifist þetta nokkuð. Suður- Evrópa er líka að verða vinsælli en það sem kemur í veg fyrir að fólk fari meira í byrjunarnám til Bretlands eru há skólagjöld." - Hvað með lönd ut- an Evrópu? „Bandaríkin standa þar aigjörleg uppúr en það sama gUdir með Bandaríkin og Bretland. Skólagjöld eru yfírleitt há.“ Rannveig segir að einnig sé alltaf að aukast að fóik vilji fara á fjarlægar slóðir og hún segir að Háskóli íslands sé með samning við háskóla í Kanada, Ástralíu og í Rússlandi svo dæmi séu tekin. Þá segir hún að nú stundi t.d. tveir íslenskir nemendur nám við háskóla í Rússlandi. - Erað þið með samninga við marga erlenda skóla? „Við erum hluti af Alþjóða- skrifstofu háskólastigsins og forsvarsmenn þar sjá um samn- ►Rannveig Ármannsdóttir er fædd á Akureyri 7. nóvember árið 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1988 og BA-prófi í þýsku frá Háskóla íslands árið 1993 og námi í Ferðaskóla Flugleiða árið 1995. Hún starfaði í Þjóðarbók- hlöðunni um skeið og vann hjá Flugleiðum í Kaupmannahöfn. Rannveig hóf störf hjá alþjóða- skrifstofú háskólastigsins árið 1997. ingagerð við skóla en við sjáum um að afía upplýsinga um þá og koma þeim áleiðis til nemenda. Einungis innan Erasmus eru t.d. 140 skólar og ef íslenskir nemar fara í stúdentaskipti inn- an Erasmus eða Nordplus fá þeir ferðastyrk, dvalarstyrk og skólagjöld niðurfelld ef um slík gjöld er að ræða. Slíkir samn- ingar um námsmannaskipti skipta því geysilega miklu máli fyrir þá nemendur sem vilja taka hluta af námi sínu við háskóia erlendis. “ -Hvað eiga margir íslenskir nemendur kost á að fara utan sem skiptistúdentar ár hvert? „Síðastliðið haust fóru 200 stúdentar utan á vegum Nordplus og Erasmus. Hingað tU hafa fíesth• komist út sem sótt hafa um en það fer eftir því hve miklir peningar eru í boði til styrkveitinga. - Hvernig aflið þið upplýsinga fyrir þá sem til ykkar leita? „Við fáum kennsluskrár frá erlendum háskólum og aðrar upplýsingar. Það era alltaf fleiri og fleiri skólar að opna heima- síður á Netinu. Alþjóðaskrifstofa Háskóla Islands opnaði heimasíðu árið 1995 og við höf- um tekið saman heil- miklar upplýsingar um nám, skóla og aðrar hagnýtar upplýsingar. Heimasíðunni er skipt niður eftir löndum og þar getur fólk farið beint inn á síður háskól- anna. Þá er einnig hægt að leita eftir fögum. Að auki erum við líka með upplýsingar um hvaða möguleika nemar hafa á stúdentaskiptum.“ Slóðin er http:/Avww.ASK.- hi.is. Alþjóðaskrifstofa háskóla- stigsins - upplýsingastofa um nám erlendis er til húsa að Nes- haga 16. Mikið spurl um nám í arki- tektúr og erfðafræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.