Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 17

Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 17 LANDIÐ Mikill áhugi fyrir Snæfellinga- sögum og sögusviði þeirra Hellissandi - Nýlega renndu tvær fullar rútur af fólki í hlaðið á Ingjaldssandi. Þar var á ferð hluti nemendahóps Jóns Böðvarssonar sagnfræðings sem kennir Snæ- fellingasögur um þessar mundir við Endurmenntunarstofnun Há- skólans, þ.e. Eyrbyggju, Víglund- arsögu og Bárðarsögu Snæfells- áss. Jón Böðvarsson upplýsti, að hvorki meira né minna en 370 manns væru innrituð í þessi nám- skeið í haust og ætti hann eftir að koma að Ingjaldshóli þrisvar sinn- um í nóvembermánuði til viðbótar þessari för með álíka hópa. Risinn minnisvarði um Eggert Ólafsson Ánægjulegt er til þess að vita hvað áhugi fer vaxandi fyrir Snæ- fellsnesi og sögu þess meðal al- mennings og gæti furðu fljótt verið að koma í ljós hvað Hvalfjarðar- göng og bættar samgöngur skipta miklu í þessum efnum. Eins og vegasamband er nú telst varla meira en tveggja tíma akstur hing- að vestur að Ingjaldshóli. Ekki hefur það dregið úr gesta- komum að nú er risinn minnisvarði um Eggert Ólafsson á staðnum og kirkjan sjálf er nú talin elsta stein- steypta kirkja í heiminum að sögn Harðar Agústssonar fomhúsa- fræðings og arkitekts. A Ingjaldshóli má auk þess sjá fornar tættur og gamla kirkjumuni og í kirkjugarðinum má greina rústir gömlu kirknanna sem þar stóðu öldum saman og rúmuðu 400 manns í sæti. Aðeins á biskupsstólunum vora kirkjurn- ar stærri. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson HORFT heim að Ingjaldshóli. í forgrunni er Sjóminjagarðurinn á Hell- issandi og Þorvaldarbúð. í baksýn er Ennisfjall og Rjúpnaborgir. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir SR. Halldóra Þorvarðardóttir og biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson. Prófastur settur í embætti BISKUP íslands, herra Karl Sigur- björnsson, setti sr. Halldóru Þor- varðardóttur prófast í Rangárvalla- prófastsdæmi sl. sunnudag, en frá- fai-andi prófastm- sr. Sváfnir Svein- björnsson lét af störfum 1. sept. sl. vegna aldurs. Sr. Halldóra hefur þjónað í Fells- múlaprestakalli í Landsveit í tíu ár og var sett í embætti við guðsþjón- ustu á sunnudaginn af biskupi ís- lands. Hún er önnur kvenna til að gegna þessu embætti, en hin er sr. Dalla Þórðardóttir í Skagafjarðar- prófastsdæmi. Eftir guðsþjónustuna bauð Kvenfé- lagið Lóa í Landsveit til kaffisam- sætis til heiðurs prófasti í Félags- heimilinu Brúarlundi. Vilt þú bæta heilsuna og grennast? Hringdu núna í síma 554 1150 fcKS® j/ Negro Sími / Fax: 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is á öllum notuðum vélum og tækjum / Allar vélar verða J yfirfarnar fyrir veturinn, þ.e. olíu- og síuskipti og frostþol ath. ✓ Varahlutaúttekt ^ hjá Ingvari Helgasyni hf að upphæð kr. / 15.000 * / Fyrsta afborgun * eftir þrjá mánuði frá kaupdegi / VSK greiddur 15. mars. / Fimm rúllur af v Teno Spin rúllubaggaplasti fylgja hverri notaðri rúllu- og pökkunarvél 100% fjármögnun án vsk. til allt að 48 mánaða Ókeypis flutningur hver á land sem er* Einn heppinn kaupandi sem kaupir í beinni sölu hreppir ferð á landbúnaðar- sýninguna SIMA í París. Nafn hans verður birt í jólablaði Bændablaðsins og á heimasíðu Ingvars Helgasonar 'Viðkomustaðir Landflutninga-Samskipa ...og sjáið hvað fylgir með í kjara- kaupunum I Ingvar Helgasonhf. Sævarhöfða 2, sími 525 8000 og 525 8070. Fax 587 9577. Umboðsmenn um land allt Vefsíða: www.ih.is Netfang: veladeild@ih.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.