Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Jeltsín hittir Schröder í Kreml og Prímakov Gore í Malasíu Leiðtogar Rússlands kalla á meiri stuðning Reuters Áttu að myrða Berezovskí STOFNUNIN sem tók við af hinni illræmdu sovésku leyni- þjónustu, KGB, er samsafn morð- ingja, mannræningja og ótíndra glæpamanna, ef marka má full- yrðingar þriggja foringja í rúss- nesku leyniþjónustunni. Þeir boð- uðu til afar óvenjulegs blaða- mannafundar í gær þar sem þeir fullyrtu að yfirmenn þeirra hefðu skipað þeim að drepa auðkýfing- inn Borís Berezovskí. Sögðu þre- Trimble vill stöðva lausn fanga DAVID Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna á Norður-ír- landi og væntanlegur forsætisráð- herra, sagði á mánudagskvöld að svo gæti farið að stöðva yrði lausn fanga sem tengjast öfgahópum kaþólikka og mótmælenda á N-írlandi neiti Irski lýðveldisherinn (IRA) áfram að láta vopn sín af hendi. Eru ummæli Trimbles sögð til marks um vaxandi óánægju meðal sambandssinna á N-írlandi, og einnig þingmanna breska Ihalds- flokksins, sem telja að lausn fang- anna gangi of hratt fyrir sig. Belfast-samkomulagið frá páskum kveður á um að allir fangar sem tengjast öfgahópunum verði orðnir frjálsir menn innan tveggja ára. Þetta ferli hefur hins vegar gengið hraðar fyrir sig en menn áttu von á og þegar hefur um helmingi allra fanga verið sleppt úr haldi. Hafa margir áhyggjur af því að fyrr en vari verði allir hættulegustu morð- ingjar vargaldar undanfarinna þrjá- tíu ára frjálsir menn jafnvel þótt enn eigi eftir að hrinda ýmsum öðrum markmiðum samningsins í fram- kvæmd sem eiga að tryggja frið. Sambandssinnar hafa m.a. neitað að setja á fót ríkisstjóm, með þátt- töku Sinn Féin nema afvopnun IRA komi til fyrst. Nú hefur Trimble í fyrsta skipti einnig tengt afvopnun IRA málefni fanganna. menningarnir að þeim hefði ver- ið hótað lífláti, segðu þeir frá þessu. Berezovskí fullyrti í opnu bréfi til yfirmanns leyniþjónustunnar, Vladimír Pútín, í síðustu viku, að samsæri hefði verið um að drepa sig. í gær svaraði Pútín því til að málið væri í rannsókn en mót- mælti því jafnframt að leyniþjón- ustumennirnir hefðu kosið að koma fram á þennan hátt. Var einn þeirra með skíðahettu á höfði svo hann þekktist ekki. Fullyrtu mennirnir m.a. að áætl- unin um að ráða Berezovskí af dögum væri ekkert einsdæmi innan leyniþjónustunnar, innan hennar væru fjölmargir aðilar sem notfærðu sér hana til að jafna sakirnar við andstæðinga sína og til persónulegs ávinnings, auk þess sem margir starfsmenn hennar þæðu fé fyrir að fram- kvæma ýmis konar afbrot. Moskvu. Reuters. FORSETI og forsætisráð- herra Rússlands hittu í gær leiðtoga tveggja mikilvægustu viðskiptalanda Rússlands í vestri og hvöttu þá til að halda áfram stuðningi við efnahags- umbætur í hinu kreppuhrjáða landi. Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hitti Gerhard Schröder, nýjan kanzlara Þýzkalands, í Kreml, og Jevgení Prímakov forsætisráðherra hitti A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, í Kuala Lumpur í Malasíu, þar sem þeir eru báðir á leiðtoga- fundi Asíuríkja. Prímakov kynnti efnahagsumbótaáætlun stjórnar sinnar fyrir Gore í gær en fyrir Schröder á mánu- dag, áður en hann hélt til Malasíu. Bæði Jeltsín og Schröder lögðu við upphaf síns fundar áherzlu á að samskipti land- anna ættu að haldast áfram eins náin og áður. Jeltsín tjáði Schröder að tengslin við Þýzkaland, sem er stærsti lánardrottinn Rúss- lands, væru meðal helstu forgangs- mála rússneskrar utanríkisstefnu. Jeltsín stífur Jeltsín virtist stífur og svip- brigðalaus, að sögn þýzkra blaða- manna sem fengu að fylgjast með er leiðtogarnir heilsuðust, en heilsa forsetans hefur á ný verið í brenni- depli fjölmiðla undanfarnar vikur. Forsetinn dvelur þessa dagana mestmegnis í afslöppun utan Reuters vísar Ger- BORIS Jeltsín Rússlandsforseti hard Schröder, kanzlara Þýzkalands, til sæt- is í Kreml í gær. Moskvu. Hann sást síðast í Kreml á fimmtudaginn var, þegar hann átti stuttan fund með Keizo Obuchi, for- sætisráðherra Japans. í gær tók Jeltsín sér góðan tíma til að setja saman setningar og tal- aði með þungum áherzlum og handapati, að sögn blaðamannanna. Rússneska sjónvarpið sýndi Jeltsín strangan á svip ávarpa þýzku sendinefndina í Kreml með þeim orðum, að samskipti landanna „séu og munu haldast eins og þau hafa verið undanfarin ár“. Þetta var túlkað svo, að hann væri að vísa til náins persónulegs sam- bands síns við Helmut Kohl, forvera Schröders. Schröder hefur sagt að slík persónuleg tengsl séu gagn- leg, en þau megi ekki einoka samskipti heilla ríkja, einkum og sér í lagi ekki þegar um það er að ræða hvernig taka skuli á efnahagskreppunni í Rússlandi. Áætlun Prímakovs í brennidepli Prímakov mætti á Asíu- ríkjafundinn í Malasíu í stað Jeltsíns. „Eg útskýrði efna- hagsáætlun okkar,“ sagði hann. „Ég sagði - og Gore var mér sammála - að hún sé skynsamleg og gangi raun- verulega upp.“ Enginn fulltrúi Bandaríkj- anna lét hafa eftir sér neitt um áætlun Prímakovs, en hún hefur fram að þessu kallað fram gagnrýni af hálfu alþjóðlegra lánastofnana fyrir að fela í sér aft- urhvarf frá markaðsvæðingu. Rússar eru að reyna að telja Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn, IMF, á að afgreiða 4,3 milljarða dollara greiðslu, sem er hluti af lánapakka sem Rússum var heitið í júlí sl. í því skyni að hjálpa þeim út úr efna- hagsógöngunum. Von var á sendinefnd IMF til Moskvu í dag, sem ætlaði að líta nánar á áætlanir stjómarinnar, þar með talið fjárlögin fyrir næsta ár. Reuters Áformaðar umbætur á landbúnaðarkerfí Evrópusambandsins (ESB) Hörð gagnrýni endurskoðenda London, Strassborg. Daily Telegraph, Reuters. ÁFORMAÐAR umbætur á landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins (ESB) eru harðlega gagn- rýndar í ársskýrslu endurskoðunarstofnunar sambandsins, og það þótt ráðherrar aðildarríkj- anna hafi enn ekki komizt að samkomulagi um umbótaáætlunina. Bernhard Friedmann, forseti endurskoðunar- stofnunarinnar, tjáði Evrópuþinginu í gær að sambandið yrði að lækka viðmiðunarverð á land- búnaðarvörum enn meira en gert er ráð fyrir í þar að iútandi tillögum framkvæmdastjórnar ESB, sem er að finna í umbótaáætluninni „Agenda 2000“ sem lögð var fram í júlí í fyrra. Sagði Friedmann efnahagshrunið í Rússlandi og Asíu valda því að það verð sem framkvæmda- stjómin hafði talið að fengist fyrir evrópskar landbúnaðarvörur á heimsmark- aðnum og lagt til grundvallar út- reikningum sínum væri einfald- lega of hátt. Dæmið liti þv£ þannig út núna, að kæmu tillögurnar óbreyttar til framkvæmda, gæti kostnaður ESB við kerfisbreyt- ingarnar orðið hærri en sem nemur þeim sparn- aði sem lækkun niðurgreiðslna á að skapa. Út- flutningsbætur og geymslukostnaður við land- búnaðai'vörur sem ekki seljast á settu viðmiðun- arverði yllu þessu meðal annars. Myndu sprengja fjárlagarammann Friedmann sagði ennfremur, að það væri „óraunhæft“ að gera ráð fyrir að bændur í vænt- EVRÓPA^ anlegum aðildarríkjum sambands- ins í Austur-Evrópu fengju enga beina styrki eftir að lönd þeirra verða gengin í sambandið. Gera yrði ráð fyrir nokkrum milljörðum í stuðningsgreiðslur við landbún- aðinn í þessum ríkjum. John Wiggins, sem á sæti í stjórn stofnunar- innar fyrir hönd Bretlands, sagði í samtali við The Daily Telegraph að framkvæmdastjórnin hefði alvarlega misreiknað kostnaðinn við tillögur sínar. Kæmu þær óbreyttar til framkvæmda myndu þær sprengja fjárlagaramma ESB um marga milljarða. Þessi orð voru höfð eftir Wigg- ins eftir að ársskýrslu endurskoðunarstofnunar- innar var lekið til fjölmiðla í byrjun vikunnar. Kúrdar í Bonn í hungur- verkfall KÚRDÍSKUR skæiailiði olli sín- um eigin dauða og særði sex aðra í sjálfsmorðssprengjuárás í Tyrklandi í gær sem virðist mega tengja við handtöku Abdullahs Öcalans, leiðtoga Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK), í Róm á ítaliu í siðustu viku. Óttast öryggisyfirvöld í Tyrklandi að fleiri slíkar árásir muni fylgja í kjölfarið. Fyrir framan Dúmuna. neðri deild rússneska þingsins í Moskvu, urðu tveir Kúrdar fyrir alvarlegum brunasárum eftir að þeir höfðu hellt yfír sig olíu og sfðan kveikt í. Er þessi atburður einnig tengdur deilum um hand- töku og framsal Öcalans. Tregða ítala til að framselja Öcalan hefur mjög reitt tyrk- nesk stjórnvöld til reiði en þau vilja rétta yfir Öcalan sem þau saka um föðurlandssvik. Hafa ýmsir úr viðskiptalífí Tyrklands beitt sér fyrir því að neytendur hunsi ítalskar vörur og virðist koniin upp hatrömm milliríkja- deila vegna málsins. Stóðu um 4.000 Kúrdar, sem búsettir eru í Þýskalandi, fyrir mótmælagöngu í Bonn í gær gegn handtöku Öcalans og héldu þeir á Iofti risastórri and- litsmynd af leiðtoganum. Hófu um 200 þeirra hungurverkfall í gær til að þrýsta á um að Öcal- an verði sleppt úr haldi. Einnig var efnt til mótmæla í Rómar- borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.